Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1991 35 * * Arni V. Arnason Keflavík - Kveðja Það veit á gott þegar dugmikið félagslega sinnað fólk lætur málefni æskufólks til sín taka. Skátahreyf- ingin er alþjóðlegt þjónustuafl, sem eftir þaulreyndum starfsaðferðum frumheijanna leitast við að skapa börnum og unglingum ánægjulega og þroskandi tómstundaiðju. Skáta- hugsjónin haslaði sér völl hér á ís- landi snemma á þessari öld og ræt- ur hennar liggja djúpt í mörgum bæjum víða um land. Eitt slíkt byggðarlag er Keflavík en þar hefur skátafélagið Heiðabúar starfað í meira en hálfa öld. Saga Heiðabúa er merkileg í skátasögunni vegna þess að í því félagi sameinast í fyrsta sinn í heiminum drengir og stúlkur í einu félagi. Heiðabúar hafa orðið þeirra gæfu aðnjótandi að þar hafa menn ekki gert aðeins stuttan stans heldur hafa þó nokkr- ir sinnt þörfum félagsins í mörg ár, sumir alla ævi. Einn slíkur Heiða- búi, Arni V. Arnason, er nú farinn heim eins og skátar kalla það þegar við flytjumst á annað tilverustig. Eg vil sem Heiðabúi þakka Árna Vigfúsi störf í þágu félagsins og fórnfúst starf í þágu Keflvískrar æsku, sem skátahöfðingi þakka ég honum áhuga og starf að rnálefnum skátahreyfingarinnar á íslandi og síðast en ekki síst þakka ég honum stuðning Heiðabúa við skátakross- inn við Ulfljótsvatn, en þegar ég leitaði eftir ijárframlagi þeirra svar- aði Árni Vigfús: „Það er Heiðabúum sæmd að eiga aðild að krossinum mikla” og gáfu þeir dijúga upp- hæð. Megi bjargföst trú á þann sem á krossinum leið, styrkja fjölskyldu Árna Vigfúsar í þeirra miklu sorg og hið eilífa ljós, sem er Kristur, lýsa honum. Gunnar H. Eyjólfsson Fótmál dauðans fljótt er stigið fram að myrkum grafarreit, mitt er hold til moldar hnigið máske fyrr en af ég veit. Heilsa, máttur, fegurð, fjðr flýgur burt með elding snör. Hvað er lífið? Logi veikur, lítil bóla hverfull reykur. Hann afi er dáinn, hann afi er kominn til guðs. Það er erfitt að útskýra fyrir ungum drengjum dauðann. En lítill afadrengur skildi strax og sagði að nú væri afi orðinn lítill engill hjá guði og gæti alltaf passað okkur. Margar spurningar vakna. Af hveiju er guð að taka afa? Hann afa sem alltaf var svo blíður og góður þó stutt væri í glettni og stríðni. En hjá börnum eru engin vandamál án lausna; Ég fer bara upp til guðs og næ í hann afa fyrir ömmu. Árni Freyr og Óskar áttu yndis- lega viku hjá Árna afa og Möttu ömmu á Faxabrautinni á meðan mamma og pabbi voru í útlöndum. Þá var margt brallað sem enginn veit nema afi og tveir litlir afa- drengir. Síðasta stundin þeirra með afa var á þriðjudeginum þegar þeir réttu afa sínum lítinn pakka sem þakklæti fyrir pössunina. Með þessum fáu orðum viljum við þakka elsku afa fyrir yndislegar stundir sem urðu allt of fáar og biðjum góðan guð að gefa elsku ömmu styrk á þessari erfiðu kveðju- stund. Margur einn í aldurs blóma undi sæll við glaðan hag, brátt þá fregnin heyrðist hljóma: Heill í gær, en nár í dag. - Ó, hve getur undraskjótt yfir skyggt hin dimma nótt! Fyrir dyrum dauðans voða daglega þér ber að skoða. (Sb. 1886 - B. Halld.) Árni Freyr og Óskar Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til biriing- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. STÓRKOSTLEG í Háskólabíói laugardaginn 2. nóvember kl. 15.00 Skólakór Kársness Stjórnandi: Þórunn Björnsdóttir Dómkórinn Stjórnandi: Marteinn H. Friðriksson Karlakórinn Fóstbræður Stjórnandi: Árni Harðason Kór Öldutúnsskóla Sljórnandi: Egill Friðleifsson Kór Langholtskirkju Stjórnandi: Jón Stefánsson Karlakór Reykjavíkur Stjórnandi: Friðrik S. Kristinsson Kynnir: Baldvin Halldórsson Miðar seldir í Hljófæraverslun Poul Bernburg, Tónastöðinni Óðinsgötu 7, og í Háskólabíói. ALLUR ÁGÓÐI RENNUR í HÚSRYGGINGASJÓÐ FELAGS ISLANDS t Bróðir minn, ODDUR ÞORKELSSON, Hlévangi, < Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 1. nóvember kl. 14.00. Valgarður Þorkelsson. t Eiginmaður minn, BRYNJÓLFUR HALLGRÍMSSON, Sunnubraut 37, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag, miðvikudaginn 30. október, kl. 13.30. Þórhalla Friðriksdóttir. t Þakka auðsýnda samúð við andlát og jarðarför MARGRÉTAR PÁLSDÓTTUR, Hrafnistu í Hafnarfirði. Ólafur Sigurðsson. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við útför SIGRÚNAR MATTHILDAR EINARSDÓTTUR, Hafnargötu 18, Seyðisfirði. Ernst Petersen og aðstandendur. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, GUÐFINNS JÓNS IBSEN frá Súgandafirði. Systkini hins látna og vandamenn. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við útför SIGURÐAR SIGURGEIRSSONAR, Daibakka 1, Seyðisfirði. Katrín B. Aðalbergsdóttir og fjölskylda. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÚLFUÓTS B. GÍSLASONAR, Bugðulæk 9, Reykjavík. Kristín R. Jörgensen, Kristín R. Úlfljótsdóttir, Sigurgísli Skúlason, Björn Úlfljótsson og barnabörn. t Hjartans þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð við andlát og útför GUÐMUNDAR S. VALDIMARSSONAR, Bárustíg 3, Sauðárkróki. Starfsfólki og læknum Sjúkrahúss Skagfirðinga þökkum við sér- staka alúð og umhyggju. Einnig hjónunum Mfnervu Björnsdóttur og Geirmundi Valtýssyni þeirra miklu hjálp í veikindum hans. Sigurbjörg Sigurðardóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Rafn Benediktsson, Guðlaug Guðmundsdóttir, Steinn Elmar Árnason, Guðmundur Valdimar Rafnsson, Fanney Steinsdóttir, Grétar Rafn Steinsson, Sigurbjörg Hildur Steinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.