Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1991
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1991
31
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Arvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Jákvæðar aðgerðir
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra kynnti margvíslegar
aðgerðir í efnahagsmálum í
ræðu á Alþingi í fyrradag. Þegar
á heildina er litið eru þetta já-
kvæðar aðgerðir, sem stefna í
rétta átt. Kjarni þeirra er sá, að
ríkisútgjöld eigi að verða tæpum
2 milljörðum minni en gert var
ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu,
þegar það var lagt fram í haust.
Jafnframt boðaði ríkisstjórnin
frekari aðgerðir til þess að spara
aðra 2 milljarða á næsta ári.
Með þessum hætti hyggst ríkis-
stjórnin ná því markmiði, að
halli á fjárlögum næsta árs verði
innan við fjóra milljarða.
Til að ná þessum markmiðum
boðar ríkisstjórnin sparnað á
mörgum sviðum og aukna gjald-
töku á öðrum. Sérstakt fagnað-
arefni er, að ráðherrarnir hafa
ákveðið að byija á sjálfum sér
með því að lækka dagpeninga-
greiðslur til ráðherra, þing-
manna og embættismanna
vegna ferðalaga. Slíkar aðgerðir
eru líklegar til að auka tiltrú og
traust almennings. Fækkun rík-
isstarfsmanna um 600 manns
er eðlileg og óhjákvæmileg og
vafalaust verður hægt að ná
þeirri tölu að verulegu leyti með
því að ráða ekki í stað þeirra,
sem hætta af öðrum ástæðum.
Almennar aðgerðir til þess að
draga verulega úr ferðakostnaði
á vegum ríkisins eru líka skyn-
samlegar og í samræmi við vilja
skattgreiðenda.
Gert er ráð fyrir, að fólk
greiði eitthvert gjald fyrir ýmsa
þætti heilbrigðisþjónustu, sem
hefur verið ókeypis um skeið.
Ákveðið þak er sett á þessar
greiðslur og jafnframt er stefnt
að því, að greiðslur elli- og ör-
orkulífeyrisþega verði mun lægri
en annarra. Morgunblaðið hefur
áður lýst þeirri skoðun, að slíkar
greiðslur séu óhjákvæmilegar en
hins vegar hefur blaðið bent á
nauðsyn þess að tekjutengja
þær. Það hefur verið gert í Nýja
Sjálandi að því er bezt verður
vitað með góðum árangri og er
full ástæða til þess fyrir ríkis-
stjórnina að kanna þann mögu-
leika nánar. Þá er dregið úr
ýmsum greiðslum vegna tann-
læknaþjónustu og annarra þátta.
Davíð Oddsson gerði einka-
væðingu sérstaklega að umtals-
efni í ræðu sinni í þinginu í fyrra-
dag og hvatti m.a. til sölu Bún-
aðarbankans hið fyrsta. Það hef-
ur Friðrik Sophusson íjármála-
ráðherra einnig gert. Undir það
skal tekið en jafnframt ítrekuð
sú skoðun Morgunblaðsins, að
áður en Búnaðarbankinn verði
seldur á almennum hlutabréfa-
markaði, verði sett löggjöf, sem
takmarkar mjög rétt einstakra
aðila til þess að eiga hlut í
banka, þannig að miðað verði
við lágt hlutfall af heildarhlutafé
pg t.d. mun lægra en nú er hjá
íslandsbanka. Það getur skipt
sköpum _um framtíð einkavæð-
ingar á íslandi, að einkavæðing
Búnaðarbankans takist vel. Þess
vegna mega menn ekki flýta sér
um of.
Forsætisráðherra lýsti þeirri
skoðun sinni, að raunvextir ættu
að geta lækkað í upphafi næsta
árs. Því ber að fagna enda aug-
Ijóst að hvorki atvinnulíf né ein-
staklingar standa undir því raun-
vaxtastigi, sem nú er í landinu.
