Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 5
víiiu>y MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1991 5 Kúaskítur og norðurlj ós „Sál mín var dvergur á dansstað í gær“ - þannig hefst þessi nýja og myndauðuga ljóðabók Steinunnar Sigurðardóttur, rithöfundar og ljóðskálds. Bókin nefhist Kúaskítur og norðurljós, og þar kveður við nýjan, sáran tón. Þetta er persónuleg og fjölþætt bók sem án efa má telja bestu ljóðabók Steinunnar til þessa. Ljóð Steinunnar bera sömu stíleinkenni og skáldsögur hennar og þar fléttast saman sterkir þættir visku, frumleika og afvopnandi einlægni. IÐUNN Lendar ans Vigdís Grímsdóttir hefur hlotið lof fýrir hnitmiðaðar og djúpsæar sögur sínar og ljóð; verk gædd stíltöfrum ofnum af orðkynngi, fegurð og miskunnarleysi. Hún reynir á tilfinningar lesenda sinna, gengur nærri þeim, hrífur þá með sér, heillar þá. Bókin Lendar elskhugans er heitur og seiðandi skáldskapur sem geymir sterkar, fágaðar myndir, þrungnar trega og þrá; ramman galdur eða draumkennt ævintýri þar sem „allt er reikul vísan á eitthvað sem var“. ji IÐUNN Felustaður tímans Sviðið er vítt í fjórðu ljóðabók Sveinbjörns I. Baldvinssonar, Felustaður tímans. í henni er ljóðabálkur þar sem hugur skáldsins reikar um afkima og breiðstræti Los Angeles. En hann leitar einnig heim á leið og skáldið finnur hálfgleymdan felustað tímans á bernskuslóðum í gömlu Reykjavíkurhverfi. Hlý og stundum brosmild íhygli Sveinbjörns, sem hlotið hefur viðurkenningar og lof fyrir smásögur sínar og leikrit, nýtur sín vel í þessari bók.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.