Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 18
18 MOÍIGUNBLAÐIÐ MIÐVIKÍlÓAÍÍUR1 ffl. OKTÓBEK 1991 Kominn heilu og höldnu til Islands: Fékk allt það mót- læti í ferðinni sem hægt er að hreppa - segir Bergþór Hávarðsson Atlantshafsfari Vestmannaeyjum. Bergþór Hávarðsson um borð í skútu sinni í Vestmannaeyjahöfn í gær. EFTIR að hafa siglt 20.000 mílur á skútum sínum á tveimur og hálfu ári kom Bergþór Hávarðsson til hafnar í Eyjum á mánudagskvöld. Bergþór hafði þá verið í hafi í tvo mánuði á leiðinni frá Flórída til Islands. Bergþór lenti í ótrúlegum svaðilförum á leið sinni heim, hreppti fárviðri og bjó við þröngan kost seinni hluta ferðarinnar. Hann var þó hress er hann kom til Eyja og ánægður með að hafa fast land undir fótum á ný. Morgunblaðið heimsótti Bergþór á heimili Sigmars Gíslasonar, stýrimanns á Katrínu VE, í gær en Sigmar skaut yfir hann skjólshúsi í Eyjum. Hendur Bergþórs eru skinnlitlar en þó segir hann að þær séu allar að gróa og séu allt aðrar en þegar hann var sem verstur á heimleiðinni. Bergþór byrjaði daginn í gær á að að fara á rakarastofu og lét snyrta hár sitt og skegg þannig að hann var ekki eins víkingalegur ásýndum og þegar liann kom til hafnar á mánudags- kvöld. „Þetta hefur verið mikil ferð. Ég lagði af stað frá Reykjavík áieiðis til írlands 1. maí 1989. Eg lenti fyrst í logni en fékk síðan mótbyr af suð- austri og er ég var kominn 40 mílur suðaustur af Surti ákvað ég að halda til Eyja og bíða þar betri byrs,” sagði Bergþór um upphaf ferðar sinnar sem hófst fyrir tveimur og hálfu ári. Bergþór hélt þá af stað á 20 feta skútu sinni sem hét Sú. „Ástæður ferðalagsins voru að ég hafði verið vélstjóri á Drang í Karíba- hafi ártö 1987 á mesta fellibyljatím- anum. Ég hafði verið svikinn um laun og hugðist reyna að ná þeim inn. Þá hafði ég einnig verið svikinn um iaunagreiðslur sem útgerðarfé- lagið átti að borga mér heima og því var ég búinn að missa nánast allt sem ég átti. Einnig átti ég inni laun hjá útgerðarfélagi Víkur hipping USA_ sem ég þurfti að innheimta úti. Ég fór því af stað í þessa sigl- ingu með allar mínar eignir, skútuna ogþað sem um borð í henni var. Eg stoppaði í Eyjum nokkra daga en hélt síðan af stað til írlands og var 11 daga á leiðinni. Á írlandi stoppaði ég í þijár vikur og sigldi þaðan til Asoreyja. Norðlægir vindar voru og ég gat því siglt með belg- segli og sóttist ferðin vel. Ég stopp- aði mánuð á Asoreyjun og sigldi þaðan til Madeira og til Kanaríeyja. Frá Kanaríeyjum sigldi ég í suður í átt til Cabo Verde. Ég ætlaði að íslenski báturinn Fengur væri þar, og hugðist heilsa upp á áhöfnina og fá hjá henni einhvetjar vistir en frétti á leiðinni að Fengur væri farinn heim til íslands og hætti þá við, sveigði í vestur og setti stefnuna á St. Martin. Til St. Martin kom ég í lok janúar í fyrra og dvaldi þangað til í byijun júní. Ég fékk uppgert hluta af því sem ég átti inni hjá Víkur Shipping og notaði þá peninga til þess að kaupa mér nýjan bát, Nakka. Á hon- um sigldi ég síðan frá St. Martin áleiðis til Caicos. Á Caicos hitti ég Sigurð Þorsteinsson, sem búsettur er á Flórída, og sagði hann mér að koa bara til Flórída heimsækja sig. Ég ákvað að gera það og sigldi því tii West Pal á Flórída