Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1991 39 OSCÁR FRUMSÝNIR TOPPSPENNUMYNDINA RÉTTLÆTINU FULLNÆGT ★ ★ ★!/* Sýnd kl. 4.50,6.55,9 og 11.10. Bönnuð innan 16 ára. BRUÐKAUPSBASL Sýnd kl. 5,7,9og11. RAKETTU- MAÐURINN „OUT FOR JUSCTICE" MALAÐI SAMKEPPNINA OG FÓR BEINT Á TOPPINN í SUMAR VESTAN HAFS. HÚN SÓPAÐIINN 660 MILLJÓNUM FYRSTU HELGINA. STEVEN SEAGAL FER HÉR HAMFÖR- UM. „OUT FOR JUSTICE" FRAMLEIDD AF ARN- OLD KOPELSON (PLATOON). „OUT FOR JUSTICE” - SPENNUMYND í SÉRFLOKKI Aðalhlutverk: Steven Seagal, William Forsyth, Dominic Cheanse, Jerry Orbach. Framleiðandi: Arnold Kopelson. Leikstjóri: John Flynn. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð börnum i. 16 ára. Sýnd kl. 5og7. Bönnuð i. 10ára. Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. Sýnd kl. 9 og 11. Bönnuði. 16ára. ■ HREYFINGIN heldur námskeiðið Vertu þinnar gæfu smiður á næstunni. Námskeiðið er 4 kvöld, þriðjudaginn 5. nóv., fimmtud. 7. nóv., þriðjud. 12. nóv. og lýkur fimmtudaginn 14. nóv. samtals 12 klst. og fer fram í Síðumúla 27. A námskeiðinu er m.a. fjallað um sjálfsþekkingu og sjálfs- stjórn um einu vestrænu að- ferðirnar sem notaðar eru í Austurlöndum til að losna við óþarfa streitu, um raun- veruleg samskipti, um að vera sjálfum sér samkvæmur og hvernig best sé að skipu- leggja framtíð sína, segir í fréttatilkynningu frá Hreyf- ingu. Námskeiðið er öllum opið en hámarksfjöldi þátt- takenda er 20 manns. Þátt- tökugjald er kr. 2.500. Innif- alið í þátttökugjaldi eru 2 bækur. Leiðbeinandi á þessu námskeiði er Pétur Guð- jónsson stjórnunarráðgjafi, en hann er höfundur ýmissa bóka, s.s. Bókarinnar um hamingjuna, Erindi við þig svo og bókarinnar Það er list- grein að lifa sem kemur út á 14 tungumálum á næsta ári, m.a. á íslensku, fyrir þessu jól. ■ NEÐAN HOPP kynnir hljómsveitina Út úr blánum fimmtudaginn 31. október. Á undan hljómsveitinni verður uppákoma að nafni Fræg- (ur) í fimmtán mínútur. Um er að ræða „opinn hljóð- nema” þar sem hvaða Gunn- ar og Gúska sem er hefur tækifæri til að koma fram í stuttan tíma með sig og sína list (tónlist, leiklist, ljóðlist o.s.frv. Tónleikarnir verða haldnir í Moulin Rouge kl. 22-1. Ókeypis aðgangur. ■ FÉLAGSFUNDUR Sjálfsbjargar, félags fatl- aðra í Reykjavík og ná- grenni, verður haldinn fimmtudaginn 31. október nk. í félagsheimilinu Kópa- vogi, Fannborg 2, kl. 20.00. Fundarefni: Feril- og að- gengismál í Kópavogi. Frum- mælendur verða: Sigurður Geirdal, bæjarstjóri, Carl Brand, starfsmaður feril- nefndar félagsmálaráðu- neytis, Hrafn Sæmundsson, fulltrúi og Ingimundur Magnússon, formaður feril- nefndar Kópavogs. LAUGARÁSBÍÓ Sími 32075 SÝNIR HINA MÖGNUÐU SPENNUMYND: BROT Frumsýning er samtímis í Los Angeles og í Reyk|avík á þessari erótísku og dularfullu spennumynd leikstjórans Wolf- gangs Petersens (Das Boot og Never ending story). Það er ekki unnt að greina frá söguþræði þessarar ein- stöku spennumyndar - svo óvæntur og spennandi er hann. Aðalhlv.: Tom Berenger (The Big