Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3Ó. OKTÓBER 1991 13 TH 490 Helluborð „Moon“ kermik yfirborð, stálrammi, fjórar hellur, þar af tvær halógen, sjálfvirkur hitastillir og hitaljós. O (/) TH 483 B Helluborð Keramik yfirborö, svartur eða hvítur rammi, fjórar hellur, þar af tvær halógen, sjálfvirkur hitastillir og hitaljós. Funahöfða 19 sími 685680 Án gamans _________Leiklist____________ Súsanna Svavarsdóttir Þjóðleikhúsið HIMNESKT ER AÐ LIFA Höfundur: Paul Osborn Þýðandi: FIosi Ólafsson Leikstjóri: Sigrún Valbergs- dóttir Leikmynd og búningar: Mess- íana Tómasdóttir Lýsing: Ásmundur Karlsson „Himneskt er að lifa”, sem frumsýnt var á Stóra sviði Þjóð- leikhússins síðastliðið laugardags- kvöld, segir frá fjórum systrum, Coru, Aaronettu, Idu og Ester. Þær búa í smábæ, hver ofan í annarri, ef svo má að orði kom- ast. Aaronetta býr hjá Coru og manni hennar Theodor. í næsta húsi er Ida og rétt ofar í götunni býr Ester. Þær eru u.þ.b. á aldrin- um 65 til 72 ára, hafa alltaf búið í þessum litla bæ í sínum afmark- aða heimi og það hefur í rauninni aldrei neitt gerst í lífi þeirra. En nú stendur mikið til, því Homer, sonur Idu og eiginmanns hennar, Carls, er að koma heim með unnustu sína, Myrtu. Þau hafa verið trúlofuð árum saman, en Homer hefur aldrei verið nógu viss í sinni sök um framhaldið og því ekki séð ástæðu til að kynna Myrtu fyrir fjölskyldunni. Það er mikill spenningur hjá systrunum og þær bíða þess með óþreyju að fá að sjá Myrtu, en faðir Homers, Carl, þolir ekki álagið. Hann fær eitt af sínum frægu tilfellum og þorir ekki að hitta stúlkuna. Leikritið gerist í bakgörðum þeirra Idu og Coru og þangað kemur Ester, eða öllu heldur stelst í heimsókn. Maður hennar, David, er menntamaður, sem hefur ímug- ust á tengdafólki sínu og vill ekk- ert hafa saman við það að sælda. Hann hefur einnig bannað konu sinni að hafa samskipti við syst- urnar, þær séu of heimskar. Út af fyrir sig er þetta mjög smellin hugmynd að gamanleik- riti, en það verður að segjast eins og er, að úrvinnslan er ekki að sama skapi góð frá höfundarins hendi. Verkið er ekkert sérstak- lega fyndið. Textinn er fremur flatur og alveg á mörkunum að hann haldi á köflum. Að sama skapi var ekki mikið líf í sýning- unni, þótt vissulega væru í henni góðir sprettir. Verkið hefst á því að systumar era að bíða. Þær vafra um í görð- unum, hafa allar áhyggjur af Carli, sem frýs í vissum stelling- um. Hann er að fá tilfelli, en þau lýsa sér þannig að hann spyr sjálf- an sig spurninga um líf sitt og tilveru. Utan þessa lokaða, fá- fróða hóps væra tilfellin líklega kölluð þunglyndi. í þessum fyrsta hluta eru systurnar og aðstæður þeirra kynntar, en þar er ekkert til að grípa áhorfandann inn í leik- inn og atburðarásina. Það gerist ekki fyrr en Homer og Myrta mæta. Það er að segja, sýningin verður þá lifandi fyrir áhorfand- ann. Og það er einfaldlega vegna Jóhanns Sigurðarsonar, sem leik- ur Homer. Persónumar eru allar fastar í sinni eigin þráhyggju og eins og gjarnan er í gamanleikj- um, dálítið einhliða. En Jóhann, sem leikur þennan fertuga mömmudreng, skapar karakter sem maður efast aldrei um að sé fastur í þvi hlutverki. Hann hefur aldrei getað tekið ákvörðun um að giftast Myrtu, vegna þess að hann veit að mamma hans á svo erfitt með að vera án hans. Öll svipbrigði, látbragð og raddbeit- ing hjá Jóhanni eru svo rækilega og vel unnin, að þótt ekki sé nema til að sjá hann leika Homer, er sýningin þess virði. Homer er ekki bara einhliða gamanleikj- atýpa, heldur stífur, síbemskur karimaður, sem á mjög erfitt með að tjá sig og er í stöðugum felu- leik með tilfinningar sínar og eðli sambandsins við Myrtu. Það fer