Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.10.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTOBER 1991 29 Vilja menn að miðborgin deyi? eftir Jón Sigurjónsson Það gerist æ oftar nú á dögum, að rætt er um ákveðið efni í fjöl- miðlum á fýrirferðarmikinn hátt, án þess að nauðsynlegar upplýsing- ar um málið komi fram. Fyrir vikið er almenningur látinn taka afstöðu til málefnis, sem hann veit mjög lítið um. Gott dæmi um þetta er umræðan um Austurstræti, sem nýlega fór fram í tilefni af þeirri ákvörðun borgarstjórnar að opna götuna fyrir bílaumferð í tilrauna- skyni um sex mánaða skeið. Hér er um að ræða aðeins eitt atriði af ótal mörgum varðandi framtíð miðbæjarins í Reykjavík, og það hefur verið misskilið og rangtúlkað svo hrapallega, að ég get ekki stillt mig um að stinga niður penna. Ég hef rekið verslun við Laugaveginn í aldarfjórðung, svo að mér er málið skylt og ég hef fýlgst vel með þróun þess um langt skeið. Gamli bærinn í Reykjavík er tal- inn ná yfir svæðið frá Snorrabraut að Garðastræti og Skothúsvegi að Reykjavíkurhöfn. Miðborgin, sem oftast er kölluð Kvosin, afmarkast hins vegar af höfninni að norðan, Tjörninni að sunnan, Lækjargötu að austan og Aðalstræti að vestan. Kvosin er elsti hluti Reykjavíkur, miðpunktur höfuðborgar landsins, og umræðan snýst fyrst og fremst um hana. Breytingar á verslunar- háttum í Reykjavík, sem orðið hafa á skömmum tíma, hafa haft þau áhrif að verslunum hefur fækkað ört í Kvosinni, þannig að hún er ekki lengur sú miðstöð verslunar, viðskipta og þjónustu sem hún áður var. Menn tala um að miðbærinn sé að deyja og hafa eðlilega áhyggjur af því. Sama þróun hefur átt sér stað erlendis, og borgaryfirvöld hafa eytt stórfé til að blása lífi í gamla og skemmtilega byggð, sem átti sér langa sögu og hefð, en varð fyrir barðinu á óhagstæðri verslunarþróun sem ekki var brugð- ist við í tíma. Reykvíkingar sáu brátt hvað var að gerast í miðborginni og brugð- ust við því á ýmsan hátt. Samtökin Gamli miðbærinn voru stofnuð árið 1985 og störfuðu af kappi til ársins 1990, en þá stofnaði Reykjavíkur- borg Þróunarfélag Reykjavíkur, sem tók við hlutverki þeirra. For- maður félagsins er Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarráðsmaður, og framkvæmdastjóri er Pétur Svein- bjamarson, en báðir eiga þessir menn heiður skilinn fýrir vel unnin störf. ítarleg skýrsla um Kvosina er þegar komin út, þar sem skýrt er frá ástandi hennar eins og það er nú og margar hugmyndir reifað- ar sem hugsanlega gætu orðið til bóta. í undirbúningi er skýrsla um Laugaveginn og þannig verður haldið áfram, uns öllum gamla bænum hafa verið gerð skil. Tvenn samtök starfa einnig á svæði Þróunarfélags Reykjavíkur: Miðbæjarfélagið fyrir Kvosina, en formaður þess er Helga Thorberg, og Laugavegssamtökin fyrir Laugaveginn, og er undirritaður formaður þeirra. Þannig er margt í bfgerð og mik- ið unnið að því að bæta gamla bæinn og koma í veg fyrir hnignun hans. En hvers vegna var ákveðið að leyfa bílaumferð um þann hluta Austurstrætis, sem verið hefur göngugata? Astæðan er sú staðreynd, að verelunum þar hefur fækkað