Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 26
26 MbktiúNÐLÁmÐ ‘súNNbtíÁbuR 8/riéöMíéfeR iWi Hatrammar árásir * Arin, sem ég var í New York, hafði ég lítið verið í sviðsljósi fjölmiðla á íslandi. Það var helst ef íslenskir blaðamenn komu í heimsókn vestur að þeir tóku við mig stutt viðtöl um starfsemi Loftleiða þar og yfirleitt var mjög vinsamlegur tónn í þeim viðtölum, enda fannst mönnum mikið til veldi Loftleiða koma þegar það var hvað mest. Eftir að ég kom heim og varð einn af forstjórum Flugleiða beindist athyglin meira en áður að mér, en oftast varð þó Orn 0. Jo- hnson fyrir svörum þegar fjöjmiðlar voru að skrifa um Flugleiðir. Á þessu varð síðan gjörbreyting þegar erfið- leikatímarnir hjá Flugleiðum hófust og grípa þurfti til róttækra aðgerða eins og uppsagna starfsfólks. Þá upphófst sannkallað fjölmiðlafár og ég varð því miður að vera í þeirri hringiðu miðri. Það hafa sennilega fáir íslending- ar orðið fyrir öðrum eins vömmum og skömmum í ræðu og riti og ég varð fyrir á þessum tíma. Grunntónn- inn var alltaf hinn sami: Hver er þessi maður? Af hveiju er hann svona grimmur og iliur? Sumir svöruðu sér sjálfir og sögðu að ég hefði tamið mér „ameríska stjómunarhætti” þar sem yfirmönnunum væri andskotans sama um starfsmenn sína. _Mér var líkt við Khomeini erkiklerk í íran sem þá var holdtekin ímynd alls hins illa og ég heyrði það út undan mér að ég hefði verið í tengslum við mafíuna þegar ég var í New York. Þá voru sögur á kreiki um að ég hefði þegið stórfelldar mútur af viðskiptaaðilum Loftleiða, sérstaklega þó Seaboard flugfélaginu, og ætti miklar peninga- fúlgur í bönkum erlendis. Það var meira að segja látið liggja að þessu í umræðum á Alþingi Islendinga. Þetta var raunar ekki í fyrsta sinn sem mér voru bornar ýmsar sakir á brýn. Ég man eftir því að 'einhveiju sinni þegar Alfreð Elíasson var búinn að fá sér í glas þá sneri hann sér að mér og spurði mig beint út hvort það væri ekki rétt að ég hefði þegið það sem hann kallaði umboðslaun hjá þeim fyrirtækjum vestra sem Loftleiðir áttu mest viðskipti við. Hvorki þá né síðar tók ég þetta svo ýkja nærri mér þar sem ég hafði algjörlega hreinan skjöld. Ég neita því ekki að 'það kom fyrir, oftaí en einu sinni, að mér bauðst greiðsla undir borðið gegn því að liðka fyrir Árið 1985 var þess minnst að 40 ár voru liðin frá fyrsta Kaupmanna- hafnarfluginu. Sigurður Helgason er lengst til vinstri á myndinni og Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi lengst til hægri. Milli þeirra eru kapparnir þrír sem voru í áhöfn Catalina flugbátsins árið 1945, þeir Sigurður Ingólfsson, Jóhannes R. Snorrason og Magnús Guð- mundsson. viðskiptum. Ég var hins vegar ekki svo skyni skroppinn að ljá máls á slíku. Gerði mér fulla grein fyrir því að þar með væri maður genginn í gildru sem ekki væri hægt komast úr. Ég hafði því algjöriega hreina samvisku. Mér fundust meira að segja sögusagnirnar um hinar miklu eignir mínar erlendis og stóran eign- arhluta minn í Air Florida vera næst- um því bro'slegar. Þegar ég var spurður um þetta í blaðaviðtölum svaraði ég því til að ég myndi ekki standa í þessu stríði fyrir Flugleiðir ef ég væri svona ríkur maður. Þá myndi ég einfaldlega sitja í góðu yfirlæti á Flórída og njóta eigna minna! Nokkru áður en ég kom heim hafði komið upp annað mál sem nokkur gustur varð út af. Alexander P. Maillis, sem þá var forseti Air Ba- hama, bar mig alvarlegum sökum þess efnis að ég hefði reynt að sölsa Air Bahama undir mig á heldur ódrengilegan hátt. Þessi Maillis var hálfgerður vandræðagripur. Þegar við yfirtókum Air Bahama þá erfðum við hann frá Executive Jet. Við þurft- um að hafa einhvern talsmann á Bahamaeyjum og þar sem Maillis var öllum hnútum kunnugur á eyjunum og vel inn í því mútukerfi sem þar réði ríkjum þá héldum við honum. Þegar erfiðleikarnir byijuðu hjá okk- ur þá reyndum við að skera allan kostnað sem allra mest niður og þá var ákveðið að lækka laun Maillis og brást hann þá hinn versti við. Á sama tíma vorum við að reyna að fá stjórnvöld á Bahamaeyjum til þess að kaupa Air Bahama og fórum við Sigurður Helgason og Erling Aspelund fyrir framan höfuð- stöðvar Loftleiða í New York við Rockefeller Center. Sigurður var um árabil framkvæmdastjóri Loftleiða í New York. Islenski fáninn var dreginn að húni við bygginguna í tilefni opinberrar heimsóknar Ásgeirs Ásgeirsson- ar forseta íslands til Bandaríkj- anna. en ekki veit ég hvort sök sannaðist á Maillis eða hvort hann fékk dóm fyrir aðild sína að málinu. í viðtali sem dagblaðið Vísir átti við mig þegar lætin voru hvað mest sagði blaðamaðurinn að það væri búið að