Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1991 15 Lögvilla og réttarstaða fólks — Síðari grein: Ranghugmyndir um skrán- ingu eigna, skilnað og arf eftir Svölu Thorlacius „I rauninni er stór- í flóknu samfélagi nútímans er margs að gæta og oft erfítt fyrir leikmenn að átta sig á réttarstöðu sinni að því er snertir margvísleg málefni ekki síst á sviði einkamála- réttar og hjúskaparmála. I fyrri grein minni um lögvillu og réttarstöðu fólks sem birtist í Morg- unblaðinu í gær, fjallaði ég um óvígða sambúð og taldi að fenginni reynslu að meginþorri fólks sem byggi við það sambýlisform hefði miklar ranghugmyndir um réttar- stöðu sína. Af þeim sökum væri nauðsynlegt fyrir fólk í óvígðri sam- búð að kynna sér stöðu sína eða taka mið af því að hjónabandið er grund- vallarstofnun þjóðfélagsins og sú til- högun sem tryggir best rétt foreldra og barna. I starfí mínu sem lögmaður kemur mér hvað eftir annað á óvart hversu algengt það er að fólk sé haldið lög- villu eða ranghugmyndum um lög og rétt. Auk vanþekkingar er varðar óvígða sambúð eru þrjú önnur svið sem mér fínnst ástæða til að vekja sérstaka athygli á og mun fjalla um i þessari grein. Það er um að ræða hjúskapareignir, lögskilnað og erfða- mál. Skráning eigna í hjúskap Sú skoðun er almenn að engu máli skipti hvort hjóna sé skráður eigandi eigna t.d. fasteigna og bíla. Þetta er rangt. Á þessum vettvangi er ekki unnt að fara nákvæmlega út í þessa sálma en samkvæmt íslensk- um hjúskaparlögum eru reglur þess- ar: Hvort hjóna á sínar eignir og ábyrgist sínar skuldir. Þær eignir sem hjón flytja með sér í hjóna- band eða eignast síðar verður hjú- skapareignir þess og standa undir skuldum þess sama aðila. Þessar lagareglur hafa þá þýðingu að ef t.d. karlmaður á bíl fyrir hjóna- band, í hjónabandinu er keypt íbúð, sumarbústaður og skurðgrafa og allt er skráð á hans nafn þá á hann þess- ar eignir, þær eru hjúskapareign hans. Konan „á” í raun ekki þessar eign- ir heldur kemur svokölluð helminga- skiptaregla hjónabandsins einvörð- ungu fram í því að við hjónaskilnað eða búskipti vegna andláts á hún rétt á helmingi andvirði þessara eigna. Ráðstöfun eigna í stuttu máli sagt: Sá sem er skráður eigandi má ráðstafa eignum sínum, selja þær og veðsetja eins og honum sýnist — þó með þeirri mikil- furðulegt hve lítið hef- ur verið rætt um þetta mál jafn mikið hags- munamál og það er al- menningi. Væri fróð- legt að gera úttekt á því hve stór hluti fast- eigna hér á landi er þinglýstur eign kvenna.” vægu undantekningu að samþykki maka þarf til sölu eða veðsetningar fasteigna sem fjölskyldan býr í eða notuð er við atvinnurekstur hjón- anna. Svo dæmi sé tekið um hagnýta þýðingu þessa ákvæðis t.d. við hjóna- skilnað þá getur t.d. karlmaður sem skráður er eigandi íbúðar fjölskyld- unnar ákveðið að hann vilji fá íbúð- ina í sinn hlut við skiptin en konan skuli flytja með börnin. I rauninni er stórfurðulegt hve lít- ið hefur verið rætt um þetta mál jafn mikið hagsmunamál og það er almenningi. Væri fróðlegt að gera úttekt á því hve stór hluti fasteigna hér á landi er þinglýstur eign kvenna. Skilnaður og lögskilnaður Það er útbreidd skoðun að ári eft- ir að gengið er frá skilnaði hjóna að borði og sæng gangi lögskilnaður sjálfkrafa fyrir „í kerfinu”. Þetta er rangt enda fátt eitt „í kerfinu” sem gengur sjálfkrafa. Fólk