í því sambandi komu fram vís-
bendingar um, að ríkið mundi
ganga á undan með góðu for-
dæmi, draga stórlega úr lántök-
um á næsta ári og lækka raun-
vexti á þeim skuldbindingum,
sem ríkissjóður gefur út.
Þótt þær aðgerðir, sem ríkis-
stjómin hefur nú boðað, séu já-
kvæðar, skiptir þó mestu hvernig
til tekst um framkvæmdina.
Áform ríkisstjórnarinnar í rík-
isfjármálum frá sl. vori mis-
heppnuðust að nokkru leyti. Af
þeim mistökum þarf að læra og
gera náuðsynlegar ráðstafanir
til þess að þær aðgerðir, sem
nú hafa verið kynntar, standist
þegar að framkvæmdinni kemur.
Umhverfis
Eyjaklasann
IKYNSLÓÐ
• mín fæddist inní
lygina. Bæði nazistar
og kommúnistar lugu
endalaust um það bil sem íslending-
ar héldu Alþingishátíð og framað
heimsstyijöld. Til þess notuðu þeir
gífurlegt fjármagn og höfðu í þjón-
ustu sinni þúsundir menningarvita,
segir Paul Johnson í Intellectuals.
Lýsingar Jónatans Swifts í frægri
ritgerð um lygina frá upphafi 18.
aldar eiga augsýnilega við um þess-
ar pólitísku lygar einræðisseggja
okkar tíma. Swift skóf ekkert utan-
af fullyrðingum sínum um pólitísk
ósannindi og merkilegt hvað hann
virðist næmur á slíkt í umhverfi
okkar. Þessi heimskunni íri var
samt ekki þekktastur fyrir það,
heldur endingarbezta rit sitt, Ferðir
Gúlívers, ádeilu sem er brýnni og
betur gerð en sú þjóðfélagsgagn-
rýni sem við þekkjum nú á dögum.
Börn hafa ekkisízt gaman af þessu
ferðalagi skáldsins og ætti það að
sýna okkur að í raun er ekkert til
sem heitir bama- og unglingabæk-
ur, heldur einungis góðar bækur
og vondar. Það er allt og sumt.
Kommúnistar héldu einsog kunn-
ugt er áfram að kynda undir lyga-
kötlunum eftir stríð. Með valdarán-
inu í Tékkóslóvakíu upphófst svo
kalda stríðið sem varð kaldara en
járnið í skriðdrekum einræðisherr-
anna. Þegar ég var ungur þurftum
við að beija.st við þessa fantalegu
sannfæringu marxista sem engu
þyrmdu og trúðu því víst sjálfir að
þeir hugsuðu, töluðu og störfuðu í
umboði þess endanlega Sannleika.
En nú höfum við kynnzt lýsingum
fólksins í kommúnistalöndunum
austantjalds og vitum að lygarnar
kostuðu ekki einungis mannslíf svo
milljónum skipti, heldur einnig —
HELGI
spjall
og ekki síður —
lífshamingju margra
þeirra sem eftir lifðu.
Tæknilegur ávinning-
ur 20. aldar þjónaði
undir lygina, en ekki
lífskjör fólksins. Um
100 milljónum manna hefur verið
fómað á altari einræðis það sem
af er öldinni.
Og enn er kynt undir í Kína og
á Kúbu þarsem þjóðfélagið er ömur-
leg tímaskekkja.
Jafnvel Hemingway var sömu
skoðunar og þeir sem reyndu að
koma í veg fyrir útgáfu á Spánar-
bók Orwells, Homage to Catalonia.
Hemingway var tækifærissinni.
Hann var drykkjurútur og þurfti
enga hjálp til að eyðileggja hjóna-
bönd sín, segir Paul Johnson. En
listin var honum allt. Og hann rækt-
aði hana af einlægni og ástríðu.
