Morgunblaðið - 08.12.1991, Síða 54

Morgunblaðið - 08.12.1991, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1991 F.v., Vigdís Finnbogadóttir forseti, Gullveig Sæmundsdóttir ritstjóri og Sigrún Guðjónsdóttir, „Rúna”. NYTT LIF Vigdís kjörin kona ársins Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands var kjörin fyrsta „kona ársins” af tímaritinu Nýtt líf fyrir skemmstu. Var kjör hennar mjög afgerandi eftir því sem Gullveig Sæmundsdóttir ritstjóri blaðsins segir, en valið var mjög viðamikið og voru margar nefnd- ar og margar hendur unnu úr gögnum. Að sögn Gullveigar fór kjörið þannig fram, að lesendur tímaritsins sendu inn tilnefningar og enn fremur gafst hlustendum Aðalstöðvarinnar tækifæri til að stinga upp á konum. Mikill fjöldi tilnefninga barst inn á borð og fékk Gullveig þá fimm valinkunnar kon- ur til að vinna úr hrúgunni, þær Guðrúnu Agnarsdóttur, Helgu Johnson, Láru V. Júlíusdóttur, Ragnheiði Steindórsdóttur og Steinunni Sigurðardóttur. Þegar upp var staðið reyndust sjö konur hafa hlotið áberandi flestar tilnefn- ingar, þ_ær Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands, Guðrún Erlends- dóttir forseti Hæstaréttar, Hanna María Pétursdóttir prestur og þjóð- garðsvörður, Hrafnhildur Guð- mundsdóttir Hagalín rithöfundur, Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra, Lára Halla Maack réttargeðlæknir og Sigríður Snæv- arr sendiherra. Hér kom til kasta íslenskra markaðsrannsökna sem tóku 1200 manna úrtak úr þjóðskránni og las nöfnin sjö fyrir hvern og einn og bað um að tvær yrðu nefndar öðr- um fremur. Niðurstaðan var sú, að Vigdís fékk yfirgnæfandi flestar tilnefningar. Kjörinu var síðan lýst í hófi og Vigdísi afhent listaverk eftir Sigrúnu Guðjónsdóttur, „Rúnu”. í reglugerð hins nýja kjörs er kveðið á um að sama konan geti ekki tvisvar verið útnefnd „Kona ársins.” Sf.. BRAUÐ H.AXDA Hl'NGRUÐl’M HELMI ir sc-m |)j;ís( híða hjálpar þinnar. ramlag fjitt getur ráðið úrslitum. Lítil upphioð kemur lika að gagni. 1 fGL- HJÁLPARSTOFNUN ^ KIRKJUNNAR VISA ísland styrkti landssöfnunina með því aó kosta birtingu þessarar auglýsingar. KNATTSPYRNA Framarar kvöddu sinn mann ÁSGEIR Elíasson tók við þjálfun landsliðs íslands í knattspyrnu á þessu keppnistímabili, leysti þar af hólmi Svíann Bo Johannson. Ásgeir hefur allar götur frá 1985 þjálfað Fram og náð frábærum árangri með liðið þegar hann nú kveður og heldur á vit nýrri verk- efna þar sem fyrstu handtök hans hafa lofað góðu. Stjórn knatt- spyrnudeildar Fram tók sig til fyrir skömmu, gerði boð eftir Ás- geiri og eiginkonu hans Soffíu Guðmundsdóttur. Þau mættu í félags- heimilið þar sem þeirra beið hópur prúðbúinna Framara. Snæddur var kvöldverður og Ásgeiri síðan færður gripur til minja í þakklæt- isskini frá knattspyrnudeildinni fyrir velunnin störf. Var um glæsileg- an kristalsknött að ræða. Ferill Ásgeirs hjá.Fram hefur verið nánast dans á rósum. Á sjö árum vann liðið 18 titla af ýmsum toga undir stjórn hans. I 1. deild lék liðið 126 leiki og náði 72 prósenta árangri með því að vinna þar af 79 leiki, gera 23 jafn- tefli og tapa 24 leikjum. Enn betri árangur náðist í bikarkeppninni þar sem liðið lék 20 leiki á þessum árum, vann 16 og tapaði aðeins 4, eða 80 prósent árangur. Þetta gera alls 146 leiki, 95 sigra, 23 jafntefli og 28 töp. Á síðasta keppnistímabili gerðist það, að enginn hinna eftirsóttari titla féllu í hendur Fram. í síðustu umferð íslandsmótsins var þó svo naumt á mununum í einvígi Fram og Víkings, að sagt var að Fram hefði haldið með annarri hendi í bikarinn í 57 mínútur, eða þar til að Víkingar tóku við sér suður í Garðinum og skelltu sínum mót- herjum, en Fram var á sama tíma að gersigra lið IBV. Hefði Viking- ur tapað stigi eða stigum hefði titillinn verið Framara. F.h. Ásgeir Elíasson með kristalsknöttinn, eiginkona hans Soffía Guðmundsdóttir og Halldór B. Jónsson formaður knattspyrnudeildar Fram. ARFUR Vilja láta milljarða Mercurys í rannsókna- og forvarnarstarf Breska rokkstjarnan Freddy Mercury var fyrir nokkru bor- inn til grafar, eitt af þekktari fórn- arlömbum eyðniveirunnar síðustu misserin. Freddy var afar litríkur söngvari rokkhljómsveit- arinnar Queen sem hefur verið ein af forystusveitum rokksins um árabil. Vinsæl með afbrigðum og liðs- menn sveitarinnar orðnir fyrir löngu vellauðugir. Erfðarskrá Mercurys verð- ur lesin innan fárra daga og er mikil umræða ytra um hvað verður um auð- inn, því hann hafði farið vel með fé sitt þrátt fyrir að hafa lifað hátt. Freddy skilur eftir sig 2,5 millj- arða í traustum fjárfest- ingum, fasteignum og lausafé þannig að af nógu er að taka. Foreldrar Mercurys, fyrrum kæ- rasta hans og besti vinur Mary Austin og hárskeri hans Jim Hutton eru sögð hljóta mest, en ungfrú Austin og foreldrar Mercurys hafa komið sér saman um að láta megn- ið af því sem þau bera úr býtum renna til rannsókna og forvarnar- Freddy Mercury og Mary Austiu. Alltaf bestu vinir þrátt fyrir sambúðarslit. starfi til að hefta ágang eyðniveir- unnar. „Besti vinur minn er mér horfinn. Með þessum hætti get ég hvað best heiðrað minningu hans,” sagði Austin nýverið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.