þar sem ég dvaldi í tvo mánuði. Eg ílengdist iengur hjá Sigurði og ijölskyldu en ég hafði ætlað mér. Fór því mun seinna af stað en ég hafði ráðgert og Jenti því í meira slarki fyrir vikið. Áleiðis til íslands hélt ég svo 1. september klukkan 16.00. Ég hafði allan daginn áður verið að brasa við að ná upp akkerunum tveimur til að geta haldið af stað. Frá West Pal hélt ég beint út, sigldi fyrsta spölinn fyrir vélarafli en setti siðan upp segl og sigldi 95 mílur fyrsta sóiarhring- inn. Áætluð vegalengd til ísiands var fjögur til fimm þúsund mílur og ég ráðgerði að vera 40 daga á leiðinni í versta falli. Ferðin gekk þó ekki eins og ég Skútan Nakki á landi á St. Martin, siglingu. ekki eftir, því norðaustanátt var gegnumgangandi hjá mér á leiðinni. Þó ferðin sæktist seint gekk hún stóráfallalaust fram í byijun októ- ber. Þá fór gamanið að kárna og 3. október byijaði baliið. Þá brældi upp og ég varð fyrir áföllum. Skvetta kom inn á bátinn aftanverðan, vindstýrið brotnaði, hurðin og kappinn ofan af skellettinu brotnuðu og sjór fiæddi ofan í vistarverurnar. Eftir að vind- stýrið, sem er sjálfstýring bátsins, brotnaði var ég meira og minna fast- ur við stýrið og náði ekki að ausa þar sem ég var bundinn við stýrið. Næstu daga var svipað veður, 8 vind- stig og 6 til 7 metra ölduhæð, en síðan skall á snarvitlaust veður í þijá daga og varð ég að standa allan þann tíma, mest við stýrið. Brotin gengu yfir bátinn og þar fór allt í kleinu. Húsið brotnaði allt fylltist af sjó, ég varð rafmagnslaus, tækjalaus og allslaus. Sat bara við stýrið og reyndi að stýra eftir mætti og ausa eitthvað þess á milli. Þetta var ógn- vænlegt veður. Eitthvað sem ég hef aldrei komist í kynni við fyrr. Ég fékk heljarbrot aftan á bátinn og hann þeyttist áfram á öldunni með ógnarhraða. Það hreiniega hvein í honum á ferðinni og ég heyrði hátt hviss í bátnum. Mér fannst líkast því sem ég væri á brimbretti. Þetta var ótrúiegt og sjóirnir voru ekki venju- undirbúin fyrir langa og stranga legir. Ölduhæðin var 13 metrar og þetta voru eins og þriggja hæða hús sem risu upp aftan við bátinn. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu,” segir Bergþór og hristir höf- uðið. í loggbók Nakka frá þessu tíma er skrifað: „Eitt brotið braut rétt undir afturendanum og ég hélt að það myndi fara fra eftir síðunni og báturinn lyfta sér upp á því. Nei, það kiofnaði og gusurnar fóru hvor sínu megin upp í hálfa masturshæð. Ótrú- legt en satt, afturbrunnurinn fylltist ekki nema að hálfu.” Bergþór segir að líklega hafí verið komið um tonn af sjó í bátinn á þessum tíma og það hafí tekið hann nokkra daga eftir að veðrinu slotaði að ausa bátinn. Hendur hans fóru mjög illa þessa þijá sólarhringa sem versta veðrið var þar sem þær saltbrunnu mikið. „Þær voru orðnar grábláar á lit og litu út eins og súrsaðir svinsskankar, enda var ég aumur í þeim,” segir Bergþór. Hann segist hafa átt erfitt með alla vinnu næstu daga á eftir vegna handanna og hafí mikið haldið 'kyrru fyrir, legið og hvílt sig en þó hafí hann reynt að ausa í tvo tíma á dag. En hvernig leið Bergþóri þegar á öllu jiessu gekk? „Ég veit eiginlega ekki hvernig mér leið. Ég hafði nóg að gera við Óveðrin léku Nakka og allt sem þessari