Enginn hefur gert það betur. Það
er aðalatriðið en ekki boðskapur
verka hans, ef einhver er. Listin
sjálf getur verið boðskapur. Já,
mikilsverður boðskapur. Ensk
tunga er ekki sú sama og var áður-
en Hemingway hóf ritstörf. Þannig
getum við einnig talað um Þórberg.
Pólitískur boðskapur hans var
barnsleg auðsveipni undir alræði
og skiptir engu máli núorðið. En
það skrifar enginn né hugsar á
íslenzku með sama hætti og gert
var áðuren hann breytti rituðu
máli íslenzku með töfrasprota
sínum. Það er list hans sem er
ódauðleg. En fagnaðarerindið um
þjóðfélagið góða er jafnúrelt og
aktygi.
Orwell var á Spáni 1937 og skrif-
aði þar og nýkominn heim til Bret-
lands fyrrnefnda bók, Homage to
Catalonia. í Barcelóna fékk hann
nóg af fulltrúum alræðishyggjunnar
og lýsir þeim á viðeigandi hátt í
verkum sínum næstu árin, ekkisízt
í Dýrabæ og 1984. Af þessum ritum
og þeim fréttum sem við höfum
fengið eftir fall kommúnismans
mætti segja með nokkrum sanni
að þjóðnýting eða miðstýring séu
önnur orð yfir Kerfið í hvaða mynd
sem er. Við sem njótum lýðræðis
og höfum hannað velferðarríkið, ef
svo mætti að orði komast, ættum
að vara okkur á þessu orði, kerfi,
og þó einkum því sem það merkir.
Lýðræðisskipulagið hefur reynzt
svo vel að vestrænar þjóðir telja
unnt sé að afgreiða allt með kerfí
og kosningum. Nú eru sjónvarps-
og tölvukerfi tekin við af gömlu
goðunum, þjóðnýtingu og miðstýr-
ingu. Og niðurstöður kosninga eru
ekkert minna en heilagur sannleik- ■
ur. En við ættum að vara okkur á
þessum sannleika, svo tvíræður sem
hann er. Siðferðilegur sannleikur
fæst ekki í pólitík. Og meirihlutinn
býr ekki yfír neinum Sannleika sem
minnihlutinn þekkir ekki. Það vissu
heimspekingamir í Aþenu forðum
daga. Og við skyldum ekki gleyma
því sem Melville segir, Heimurinn
er skip á útleið, en ekki enduð sjó-
ferð; og prédikunarstóllinn er fram-
stafninn.
Prédikunarstóllinn getur verið
hættulegur einsog reynslan sýndi
okkur þegar stærsta farþegaskip
sögunnar, Titanic, rakst á ísjaka.
Það var ósökkvanlegt. Maðurinn
var orðinn óskeikull. Enn einn stóri-
sannleikur. En kenningar steyta á
skeri. Maðurinn er ekki guð. Ekki
enn(!) Þeir sem stjórna úr prédikun-
arstól lýðræðisins og gera útá frelsi
hugmyndanna ættu að minnast
þess, hvernig fór fyrir Titanic og
óskeikuileika mannsins. Hann er
einungis einn þáttur í tilverunni;
ein guðleg hugdetta — einsog sól-
skríkjan.
M.
(meira næsta sunnudag.)
SÍÐUSTU VIKUR HEFUR
borið meira á tilhneigingu
verkalýðshreyfíngarinnar
til þess að beita verkföllum
í kjarabaráttunni en tíðk-
azt hefur í rúman áratug.
Skemmst er að minnast
verkfalls sjómanna á kaup-
skipaflotanum, en þar stefndi um tíma í
fullkomið óefni. Verkamannafélagið Dags-
brún hefur boðað tímabundin verkföll nú
eftir helgina. Fleiri félög eru að afla verk-
fallsheimildar og jafnvel mjólkurfræðingar
era komnir á kreik. Þetta gerist á sama
tíma og þjóðarbúið hefur orðið fyrir hveiju
stóráfallinu á fætur öðra, landsframleiðsla
og þjóðartekjur dragast saman og alvarleg
kreppumerki í atvinnulífinu.