ekkert á milli mála. Edda Heiðrún Backman leikur Myrtu, ungu konuna sem vill fyr- ir alla muni koma vel fyrir, kon- una sem hefur beðið áram saman eftir að eignast sitt eigið heimili, en ekki tekist að aka Homer sín- um upp að altarinu. Edda virtist ekki hvíla nógu vel í hlutverkinu, Myrta var ofleikin og nálgaðist að vera farsakennd á köflum. Svipbrigði hennar voru strengd og hreyfingar stífar. Reyndar var leikurinn æði mis- jafn í sýningunni og því var það að maður sveiflaðist stöðugt milli þess að finnast hún í lagi og þess að vera óánægður. Róbert Arnfinnsson var góður sem Carl, maðurinn sem hefur borið af leið og er orðinn lotinn af vangaveltum um hvar hann sé staddur í lífinu. Það er lítið líf eftir í Carli og Róbert kemur því vel til skila. Augun era eins og pollar í malarvegi og áhugaleysið fyrir þeirri tilvera sem er, er aug- ljóst í öllu hans fasi. Ester er leikin af Herdísi Þor- valdsdóttur. Hún er sú af systrun- um sem tilheyrir annarri stétt, vegna hjónabandsins, jafnvel þótt eiginmaðurinn hafi þurft að segja sig úr stéttinni, vegna síns kreddubundna hugsunarháttar. Ester er virkilega kúguð af karlin- um, en er komin á það stig að láta sér fátt um finnast. Hún er ekki eins samtvinnuð lífinu í bak- görðunum og hinar systurnar, vegna þess að hún hefur ekki fengið að hafa svo mikið samband við þær og því eru hún sú sem ræðir við alla, þegar vandamál koma upp. Hún fær ekki áhyggjur af sömu smámununum og þær, heldur hefur hún vissa fjarlægð. Herdís var virkilega góð í hlut- verki Esterar, hvort heldur sem var í skeytingarleysi hennar gagn- vart aðstæðum, eða afskiptasemi Einar Falur Jóhann Sigurðarson og Gunnar Eyjólfsson í hlutverkum sínum. hennar af þeim. í atriðunum á móti David, eiginmanninum, fór hún á kostum. Baldvin Halldórsson leikur David, ægilega karlrembu og hrokagikk. Stífni hans og upp- gerðar „klassi” voru hárfínt unnin hjá Baldvini, sjálfumgleðin sem hann hefur tileinkað sér til að þurfa ekki að líta í eigin barm augljós. Senurnar milli þeirra hjónanna, Ester og Davids, voru með því best lukkaða í sýningunni. Guðrún Þ. Stephensen er líka lengstum ágæt sem Ida. Hún fór að vísu hægt af stað og það var fremur erfitt að greina persónuna. Leikurinn var of óákveðinn. En þegar líða tók á sýninguna, varð Guðrún öraggari og henni tókst með ágætum að afhjúpa sjálfs- elsku og eigingirni þessarar ljúfu og umhyggjusömu móður. Cora var líka lengstum fremur óljós hjá Þóra Friðriksdóttur. Cora býr, sem áður segir, með eigin- manni sínum Theodor og systur- inni Aaronettu. Hún hefur fengið nóg af því að hafa systur sína undir sama þaki og þráir það eitt að búa ein með manni sínum. Það er ekki fyrr en í seinni hlutanum, þegar Cora fer að gera öi-vænting- arfullar tilraunir til að flytja burtu með honum, að Þóru tekst að gæða hana einhverju lífi, enda er texti hennar fram að því ekkert sérlega skemmtilegur. Þau tvö sem þó virtust engan veginn njóta sín í sýningunni vora Bríet Héðinsdóttir í hlutverki Aar- onettu og Gunnar Eyjólfsson sem Theodor. Aaronetta er yngsta systirin, gömul dekurdúkka, sem er föst inni á heimili systur sinnar og mágs, vegna tilfinninga sinna í garð Theodors. Bríet var ákaf- lega heft í hlutverkinu og lítið sannfærandi fyrr en í lokasen- unni, þegar Aaronetta ákveður að flytja út. Gunnari virtist hins vegar finnast hlutverk Theodors hundleiðinlegt. Hann gaf lítið í það og Ieikgleðin var í núlli, fram- sögnin var skýr, en áherslur blæ- brigðalausar og hreyfingar leti- legar. Svei mér, að ég hélt að maður ætti ekki eftir að sjá svona vinnubrögð hjá þessum fína leik- ara. Annars er athyglisvert að skoða vinnu ieikaranna í samhengi við búninga í