Morgunblaðið - 30.10.1991, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 30.10.1991, Qupperneq 43
KORFUKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDÁgUR 30. OKTÓBER 1991 43 Bowfórá „Mjög slæmt aðmissa Dizaar” - segirÓlafurRafnsson. Haukar leita að nýjum Bandaríkjamanni Það er mjög slæmt fyrir okkur að missa Mike Diza- ar núna, eða þegar hann var að smella inn í leik liðsins og átti toppleik gegn Þór,” sagði Ólafur Rafnsson, þjálfari úrvalsdeildarliðs Hauka. Dizaar er farinn aftur til Bandaríkjanna vegna persónulega ástæðna, en móðir hans er veik. Við erum þegar byijaðir að vinna í því að fá annan leikmann frá Bandaríkjunum og höfum farið nafna- listann sem við höfðum þegar við fundum Dizaar. Það er alltaf happdrætti þegar leikmaður frá Bandaríkjun- um kemur. Spurningin er hvort að leikmenn þaðan náði að aðlaga sig aðstæðum, hvort þeir eru nægilega góðir eða þá hvað þeir verði lengi hér,” sagði Ólafur. Haukar hafa haft samband við umboðsmanninn sem útvegaði þeim Dizaar. „Við vonumsttil að nýrleikmað- ur verður kominn til okkar fyrir leik gegn KR 24. nóvember, sem er eftir Bandaríkjaferð landsliðsins,” sagði Ólafur. URSLIT Valur-KR 106:110 íþróttahúsið Hlíðarenda, Islandsmótið í körfuknattleik - Japisdeildin - þriðjudaginn 29. október 1991. Gangur leiksins: 0:2, 10:18, 28:29, 37:42, 39:52, 47:67, 72:91, 85:102, 97:107, 102:108, 106:110. Stig Vais: Magnús Matthíasson 33, Ragnar Jónsson 25, Franc Booker 22, Tómas Hol- ton 10, Símon Ólafsson 8, Svali Björgvins- son 3, Ari Gunnarsson 3, Hannes Haralds- son 2. Stig KR: Jon Baer 26, Axel Nikulásson 22, Lárus Ámason 17, Guðni Guðnason 15, Hennann Hauksson 14, Matthías Einarsson 7, Óskar Kristjánsson 5, Páll Kolbeinsson 4. Áhorfendur: Um 180. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Kristján Möller og komust þeir ágætlega frá leikn- um. UMFT-ÍBK 82:101 íþróttahúsið Sauðárkróki: Gangur leiksins: 4.2, 11:4, 13:13, 19:20, 25:33, 38:35, 46:40, 48:48. 50:60, 57:74, 61:78, 67:78, 77:84, 75:97, 82:101. Stig UMFT: Ivan Jónas 32, Valur Ingi- mundarson 22, Einar Einarsson 13, Kristinn Baldvinsson 6, Hinrik Gunnarsson 3, Bjarki Baldvinsson 2, Ingvar Ármannsson 2, Har- aldur Leifsson 1. Stig ÍBK: Jonathan Bow 38, Nökkvi M. Jónsson 22, Sigurður Ingimundarson 21, Albert Óskarsson 6, Jón Kr. Gíslason 6, Kristinn Friðriksson 5, Hjörtur Harðarson 3. Ahorfendur: Um 500. Dómarar: Kristinn Albertsson og Leifur Garðarson, sem dæmdu ágætlega. Handknattleikur Bikarkeppni karla - 1. umferð: Þór - Völsungur................27:14 ÍR-valur........................ Leiftri-UBK.....................H;26 Knattspyrna Þýskaland Bikarkeppnin - 8-liða úrslit: Mönchengladbach - Stuttgart Kickers.2:0 England Deildarbikarkeppnin 3. umferð: Birmingham - Crystal Palace......1:1 Grimsby - Tottenham..............0:3 - Howells (31.), Lineker (78.)! DurÍe (83.). Huddersfield - Swindon...........1:4 Leeds - Tranmere.................3:1 Chapman 2, Shutt - Aldridge.^ Liverpool - Port Vale............2:2 McManaman (8.), Rush (65.) - Van der Lann (6.), Foyle (73.). Man. City - QPR..................0:0 Middlesbrough - Barnsley.!.!!!!.!.!!!!!..!. 