Állt minnir þetta með óhugnanlegum
hætti á fýrri tíma. Að sumu leyti má
segja, að verkalýðshreyfingin hafí haldið
þjóðfélaginu í heljargreipum í nokkra ára-
tugi. Verkalýðsfélögin beittu verkfalls-
vopninu óspart og knúðu fram kauphækk-
anir að veralegu leyti að eigin geðþótta,
hvort sem forsendur vora fyrir þeim eða
ekki. Verkföll vora háð í pólitískum til-
gangi vegna þess að Sósíalistaflokkurinn
og síðar Alþýðubandalagið réðu að mestu
leyti ferðinni og saman fór pólitísk forysta
þeirrar stjórnmálahreyfingar og forysta
helztu verkalýðsfélaga.
Afleiðingin var annars vegar óraunhæf
samningagerð, sem leiddi til mikillar verð-
bólgu og hins vegar stöðugur pólitískur
órói og stundum stórátök. Á þessari þróun
varð hlé um skeið á Viðreisnaráranum,
að vísu ekki fyrr en á öðra kjörtímabili
þeirrar ríkisstjórnar. Á fýrsta kjörtímabili
hennar stefndi í mikil átök á milli hennar
og verkalýðshreyfingar, sérstaklega í árs-
lok 1963. Þeim átökum var forðað á síð-
ustu stundu. I kjölfarið fylgdi júnísam-
komulagið 1964, þar sem samið var um
litla kauphækkun gegn vísitölubindingu
kaupgjalds. Sú samningagerð skapaði
traust á milli verkalýðsforystu og Viðreisn-
arstjórnar, sem stóð út Viðreisnartímabilið
og átti mestan þátt í, að þjóðin komst
með farsælum hætti út úr kreppunni, sem
skall yfir 1967-1969.
í tíð vinstri stjómar Olafs Jóhannesson-
ar 1971-1974 fór verkalýðshreyfíngin sér
hægt en herti tökin á ný í tíð ríkisstjórnar
Geirs Hallgrímssonar. í ársbyijun 1978
hófst mesti pólitíski hernaður, sem verka-
lýðshreyfingin hefur staðið iyrir á lýðveld-
istímanum gegn löglega kjörinni ríkis-
stjóm. Þá tóku höndum saman Alþýðusam-
band íslands, Alþýðubandalag og Alþýðu-
flokkur og helztu verkalýðsfélög og héldu
uppi stöðugum hernaði gegn þáverandi
ríkisstjórn með alkunnum afleiðingum.
Hinar pólitísku aðgerðir verkalýðshreyf-
ingarinnar veturinn og vorið 1978 vora
hápunkturinn á áhrifum hennar á fram-
vindu þjóðfélagsþróunarinnar. Eftir þessi
átök fór saman, að mikið dró úr áhrifa-
mætti verkalýðsfélaganna en samtök at-
vinnurekenda létu stöðugt meira til sín
taka. Þáttaskil urðu í starfsháttum Vinnu-
veitendasambands íslands þegar Þorsteinn
Pálsson, þáverandi ritstjóri Vísis og núver-
andi sjávarútvegsráðherra, tók við starfi
framkvæmdastjóra VSÍ fyrir rúmum ára-
tug. Jafnframt létu önnur samtök atvinnu-
rekenda meira að sér kveða og lögðu grunn
að faglegri umfjöllun um kjaramál og efna-
hagsmál en áður hafði verið. Samtök
vinnuveitenda virtust um skeið ná sálræn-
um og áróðurslegum yfírburðum í átökum
við verkalýðshreyfinguna, sem stóðu mest-
an hluta síðasta áratugar. Þetta áhrifa-
'skeið samtaka vinnuveitenda var fram-
lengt með kjöri Einars Odds Kristjánsson-
ar í formannssæti VSÍ. Þá kom nýr tónn
í málflutning vinnuveitenda, sem lagði
grunninn að þjóðarsáttarsamningunum í
febrúar 1990.
