Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 44
VÁTRYGGING SEM BRÚAR v BILIÐ 9rgtutMgiMfe PC MAGAZINE UM IBM OS/2: „ÞETTA ER FRAMTÍÐIN" MIÐVIKUDAGUR 30. OKTOBER 1991 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra: Afnám ríkis- ''Verndaðrar einokunar í útflutningi nauðsynlegt NAUÐSYNLEGT er að afnema ríkisverndaða einokun á útflutn- ingi í kjölfar EES-samninganna. Þetta kom fram í máli Jóns Sig- urðssonar, viðskiptaráðherra, á morgunverðarfundi Verslunar- ráðs íslands um islenskt við- 'IPkiptalíf í nýrri framtíðarmynd. Jón sagði í svari við fyrirspurn Árna Árnasonar, framkvæmdastjóra Árvíkur hf. um það hvort EES- samningurinn gerði það nauðsynlegt að afnema ríkisvemdaða einokun á útflutningi, að breytingar væru nauðsynlegar á þeirri einokun sem Síldarútvegsnefnd hefði samkvæmt lögum. Einnig þyrfti ríkisvernd á útflutningi Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda og útflutningsfyr- irtækja í freðfiskframleiðslu að >jverfa. Hann sagði að þessi samtök, bæði þau sem störfuðu samkvæmt lögum og þau sem störfuðu samkvæmt samtökum félagsmanna, gætu hald- ið áfram starfsemi og myndu vafa- laust njóta þeirrar yfirburðaaðstöðu sem þau hefðu skapað sér. „Hitt er annað mál að ef þessi fyrirtæki ná markaðsráðandi stöðu í fiskverslun í Evrópu þá kynni að vera ástæða fyrir dómstóla á evrópska efnahags- svæðinu að fjalla um það, ef einhver viðskiptaaðili finnur að því,” sagði Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra. Fargjöld SVR hækka um 9% FARGJÖLD Strætisvagna Reykjavíkur hækka að meðal- tali um 9% um næstu mánaða- mót. Einstök fargjöld fullorð- inna hækka úr 65 kr. í 70 kr. eða um 7,7% og barnafargjöld úr 20 kr. í 25 kr. eða um 25%. Á 22 miða farmiðaspjöldum, sem kostuðu 1.000 kr. fækkar miðum í 20. Lítil farmiðaspjöld með fimm miðum kostuðu 300 kr. en eftir hækkun kosta farm- iðaspjöld með átta miðum 500 kr. Farmiðaspjöld fyrir börn með 24 miðum kostaði 300 kr. Eftir hækkun verða miðamir 22. Þá _ _/ækkar miðum um tvo á 22 farmiðaspjaldi aldraðra og sem kostar 500 krónur. Heimtur úr greipum hafsins Morgunblaðið/Grímur Gíslason Bergþór Hávarðsson stendur á skútu sinni, Nakka, á leið inn í Vestmannaeyjahöfn á þriðjudagsnótt. Þangað kom hann heill á húfi eftir tveggja mánaða baráttu við náttúruöflin á Atlantshafi. sjá viðtal og myndir bls. 18.-19. Tveir lífeyrissjóðir sækja um stofnun séreignasjóða Séreignasjóðir VÍB og Fjárfestingarfélagsins hafa hlotið staðfestingu ráðuneytisins sem lífeyrissjóðir TVEIR lífeyrissjóðir, Almennur lífeyrissjóður iðnaðarmanna og Lífeyrissjóðurinn Hlíf, hafa sótt um heimild til fjármálaráðuneyt- isins til stofnunar séreignadeilda við sjóðina, en samkvæmt lögum sér ráðuneytið um að staðfesta reglugerðir lífeyrissjóðanna og breytingar á þeim. Að sögn Ind- riða H. Þorlákssonar, skrifstofu- stjóra í fjármálaráðuneytinu, stendur til að hafna umsóknum sjóðanna. Indriði segir að ástæð- an sé sú að í séreignadeildir vanti það tryggingarhlutverk sem líf- eyrissjóðirnir gegni. Ráðuneytið hafi ekki fallist á að menn geti fullnægt aðildarskyldu að líf- eyrissjóði með því að vera í sér- deildinni. Þetta er í annað skipti sem Almennur lífeyrissjóður iðn- aðarmanna sækir um þetta en fyrri umsókn sjóðsins var hafnað fyrir meira en einu og hálfu ári. Sjálfstætt starfandi iðnaðarmenn og hárgreiðslufólk greiða eink- um til sjóðsins en Lífeyrissjóður- inn Hlíf var stofnaður af vélsljór- um, auk þess sem félagsmenn skipstjóra og stýrimannafélags- ins Öldunnar greiða til hans. Fjárfestingarfélag íslands og Sala Fiskiðjunnar Freyju á Suðureyri: Eigandi að 1% hlutafé ætlar að nýta sér forkaupsrétt sinn BALDUR Jónsson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Freyju á Suður- e^ri, hefur skrifað hlutafjárdeild Byggðastofnunar bréf þar sem hann ségist ætla sem hluthafi í fyrirtækinu að nýta sér forkaupsrétt á hluta- bréfum Byggðastofnunar í fyrirtækinu. Áður hafði