Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 59
18.30 Auglýsingar. Dánaríregnir. 18.45 Veðurfregnir. Auglýsingar. KUOLDUTVflBPKL. 19.00-0100 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Um daginn og veginn. Magnús Finnbogason talar. 19.50 íslenskt mál. Umsjón: Jón Aðalsteinn Jóns- son. (Áður útvarpað laugardag.) 20.00 Hljóðritasafnið. - Þrir þættir úr „ Plánetunum" eftir Gustav Holst og. - „Gosbrunnar Rómaborgar”, sinlónisk Ijóð eft- ir Ottorino Respighi. Sinfóníuhljómsveit æskunn- ar leikur; Paul Zukofsky stjórnar. - Garðar Cortes syngur þrjú lög eftir Richard Strauss. Eric Werba leikur með á pianó. 21.00 Kvöldvaka. a. Af Brciðfirðingum. Málmfriður Sigurðardóttir segir frá. b. Úr „íslandsklukkunni" eftir Halldór Kiljan Laxness; c. Úr „Síðasta skipi suður" eftir Jökul Jakobsson. d. „Rautt blóð". Frásögn eftir Sigurð Magnússon. Umsjón: Amdís Þorvaldsdóttir. Lesari ásamt umsjónarmanni: Kristín Jónsdóttir. (Frá Egilsstöðum.) 22.00 Fréttir. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Dagskrá morgundagsins. 22.30 Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Rætt við Hannes Hólmstein Gissurarson, lektor i sjóm- málafræði við Háskóla íslands. Hannes hefur skrifað bók um sfjórna rskrá rmálið svonefnda þar sem hann vegur og metur hugsanlegar breyting- ar á stjórnarskránni og endurskoðun hennar. Umsjón: Ágúst Þór Ámason. 23.10 Stundarkom í dúr og moll. Umsjón: Knútur R. Magnússon. (Einnig útvarpað á sunnudags- kvöld kl. 00.10.) 24.00 Fréttir. 0.10 Tónmál. (Endurtekinn þáttur úr Árdegisút- varpi.) 1.00 Veðurfregnir. 1.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. RÁS2 FM 90,1 7.03 Morgunútvarpið — Vaknað til lífsins. Leifur Hauksson og Eiríkur Hjálmarsson hefja daginn - með hlustendum. - Fjármálapistill Péturs Blön- dals. 8.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. - lllugi Jökulsson i starfi og leik. 9.03 9 - fjögur. Ekki bara undirspil i amstri dags- ins. Umsjón: Þorgeir Ástvaldsson, Magnús R. Einarsson og Margrét Blöndal. ' 9.30 Sa§an á bak við lagið. 10.15 Furðufregnir utan úr hinum stóra heimi. 11.15 Afmæliskveðjur. Siminn er 91 687 123. 12.00 Fréttayfirlit og veður. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 9 — fjögur heldur áfram. Umsjón: Margrét Blöndal, Magnús R. Einarsson og Þorgeir Ast- valdsson. 12.45 Fréttahaukur dagsins spurður út úr. 13.20 „Eiginkonur I Hollywood" Pere Vert les framhaldssöguna um fræga fólkið i Hollywood i starfi og leik. Afmæliskveðjur klukkan 14.15 og 15.15. Siminn er 91 687 123. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagskró: DægurmálaúNarp og fréttir. Starfs- menn dægurmálaútvarpsins, Anna Kristine Magnúsdóttir, Bergljót Baldursdóttir, Katrin Bald- ursdóttir, Þorsteinn J. Vilhjálmsson, og fréttaritar- ar heima og erlendis rekja stór og smá mál. - Kristinn R. Olafsson talar frá Spáni. 17.00 Fréttir. Dagskrá heldur áfram, meðal annars með móli dagsins og landshomafréttum. - Mein- hornið: Óðurinn til gremjunnar Þjóðin kvartar og kveinar yfir öllu þvi sem aflaga fef. 18.00 Fréttir. 18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfundur í beinni útsend- ingu. Sigurður G. Tómasson og Stefán Jón Haf- stein sitja við simann, sem er 91 — 68 60 90. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Ekki fréttir. Haukur Hauksson endurtekur fréttimar sinar frá þvi fyrr um daginn. 19.32 Rokkþáttur Andreu Jónsdóttur. (Einnig út- varpað aðfaranótt laugardags kl. 02.00.) 21.00 Gullskifan: „Santana" með Santana. frá 1969 - Kvöldfónar. 