verður sjálft að afla sér prestsvottorðs á nýjan leik og ganga aftur fyrir borgardómara eða sýslu- mann. I framhaldi af því gefur dóms- málaráðuneytið út lögskilnaðarleyfi. Oft kemur fyrrnefnd ranghug- mynd lítt að sök nema hvað heyrst hafa skopsögur um fólk sem búið var að boða til mikils brúðkaups í annað sinn en uppgötvaði á síðustu stundu að það var ennþá löglega gift fyrri maka. En stundum hefur misskilningur þessi alvarlegri afleið- ingar. Hver á barnið? Fæði kona barn á því tímabili þegar ekki verið gengið frá lögskilnaði við fyrri maka — telst bamið vera bam þess manns og er þannig skráð í þjóðskrá. Gildir þá einu hvaða fað- erni er gefíð upp á fæðingarstofnun. Og það er hægara sagt en gert að leiðrétta faðernið því að til þess þarf málaferli fyrir dómstólum — svokölluð vefengingarmál með til- Samkvæmt nýlegum upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun kemur fram að mesta atvinnuleysið á landinu er að fínna á Suðurnesjum. Helstu orsakir þessa eru samdráttur í fískveiðum og vinnslu sjávarafurða sem rekja má til skertra aflaheimilda svo og útflutning á óunnum afla. Og við þetta bætist nú fyrirsjáanlegur mik- ill niðurskurður og samdráttur hjá Varnarliðinu sem hefur til þessa notað mikið vinnuafl. í ályktuninni segir að það sé mat fundarins að ekkert geti komið í heyrandi blóðrannsóknum á móður, barni og báðum „feðrum”. Sérstakt afbrigði af þessum mál- um eru svokölluð „sparimerkjaböm” sem stinga upp kollinum við og við: Par giftir sig í þeim tilgangi einum að ná út sparimerkjum sínum, fer svo hvort sína leið. Tíminn líður og stúlkan eignast barn sem hún skilur svo ekkert í að skuli vera skráð í þjóðskrá sonur eða dóttir þessa manns sem hún hefur aldrei haft nein afskipti af! Makalífeyrir til „fyrri” konu Annað dæmi um alvarlegar afleið- ingar þess að ekki var gengið frá lögskilnaði: Maður fékk skilnað að borði og sæng frá konu sinni árið 1963. Árið 1965 hóf hann óvígða sambúð með annarri konu og stóð sú sambúð þar til hann lést árið 1989. Þau stóðu í þeirri trú að lögskilnaður hans gengi sjálfkrafa fyrir sig. Maðurinn var opinber starfsmaður og þegar sambúðarkonan ætlaði að ganga eftir makalífeyri sínum eftir 24 ára sambúð fékk hún þvert nei. Lífeyrinn fellur nefnilega til eigin- konunnar sem maðurinn skildi við árið 1963. Arfur og erfðaskrár Það er ótrúlega útbreidd skoðun að bömum beri að fá arf. Þetta gengur svo langt að gamalt fólk þorir ekki að ganga á sparifé sitt af því að það telur að börn sín — ef til vill miðaldra fólk í góðum efnum — eigi heimtingu á arfí. Hér er vitan- lega um regin misskilning að ræða. Svala Thorlacius Að sjálfsögðu eru börn og eftirlif- andi maki skylduerfingjar, en arfur er eins konar vonarpeningar og ein- göngu það sem eftir er og ekki hefur verið eytt þegar arfláti fellur frá. Fjölmargir hafa ekki hugmynd um að þeim er heimilt að ráðstafa hluta eigna sinna með erfðaskrá og það einnig þótt maki og böm séu til stað- ar. í núgildandi erfðalögum er heim- ilt að ráðstafa ‘A hluta eigna sinna við þessar kringumstæður og þá hvernig menn vilja, hvort heldur er til stofnana eða einstaklinga. Margir notfæra sér þessa heimild til að bæta við þann arfshlut sem eftirlifandi maki á rétt á skv. erfða- lögum eða e.t.v. til að bæta stöðu einstakra bama. Breytt erfðalög Á undanförnum árum hafa orðið