Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 4
4 MORGÚNBLAÐH) MIDVlKITDAGUR 30.' OKTOBER 1991 Utgerðarmenn innan EB: Framkoma Islendinga í sam- skiptum við EB hneykslanleg Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. HEGÐUN íslendinga í samskiptum við Evrópubandalagið (EB) er hneykslanleg, segir í yfirlýsingu samtaka útgerðarmanna og fisk- vinnslufyrirtækja innan EB sem birt var í Brussel í gær. í ályktun- inni er lögð áhersla á nauðsyn þess að framkvæmdastjórn EB nái samningum við Islendinga og Kanadamenn um aðgang að fiskimiðum þeirra gegn aðgangi að mörkuðum EB. Þá er því mótmælt að fiskiðn- aðurinn verði notaður sem pólitísk skiptimynt í samningunum um Evrópska efnahagssvæðið. Upphaflega var ályktunin sam- þykkt á aðalfundi samtaka útgerð- ar og fiskvinnslu innan EB, Europech, sem haldinn var á Ítalíu 27.-28. september sl. Ályktunin var hins vegar ekki birt í Brussel fyrr en í gær með nokkrum breyt- ingum. Henni er fyrst og fremst ætlað að vera innlegg í endurskoð- un hinnar sameiginlegu fiskveiði- stefnu sem ætlað er að ljúka fyrir iok þessa árs. í ályktuninni er lögð áhersla á nauðsyn þess að standa fast á reglunni um aðgang að fiski- miðum fyrir aðgang að mörkuðum. sérstaklega er minnst á Kanada og ísland í því sambandi. Samtök- in harma árangurslausar samn- ingaviðræður við Kanada og benda á að íslendingar hafi greiðan toll- fijálsan aðgang fyrir flestar sjáv- arafurðir sínar inn á EB-markaði og valdi umtalsverðum röskunum á botnfiskmörkuðum bandalagsins án þess að nokkuð komi í staðinn. Almennt er lögð áhersla á að það sé hlutverk framkvæmdastjórnar- innar að standa vörð um hagsmuni úterðar og vinnslu innan EB með því m.a. að sýna hörku í samning- um við ríki utan bandalagsins. Samtökin krefjast þess að aukið tillit verði tekið til félagslegra þátta í fiskiðnaði og útgerð í fram- tíðinni. Ekki verði til þess ætlast að fyrirtæki, sjómenn og fisk- vinnslufólk taki á sig upp á eigin spýtur afleiðingar minnkandi afia án þess að nokkrar bætur komi fyrír. Samtökin telja að það hljóti að vera forgangsverkefni að semja um veiðiheimildir fyrir fiskiskipa- flotann hvort heldur er gegn greiðslu eða markaðsaðgangi. Lögð er áhersla á nauðsyn þess að fiskvinnslunni sé ekki umbunað með hráefnisflutningi á kostnað veiðanna. Það sé óviðunandi að veita tollaívilnanir á innfluttar sjávarafurðir án þess að nokkrir möguleikar séu á því að stjóma innflutningnum, t.d. með innflutn- ingstollum, kvótum eða verðjöfn- unargjöldum. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 30. OKTOBER YFIRLIT: Um 800 km suður af landinu er 970 mb lægð sem grynn- ist og færist norðvestur. Yfir norðaustur Grænlandi er 1037 mb hæð. SPÁ Allhvöss austan og suðaustan átt um landið sunnan og vestan- vert, en minni vindur á norðausturlandi. Dálítil rigning eða súld verður á Suður- og Austurlandi og eitthvað vestur með norður- ströndinni. Hiti verður víðast 3-8 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Austanátt. Dálítii rigning eða súld með suður- og austurströndinni, en líklega þurrt annars staðar. Hiti 3-7 stig að deginum, en næturfrost víða í innsveitum. HORFUR Á FÖSTUDAG: Hæg norðlæg átt. Dálítil slydduél um land- ið norðanvert, en þurrt og sennilega léttskýjað syðra. Kólnandi veður. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. ^ Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r # r * r * Siydda r * r # * * * * * * Snjókoma * * * -j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ? ’, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður t VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri 2 skýjað Reykjavík 7 léttskýjað Bergen 10 léttskýjað Helsinki 4 skýjað Kaupmannahöfn 7 skýjað Narssarssuaq +3 skýjað Nuuk +6 heiðsk/rt Osló vantar Stokkhólmur vantar Þórshöfn 10 alskýjað Algarve 22 léttskýjað Amsterdam 8 mistur Barcelona 18 skýjað Berlín 5 skýjað Chicago 14 rigning Feneyjar vantar Frankfurt 7 heiðskírt Glasgow 13 rigning Hamborg 4 þokumóða London 13 skýjað Los Angeles 41 skýjað