Byggðastofnun gengið að tilboði hraðfrystihússins Norðurtanga hf. á ísafirði og Frosta hf. á Súðavík í hlutabréfin. Hlutafé í Freyju er 179 milljónir kr. og Baldur á 1.980 þúsund kr. hlut, eða rúmlega 1%. Baldurgengur inn í 12,5 milljóna kr. tilboð Norðurt- .anga og Frosta í 97 milljóna kr. hlut Byggðastofnunar, sem er 54,2% af hlutafé Freyju. í tilboðinu felst auk þess að Baldur kaupir hlutabréf í eigu annarra hluthafa á Suðureyri. I tilboði Norðurtangans og Frosta skuldbundu fyrirtækin sig til að auka hlutafé fyrirtækisins um 50 milljónir kr. og að 2.500 tonn af afla yrði landað á Suðureyri. Sama gildir um tilboð Baldurs. „Ég get ekki tjáð mig um það á þessu stigi hveijir standa með mér í tilboðinu. Ég lagði þarna inn bréf og ætla að þrautreyna að halda tog- aranum í heimabyggð. Ég veit ekki hvort það tekst, það getur brugðið til beggja vona. Ég er hræddur um að ef svona stórvirkt atvinnutæki fer úr byggðalaginu þá sé þetta bara búið spil á Suðureyri. Þetta ræðst í dag eða á morgun,” sagði Baldur. Verðbréfamarkaður íslandsbanka hafa hvorir tveggja stofnað séreign- asjóði sem hafa fengið staðfestingu fjármálaráðuneytisins sem lífeyris- sjóðir og getur fólk því fullnægt lagaskyldu um greiðslu í lífeyris- sjóði með greiðslu til þeirra, sam- kvæmt upplýsingum framkvæmda- stjóra fyrrgreindra sjóða. Reglu- gerðir séreignadeilda þeirra, sem óskað var eftir staðfestingu fjár- málaráðuneytisins á, eru sniðnar eftir reglugerðum séreignasjóða Fjárfestingarfélagsins og VÍB. Sameignasjóðurinn yrði áfram starfrækturjafnhliða séreignasjóðn- um og gætu sjóðfélagar valið um hvort þeir skiptu lífeyrisgreiðslum sínum á sjóðina eða greiddu ein- vörðungu í annan hvorn. í séreigna- sjóðnum væru lífeyrisgreiðslur sér- eign viðkomandi og yrðu greiddar út eftir ákveðnum reglum þegar líf- eyrisaldri væri náð. Við fráfall myndi inneign í sjóðnum erfast eins og aðrar eignir. Fjármálaráðuneytið leitaði um- sagnar samtaka lífeyrissjóðanna á þessu erindi. í umsögn Sambands almennra lífeyrissjóða segir að Sam- bandið geti ekki mælt með þessari breytingu enda sé hún ekki í sam- ræmi við væntanlegt frumvarp til laga um starfsemi lífeyrissjóða, þar sem séreignasjóðirnir séu ekki taldir fullnægja ákvæðum skyldusjóða um lágmarkslífeyrisréttindi. Þórleifur Jónsson, framkvæmda- stjóri Almenns lífeyrissjóðs iðnaðar- manna, sagðist í samtali við Morg- unblaðið ekki skilja að á svipuðum tíma og lífeyrissjóður Fjárfestinga- félagsins hefði fengið staðfestingu ráðuneytisins hefði umsókn þeirra verið hafnað á þeirri forsendu að það samrýmdist ekki ákvæðum frumvarps til laga um lífeyrissjóði. Þetta væru skringileg rök því alls óvíst væri hvort frumvarpið hlyti samþykki, það væri ekki alltof mik- il samstaða um það, auk þess sem það hefði verið í smíðum í 10-15 ár. „Þetta er hrein og klár mismun- un og maður trúir því ekki að fjár- málaráðuneytið geti staðið á því að neita starfandi lífeyrissjóðum um nákvæmlega það sem búið er að heimila öðrum,” sagði Þórleifur. Mikið er um að iðnaðarmenn sem vinna sjálfstætt borgi til sjóðsins. Þórleifur sagði aðspurður að þeir hefðu ekki tapað fólki frá sjóðnum, en það væri mikið spurt um þennan möguleika og hann skildi ekki hvers vegna fólki ætti ekki að vera fijálst að því hvernig það hagaði lífeyris- greiðslum sínum. Ef það teldi hags- munum sínum betur borgið með séreignasjóði, sameignasjóði eða blöndu af hvoru tveggja þá ætti því að vera fijálst að velja þar á milli. Þeir væru talsmenn valfrelsisins og á iðnþingi sem væri nýlokið hefði verið samþykkt ályktun þess efnis að afnema ætti reglur sem skuld- binda fólk til að greiða til lífeyris- sjóðs starfsstéttar sinnar. Það þyrfti ekki fyrirskipun að ofan eða laga- fyrirmæli um sameiningu lífeyris- sjóða í hagræðingarskyni. Ef þetta væri gert myndi fólk sjálfkrafa leita til þeirra sjóða sem byðu upp á hagkvæmustu þjónustuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.