Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1991 ATVINNULÍFIÐ Á HVERFANDA HVELh - ÞAÐ SEM KOMA SKAL eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur MIKIL umræða hefur skapast um það að undanförnu hvernig auka megi tengsl Islands við erlenda markaði og aðild útlend- inga að atvinnurekstri hérlendis, ekki síst í ljósi EES-samninga sem taka munu gildi í ársbyrjun 1993. Ein hugmynd hefur skotið upp kollinum af og til í nokkur ár, en það er hugmyndin um fríiðnaðarsvæði á íslandi. Enn á ný er þetta mál nú komið upp á borðið og eiga nú þreifingar sér stað á milli manna, íslenskra stjórnvalda og erlendra aðila, sem hugsanlega sæju sér hag í rekstri fyrirtækja hérlendis inn- an hugsanlegs islensks fríiðnað- arsvæðis. Mikilvægur þáttur í eflingu útflutningsiðnaðar hjá mörgum þjóðum hefur verið stofnun fríiðnaðarsvæða, en með þeim er reynt að styrkja aðstöðu viðkomandi landshluta eða lands í alþjóðlegri samkeppni um er- lenda fjárfestingu og útflutn- ingsmarkaði án þess að draga úr verndun innanlandsmarkað- ar. Með stofnun fríiðnaðarsvæð- is hérlendis, er markmiðið fyrst og fremst það að laða að erlenda aðila í atvinnuskyni fyrir Islend- inga svo og að vekja upp fram- tak hjá íslenskum aðilum, ýmist á eigin vegum eða í samstarfi við erlend fyrirtæki. Fjögur ráðuneyti, iðnaðar-, viðskipta-, fjármála- og ut- anríkisráðuneyti, hafa nú tekið höndum saman um að koma upp fríiðnaðarsvæði hér á landi, eða öllu heldur fríathafnasvæði, eins og sumir kjósa að kalla það. Að sögn Jóns Sigurðssonar, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, er vilji fyrir því af hálfu íslenskra stjórnvalda að eitt- hvað gerist í málinu sem allra fyrst. Nú þegar hafa verið settar reglur um íslenskt frísvæði, sem fjármála- ráðuneytið hefur nýlega gefið út. „Og að störfum er hópur manna á vegum þessarra fjögurra ráðuneyta og í samráði við sveitarfélögin á Suðurnesjum sem ætlað er að skil- greina betur við hvaða skilyrði fyr- irtæki mega starfa á íslensku fríiðn- aðarsvæði og hvar eðlilegast sé að koma upp slíku fríiðnaðarsvæði þó oftast sé rætt um Keflavíkurflug- völl í því sambandi. í senn er verið að forma þær reglur, sem eiga að gilda á ísiensku fríiðnaðarsvæði og hvernig við getum laðað fyrirtæki að slíkum svæðum. Jafnframt erum við í beinni verkefnaleit, en í gangi eru viðræður við aðila, sem hafa hug á því að setja upp starfsemi á slíku svæði og hafa þeir verið mjög jákvæðir,” segir Jón. Hátæknivörur og fj ármálaþj ónusta „Það sem menn renna augunum helst til er samsetningai’vinna á hátæknivörum ýmsum, t.a.m. tölv- um og tölvuhlutum, og stöndum við nú einmitt í viðræðum við tvo er- lenda aðila hvað það snertir. Jafn- framt hefur það verið hugleitt hvort fýsilegt sé að setja hér upp frí- svæði fyrir fjármálaþjónustu,” segir Jón. „Eg tel að frísvæði geti gert gagn, og vonandi meðal annars þannig að ísland verði einhverskon- ar brúarpallur fyrir bandarísk fyrir- tæki sem vilja starfa í Evrópu.” Þegar Jón var að því spurður hvað það væri helst sem draga myndi erlend fyi'irtæki til íslands sagði hann: „Gott fólk og viðskiptasamn- ingar okkar við Evrópuríki, meðal annars EES-samningurinn. Þau er- lendu fyrirtæki, sem hér kæmu til með að starfa á frísvæði, hefðu þar með aðgang að evrópsku efnahags- svæði. Þetta er mjög áhugavert mál og reynsla annarra þjóða af fríathafnasvæði, t.d. íra, hefur ver- ið góð.” Jón segir að íslensk fyrir- tæki gætu vissulega einnig