22.07 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson spjallar við hlustendur til sjávar og sveita. (Úr- vali útvarpað kl. 5.01 næstu nótt.) 0.10 í háttinn. Gyða Dröfn Tryggvadóttir leikur Ijúfa kvöldtónlist. 1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. Samlesnar auglýsingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 19.30, og 22.30. NÆTURÚTVARPIÐ 1.00 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests. (Endurtekinn þáttur.) 2.00 Fréttir. Þáttur Svavars heldur áfram. 3.00 í dagsins önn - Á flæðiskeri stödd. Erfiðleik- ar erlendra barna i grunnskólum Reykjavikur. Umsjón: Ásgeir Eggertsson. (Endurtekinn þáttur frá deginum áður á Rás 1.) 3.30 Glefsur. Úr dægurmálaútvarpi mánudagsins. 4.00 Næturlög. 4.30 Veðurfregnir. Næturlögin halda áfram. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 5.05 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson spjallar við hlustendur til sjávar og sveita. (Endur- tekið úrval frá kvöldinu áður.) 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 6.01 Morguntónar. Ljúf lög I morgunsárið. LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2 8.10-8.30 og 18.35-19.00. Útvarp Norðurland. AÐALSTÖÐIN FM 90,9 / 103,2 7.00 Útvarp Reykjavik, Þingmenn stýra dag- skránni. Umsjón Ólafur Þórðarson. 9.00 Morgunhænur. Umsjón Hrafnhildur Halldórs- dóttir og Þuríður Sigurðardóttir. 11.00 Vinnustaðaútvarp. 12.00 Hádegisfundur. Umsjón Hrafnhildur Hall- dórsdóttir og Þuriður Sigurðardóttir. 13.00 Lögin við vinnuna. Umsjon Erla Friðgeirsdótt- ir og Bjarni Arason. 14.00 Hvað er að gerast. Svæðisútvarp frá Sel- fossi. Opin lína i síma 626060. MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJÓNVARP sunnudagur s. DESE^BER 1991 59 15.00 Tónlist og tal. 17.00 islendingafélagið. Umsjón Jón Ásgeirsson. 19.00 Lunga unga fólksins. í umsjón 10. bekkinga grunnskólanna. 21.00 Á vængjum söngsins. Umsjón Óperusmiðj- an. 22.00 Blármánudagur. Umsjón PéturTyrfingsson. ALFA FM 102,9 7.00 Morgunþáttur. Eriingur Nielsson. 9.00 Jódís Konráðsdóttir. 9.30 Bænastund. 13.00 Kristbjörg Jónsdóttir. 13.30 Bænastund. 17.30 Bænastund. 18.00 Sverrir Júlíusson. 20.00 Margrét Kjartansdóttir. 22.00 Hafsteinn Engilbertsson. 23.50 Bænastund. 24.00 Dagskrárlok. Bænalínan er opin alla virka daga frá kl. 7.00- 24.00, s. 675320. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Morgunútvarp Bylgjunnar. Eirikur Jónsson og Guðrún Þóra. Fréttir kl. 7 og 8. Fréttayfirlit kl. 7.30. 9.00 Anna Björk Birgisdóttir. Hlustendalina er 671111. Fréttir kl. 9 og 12. Mannamál kl. 10 og 11, fréttapakki i umsjón Steingrims Ólafsson- ar og Eiriks Jónssonár. 13.00 Sigurður Ragnarsson. jþróttafréttir kl. 13. Jólaleikur Bylgjunnar verður einhvern timann fyr- ir fjögur. Mannamál kl. 14 i umsjón Steingríms Ólafssonar. 16.00 Reykjavík síðdegis. Hallgrímur Thor- steinsson og Steingrímur Ólafsson. Topp tíu listinn frá Hvolsvelli. Fréttir kl. 17 og 18. 18.05 Símatimi. Bjarni Dagur Jónsson tekur púlsinn á mannlifinu og ræðir við hlustendur. Síminn er 671111. 19.30 Fréttir. 20.00 Kristófer Helgason. Óskalög, síminn er 671111. 23.00 Kvöldsögur. Umsjón Eiríkur Jónsson. 24.00 Eftir miðnætti. Björn Þórir Sigurðsson. 4.00 Næturvaktin EFFEMM FM 95,7 7.00 Jóhann Jóhannsson í morgunsárið. 9.00 Ágúst Héðinsson á morgunvakl. 12.00 Hádegisfréttir. 15.00 jþróttafréttir. Kl. 15.05 Anna Björk Birgisdótlir. 19.00 Kvölddagskrá FM. 21.00 Ragnar Már Vilhjálmsson. 21.15 Pepsi-kippa kvöldsins. 