þessari sýningu. Þeir eru fremur misjafnir: Mjög góðir og vel útfærðir á Jóhanni, Her- dísi, Baldvini og Róbert. Þeir fóra ekki einungis vel, heldur undir- strikuðu persónur þeirra. Það var enginn vandi að trúa því að ná- kvæmlega svona föt myndu þessir einstaklingar kaupa. Búningar Gunnars, Þóru og Guðrúnar vora ósköp hlutlausir, virkuðu hvorki með né á móti karakteram þeirra. Þar sem texti þeirra er mjög ófyndinn í þessum gamanleik, er þeim vorkunn að eiga að finna einhvern flöt til að standa á við útfærslu á persónum sínum. Það er allt svo óljóst. Búningar Bríetar og Eddu Heiðrúnar vora fyrir neðan allar hellur. Þeir vora ekki bara púkalegir einir og sér, heldur klæddu konumar mjög illa. Þeir vora eins og úr öðru leikriti og vegna þess hvað önnur var yfir- drifin og hin heft í hlutverkum sínum, komst maður ekki hjá því að spyija hvaða þátt búningamir áttu í því. Það má vel vera að þeim hafi verið ætlað að vera dálítið púkalegar persónur, en það hefði átt að vera leikkvennanna að koma til skila, ekki búning- anna. Þetta verður mjög augljóst í lokaatriðinu, þegar Aaronetta flytur að heiman. Hún er komin í búning sem er fyndinn og maður trúir því að Aaronetta hafi verið glæsikvendi og villimey á sínum yngri áram. Enda fer Bríet á kost- um í þessu atriði; öll sú kómík sem hún býr yfir, nýtur sín mjög vel. Leikmyndin var hinsvegar prýði- leg, látlaus og smekkleg, þótt sviðsgólfið hefði mátt líkjast garði ögn meira. Leikstjórnin virðist fremur ómarkviss í „Himneskt er að lifa”. Tempóið í sýningunni er of hægt, leikaramir era of mikið í vand- ræðum með hendurnar á sér, sér- staklega Þóra, Guðrún og Bríet og leikararnir flöskuðu of oft á texta sínum. Misræmið í frammi- stöðu leikaranna verður líka að skrifa á leikstjóra að hluta. Sigrún hefði þurft að slípa helminginn af persónunum dálítið rækilega til, áður en hún hleypti þeim í frumsýningu. Texti verksins er ekki nógu skemmtilegur til að halda sýningunni uppi og til þess hefði þurft mun betri vinnu frá þeim sem að henni standa. ■ AÐALFUNDUR KERFÍS (Kerfisfræðinga- og forritarafé- lag Islands) verður haldinn í kvöld, miðvikudaginn 30. október, að Tún- götu 14, kjallara (Hallveigarstöð- um). Fundurinn byrjar kl. 20.30 og verður með léttu yfirbragði. Dag- skrá fundarins er venjuleg aðal- fundarstörf. Léttar veitingar verða í boði félagsins og gefst fólki kost- ur á að sitja og rabba saman eftir fundinn. Gamlir og nýir félagsmenn eru velkomnir og vonumst við til að sjá sem flesta. ■ BÓKVARÐAN - FORLAGIÐ hefur gefíð út endurþrentun á ritinu „Lítil ritgjörð um nytsemi nokk- urra íslenskra jurta” sem Jón Jónsson garðyrkjumaður gaf út 1880. í kynningu útgefenda segir: „Þetta gamla rit fjallar að miklu leyti um lækningamátt íslenskra jurta og hefur höfundurinn byggt hana á ritum Ólavíusar, Odds Hjaltalíns, Séra Bjöms í Sauð- lauksdal og Sveins landlæknis Páls- sonar, en allir þessi látnu heiðurs- menn vora uppi á 18. öldinni og allir vora þeir vísir í þessum fræðum. TH 4500 Helluborö „Moon“ keramik yfirborð, snertirofar, svartur rammi eða stálrammi, fjórar hellur, þar af tvær halógen og ein stækkanleg, hitaljós, tímastilling á hellum. TH 2010 Helluborð Keramik yfirborð, svartur eða hvftur rammi, fjórar hellur, þar af tvær halógen og ein stækkanleg, sjálfvirkur hitastillir og hitaljós. LIÐSMAÐUR Mr. Sheen hreinsar, fægir og ilmar. Hann bregður skínandi áferð út í hvert horn heimilisins með undraverðum hætti. Jafnvígur á alla harða fleti innanhúss og í bílnum — tréverk, gler, spegla, veggi — hvað sem er! SKAGFJORÐ i tii a í j 'j :í u d í j í ,d Hólmaslóð 4, 101 Reykjavík, simi 24120

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.