Þegar komið var fram á síðasta áratug
mátti spyija með rökum, hvort samtök
atvinnuveganna væru orðin of áhrifamikil
í okkar fámenna samfélagi með sama
hætti og verkalýðshreyfingin hafði verið í
nokkra áratugi áður. Um leið og ástæða
REYKJAVIKURBREF
Laugardagur 7. desember
var til að fagna því að meira jafnræði var
á milli þessara aðila en áður, sem óneitan-
lega stuðlaði að meira jafnvægi á vinnu-
markaðnum mátti sjá merki þess, að sam-
tök atvinnuveganna seildust til sívaxandi
áhrifa á gang þjóðmála og skipti í raun
ekki máli, hvaða ríkisstjórn sat við völd.
Jafnframt var full ástæða til að spyija,
hvort áhrif þessara hagsmunasamtaka og
annarra, innan stjómmálaflokkanna, hefðu
vaxið um of.
Weimar-lýð-
veldið
A UNDANFORN-
um áram hafa bæk-
ur brezka rithöf-
undarins og blaða-
mannsins Paul
Johnsons vakið mikla athygli. Paul John-
son var um skeið áhrifamikill í hópi vinstri
manna í Bretlandi og varð m.a. sendiherra
Bretlands í Washington á vegum Verka-
mannaflokksins. Hann sneri síðar við blað-
inu í stjómmálum. Ein bóka hans, sem
út kom á síðasta áratug, nefnist „Modem
Times”. Þar fjallar Paul Johnson á mjög
athyglisverðan hátt um sögu okkar aldar
og þá m.a. um Þýzkaland.
í bók þessari segir Paul Johnson m.a.:
„Þýzkaland á dögum Weimar-lýðveldisins
var þjóðfélag, sem einkenndist af öryggis-
leysi. Það þurfti á að halda leiðtoga, sem
vakti upp sjálfstraust hjá þjóðinni en slík-
an leiðtoga eignaðist það aldrei. Af kænsku
sinni hafði Bismarck hvatt stjómmála-
flokkana til þess að gerast fulltrúar sér-
hagsmuna í stað þess að höfða til þjóðar-
innar allrar. Flokkamir voru í raun samtök
einstakra stétta eða sérhagsmunahópa á
dögum lýðveldisins. Þetta hafði örlagaríkar
afleiðingar. Þetta leiddi til þess, að stjóm-
málaflokkarnir og þar með þingræðið
stuðluðu frekar að sundurlyndi en sam-
stöðu meðal þjóðarinnar. Og það sem verra
var: Á vettvangi flokkanna kom aldrei
fram leiðtogi, sem höfðaði til annarra en
þrengstu hópa eigin fylgismanna.”
Þessi lýsing Paul Johnsons á Weimar-
lýðveldinu, sem var undanfari valdatöku
Hitlers, er umhugsunarefni þegar horft
er yfir svið íslenzkra þjóðmála. Flestir
stjómmálaflokkarnir hér hafa verið eða
hafa orðið málsvarar sérstakra hagsmuna-
hópa. Alþýðuflokkurinn var í upphafí í
skipulagslegum tengslum við Alþýðusam-
bandið. Áratugum saman lýstu forystu-
menn Sósíalistaflokks og Alþýðubandalags
yfír því, að samtök þeirra væra pólitískt
tæki verkalýðshreyfingarinnar. Framsókn-
arflokkurinn var fram á síðustu ár fyrst
og fremst málsvari bændastéttar og sam-
vinnuhreyfíngar eða öllu heldur þeirra fyr-
irtækja, sem stofnuð vora á vegum sam-
vinnumanna. Þessir þrír flokkar vora því
fyrst og fremst samtök sérhagsmunahópa.