ört vegna minnkandi umsvifa, og nú er svo komið að aðeins fjórar eru þar eftir. Og mér er kunnugt um það, að ef viðskipti aukast ekki á næstunni, þá munu þessar fjórar verslanir hætta innan skamms. Er þá svo komið, að engin verslun er íengur í þessum hluta Austurstræt- is, sem eitt sinn var blómlegasti og eftirsóttasti verslunarstaður í bæn- um. En finnst viðskiptavinum ekki betra að versla þar sem göngugata er, hef ég heyrt marga segja. Er ekki Strikið í Kaupmannahöfn til vitnis um það? Reynslan hér á landi sýnir hið gagnstæða. Við íslendingar höfum kosið einkabílinn til að ferðast á, og við verðum að geta komist sem næst þeim stöðum þar sem við ætlum að versla. Og veðrið hjá okkur er ekki sérlega gott mestan hluta ársins eins og allir vita, lang- ir og strangir vetrardagar og um- hleypingar tíðir. En víkjum að Laugaveginum, sem hefur verið um langt skeið og er enn mesta verslunargata bæjar- ins. Endurbygging hluta hans tókst mjög vel og er til fyrirmyndar. Þar er nóg rými fyrir gangandi vegfar- endur, en einnig er hægt að keyra rólega á einfaldri akrein niður alla götuna. Innan skamms munu kaupmenn á Laugaveginum setja upp yfir- byggingu yfir gangstéttir á tveimur stöðum og verður gaman að sjá, hvernig sú tilraun heppnast. Margt fleira er einnig á döfinni til að gera Laugaveginn eins þægilegan og aðlaðandi fyrir almenning og mögu- legt er. Eftir að Kringlan var opnuð hef- ur verið hamrað sífellt á þeim Jón Sigurjónsson „Þannig er margt í bí- gerð og mikið unnið að því að bæta gamla bæ- inn og koma í veg fyrir hnignun hans.” áróðri, að hún muni ganga af allri verslun á Laugaveginum dauðri. Engu er líkara en um skipulega áróðursherferð sé að ræða varðandi þetta. Sannleikurinn er hins vegar sá, að við kaupmennirnir á Lauga- veginum höfum yfirdrifíð að gera og fiestir í kringum okkur. Jólasal- an í fyrra var til dæmis meiri en áður, að ekki sé minnst á söluna í góða veðrinu á nýliðnu sumri. Hins vegar höfum við áhyggjur af Kvosinni, og þeirri þróun sem þar hefur orðið. Laugavegurinn og Kvosin eru tveir kjarnar gamla bæjarins sem eiga að styrkja hvom annan sem heild. Hins vegar vantar betri tengingu á milli þeirra að mínum dómi og göngugatan kemur meðal annars í veg fyrir hana. Umferð niður Laugaveginn skilar sér sáralítið í Kvosina, en á því verður vonandi breyting. Þótt verslun hafi minnkað í Kvos- inni hefur miðborgin enn ótrúlega sterkt aðdráttarafl fyrir fólk á kvöldin og um helgar. Þeir sem vel þekkja til eru ekkert hissa á því. Rúnturinn er áratuga gamalt fyrir- Mengxtn norræna kynstofnsins eftir Kristján Þórisson Ég vil vekja athygli lesenda Morgunblaðsins á því að þær radd- ir, sem ennþá vegsama kynþátta- fordóma í allri sinni nekt, eru því miður ekki þagnaðar. Það var ein- mitt hér í Morgunblaðinu, 3. sept- ember 1991, bls. 43, sem ein slík rödd fékk ráðrúm til að koma á framfæri einkar ógeðfelldum boð- skap um „vemdun” norræna kyn- stofnsins. Höfundur þeirrar greinar lætur móðann mása um ágæti og mikilvægi hins norræna kynstofns í okkar samfélagi, en hallar um leið á aðra kynstofna og segir þá „menga” norrænan kynstofn. Hann