1:0 Oldham - Derby...................2:1 Peterborough - Neweastle...!!!!!!!!!!!. 1:0 Sheffield United - West Ham .... 0'2 2. DEILD: Watford - Millwall...............0:2 Skotland Dundee United - Rangers..........3:2 Italía Bikarkeppnin, 3. umferð - fyrri leikur: Róma- Napolí.....................1:0 Rizzitelli (84. - vítasp.). Spánn Seinni leikurinn i meistarakeppninni: Barcelona - Atletico Madrid......1:1 Bakero (59.) - Alfredo (9.). ■Barcelona vann samanlagt 2:1. Agóðaleikur Bunos Aires, Argentínu: Argentína - heimsúrval...........3:0 Diego Latorre 2 (32., 69.), Leonardo Rodr- iguez (40.) ■Ágóðaleikur fyrir eyðnissjúklinga. ÍÞRÚmR FOLK' ■ HALLDÓR Hafsteinsson og Eiríkur Ingi Kristinsson úr Ar- manni taka þátt í opna bandaríska meistaramótinu í júdó um næstu helgi. Halldór keppir í -86 kg flokki og Eiríkur í -71 kg flokki. Mótið er flokkað sem A-mót. Þeir hafa einnig fengið boð um að æfa í æf- ingaaðstöðu bandaríska ólympíu- liðsins í Colorado Springs eftir mótið. ■ WILLUM Þór Þórsson, sem lék með Breiðabliki í sl. sumar, æfir nú með hinu fornfræga danska félagi, Fremad Amager. Liðið hef- ur þegar tryggt sér sæti í úrslita- keppninni um sæti í 1. deild. ■ ÍSLENSKIR knattspyrnudóm- arar hafa fengið tvö verkefni er- lendis á næstunni. Sveinn Sveins- son dæmir leik Luxemborgar og Danmerkur U-18 ára_20. nóvemb- er. Línuverðir verða ÓIi P. Olsen og Ólafur Sveinsson. Bragi Berg- mann dæmir leik Þýskalands og Luxemborgar U-21 árs 17. des- ember. Línuverðir verða Eyjólfur Ólafsson og Kári Gunnlaugsson. ■ MAGNI Blöndal Pétursson, knattspymumaður úr Val, hefur verið ráðinn þjálfari 3. deildarliðs Ægis. Magni hyggst jafnframt leika með liðinu. ■ BRYNJAR Valdimarsson tap- aði fyrir S. Leung frá Hong Kong, 4:2, í 3. umferð á heimsmeistara- móti áhugamanna í snóker í Thail- andi í gær. Eðvarð Matthíasson sigraði hins vegar R. Burda frá Austurríki í sömu umferð, 4:0. H STEFAN Reuter, landsliðs- maður Þýskalands í knattspymu og leikmaður með Juventus, hefur verið skorinn upp fýrir meiðslum í hné og verður frá keppni í fimm vikur. ■ JÚGÓSLA VINN Tomifjþiv Ivic, þjálfari Marseille, hefur tekið sér tveggja vikna frí vegna ástands- ins í heimalandi hans, en hann er Króati. Raymond Goethals, sem þjálfaði félagið, tekur við starfí hans á meðan. Forráðamenn Mar- seille sögðu í gærkvöldi að Ivic hafí ekki verið rekinn, heldur hafí hann fengið frí þar sem hann hafr miklar áhyggjur af fjölskyldu sinni í Júgóslavíu. Oruggur sigur KR KR-ingar unnu góðan sigur á Valsmönnum að Hlíðarenda í Japísdeildinni í gærkvöld og hefndu þar með fyrir tapið í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins íhaust. Sigurinn var öruggari en lokatölurnar gefa til kynna því það var ekki fyrr en undir lok leiksins sem Valsmenn fóru að bíta frá sér með Franc Booker fremstan í flokki. KR-ingar náðu strax undirtök- unum í leiknum, þó Valsmenn hleyptu þeim ekki langt frá sér. ■■■■■■ KR-ingar hófu leik- PéturHrafn inn með maður á Sigurðsson mann vörn sem gekk ekki nægilega vel í byrjun því Vals- menn léku mikið upp á að senda á Magnús Matthíasson inn í víta- teignum og átti hann ekki í vand- ræðum með að skora gegn einum varnarmanni