umtalsverðar breytingar á erfðalög- unum flestar til að bæta hag eftirlif- andi maka og auðvelda setu í óskiptu búi. Fáum virðist kunnugt um þessar breytingar. Þær em í höfuðatriðum í því fólgnar að ekki er lengur þörf á samþykki sameiginlegra barna til setu í óskiptu búi eins og áður var og önnur breyting ekki síður mikil- væg er að unnt er að sitja í óskiptu búi með stjúpbömum án þeirra sam- þykkis ef hjón ganga frá því með erfðaskrá. Arflaust sambúðarfólk Fólk virðist heldur ekki átta sig á því að ekki er um erfðarétt að ræða milli sambúðarfólk. Dæmi: Sambúðaraðilar em roskið fólk, konan fráskilin átti áður íbúð, innbú og bíl. Maðurinn á ekkert, hafði tapað öllum sínum eignum í fyrirtækjarekstri en átti þrítuga dótt- ur utan hjónabands sem hann hafði aldrei haft neitt samband við. Máls- aðilar kaupa íbúð á Flórída á nafni mannsins. Til að fjármagna kaupin er tekið lán að upphæð kr. 3.000.000 með veði í íbúð konunnar. Maðurinn deyr skyndilega. Þau höfðu verið 5 ár í óvígðri sambúð og töldu víst að þau hefðu allan sama rétt og hjón eftir svo langan tíma. Staða: Konan þarf að selja íbúð sína til að greiða lánið. Skv. erfðalög- um er dóttirin einkaerfingi mannsins og fær því væntanlega húsið á Flórída í sinn hlut. Það er von mín að þessar greinar um lögvillu og réttarstöðu fólks hafí orðið til þess að eyða nokkmm rang- hugmyndum og að vekja fólk til umhugsunar um rétt sinn á þeim sviðum sem hér hafa borið á góma. En jafnframt er full ástæða til að hvetja stjórnvöld til þess að auka fræðslu á þessum sviðum ef til vill með eins konar námskeiði í fjöl- skyldurétti í gmnnskólunum. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og starfrækir lögmannsstofu í Reykjavik. EVRÓPSKT EFNAHAGSSVÆÐI VEGABRÉF INN I 21. OLDINA Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: Þörf á fríverslunar- og fríiðnaðarsvæði Á AÐALFUNDI Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjunum um helgina kom fram að forráðamenn innan SSS hafa vaxandi áhyggjur af atvinnu- ástandi þar um slóðir. Af þeim sökum var m.a. ályktað um að skapa þyrfti raunverulegt fríverslunar- og fríiðnaðarsvæði við Keflavíkur- flugvöll. Svæði þetta gæfi kost á verslun milli Evrópu, Ameríku og Asíu og nýtti þannig einstæða stöðu Islands milli meginlanda og við- skiptaheilda. Áí. stað undirstöðuatvinnugreinanna eins og sjávarútvegs og því brýnt að sveitarstjórnir á Suðurnesjum taki upp samstarf um að tryggja að skip og aflaheimildir haldist á svæð- inu. Hvað iðnað varðar þykir ástæða til nokkurrar bjartsýni þar vegna nýbyggingu Flugleiða á Keflavíkur- flugvelli fyrir eftirlit og viðhald á flugflota félagsins og fyrir væntan- leg erlend verkefni á þessu sviði. Þar að auki séu líkur á nýju álveri á Keilisnesi. Jón Baldvin Hannibalsson, utanrikisróðherra boðar til almennra borgarafunda um EES- samninginn sem hér segir: ísafjörður, mánudaginn 28. okt. kl. 20:30 í Stjórnsýsluhúsinu. Vestmannaeyjar, fimmtudaginn 31. okt. kl. 20:30 á Höfðanum. Sigluf jörður, föstudaginn 1 . nóv. kl. 2 1:00 á Hótel Höfn. Húsavík, laugardaginn 2. nóv. kl. 1 1:00 í félagsheimilinu. Dalvík, laugardaginn 2. nóv. kl. 16:00 í félagsheimilinu Víkurröst. Að loknu inngangserindi svarar ráðherrann spurningui fundarmanna. Fundarstjóri: Þröstur Olafsson UTANRIKISRAÐUNEYTIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.