Sjálfstæðisflokkurinn einn lýsti því yfír,
að hann væri flokkur allra stétta. Þótt
atvinnurekendur hafi alltaf verið áhrifa-
miklir í Sjálfstæðisflokknum kom það fyr-
ir aftur og aftur, að þeim var skipað til
sætis með afdráttarlausum hætti. Ólafur
Thors, sem var formaður Sjálfstæðis-
flokksins í nær þijá áratugi, hóf starfsfer-
il sinn sem útgerðarmaður. Á stjórnmála-
ferli sínum gekk hann hvað eftir annað
gegn þrengstu hagsmunum útgerðarinnar.
Verzlunarstéttin í Reykjavík hefur löngum
verið áhrifamikil innan Sjálfstæðisflokks-
ins. Lengi verður í minnum haft hvernig
Bjarni Benediktsson, þáverandi formaður
Sjálfstæðisflokksins, talaði við hana á
kreppuárunum 1967-1969, þegar hann
skipaði henni að færa fórnir til jafns við
aðra þjóðfélagshópa. Geir Hallgrímsson,
sem var formaður Sjálfstæðisflokksins í
áratug, sætti á forsætisráðherraferli sinum
1974-1978 einna mestri gagnrýni frá
verzlunarstéttinni í Reykjavík. Sú gagn-
rýni var til marks um, að verzlunin taldi
hann ekki standa vörð um hagsmuni sína,
þótt hann ætti rætur í þeirri grein atvinnu-
lífsins.
Færa má rök fyrir því, að vaxandi áhrif
atvinnuvegasamtakanna í þjóðfélaginu á
síðasta áratug hafi leitt til stóraukinna
áhrifa forystumanna þeirra innan Sjálf-
Morgunblaðið/RAX
stæðisflokksins á sama tíma. Skipuleg
uppbygging á faglegri þekkingu innai)
atvinnuvegasamtakanna og hugmyndarík
stefnumörkun á þeirra vegum í efnahags-
málum og atvinnumálum hafði áhrif um
allt samfélagið og þar með innan Sjálf-
stæðisflokksins. Margir forystumenn at-
vinnulífsins hafa tekið virkan þátt í starfi
Sjálfstæðisflokksins, þ. á m. í prófkjörum
í baráttu fyrir einstaka frambjóðendur, og
þessa gætti ekki sízt í stuðningsmannaliði
beggja frambjóðenda við formannskjör á
landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrr á
þessu ári.
Enginn getur tekið frá forystumönnum
atvinnuvegasamtaka þau sjálfsögðu mann-
réttindi að taka virkan þátt í starfi stjórn-
málaflokks, sem þeir aðhyllast og enginn
getur tekið frá forystumönnum verkalýðs-
hreyfmgar þau mannréttindi að vera virk-
ir í starfí stjórnmálasamtaka, sem þeir
fylgja að málum. Þetta er miklu fremur
spurning um, hvernig og hvort stjórnmála-
flokkarnir sjálfir gæta þess eðlilega jafn-
vægis, sem þarf að vera innan þeirra.
SPURNINGIN,
sem hér er varpað
fram, er sú hvort
hagsmunasamtök
og hagsmunahópar
séu orðnir svo
áhrifamiklir aðilar í
samfélagi okkar og
þá ekki sízt innan allra stjórnmálaflokka,
að þeir komi í veg fyrir nauðsynlegar
Koma hags-
munahópar
í veg fyrir
umbætur?
umbætur, sem yrðu allri þjóðinni til hags-
bóta.