24.00 Haraldur Jóhannesson á nætun/akt. HUÓÐBYLGJAN Akureyri FM 101,8 16.00-19.00 Pálmi Guðmundsson fylgir ykkur með góðri tónlist sem á vel við á degi sem þessum. Tekið á móti óskalögum og afmæliskveðjum í sima 27711. Þátturinn Reykjavík siðdegis frá Bylgjunni frá 17.00-18.30. Fréttir frá fréttastofu Bylgjunnar/Stöð 2 kl. 17.17. Tónlist milli kl, 18.30 og 19.00. STJARNAN FM 102/104 7.30 Sigurður Ragnarsson. 10.30 Sigurður H. Hlöðversson. 14.00 Arnar Bjarnason. 17.00 Felix Bergsson. 19.00 Grétar Miller. 22.00 Ásgeir Páll. 00.00 Halldór Ásgrímsson. ÚTRÁS FM 104,8 16.00 FB. 18.00 Framhaldsskólafrétfir. 18.15 IR. 20.00 Kvennó. 22.00 MR. 1.00 Dagskrárlok. ■$■ Lof heímskunnar ÞRJAR BÆKUR SEM LEIFTRA AF ORÐSNILLD OG SKARPRI HUGSUN ✓ I bókinni Manngerðir eftir Þeófrastos (372-287 f. Kr.), er Ijallað um 30 sérkenni í siðum manna sem hljóta að teljast vafasöm s.s. smjaður, illmælgi og blaður, stimamýkt, fruntaskap og dindilmennsku. Manneðlið breytist ekki og þótt 2000 ár séu liðin frá ritun bókarinnar er ekki ólíklegt að margur kannist við persónur í þessum skemmtilegu mannlýsingum. Bókin er ríkulega skreytt lyndislestrarmyndum. Hver er heimssýn heimskunnar og hvaða hlutverk ætlar hún sjálfri sér? í bókinni Lof heimskunnar eftir Erasmus frá Rotterdam (1469- 1536), lætur höfundurinn heimskuna rausa gáleysislega um alvarleg efni. Hún sér margt kyndugt í fari manna og skopast að áráttu þeirra til að sýnast merkilegri en þeir eru. Stephen W. Hawking er einn af fremstu eðlisfræðingum samtímans og í bókinni Saga tímans bregður hann upp heimsmynd nútíma eðlisfræði og setur fram frumlegar tilgátur um uppruna, þróun og eðli alheimsins. Hann gerir sér grein fýrir takmörkum eðlisfræðinnar og spyr áleitinna spuminga s.s. „Hvað blæs líísanda í jöfnumar og fær þeim heim til að lýsa?“. Bókin er metsölubók um víða veröld. HH) ÍSLENZKA BÓK1V1ENNTAFÉIAG SfDUMÚU 21 • PÓSTHÓLF 89.15 • 128 REYKJAVÍK • SfMI 91-679060 M. 1816^1991 ■$■ Gárur eftir Elínu Pálmadóttur Landakynning Endur fyrir löngu gerðu norrænir víkingar strandhögg á írlandi, Skotlandi og bresku eyjunum. Hjuggu þar mann og annan. íslenskir fornmenn höfðu heim með sér konur og gerðu að ambáttum. Eftir víkingaöld létu íslendingar þessar þjóðir að mestu í friði. Þar til nú að ann- að strandhögg er hafið. Nú hef- ur innrásarliðið með sér til síns heima góss úr magasínum. Fommenn virðast vart hafa litið við ófínni stöðum en konungshí- býlum. írsku ambáttirnar þeirra vora samkvæmt íslendingasög- um ekkert minna en konungs- dætur. Nútíma innrásarlið er ekki svoddan gikkir. Hefur einfaldan smekk og kýs að gera innrás í ódýru mag- asínin. Ekki fara sögur af því að víkingamir hafi borgað fyrir sig-. Nútímainnrásarliðið raunar ekki heldur í peningum. Það fram- vísar krítarkortum. Ekki svo fáum. Verslun íslendinga með Visakortum erlend- is í nóvembermánuði einum nam tæpum 576 milljónum króna og má fá býsna mikið af ódýra góssi fyrir þá upphæð. Sé október bætt við fer úttektin upp fyrir milljarð. Er þá ótalið það sem tekið var á Eurokort, borgað með tékkum eða reiðufé og eitthvað hefur svo bæst á í desember. Mannskapinn { þessu síðara strandhöggi má marka á því að yfir 15 þúsund íslenskir ferðamenn vora að koma heim aftur í nóvember, hefur fjölgað um þriðjung frá í fyrra. Svo þetta er ekki ómerk herför eða óverulegt herfang. Ekki fara líklega margir ís- lendingar í jólaköttinn í ár. Fá að minnsta kosti nýja flík að fara í. Kannski hittast einhveijar konurnar í jólaboðunum í eins kjólum úr fjöldaframleiðslu stór- markaðanna í sömu borgum. Það ætti engan að angra leng- ur, sýnir bara