Lúxemborg 8 heiðskírt Madríd 10 þokumóða Malaga 20 léttskýjað Mallorca 20 hálfskýjað Montreal vantar NewYork 4 léttskýjað Orlando vantar París 10 skýjað Madeira 21 skýjað Róm 18 hálfskýjað V/n 4 mistur Washington vantar Winnipeg vantar I Morgunblaðið/KGA Á myndinni má sjá frá vinstri Helga Sigurðsson safnvörð Árbæj- arsafnsins, Þorbjörn Friðriksson setjara í Umslagi hf. og Þor- stein Aðalsteinsson rafvirkja við setningavélina í húsakynnum Umslags hf. að Veghúsastíg. Setningarvél frá 1942 flutt í Arbæjarsafnið SETNINGARVÉL, sem notuð var í Víkingsprentsmiðjunni, sem var í eigu bókaforlagsins Helgafells í áratugi, m.a. til að setja flestar bækur Halldórs Laxness, sem út hafa komið, hefur verið flutt frá Veghúsastíg yfir í Árbæjarsafnið. Þar verður hún til sýnis í Tækniminjasafni Reykjavíkur, sem fyrirhugað er að setja upp. Helgi Sigurðsson safnvörður í Árbæjarsafninu segir vélina vera orðna fomgrip eftir að tölvubylt- ingin átti sér stað og ekki sé leng- ur þörf á slíkum vélum, þó svo hún sé enn nothæf. „Ragnar Jónsson í Smára efnað- ist á smjörlíkisgerðinni Smára, sem hann var kenndur við, og þar sem hann var mikill áhugamaður um menningarmál fóru Halldór Lax- ness og Kristinn E. Andrésson fram á við hann að taka þátt í útgáfu á Heimsljósi. Var það upp- haf að útgáfu hans á bókum Hall- dórs Laxness, en eftir það gaf hann út allar bækur Halldórs. Árið 1942 stofnaði Ragnar svo Helga- fell og var það öflugasta bókafor- lag landsins í langan tíma. Þessi vél var keypt árið 1942 fyrir for- lagið,” sagði Helgi Sigurðsson um sögu vélarinnar. Hörður Oskarsson hefur lengst allra unnið við setningarvélina eða hátt í þrjátíu ár. „Ég var ráðinn sem verkstjóri í Víkingsprent árið 1945. Eftir 1960, eða þar um bil, setti ég svo allar bækur Halldórs Laxness sem prentaðar voru,” seg- ir Hörður. Halldóra J. Rafnar Starfsmenn varnarliðsins: formaður útvarpsráðs Halldóra J. Rafnar hefur verið skipuð formaður útvarpsráðs af menntamálaráðherra. Halldóra var lyörin af Alþingi í útvarpsráð sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í haust en hún hafði áður setið sem varamaður í ráðinu. í samtali við Morgunblaðið, sagði Halldóra J. Rafnar að hún hefði lengi haft áhuga á fjölmiðlum og því væri það henni tilhlökkunarefni að taka við þessu starfi. Ríkisútvarpið væri mjög merk stofnun, sem hefði þró- ast vel, og hún vonaðist til að haldið yrði áfram á sömu braut. Halldóra J. Rafnar starfar hjá Vinnuveitendasambandi íslands að fræðslu og menntunarmálum. Hún hefur áður meðal annars starfað sem ritstjóri bókarinnar Islensk fyr- irtæki, sem blaðamaður á Morgun- Halldóra J. Rafnar blaðinu og sem framkvæmdastjóri þjóðarátaks gegn krabbameini. Uppsögmmi íslenskra starfsmanna mótmælt Vogum, Vatnsleysuströnd. UM 300 starfsmenn varnarliðsins á Keflvíkurflugvelli gengu á fund Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra á Varnarmálaskrif- stofunni í Njarðvík í gær og afhenti honum mótmæli vegna upp- sagna íslenskra starfsmanna á vellinum. Starfsfólkið afhenti Jóni Baldvin orðsendingu, þar sem lýst var þung- um áhyggjum vegna þeirrar þróunar sem atvinnumál á Keflavíkurflug- velli hefðu tekið. Einsýnt væri að Bandaríkjamenna stefndu að því að fækka íslenskum starfsmönnum sín- um og að ráða í þeirra stað bandar- íska starfsmenn. Sú stefna væri ský- laust brot á varnarsamningnum frá 1951 með seinni tíma viðauka og við það verður ekki unað. „Við krefj- umst þess að ríkisstjórn íslands mótmæli nú þegar þessum áætlun- um af sama krafti og einkennt hefur störf hennar til þessa dags í öðrum málaflokkum,” segir í orðsending- unni. Utanríkisráðherra sagði, þegar hann tók við undirskriftunum, að verið væri að gera viðamiklar breyt- ingar á þessum málum þar sem fjár- framlög ætti að skera niður um einn Qórða. Hann sagði einungis þijár ábendingar hafa borist til sín þar sem Bandaríkjamenn hefðu genigð í störf sem íslendingar höfðu áður en einungis ein átti við rök að styðj- ast. E.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.