komið til greina inn á fríiðnaðarsvæði ef það hentaði þeim, „en ég vil ekki segja allt of mikið um þetta svona fyrirfram. Frísvæði er fyrst og fremst hugsað til þess að laða að ný fyrirtæki frá öðrum löndum, en náttúrulega líka til að laða fram nýtt framtak hjá íslenskum fyrir- tækjum.” Tollfrelsi Þær ívilnanir, sem fyrirtæki inn- an íslensks frísvæðis myndu njóta, yrði fyrst og fremst tollfrelsi miðað við það að vörurnar fara aldrei inn í íslenskt viðskiptakerfi. „Ég geri ráð fyrir algjöru tollfrelsi, en þetta er atriði sem ekki er búið að skil- greina til fulls og sú nefnd, sem nú er að störfum, er meðal annars að fjalla um það hvaða réttindi og skyldur koma til með að fylgja starfsemi á slíkum svæðum.” Jón segist binda vonir við að starfsemi á íslensku frísvæði geti hafist á næsta ári, en vildi ekki fullyrða neitt um það að svo stöddu. Shannon Hugmyndin um fríiðnaðarsvæði á Islandi er ekki ný af nálinni. I upphafi sjöunda áratugarins vakti rekstur fríiðnaðarsvæðisins við Shannon-flugvöll á írlandi athygli íslenskra stjórnvalda. Alþingi álykt- aði 22. maí árið 1984 að fela Fram- kvæmdastofnun ríkisins að gera athugun á hvort hagkvæmt sé að koma á fót fríiðnaðarsvæðum hér á landi, t.d. á Keflavíkurflugvelli, eða annars staðar þar sem henta þætti. Og við gerð slíkrar athugun- ar skyldi hafa samráð við samtök iðnaðarins. Flutningsmenn tillög- unnar á Alþingi voru þeir Karl Steinar Guðnason, Kjartan Jó- hannsson og Stefán Benediktsson. í greinargerð flutningsmanna segir m.a.: „Þegar þotur urðu al- gengar í Atlantshafsflugi laust fyr- ir 1960 féllu millilendingar til elds- neytistöku á Shannon á írlandi að mestu niður. Hafði það í för með sér mikið atvinnuleysi í nálægum byggðarlögum. Stjórnvöld á írlandi brugðust við þessum vanda með því að stofna sérstakt þróunarfélag Shannon-flugvallar. Meginhlutverk þess var að finna leiðir til þess að tryggja vöxt og viðgang flugvallar- svæðisins, örva farþega- og vöru- flutninga um völlinn og efla at- vinnulíf í byggðarlögum nálægt vellinum. í þessu skyni kom þróun- arfélagið á fót fríiðnðarsvæði við Shannon-flugvöll árið 1959. Strax í upphafi voru eftirfarandi fríðindi boðin fyrirtækjum er vildu koma til Shannon: a) Algjört tollfrelsi að því er snerti innflutning á hráefnum, vél- um og tækjum til framleiðslunnar. Sama máli gegndi um útflutning fullunninnar vöru. b) Leiga til 25 ára á verksmiðju- byggingum sem þróunarfélagið reisti. Byggingar þessar voru ann- aðhvort staðlaðar byggingar eða reistar í samráði við fyrirtækið. Leigan miðaðist við byggingar- kostnaðinn. c) Óafturkræf fjárframlög er svöruðu til helmings af kostnaðar- verði véla, sem kaupa þurfti fyrir hlutaðeigandi verksmiðju. d) Sérþjálfun verksmiðjufólks hinum erlendu fyrirtækjum að kostnaðarlausu. e) Algjört skattfrelsi til 1983. Þetta þýddi 25 ára skattfrelsi fyrir þau fyrirtæki sem fyrst hösluðu sér völl í Shannon, en það gerðist árið 1959.” Jafnframt var boðið upp á skatt- frelsi á útflutningshagnaði tíma- bundið, en það gildir raunar fyrir öll útflutningsfyrirtæki á írlandi. Fjármagnsfyrirgreiðsla hefur verið aukin og styrkir til rannsókna og vöruþróunar standa til boða. Þá má nefna þjónustu hvers konar við atvinnurekstur, bæði viðskiptalega og tæknilega. Reynslan Rekstur fríiðnaðarsvæða hefur gengið misjafnlega frá sjónarhóli eigenda svæðanna. Talið er að veru- leg framleiðslugeta sé ónýtt á svæð- unum og að samkeppni um erlenda