í flestum flokkum fara nú fram próf-
kjör til þess að velja frambjóðendur í þing-
kosningum. Frambjóðendur í þessum próf-
kjörum leita í stórauknum mæli eftir stuðn-
ingi hagsmunahópa, forystumanna hags-
munasamtaka eða jafnvel stórra fyrir-
tækja. Þeir, sem kjörnir eru á Alþingi með
tilstyrk slíkra aðila í prófkjörum eru ekki
líklegir til að ganga gegn þeim hinum
sömu aðilum við ákvarðanatöku á Alþingi
eða í ríkisstjórn.
Líklega eiga samtök landbúnaðarins
lengsta sögu sem þrýstihópur að þessu
leyti. Þau samtök hafa lengi notið stuðn-
ings Framsóknarflokksins í heild og áhrifa-
mikilla þingmanna Sjálfstæðisflokksins
hveiju sinni. Það er á hinn bóginn ljóst,
að það mikla íjármagn, sem enn rennur
til landbúnaðarins úr vösum skattgreið-
enda verður ekki takmarkað nema í and-
stöðu við hagsmunasamtök landbúnaðar-
ins. Hversu margir landbúnaðarráðherrar
hafa síðustu áratugi gengið gegn grund-
vallaróskum þeirra samtaka?
í umræðum um breytta fiskveiðistefnu
á undanförnum mánuðum og misserum
hefur komið skýrt í ljós hversu öflug sam-
tök útgerðarmanna era innan allra flokka.
Þingmenn landsbyggðarkjördæma hugsa
sig um tvisvar áður en þeir ganga gegn
vilja útgerðarfyrirtækja hver í sínu kjör-
dæmi. Sjá menn mikinn mun á stefnu
núverandi og fyrrverandi sjávarútvegsráð-
herra í málefnum sjávarútvegsins?
Opinbera kerfíð hefur mjög verið til
umræðu á þessu ári. Það gildir einu, hvaða
breytingar koma til umræðu í sambandi
við opinbera kerfíð. Þeir starfshópar, sem
þær breytingar snúa að, rísa upp sem einn
maður, gjarnan með stuðningi þingmanna
ef svo ber undir, til þess að beijast gegn
öllum breytingum og fyrir óbreyttu
ástandi.
Svona mætti lengi telja. Auðvitað er
þetta lýðræðislegur réttur þeirra einstakl-
inga og samtaka, sem um er að ræða.
Auðvitað hefur þetta fólk, eins og annað
fólk, fullan rétt á að koma sínum sjónarm-
iðum á framfæri og beijast fyrir sínum
hagsmunum. En spurningin er sú, hvort
stjómmálaflokkarnir eru af margvíslegum
ástæðum fyrst og fremst orðnir málsvarar
hagsmunahópa, þessa í dag og hins á
morgun, í stað þess að vera málsvarar
þjóðarheildarinnar. Eru þeir komnir í sama
fai-veg og stjórnmálaflokkarnir í Weimar-
lýðveldinu, sem Paul Johnson lýsir með
svo athyglisverðum hætti?
Þjóðfélag okkar þarf á róttækum um-
bótum að halda. Þeim verður ekki komið
fram nema stjórnmálamennirnir hafi hug-
rekki til að ganga gegn einstökum hags-
munahópum og höfða til þjóðarinnar allr-
ar. Þeir ná engum umbótum fram nema
tala við hinn þögla meirihluta, sem Nixon
Bandaríkjaforseti kallaði svo. En hvaða
stjómmálamenn og hvaða stjórnmála-
flokkar eru tilbúnir til að ganga gegn
hagsmunaöflunum og ávarpa hinn þögla
meirihluta íslenzkra kjósenda?
„Þessi lýsing Paul
Johnsons á
Weimar-lýðveld-
inu, sem var und-
anfari valdatöku
Hitlers, er um-
hugsunarefni
þegar horft er yf-
ir svið íslenzkra
þjóðmála. Flestir
stjórnmálaflokk-
arnir hér hafa
verið eða hafa
orðið málsvarar
sérstakra hags-
munahópa.”