ásaka mig um allt nema mannsmorð og það var næstum því sannleikanum samkvæmt. Það veit enginn, sem ekki hefur reynt það sjálfur, hversu erfitt það verður til lengdar að finna slíka neikvæðni í kringum sjálfan sig. Því fylgir gífur- legt álag. Það bitnaði ekki eingöngu á sjálfum mér, heldur ekki síður á eiginkonu minni pg fjölskyldu. Þeir tímar komu að ég spurði sjálfan mig: „Hvað er um að vera? Verð- skulda ég að hafa lent í þessu gjörn- ingaveðri?” Konan mín tók þessi læti, aðdróttanir og ásakanir afskap- lega nærri sér, en mér var aldrei uppgjöf í huga. Ég var sjálfur sann- færður um að það, sem ég væri að gera, væri það eina rétta. Að það væri rétt ákvörðun að fórna minni hagsmunum fyrir meiri hagsmuni og reyna að bjarga fyrirtækinu og þeim starfsmönnum sem eftir voru. Það var stundum lítill friður fyrir fjölmiðlunum. Það var byijað að hringja heim til mín snemma á morgnana og þær hringingar héldu síðan áfram allan daginn og langt fram á kvöld. Ég gerði mér grein fyrir því að fjöimiðafólkið teldi sig aðeins vera að gera skyldu sína og ég reyndi því að veita þeim upplýs- ingar að því marki sem mögulegt var. Ég var hins vegar óvanur slíkum hamagangi og leitaði því ráða hjá nokkrum mönnum varðandi það hvernig ég ætti að bregðast við. Einn þeirra, sem veittu mér þá ráð, var ungur maður, Pétur J. Eiríksson, sem þá var ritstjóri Frjálsrar versiunar. Pétur kom seinna til starfa hjá Flug- leiðum og er nú einn af framkvæmd- astjórum félagsins. Margir starfsmanna minna stóðu fast við bakið á mér í þessari orra- hríð og sýndu bæði dugnað og ómet- anlegan kjark. Þeir urðu fyrir barð- inu á illmælginni og aðdróttununum þótt ekki væri það í eins miklum mæli og ég sjálfur. Sumir þoldu þó ekki álagið, gáfust upp og fóru. Það mæddi einkum og sér í lagi á starfs- mönnum fjármáladeildarinnar. Ein- hvers staðar er sagt að það sé erfið- asta starf sem til er að vera síblank- ur gjaldkeri. Við skulduðum bókstaf- lega út um allt og um tíma voru flest- Samskipti íslendinga og Lúxemborgara á sviði flugmála hafa verið mikil og Iöng og segir Sigurður frá þeim í bók sinni. Myndin er tekin á Þingvöllum og er Sigurður þarna að ræða við Marcel Mart þáver- andi samgönguráðherra Lúxemborgar og Ingólf Jónsson þáverandi samgönguráðherra íslands. Robert Delany þangað til viðræðna. Höfðum við undirbúið ákveðnar til- lögur um breytingar á samþykktum félagsins með tilliti til aukningar hlutafjár og fleiri hluta sem áttu að greiða fyrir hugsanlegri sölu. En málið komst aldrei nema rétt á um- ræðustig við Bahamamenn. Maillis notaði hinsvegar tækifærið til þess að snúa málinu algjörlega við og lagði það þannig fyrir félaga mína. Eftir að þeir þöfðu athugað þau gögn sem fyrir lágu sannfærðust þeir um að þarna væri um upplognar sakir að ræða. Maillis þessi lenti síðar í eiturlyfjamálum á Bahamaeyjum. Ilann var viðriðinn aðila sem keyptu þar eyju. Flugvöllur var á eyjunni og var hann notaður í tengslum við eiturlyfjasmygl til Bandaríkjanna. Las ég um þetta í erlendum blöðum, ar skuldir okkar komnar í vanskil. Lánardrottnar okkar voru öllum stundum á bakinu á okkur og það var reynt _að kaupa sér frið frá degi til dags. Ég man eftir mjög hæfum starfsmanni í fjárreiðudeildinni, Ste- fáni Reyni, að nafni sem ég vildi gjarnan halda í, en hann þoldi ekki álagið sem lánardrottnarnir sköpuðu, sagði upp og fór. Við starfi hans tók Guðmundur Pálsson, afskaplega hægur og yfirvegaður maður sem stóð af sér boðaföllin og varð seinna framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Flugleiða. Þá stóðu þeir Björn Theód- órsson og Sigurður Helgason yngri eins og klettar við bakið á mér. Björn tók við markaðsdeildinni og þurfti að taka verulega til hendinni meðan á erfiðleikatímanum stóð og það gerði hann af mikilli ákveðni og um I SVIPTI- VINDUM Æviminningar Sigurðar Helgasonar Út er komin bókin „í sviptivindum” - æviminningar Sigurðar Helgasonar eftir Steinar J. Lúðvíksson. Sigurður Helgason var í fylkingarbrjósti í íslenskum flugmálum í nærfellt þrjátíu ár. Hann var varaformaður stjórnar Loftleiða frá árinu 1953 til ársins 1973 er íslensku flugfélögin sameinuðust, en eftir það var Sigurð- ur forstjóri Flugleiða og síðustu árin stjórnarformaður. Lét hann af stjórnarformennsku á aðalfundi sl. vor. I bókinni fjallar Sigurð- ur m.a. um mikla erfiðleika í rekstri Flugleiða á árunum 1979- 1981, en á þeim tíma fengu Flugleiðir aðstoð frá Lúxemborgurum og íslenska ríkið eignaðist 20% hlutafjár í félaginu. Hér á eftir fer stuttur kafli úr þeim kafla bókarinnar sem fjallar um þetta tímabil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.