leggur ennfremur mat á vem nokk- urra þúsunda þeldökkra manna hér á íslandi á þann veg, að verið sé að „útrýma íslensku þjóðinni”. Fyrir utan alla þá hróplegu van- þekkingu á ólíkum menningum og kynstofnum sem rödd þessi lætur skína í, er athyglisverðast að skoða hina glórulausu umfjöllun um mikil- vægi litarhátta í samfélögum norð- ursins. Sérstök áhersla er lögð á blá augu, en þau eru sögð forsenda norræns kynstofns og þá jafnframt forsenda þess að menning og vel- megun geti blómstrað. Eftir því sem bláum augum fækkar, segir grein- arhöfundur, „vex fátækt og ómenn- ing”, og eiga því aðrir kynstofnar, að hans mati, ekki að geta annað en leitt „fátækt og ómenningu yfír þessi lönd”. (Leturbreyting mín.) Ekki tel ég þörf á að eyða mörg- um orðum í að elta ólar við skoðan- ir þessa bréfritara, enda á hann vafalaust fullan rétt á að hafa þær. Aftur á móti vil ég beina athygli lesenda Morgunblaðsins að þeim fjölmiðli sem veitir slíkum skoðun- um brautargengi, því öllu alvar- legra er að kynþáttafordómar skuli yfirleitt fá að Ieika lausum hala í eins útbreiddum fjölmiðli og Morg- unblaðið telst vera. Þar sem gera má ráð fyrir því að ekki séu allir lesendur Morgun- blaðsins jafn „bláeygðir” og fyrr- nefndur bréfritari, þá hlýtur það að vera kappsmál margra að fá það á hreint hvort fleiri greinar sem ala á kynþáttafordómum eigi eftir að sjá dagsins ljós á síðum blaðsins í framtíðinni. Morgunblaðið verður að gera það upp við sig hvort það sé í raun málefnalegur grundvöllur fyrir slíkum skrifum, þar sem óhjá- kvæmilega má ætla, að fáir úr þeim hópi sem fordómarnir beinast að, geti borið hönd fyrir höfuð sér, og að enn færri geti treyst sér til að standa uppi í hárinu á íslenskum rasistum. Það er því ljóst að fjölmiðill sem veitir kynþáttafordómum viðtöku sýnir mikið ábyrgðarleysi og enn meira virðingarleysi gagnvart les- endum sínum með birtingu slíks efnis. Ef fjölmiðill vill láta taka sig alvarlega, verður hann að vera stöð- ugt á varðbergi gagnvart því að málstaður, sem hefur eingöngu kynþáttafordóma að leiðarljósi, hefji sig til flugs í krafti útbreiðslu sinnar. Með því móti má tryggja að stór hópur manna og kvenna sem les þetta blað, ósköp „venjulegar” manneskjur sem hafa ekki unnið sér annað til saka en að tilheyra sínum kynþætti, verði aldrei framar fyrir jafn lævísum svívirðingum og augljóslega felast í margumræddri Kristján Þórisson „Hvað varðar þennan ólánsama greinarhöf- und vil ég benda á að það eru einmitt menn eins og hann sem lengst hafa gengið í að „menga” norrænan kynstofn - með ein- strengingslegum for- dómum.” grein sem vísað er til hér í upp- hafi. (Vinsamlegast athugið að mannéskjur hafa ekki valkosti um að tilheyra kynþáttum.) Hvað varðar þennan ólánsama greinarhöfund vil ég benda á að það eru einmitt menn eins og hann sem lengst hafa gengið í að „menga” norrænan kynstofn — með einstrengingslegum fordómum. En með því að krefjast kynþáttaað- skilnaðar á opinberum vettvangi og hvetja þannig til kynþáttamisréttis — í virtu dagblaði — hefur maður þessi sannlega valdið þjóðinni óbæt- anlegu tjóni. Maðurinn á helst