Chill), Bob Hoskins (Who Framed Roger Rabbit), Greta Scacchi (Presumed Innocent) Joanne Whal- ley-Kilmer (Kill Me Again - Scandal) og Corbin Bernsen (L.A. Law). Sýnd í A-sal kl. 5,7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Ath. númeruð sæti kl. 9, laugardag og sunnudag. DAUÐAKOSSINIM MATT DILLO.X * SE.W VÖl N(í AKíSS ^ Æsispennandi mynd um stúlku sem leitar að morðingja tvíbura- systur sinnar. Aðalhlutverk: Matt Dillon, Sean Young og Max von Sydow. Sýnd í B-sal kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð yngrien 16ára. HEILLAGRIPURINN Frábær spennu-gamanmynd ★ ★ ★ AI Mbl. Sýnd í C-sal kl. 5, 7, 9 og 11. Fíflalæti í páfagarði Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Niður með páfann („The Pope Must Die”). Sýnd í Regnboganum. Lgik- stjóri: Peter Richard- son. Aðalhlutverk: Robbie Coltrane, Be- verly D’Angelo. 1991. Gamanmyndin Niður með páfann, sem sýnd er í Regnboganum, er ekkert ósvipuð í uppbyggingu og Kóngurinn Ralph með John Goodman, sem ný- lega var sýnd í Laugarás- bíói. í „Ralph” lést breska konungsíjölskyldan á einu bretti og misheppnaður rokkari í Las Vegas varð kóngur. í mynd Regnbog- ans deyr páfinn i Róm og embættið fær fyrir ein- hver mistök gersamlega óþekktur prestur upp til sveita. Breski gamanleik- arinn Robbie Coltrane leikur hann og á það meira að segja sameiginlegt með Goodman að vera einkar gildur um miðjuna. Báðar eiga myndirnar það sam- eiginlegt að vera mis- heppnaðar. Astæðan er sú sama: Söguþráðurinn er svo fjar- stæðukenndur að öll raun- veruleg alvara er vita von- laus í stöðunni. Sérstak- lega ef hún er væmið melódrama eins og í til- felli Coltranemyndarinn- ar. Coltrane er gerður að páfa og kemst að heilmik- illi spillingu í páfagarði en líka að því að sonurinn, sem hann vissi ekki að hann ætti, liggur bana- legu eftir sprengjutilræði, og gamla kærastan hans, Beverly D’Angelo, vekur upp minningar um glataða ást og sáran missi. Þetta klisjukennda drama hjálp- ar síst til að gera farsann, sem umlykur það, hlægi- legan. En reyndar kemur það ekki að sök eftir allt því sá hluti myndarinnar sem á þó að vera fyndinn er það alls ekki. „Páfinn” á greinilega að gefa einkar háðslega skrípamynd af lífinu í páfagarði en missir algerlega marks. Ólík- indalætin era svo yfirdrif- in að það er til einskis að hlæja. Maður aðeins starir á vitleysuna. Páfagarður er einn allsheijar vitlaus- raspítali, stjórnað af gír- ugum kardinála í beinum tengslum við ítölsku maf- íuna og s-ameríska hers- höfðingja. Mafíuforingj- ann leikur Herbert Lom, sem lítið hefur breyst frá því hann lék yfirmanninn í myndunum um Bleika pardusinn. Kardinálarnir eru einkar fíflalegur hópur manna sem ekkert veit eða skilur og virðist á ei- lífu fylleríi. Lífvörður páf- ans var fyrrum rótari í Sex Pistols en það er óvíst hvort maður á að hlæja að því í stöðunni. Robbie Coltrane virðist rétti maðurinn í hlutverk prestsins sem verður páfi, hann er einn af fremstu gamanleikurum Bret- lands. En