Morgunblaðið - 30.10.1991, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 30.10.1991, Qupperneq 7
 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1991 7 Fjögur ný tónverk frum flutt eftir Askel Másson FJÖGUR tónverk eftir Áskel Másson tónskáld verða frum- flutt í fyrri hluta nóvember- mánaðar á íslandi og í Sviþjóð. Einnig verður eitt eldri verka Áskels endurflutt á sex tónleik- um í Svíþjóð og Danmörku á sama tímabili. Verk Áskels, Októ Nóvember, verður flutt á tónleikum í fimm borgum Svíþjóðar í fyrri hluta nóvember. Verkið verður einnig flutt í Louisiana safninu í Dan- mörku og hljóðritað af Danska ríkisútvarpinu. Sjöunda nóvember frumflytur Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar verkið Marimbu konsert eftir Áskel. Tónleikunum stjórnar jap- anski hljómsveitarstjórinn Juníchi Hirokami og einleikari verður Roger Carlsson. Verkið verður hljóðritað í nóvember og síðar gefið út á geisladiski. Um svipað leyti verður annað tónverk eftir Áskel frumflutt á alþjóðlegri slag- verkshátíð í Stokkhólmi. Það er samið upp úr Marimbu konsertn- um fyrir einleiksmarimbu. Tvö tónverk eftir Áskel verða síðan frumflutt í Reykjavík hinn tólfta nóvember. Annað er þrjú smálög fyrir klarinettu en hitt er fantasía fyrir klarinettu og semb- al. Verkið Októ Nóvember fyrir strengjasveit var flutt tvisvar sinnum í liðinni viku í Háskóla- bíói. „Aðrir tónleikarnir voru hluti Morgunblaðið/KGA Áskell Másson tónskáld. af menningarátaki Háskóla ís- lands og ég hef sjaldan séð þakkl- átari tónleikagesti. Það var greini- legt að þeir voru að upplifa eitt- hvað nýtt og þeir sýndu svo sann- arlega að þeir kunnu vel að meta flutning Sinfóníuhljómsveitar ís- lands,” sagði Áskell í samtali við Morgunblaðið. Síðastliðin átta ár hefur Áskell eingöngu unnið við tónsmíðar og hefur hann fengið mörg verkefni utan frá. „Um þessar mundir er ég að ljúka við blásarakvintett sem er pöntun frá Svíþjóð og verð- ur væntanlega frumfluttur í jan- úar. Það liggur ekki ljóst fyrir hvað ég tek mér fyrir hendur þá en ég tel mig vera búinn að sanna að það er ómögulegt að lifa ein- göngu af tónsmíðum hérlendis,” sagði Áskell að lokum. Patrcksfjörður: Seljum Patrek til að minnka skuldirnar - segirfram- kvæmdastjóri Odda HIÐ nýstofnaða útgerðarfyrir- tæki á Stöðvarfirði og Breiðdal- svík hefur fest kaup á Patreki BA, 172ja tonna frystiskipi frá Pat- reksfirði. Oddi hf. sem gerir út Patrek er með sölunni að minnka skuldir fyrirtækisins en kvóti fyr- irtækisins minnkar um fjórðung við söluna. „Við leitum auðvitað að hentugum vertíðarbát fyrir Patrek, en það er ekkert í hendi í staðinn fyrir hann enn sem komið er. Patrekur er of dýr og við völdum þá leið að selja þetta góða skip til að draga úr skuld- um á meðan vextir er svona háir. Við ætlum að vinna okkur niður og vinna okkur síðan upp aftur,” sagði Sigurður Viggósson framkvæmda- stjóri Odda hf. á Patreksfirði. Kvótinn er seldur með Patreki til hins nýja fyrirtækis á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík og kvóti Odda hf. á Patreksfirði minnkar um fjórðung í vinnslu við það, en skipið var með 508 þorskígilda kvóta. „Það er ljós að rekstuirnn dregst eitthvað saman við þetta. Það er full atvinna hjá okkur og talsvert að aðkomufólki, en við munum aðeins halda frystingunni í gangi í vetur, ætlum ekki að salta. Það er ekkert spennandi að verka fisk á íslandi núna. Það má í rauninni segja að því minna sem unnið er því minna verður tapið,” sagði Sigurður. -----♦-♦-4---- Sameining Borgar- spítala og Landspítala: Gengur þvert gegn stefnu stjórnvalda „ÞESSI skýrsla gengur þvei-t á þá stefnu, sem heilbrigðisráðu- neytið hefur markað, að kanna hugsanlega sameiningu Borgar- spítalans og Landakotsspítala, en ég tel ekki rétt að tjá mig um efni skýrslunnar að öðru leyti á þessu stigi máls,” sagði Jóhannes Pálmason, framkvæmdasljóri Borgarspítalans. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu á laugardag leggur erlent ráðgjafarfyrirtæki til að Borgarspít- ali verði sameinaður Landspítala. Fyrirtækið, Moret, Earnst and Yo- ung, telur sameiningu Borgarspítala og Landakotsspítala óhagkvæma. Heilbrigðisráðuneytið hefur hins veg- ar ákveðið, að stefna beri að samein- ingu síðastnefndu sjúkrahúsanna. Jóhannes Pálmason baðst undan að tjá sig um skýrsluna, en benti á að niðurstaða hennar gengi þvert á stefnu íslenskra stjórnvalda. „Fólk hefur rétt á að hafa sína skoðun, en ég er ekki tilbúinn að tjá mig um efni skýrslunnar á þessu stigi máls,” sagði hann. 79.900 stgr. Innifalið 80286 örgjörvi, 1 MB minni, 1,44 MB disklingadrif, 60 MB seguldiskur, 8513 litaskjár, Dos 5.0 og vélritunar-KORN ;g m/vsk. ,/nRM F'árha9^,Us-KOBH meö , afs\a6tt' ðlaert SÉ,S?tK«i -sSSSL ktaPrenta«snu>f' iér\kJ?erS kl- l99.900 Brautarholti 8 • 108 Reykjavík Sími: 615833 • FAX 91 -621531 SAMEIND se****^ Nú á lægra verði en eftirlíkingar Aðeins kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.