skil- ið að vera rassskelltur að góðum íslenskum sið, en ég læt duga að segja við hann: — og mundu það vesæli maður svo lengi sem þú lifír að brúneygður kynblendingur hefur kallað þig hugleysingja. Að lokum vil ég vona að íslend- ingar beri gæfu til að umgangast samlanda sína með gagnkvæmri virðingu í framtíðinni. En aldrei skulum við afgreiða kynþáttafor- dóma með einhverjum vettlingatök- um, heldur verður einfaldlega að bryðja slíkan málflutning jafnharð- an niður í duft. Og ekki harma ég það þótt niðurlag þessara skrifa minna verði jafnframt versta mar- tröð íslenskra rasista: það skiptir nákvæmlega engu máli hvers konar kynstofn kemur til með að mynda þessa þjóð á ókomnum öldum. (Vin- samlegast athugið að íslenskir ras- istar hafa valkost til að vitkast og breyta um afstöðu). Við erum komin til að vera. Höfundur er fuUtrúi & Skattstofu Rcykjavíkur í máJefnum útlendinga. Athugasemd: Morgunblaðið seg- ir greinarhöfundum ekki, hvaða skoðanir þeir eiga að hafa á málum, hvorki þeim, sem um er rætt í þessari grein, né höfundi hennar. bæri í Reykjavíkurlífinu. Ungt fólk safnast saman í skemmtilegu um- hverfí, Kvosin fyllist af fólki og bílum og þar iðar allt af mannlífí. Vandamálið telja menn hins vegar ólæti, drykkjuskap, slagsmál, rúðu- brot og önnur skemmdarvérk. Ástandið var ekkert betra í gamla daga; munurinn er aðeins sá að nú blása fjölmiðlar þetta upp með til- heyrandi upphrópum um, hvað mið- bærinn sé orðinn skelfílegur. Nýi borgarstjórinn okkar hafði á tak- teinum réttu lausnina á þessu vand- amáli og hún var stóraukin lög- gæsla til að hafa hemil á þeim örf- áu óróaseggjum sem eyðileggja fyr- ir fjöldanum. Röskun á verslun er engin ný bóla á Islandi. Einu sinni var Eyrar- bakki mikill verslunarstaður -og. einnig Seyðisfjörður, en sú tíð er löngu liðin. Kvosin í miðbæ Reykja- víkur var mesti verslunarstaður landsins, en er það ekki lengur og verður það tæpast aftur í bráð, þótt vonandi takist að efla verslun þar, svo að hún deyi ekki út. Bankar og aðrar stofnanir lögðu Kvosina að mestu leyti undir sig, og þeir báru ekki gæfu til að átta sig á því í tíma hvert stefndi. Þeir hefðu að mínum dómi getað rýmt til fyrir verslunum og gefíð eftir jarðhæðirnar, sem ekki eru nauð- synlegar fyrir afgreiðslu banka og stofnana. Mín persónulega skoðun er sú, að ekki sé lengur hægt að leggja að jöfnu verslun í Kvosinni og á Laugaveginum. Kvosin er ekki lengur fyrst og fremst verslunar- staður, heldur afmarkaður stjóm- sýslu- og þjónustukjarni. Laugavegur er aftur á móti ótví- ræð verslunargata, sem hefur að- dráttarafl fyrir alla landsmenn, enda er verslun þar blómleg. Þar njóta menn kosta gamla bæjarins og þess heillandi umhverfís og and- rúmslofts, sém slíkir bæir hafa upp á að bjóða um allan heim. Höfundur er gullsmiður og formaður Laugavegssamtakanna. Skmandi UNDRAEFNI FYRIR ULLARÞVOTT Woolite er undravert þvotta- og mýkingarefni fyrir ull og annan viðkvæman þvott. 3 mínútur í köldu vatni nægja! FIskagfjörð 4 $ á i j $ Ji U ii S 1 Í i) HólraaslóS 4, 101 Reykjovík, sími 24120

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.