KR-inga. Skoraði Magnús 13 af fyrstu 19 stigum Vals. Valsmenn léku einnig maður á mann vörn, en réðu illa við Jon Baer í teignum og skoraði hann grimmt í byrjun, auk þess að bregða sér tvisvar út fyrir þriggja stiga lín- una og skora. Fjölhæfur leikmaður Baer. Virtist allt benda til þess að leikurinn snérist upp í einvígi á milli Magnúsar og Baer. Franc Booker var óvenju daufur, gerði aðeins fjögur stig í fyrri hálfleik og var lítið hjálpað í sóknarleiknum. í síðari hálfleik var komið að Axels þætti Nikulássonar sem átti stórleik í liði KR. Batt vöm KR- inga vel saman með mikilli baráttu, ásamt því að skora 22 stig í hálf- leiknum og KR-ingar náðu tuttugu stiga forystu um miðjan seinni hálf- leik. Það virtist ekki koma að sök þó Páll Kolbeinsson hvíldi megin- hluta hálfleiksins með fjórar villur. Valsmenn hittu illa í sókninni á þessum tíma. Símon Ólafsson, sem hafði leikið mjög vel í vöminni í fyrri hálfleik og hirt 13 fráköst, fann sig ekki í þeim síðari. Það var ekki fyrr en tvær mínútur vom eft- ir af leiknum og staðan 85:102 sem Valsmenn fóm í gang og gerðu 21 stig á þessum tíma. Booker gerði fjórar þriggja stiga körfur, Ragnar Jónsson tvær og á lokasekúndunni skoraði Ari Gunnarsson körfu frá miðju. En þessi fjörkippur Vals- manna kom allt of seint og KR-ing- ar hrósuðu sigri. Bestir í liði Vals voru Magnús Matthíasson og Ragnar Jónsson. Símon Ólafsson lék vel í fyrri hálf- leik og Franc Booker undir lokin. Hann var í strangri gæslu Guðna Guðnasonar mest allan leikinn og var lítið hjálpað til að losa sig. í liði KR lék Jon Baer mjög vel, ásamt Axel Nikulássyni, Hermanni Haukssyni og Lámsi Arnasyni sem gerði fímm þriggja stiga körfur úr lítið fleiri tilraunum. Guðni Guðna- son hélt Booker vel niðri í vörninni og var drjúgur í sóknarleiknum. íkvöld Körfuknattleikur Úrvalsdeildin kl. 20: Stykkish. Snæfell - Grindavík Handknattleikur Bikarkeppni karla: Garðabær Stjaman-Selfoss.kl. 20 Keflavík HKN-Víkingur....kl.20 Strandgata ÍH-b-UMFA...kl. 18.15 Strandgata ÍH - HK.......kl. 20 Valsheimili Valur-b - Ármann ..kl.20 Vestm. ÍBV - Grótta......kl. 20 Jonathan Bow fór á kostum þegar Keflvíkingar unnu Tinda- stólsmenn, 82:101, á Sakuðárkróki í gærkvöldi. Hann var besti leikmaður vallarsins - skoraði alls fímm þriggja ■■■■■ stiga körfur og samtals 38 stig fyrir Kefívík- Björn inga. Fyrri hálfleikur leiksins var jafn og Bjömsson skemmtilegur, 48:48. Keflvíkingar mættu sem grenjandi ljón til leiks í seinni hálfleik og skomðu 26 stig gegn sjö og náðu sautján stiga forskoti, 57:74. Heimamenn náðu að minnka muninn í sjö stig, en eftirleikurinn var Keflvíkinga. „Þetta var hörkuskemmtilegur og erfiður leikur. Tinda- stólsmenn vom hrikalega erfiðir í bytjun, en eftir að við vorum búnir að skipuleggja varnarleikinn betur í leikhléi, fór dæmið að ganga upp hjá okkur. Það skipti sköpun og við fómm að hafa gaman að því sem við vorum að gera, en heimamenn veittu okkur harða keppni,” sagði Sigurður Ingimundarson, fyrirliði Keflvíkinga. - Ámi Sæberg Tómas Holton sækir að körfu KR-inga. Hermann Hauksson og Páll Kolbeinsson eru til varnar. kostum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.