fjárfestingu hafí harðnað á milli þeirra, segir m.a. í úttekt Byggða- stofnunar á fríiðnaðarsvæðum. Mat á árangrinum af rekstrinum er þó vandasamt þar sem mismunandi markmið geta legið að baki stofnun- ar fríiðnaðarsvæða. í skýrslu OECD er lauslega rætt um árangurinn út frá þremur almennum markmiðum sem eru sameiginleg flestum svæð- anna. Þau eru bætt nýting inn- lendra framleiðsluþátta, einkum fjölgun starfa. í öðru lagi aukinn útflutningur og bættur gréiðslu- jöfnuður við útlönd og í þriðja lagi innflutningur erlendrar tækniþekk- ingar og verkþjálfunar. Á Shannon-fríiðnaðarsvæðinu eru nú iðnaðarfyrirtæki, þjónustu- fyrirtæki og vöruhús sem veita 4.500 manns atvinnu og þekja um 200 þúsund fermetra gólfflöt. Framleiðslan er einkum á sviði raf- einda- og raftækjasmíði, efnaiðnað- ar og verkfæragerðar, segir í grein- argerð flutningsmanna. „Reynslan af fríiðnaðarsvæðinu í Shannon er mjög góð. Auk þess að hafá veitt þúsundum íra atvinnu hefur mikil verkþekking verið flutt inn í landið. Þá hafa írar einkum öðlast á þess- ari starfsemi mikla reynslu í iðnþró- unaraðgerðum. Má nefna að Shann- on-þróunarfélagið vinnur nú að uppbyg£ingu atvinnu á um 4.800 ferkílómetra svæði umhverfis Shannon.” Tollfrelsi og önnur Hugtakið fríiðnaðarsvaeði nær yfir margs konar starfsemi tengda útflutningi á vörum og/eða þjónustu þar sem fyrirtækjum leyfist að flytja inn vörur frá útlöndum án þess að greiða tolla eða hlíta magntakmörkunum á innflutningi. Fyrirtækin þurfa ekki að hlíta gjaldeyriseftirliti eða ákvæðum um meðhöndlun gjaldeyris og þurfa ekki, nema að takmörkuðu leyti, að sinna upplýsingaskyldu til stjórnvalda. Vörurnar má vinna frekar, geyma eða hafa til sýnis á svæðinu og er þá venjulega farið eftir reglum um vinnueftirlit og mengunarvamir í viðkomandi landi. Útflutningur á vörunum er jafnfijáls og innflutningurinn en ef selt er út fyrir svæðið innan- lands gilda oftast sömu reglur eins og um venjulegan innflutning væri að ræða. Skattlagning er alls staðar eftir sérstökum regl- um. Starfsemi verkalýðsfélaga er stundum takmörkuð eða bönnuð á svæðunum. Oft er erlendum fyrirtækjum boðið verksmiðjuhús- næði á hagstæðum kjörum, styrk- ir til þjálfunar starfsfólks og fleiri fríðindi til að fá þau til að setja upp starfsemi á siíku svæði. Nú eru á annað hundrað meiri- háttar fríiðnaðarsvæði í heiminum og mörg í undirbúningi og eru þá ekki með talin minniháttar frjáls svæði eins og fríhafnir við flugvelli. Árið 1980 var talið að um það bil 7-8% af heimsverslun- inni hafi farið um ýmiss konar fríiðnaðarsvæði og um 20% árið 1985. Ör fjölgun svæðanna bend- kostaboö ir til þess að þau séu veigamikið tæki í atvinnu- og iðnaðarstefnu stjórnvalda og stefnu þeirra gagn- vart erlendu fjármagni, segir í skýrslu Byggðastofnunar. Samtök fríiðnaðarsvæða voru stofnuð árið 1978 með það fyrir augum, meðal' annars, að efla samstarf og samstöðu milli stjórn- enda fríiðnaðarsvæða. Auk stofn- unar slíkra svæða hafa opinberir aðilar í mörgum löndum gripið til ýmissa annarra aðgerða til að laða fyrirtæki að ákveðnum svæðum. í nafni byggðastefnu er veitt margs konar fyrirgreiðsla til fyrir- tækja. Um er að ræða aðstoð til dæmis í formi beinna framlaga eða hagstæðra lána til bygginga, tækja eða starfsþjálfunar. I stór- um dráttum telst slík fyrirgreiðsla jafngilda styrk frá 10% og upp í 50% af stofnkostnaði í nágranna- löndum okkar. Í ) I i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.