hlutverk hans er með öllu óspennandi og ófyndið. Hann er eina per- sónan í allri myndinni sem ekki er reynt að gera fyndna. Efnið og mannafl- inn lofar góðu en myndin bregst algerlega vonum manns um góða skemmt- un. Faðir vor þú sem ert í vandræðum. Nú höfum við versta páfa frá upphafi og verðum að losa okkur við hann - strax. Aðalhlutverk. Robbie Coltrane (Nuns on the Run) ATH.: Kaþólskir leikmenn á íslandi sem bannfærðir hafa verið af páfanum fá ókeypis inn. Sýnd kl. 5,7, 9og 11. HENRY Stranglega bönnuð innar 16 ára. HETJUDÁÐ DANÍELS Sýnd kl. 5 og 7. GÓÐITANNHIRÐIRINN Sýnd kl. 5 óg 7. DRAUGAGANGUR Sýnd kl. 5 og 7. Atriði i myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. HRÓIHÖTTUR Sýnd kl. 5 og 9. ÓSKARSVERÐLAUNAMYNDIN: 1)AN5M UlLL ★ ★ ★ ★ SV MBL. ★ ★ ★ ★ AK. Tíminn Sýnd kl. 9 Bönnuð börnum innan .10 ára. Bönnuð innan 14 ára. CYRANO DE BERGERAC ★ ★ ★ Sv Mbl. ★ ★ ★ ★ Sif Þj v. Sýnd kl. 9 Ath. síðustu sýn. á þessari frábæru Óskarsverðiaunamynd. ■ ÍSLENSKA kortagerð- arfélagið gengst fyrir árleg- um Kortadögum 31. októb- er og 1. nóvember nk. Þeir verða haldnir í ráðstefnusal Hótels Loftleiða, Höfða. Starfsmenn Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins, Orkustofnun og Náttúru- fræðistofnun Islands flytja erindi um gróður- og jarð- fræðikortagerð. Auk þess verða fluttir fyrirlestrar um stafræna kortagerð sem tengist þessu tvennu. í Tanga, hliðarsal Höfða, verður sett upp sýning á gróðurkortum og jarðfræði- kortum ásamt ýmsu þeim tengdum. Sýningin verður opin meðan á ráðstefnunni stendur og auk þess laugar- daginn 2. nóvember kl. 13-16. Þátttaka er öllum heimil og er þátttökugjald kr. 2.000. ■ SRI CHINMOY SETR- IÐ heldur námskeið í jóga og hugleiðslu um helgina. Á námskeiðinu verða kenndar margs konar slökunar- og einbeitningaræfingar jafn- framt því sem hugleiðsla verður kynnt sem áhrifamik- il aðferð til meiri og betri árangurs í starfi og aukinnar fullnægju í daglegu lífi. Komið verður inn á sam- hengi andlegrar iðkunar og sköpunar, farið í hlutverk íþrótta í andlegri þjálfun og sýnd kvikmynd i því sam- bandi. Námskeiðið verður haldið í Árnagarði, það er ókeypis og öllum opið. Það er í sex hlutum og byijar fyrsti hlutinn á föstudags- kvöld kl. 8. (Fréttatilkynning) ■ SONURINN sovésk - • kvikmynd frá árinu 1955 verður sýnd í biósal MÍR, Vatnsstíg 10, nk. sunnudag kl. 16.00. I myndinni segir frá ungum manni og fjöl- skyldu hans á fyrstu erfið- leikaárunum eftir styijöid- ina. Leikstjóri er Júrí Ozerov, sem er í hópi kunnustu kvik- myndagerðarmanna Sovét- ríkjanna. Hann hóf nám í kvikmyndagerð að stríðinu loknu og Sonurinn var fjórða kvikmyndin sem hann leik- stýrði. Kunnastur er Ozerov - fyrir myndir sem fjalla um síðustu heimsstyijöld, eink- um myndaflokkinn Frelsun- ina sem spannar atburði allt frá orrustunni miklu við Kúrsk til lokaátakanna um Berlín vorið 1945. Aðgangur að kvikmyndasýningum MIR _ 2r ókeypis og öllum heimill.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.