Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 43
£í 43 ieei aaaMagaa MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR sunnudagur 8 (HGAJaUUOHOM 8. DESEMBER 1991 íslenska búninginn og þær eru margar konurnar sem eiga handar- verkin hennar í glæsilegum klæðn- aði. Frá því ég man fyrst eftir mér var heimili Helgu mér jafn opið og mitt eigið. Þær verða aldrei taldar máltíðirnar, sem ég neytti af henn- ar borði eða næturnar sem ég naut gistivináttu henanr, bæði á Sauðár- króki og Akureyri. Nú þegar komið er að leiðarlok- um er söknuðurinn ofarlega í huga en þó er mér efst í huga þakklæti. Helga Pétursdóttir auðgaði líf þeirra sem henni kynntust og ég var svo lánsamur að vera einn af þeim. Börnum hennar, tengdabörnum, barnabörnum og þeirra börnum votta ég mína dýpstu samúð. Sigurjón Pétursson Ný iátin er í Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri, fyrrverandi tengda- móðir mín, frú Helga Pétursdóttir, á áttugasta og sjöunda aldursári, en hún var fædd 26. maí 1905. Hafði Helga hin síðari ár vistast á öldrunardeild sjúkrahússins, að mestu rúmliggjandi hin síðari miss- eri. Fór andlegri og líkamlegri heilsu hennar smá hrakandi síðustu mánuði og kom því andlát hennar engum á óvart sem til þekktu. Er hér gengin merk dugnaðarkona, sem átti ekki alltaf sjö dagana sæla á lífsbraut sinni, en lét aldrei bugast þótt á móti blési og stormur- inn væri í fangið og stóðst flestar raunir með reisn hinnar íslensku alþýðukonu. Helga fæddist á Gauksstöðum á Skaga. Foreldrar hennar voru Ingi- björg Bjarnadóttir og Pétur Björns- son, búendur þar. Sú jörð er, eftir því sem ég best veit, komin í eyði fyrir all löngu, en var í þann mund setin af þeim hjónum með töluverð- um myndarbrag. Ung að árum dvaldist Helga í húsmæðraskóla við nám og lærði þar til ýmissa verka, sem komu henni síðar á lísleiðinni að góðum notum, er hún ein og óstudd sá fjölskyldu sinni farborða með saumaskap sínum. Helga var nefnilega frábær saumakona og lék allt er að saumaskap laut í höndum hennar, hvort sem um vað að ræða flíkur á karla eða konur. Ung var hún gefin Bjama Sigurðssyni for- manni á Sauðárkróki og flutti hún þá til Sauðárkróks. Bjarni reisti þar ijölskyldu sinni myndarlegt íbúðar- hús. Þau hjón eignuðust 4 börn, en eitt þeirra, Guðrún Sigurlaug lést á unga aldri og var öllum harm- dauði er til þekktu. Hin börnin, Alda, Sigrún og Bjarni syrgja nú móður sína og þakka alla þá um- hyggju sem hún sýndi þeim, jafnt í móður- sem föðurhlutverki. í blóma lífsins verður Helga fyr- ir þeirri þungu raun að missa mann sinn, aðeins þrítug að aldri, þegar mótorbáturinn Aldan fórst með allri áhöfn við Kolkuós í Skagafirði í fárvirði miklu í desembermánuði 1935, en Bjarni var þar formaður. Hófst þá hörð lífsbarátta ekkjunnar ungu að sjá börnum sínum íjórum farborða ásamt öldruðum foreldrum sínum, er höfðu þá nýlega brugðið búi og flust til hennar á Sauðár- krók. Kom sér nú vel hversu hög hún var í höndum og viljasterk. Saumavélin góða og kunnátta hennar í saumaskap urðu bjarg- vættir fjölskyldunnar. Var nú unnið oft myrkranna á milli við gerð alls kyns fatnaðar á karla, jafnt sem konur, en sakir þess leið enginn nauð þar í húsi, hvorki börnin né aldraðir foreldrar. Á þennan máta fleytti þessi harðgerða alþýðukona fjölskyldu sinni klakklaust gegnum kreppuárin, sem voru svo mörgum alþýðuheimilum þung í skauti jafn- vel þótt fyriiVinna væru tvær en ekki ein, eins og í þessu tilviki. Stuttu eftir stríð flytur svo Helga búferlum með börn sín, ásamt öldr- uðum föður, til Akureyrar og sest að á Norðurgötu 33. Bjó hún þar í all mörg ár, eða þar til öll börn hennar höfðu stofnað sitt eigið heimili, að hún kaupir sér litla íbúð í Víðilundi 14. Dvaldist hún þar í allmörg ár, eða svo lengi sem heils- an leyfði, en henni tók þá brátt að hraka og vistaðist hún síðustu 2-3 árin á öldrunardeild Fjórðungs- sjúkrahússins, þar sem hún lést 2. þessa mánaðar. Þetta er í grófum dráttum saga dugmikillar alþýðukonu, sem brotn- aði aldrei fyrr en í bylnum stóra seinast, þrátt fyrir all mikið mót- læti í einkalífi. I rúman áratug reyndist þessi góða kona, mér sem besta móðir. Fyrir það vil ég nú þakka. Aðstand- endum sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Helgu Pét- ursdóttur. Stefán Skaftason 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið 61l kvöld til kl. 22,- elnnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Legsteinar Framleiðum allar stœrðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um S SS.HELGASONHF SKEMMUVEOI 48-SIMt 76677 nýjan og afar hlýlegan veitingasal LINDINA, að Rauðarárstíg 18. Á aðventunni bjóðum við upp á glæsilegt íslenskt jólahlaðborð með þjóðlegum réttum Verðkr. 1490,- Taktu þér frí frá jólaönnunum og njóttu frábærrar máltíðar í hádeginu eða að kvöldinu í glæsilegum, skreyttum veitingasal Lindarinnar. Við tökum vel á móti gestum okkar með ilmandi, heimalagaðri glöggog piparkökum WiÉé""' "* ItllP j; Á Starfsmannafélög og hópar, munið að panta tímanlega. Verið velkomin RAUÐARARSTIG 18, SIMI: 62 33 50 320 viðbótarsæti á Bönus-verðum okkar 1992 Vegna þess hve margir urðu frá að hverfa, er fullbókað varð í 680 sæti í Bónus-flugferðir okkar næsta sumar, getum við nú, vegna íjölda áskorana, bætt við 320 sætum á sömu Bónus-kynningarverðunum. Peir sem bóka fyrstir og staðfesta, fá þessi sæti meðan þau endast. K0BEN AMSTERDAM GLASGOW LONDON Kr. 11.900OTKr. 13.900 HKr. 15.800MKr. 15.800 Alla miðvikudaga frá maí út sept. Alla föstudaga og þriðjudaga frá maí út sept. Alla föstudaga og mánudaga frá maí út sept. Frjálst val um gististaði, bílaleigur og framhaldsferðir með 20-70% samningsafslætti okkar. I^Öl verð eru stað9reiasluve:6 míðað va gengi 1. okU99.1 án nugvallagjalda og forfallatrygainaar. Alla sunnudaga frá maí út sept. FLUGFERÐIR wammsmtamm SGLRRFLUG Vesturgata 17, Sími 620066 (5 línur) □Ij Ul
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.