mynd sem tekin var niður að leysa þau vandamál sem upp komu. Það þurfti að hafa svör við öllu á reiðum höndum og bregðast rétt og örugglega við. Það er ótrú- legt hvað hægt er að gera á svona bát ef menn kunna að fara með segl og beita þeim rétt. Ég var því aldrei hræddur en auðvitað stóð mér ekki alltaf á sama. Eftir að ég fékk stóra brotið yfír mig hugsaði ég hvað ég myndi geta haldið iengi áfram. Öll tæki fóru og útlitið var ekki gott en ég gafst ekki upp enda er ég helvíti þijóskur og með viljanum má gera ýmislegt. Sjólagið var svo skrýtið þarna og það komu dúndrandi högg á bátinn þannig að hann hentist til og þau voru svo hörð að dótið hentist á milli kojanna bátnum. Möstrin fóru alla- vega þrisvar í sjó enda brotnaði topp- ljósið af í átökunum. Ég var náttúrulega orðinn nokkuð þreyttur eftir óveðurstömina og á tímabili hélt ég að ég væri að flippa út. Þegar ég lagðist fyrir og ætlaði að hvíla mig gat ég ekki sofnað eða hvílst því ég heyrði raddir. Fólk var að tala við mig og allar komu þessar raddir úr vatnsgjálfrinu í kjöl báts- ins. Ég var afskaplega kvalinn í höndunum og það var lítið af verkja- töflum í apótekinu. Ég fann þó ein- hveijar töflur sem ég bruddi en það voru engar merkingar á þeim, allt um borð var illa eins og sést á í vistarverum skútunnar. var farið af, og ég varð bara að notast við bragðskynið til að vita hvaða töflur ég væri að taka inn. Þetta lagaðist þó smám saman og hvíldin kom eftir því_ sem frá leið en næringuna vantaði. Ég var með mik- ið af dósamat og þurrmeti, baunum og gijónum, með mér en ég þurfti að hita upp til að geta snætt þetta. Ég var eldfæralaus og gat því ekki kveikt upp. Vindrafstöðin var á svarta kafí niður í kjöl, en mér tókst að þurrausa bátinn, ná henni og merkilegt nokk þá virkaði hún. Mér tókst þó um síðir að gera við rafstöð- ina og þá gat ég hlaðið geymana. Þar með gat ég-myndað neista og notaði bensín sem ég var með til að kveikja í. Eftir það gat ég hitað upp matinn og einnig gat ég ornað mér aðeins. Mér var auðvitað helvíti kait stundum enda var ég blautur nær allan tímann frá því ég lenti í fárviðr- inu í byijun nóvember og þar til í gær. Eftir átökin í óveðrinu sóttist ferð- in seint en að mestu áfallalaust. Ég hafði ekki mikla krafta fyrst á eftir en þegar ég gat reyndi ég að koma upp seglum. Þau vildu þó rifna og varð ég oft að staga þau saman. Ég gerði þetta í höndunum og það var erfitt eins og ástandið á þeim var. Þetta var líklega eins og að tína af hafði ætlað. Ég lenti strax í mót- vindi og þar sem ég var kominn út í Golfstrauminn og fékk vindinn af norðaustri varð sjólagið leiðinlegt. Það var því ekki annað fyrir mig að gera en fara grunnt norður með ströndinni. Áður en ég kom að Hatte- rashöfða setti ég stefnuna og fór út í strauminn. Hatterashöfðinn var síð- asta landsýn þar til ég sá svo Surts- ey tveimur mánuðum síðar. Ferðin gekk talsvert öðruvísi en ég hafði ætlað því samkvæmt siglingakortum átti að vera ríkjandi vestan- og norð- vestanátt á þessum slóðum á þeim tíma er ég var þar. Það gekk þó Morgunblaðið/Grímur Gíslason Bergþór stóð við stýrið þegar Nakki var dregin til hafnar i Vestmannaeyjum í fyrrinótt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.