Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1991 Bragi Hún- fjörð Zop- aníasson Sigurður Öfeigs son - Minning Fæddur 3. maí 1926 Dáinn 30. nóvember 1991 Við viljum með fáum orðum kveðja pabba okkar, tengdapabba og afa, Braga Húnfjörð Zopanías- son, sem fór snögglega frá okkur. Við vitum að hans bíða stærri verk- efni á æðri stöðum. Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (K. Gibran) Pabba þökkum við þær stundir og þau ár sem hann gaf okkur. Við viljum þakka starfsfólki gjör- gæsludeildar Landskotsspítala fyrir hlýhug og styrk sem það veitti okk- ur. Elsku mamma, megi Guð styrkja þig á þessum tímum. Börn, tengdabörn og barnabörn. Kveðja frá eiginkonu Hvil nú í guðsfriði_ gullið míns hjarta. Gröfin þín bíður. Ég vil ekki kvarta, þó titrandi finnst mér taugarnar slitna og tárin á brennandi himnum hitna. Það er ekki um of fyrir þig. Svo kveð ég þig síðast með kossi í anda og kærleika endurtek bandi í handa. Ég þakka þá blómstráðu braut, sem er gengin og blessaðan hópinn sem laun okkar fengin, þær stoðir, sem styrkja mig best. (Halla frá Laugabóli) Helga Fæddur 13. október 1919 Dáinn 3. desember 1991 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka Guði sé loft fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð blessi elsku afa. Hafí hann þökk fyrir allt. Kveðja frá barnabörnum. Mánudaginn 9. desember kveðj- um við hinstu kveðju tengdaföður minn Sigurð Ófeigsson. Sigurður fæddist að Randversstöðum í Breiðdal 13. október 1919. Foreldr- ar hans voru Sigríður Pálsdóttir og Ófeigur Snjólfsson, bóndi og kenn- ari. Börn þeirra voru, auk Sigurð- ar, Sigurpáll, f. 1910 d. 1985, Odd- ur, f. 1912 og Fanney, f. 1914. Sigríður lést árið 1923 þá aðeins 32 ára að aldri. Ófeigur hélt þá áfram búskap ásamt sonum sínum fyrst á Randversstöðum en síðar í Flögu en Fanney var send í fóstur að Þorgrímsstöðum í Breiðdal. Eftir að Ófeigur lést árið 1944 bjó Sigurður í Flögu þar til hann fluttist til Reykjavíkur 1947. Þegar til Reykjavíkur kom stundaði hann hin ýmsu verkamannastörf. í Reykjavík kynntist hann eftir- lifandi konu sinni Aðalheiði Þór- oddsdóttur og eignuðust þau 5 börn: Þau eru: Ófeigur Sigurður, f. 1953, rafmagnsfræðingur, kvæntur Jón- ínu M. Þórðardóttur og eiga þau 3 börn. Þórey, f. 1954, sjúkraliði gift Hafliða Sævaldssyni eiga þau 2 böm. Sigríður, f. 1956, húsmóðir gift Grétari Óskarssyni eiga þau 3 börn. Svanhildur, f. 1957, verslun- armaður gift Borgþóri Yngvasyni, eiga þau 2 syni. Auður Margrét, f. 1961, viðskiptafræðingur gift Magnúsi Magnússyni, eiga þau 2 börn. Einnig ól hann upp Hólmfríði dóttur Aðalheiðar. Hennar maður er Fritz Bjarnason og eiga þau 3 börn. Öll eru börnin búsett í Reykja- vík nema Svanhildur sem býr í Vestmannaeyjum. Sigurður og Aðalheiður ólu upp þennan stóra barnahóp af miklum dugnaði og vannst lítill tími til að sinna öðrum áhugamálum enda átti velferð þeirra huga þeirra allan. Á þeim tíma þegar börnin voru að vaxa úr grasi var oft á tíðum at- vinnuleysi ■ en með fyrirhyggjusemi og ósérhlífni tókst honum að sjá svo um að aldrei skorti neitt í búið. Þrátt fyrir að Sigurður hafi búið í Reykjavík mestan hluta ævi sinnar voru sveitastörfin honum ávallt hugleikin og átti Breiðdálurinn ætíð sterkar rætur í hjarta hans. Hin síðari ár átti hánn landskika fyrir utan borgina þar sem hann stundaði ýmsa ræktúh og naut úti- vistar í friðsælu umhverfi. Þegar barnabörnin fæddust eitt af öðru urðu þau stór þáttur í hans lífí og hafði hann mikla ánægju af að njóta samvista við þau og laum- aði þá oft góðgæti í litla lófa. Nú þegar ég kveð Sigurð hinstu kveðju vil ég þakka honum sam- fylgdina og margar ógleymanlegar samverustundir á liðnum árum. Guð blessi minningu Sigurðar Ófeigssonar. Magnús Magnússon JOLATILBOÐ Staðgreitt m/VSK. kr.28.835/- Hreinlego ollt til hreinlætis REKSTRARVÖRUR Réttartiálsi2 -110R.vík - Simar31956- 685554 KEVK HOBBY HÁÞRÝSTIDÆLAN Á auðveldan hátt þrífur þú: Bílinn, húsið, rúðurnar, ,veröndina O.fl. Úrval aukahluta!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.