Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 1
120 SIÐUR B/C 281. tbl. 79. árg. SVNNUDAGUR 8. DESEMBER 1991 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Föndrað í Ægisborg Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Krakkarnir í barnaheimilinu Ægisborg við Ægissíðu voru á fullu að undirbúa litlu jólin þegar ljósmyndari Morgunblaðsins leit þar við. Nú eru sextán dagar eftir til jóla og fullvíst að tilhlökkunar sé víða farið að gæta hjá yngstu kynslóðinnni. Leiðtogafundur slavnesku ríkjanna: Borís Jeltsín vill stefna að samveldi siálfstæðra ríkia M ínub Raiiini* Mínsk. Reuter. BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, segir, að sovétlýðveldin eigi að hætta við tilraunir til að mynda nýtt sambandsríki en stefna þess í stað að „samveldi” sjálfstæðra ríkja. Kom þetta fram í ræðu, sem hann flutti á þingi Hvíta Rússlands í Mínsk í gær, en þá stóð fyrir dyrum fundur Jeltsíns, Leoníds Kravtsjúks, forseta Úkraínu, og Stan- íslavs Shúshkevítsjs, leiðtoga Hvíta Rússlands. Er hugsanlegt, að á honum ráðist framtíðarstaða Míkhaíls Gorbatsjovs, forseta Sovétríkjanna, og sjálfs ríkjasambands- í ræðu sinni dró Jeltsín enga dul á, að hann teldi tilraunir Gorbatsjovs til að draga upp nýjan sambandssáttmála fyrir Sovétrík- in með öllu vonlausar. „Þátttakendunum í þeim viðræðum hefur fækkað stöðugt og ef fram heldur sem horfir verður enginn eftir við samningaborðið,” sagði Jeltsín en bætti því við, að vegna þess hve sameigin- legir hagsmunir ríkjanna væru miklir gætu þeir lagt grunninn að samveldi sjálfstæðra ríkja. Kvaðst hann mundu leggja þetta til í viðræðunum um helgina og sagði um að. ræða nokkrar leiðir að markinu. Jeltsín varaði við tilraunum til að endur- lífga miðstjórnarvaldið í nýrri mynd og sagði það geta valdið „afturhvarfi til þess kerfis, sem leiddi okkur á villigötur um 70 ára skeið”. Kvað hann mestu skipta, að lýðveld- in krefðust ekki of mikils hvert af öðru, óaðgengilegar kröfur ónýttu alla samninga áður en blekið væri þornað á þeim. „Lýðveldin vilja ekki afsala sér valdinu, sem miðstjórnin gerir kröfu til, þessi hug- mynd um tvískipta yfirstjórn er andvana fædd og að engu orðin,” sagði Jeltsín án þess þó að minnast nokkru sinni á Gorbat- sjov með nafni. Fundur þeirra Jeltsíns, Kravtsjúks og Shúshkevítsjs í gær og í dag í borginni Brest skammt frá pólsku landa- mærunum verður fyrir luktum dyrum en á mánudag munu þeir ásamt Núrsúltan Naz- arbajev, forseta Kazakhstans, eiga fund með Gorbatsjov í Moskvu. Er hugsanlegt, að þá og um helgina verði úr því skorið hver verði framtíðarsstaða sovétforsetans og ríkjasambandsins. í slavnesku ríkjunum þremur, Rússlandi, Úkraínu og Hvíta Rússlandi, búa þrír fjórðu íbúa Sovétríkjanna og hlutur efnahagsstarf- seminnar er jafnvel enn hærri. Sameiginleg- ir hagsmunir þeirra eru því miklir en leið- togafundurinn kemur _ í kjölfar þjóðarat- kvæðagreiðslunnar í Úkraínu um síðustu helgi en þá kusu um 90% kjósenda fullt sjálfstæði og úrsögn úr Sovétríkjunum. Þar með voru hugmyndir Gorbatsjovs um nýtt sambandsríki úr sögunni. Jeltsín spáði því í gær, að viðræðurnar um helgina myndu leiða til ákveðinnar niðurstöðu. „Þessir tveir dagar eiga eftir að marka þáttaskil í sögu okkar,” sagði hann. Sápuópera um raunir konungs- fj ölsky ldunnar Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 hyggst sýna nýja sápuóperu um jólin sem nefnist Pallas og minnir óneitanlega á Dallas, en persónurnar líkjast á engan hátt JR því fjallað er um Elísabetu Breta- drottningu og fjölskyldu hennar. Liklegt er að litið verði á mörg atriðin sem móðgun við drottninguna og fjölskyldu hennar. Drottningin lýsir því meðal ann- ars yfir í þáttunum að hún sé orðin dauð- leið á starfinu og ætli að segja af sér. Hún vill þó ekki að Karl Bretaprins taki við af henni vegna þess að hún telur hann gagntekinn af póló. Þess í stað ákveður hún að efna til fegurðarsam- keppni til að hægt verði að krýna nýja drottningu. Slökkviliðssljóri var brennuvargur John L. Orr, slökkviliðsstjóri borgarinn- ar Glendale í Kaliforníu, hefur verið handtekinn sakaður um að hafa staðið að fjölmörgum íkveikjum víðs vegar um Kaliforníu á síðustu árum. Talsmenn ákæruvaldsins segja Orr hafa stuðst við reynslu sína í íkveikjuleiðöngrunum til að semja handrit að bók þar sem aðalper- sónan er brennuvargur. I bréfi sem hann sendi til útgefenda segir slökkviliðsstjór- inn að handritið byggi á raunverulegum atburðum og reki sögu brennuvargs sem herjað hafi á Kaliforníu undanfarin átta ár án þess að upp um hann hafi komist. Orr stjórnaði meðal annars rannsókninni á mesta bruna I sögu Glendale, sem rekja mátti til íkveikju, en í honum eyðilögð- ust 64 heimili. Auðmýktu aldr- aða blaðsölukonu Öldruð blaðsölukona í Arkansas-ríki í Bandaríkjunum hefur unnið mciðyrða- mál gegn bandaríska sorablaðinu The Sun. Hafði blaðið birt mynd af konunni, sem er 97 ára gömul, með „frétt” um 101 árs gamla ástralska blaðsölukonu sem bæri barn „moldríks viðskiptavinar” undir belti. Veijendur Sun sögðu að hvorki konan né aðrir hefðu átt að kippa sér upp við þetta þar sem „allt hugsandi fólk” gerði sér grein fyrir að fréttir blaðsins væru að mestu uppspuni. Lög- maður konunnar sagði myndbirtinguna hins vegar hafa valdið henni „ólýsan- legpri auðmýkingu og niðurlægingu” enda væru áleitnar spurningar viðskipta- vina um Iíðan barnsins orðnar daglegt brauð. Ritsljóri blaðsins sagðist hafa birt myndina þar sem hún hefði verið til í myndasafninu. Myndin hefði birst í öðru dagblaði i eigu sömu samsteypu árið 1980 og hann gengið út frá að konan væri látin. 18 VE) ERUM V0NGŒ) FRIATHAFNA- SVÆÐI 10 22 ÞRIGGJ A DAGA KLÚÐUR í KREML SÁLIN VERÐUR SVO ÍTURHREIN c
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.