að flíkin er fengin í innkaupaferð í útlandinu. Gamla íslenska trúin um að braki í óborguðum skóm þegar gengið er inn eftir kirkjugólfinu er víst fyrir bí. Hún er frá þeim tíma þegar skömm þótti að skarta því sem maður átti ekki — ennþá. Annars yrðu jólamess- urnar líklega eins og bíósýning- ar, þegar allt liðið bryður popp- korn í takt með tilheyrandi brestum. Verslunarstrandhögg hið nýja beinist aðallega á fornar víkingaslóðir um norðanverðar Bretlandseyjar. Samtímis sækj- um við líka sunnar með menningarinnrás í London. Bít- um í skjaldarrendur og betjum bumbur, enda ku ekki duga minna en láta dólgslega til að ná sjónum sjónvarpsmanna í þvísa landi. Var því mikið snjall- ræði að láta liðið beija sér. Og sjá mátti og heyra að mest og best buldi í hausum. Ku hvort tveggja, að beija sér og sýna hausa sem bylur í, þjóðlegt mjög. Kannski er rétt að það sé hin besta kynning á landanum, enda segir gamall og góður háís- lenskur málsháttur: Bylur hæst í tómri tunnu. Semsagt afbragðs landkynning eða öllu heldur landakynning. Hlýtur nú að fara að líða að því að Bretar viti að hér norður á þessari eyju býr fólk — og það fólk með höfuð sem bylur í. Kynni að vera að svoleiðis höfuð verði notadijúg í samningaslagnum mikla suður í Evrópu. Það hefur Víst sína kosti og ókosti að vera fjarlæg eyja í Atlantshafinu. Hvílík ósköp sem fyrir því þarf að hafa að vekja á okkur athygli og kynna land- ið. Til kostanna má svo telja fjar- lægðina frá öðrum þjóðum. Það fannst mér a.m.k. stundina sem ég sl. vor sat með glas með nokkr- um alþjóðleg- um starfs- mönn- um flótta- mannahjálpa í hótelnefnu í sýr- lensku eyðimörkinni í nánd við írak, þar sem eðlilega vora til umræðu öll þessi stríðsátök víðs vegar um heiminn. Með glas er raunar orðum aukið, því flestir komu frá löndum þar sem trúar- brögð banna slíkt. Einhver af fjarlægum slóðum spurði af umhyggju fyrir landi mínu um okkar næstu nágranna, hveijir ættu með okkur sameiginleg landamæri. Þegar þeim hafði verið sagt að Island væri eyja og landamærin 200 mílur á hafi úti allt í kring, engir ágengir nágrannar, luku þau upp einum munni: Þið eruð svei mér hepp- in! Öll komu þau frá löndum sem höfðu orðið illa úti í nágranna- eijum og styijöldum út af landa- mærum. Læðist að sá grunur að það hafi sína kosti að vera ekki alltof mikið kynnt og þekkt. Þá mátti að minnsta kosti bjóða í samningapúkkið við Evrópu- löndin fisk, sem við vitum ekki sjálf hvort til er í sjónum okkar. Það tókst að vísu ekki. En það mátti að minnsta kosti reyna það. Og það hefði getað heppn- ast. Og nú eram við sármóðguð yfir því að þeir vita svona mikið um okkur og okkar fisk þama suður í Brussel. Landkynningin getur líklega verið dulítið tvísýn. Senn fer strandhögginu í magasínin í Bretlandi að ljúka og hefst fjölskylduútflutningur- inn til suðlægra landa fyrir há- tíðarnar. í blöðum má lesa að 300 manns ætli að eyða jólunum á Kanaríeyjum einum. Alltaf finnst mér börnin sem ekki fá að kynnast íslensku jólunum eiga svolítið bágt. í öllum við- tölum við brottflutta íslendinga hafa þeir orð á því að þeir sakni mest jólanna heima. Þá óski þeir sér að vera komnir til Is- lands. Börn sem aldrei fá að kynnast íslenskum jólum í stór- fjölskyldunni sakna að vísu einskis. Það er gaman í hótel- sundlauginni. Þau eiga einfald- lega ekki þessar sterku jóla- minningar. En hætt er við að þar með sé skorið á enn einn rótarangann sem í heldur í rót- lausum heimi. Gæti orðið obbo- lítið hald í honum seinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.