Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 14
SÍ4 teei ítaaMagao .8 flitOAayiíHU8 aiöAJa/tUOHOM MORGUNtíLAWirSUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1991 mum Nýjar uppfyndingar gera mönnum lífið létt ívar Guðmundsson skrifar frá Washington MEST af þeim pósti sem borið er til manna í þessu landi gengur undir nafninu „ruslpóstur” og ber nafn með réttu og rentu. Þarna er að finna betlibréf allskyns og gylliboð, loforð um gullið og skógana sígrænu. Milljónum dollara er heitið í happadráttum, sem ekki kosta þátttakendur neitt NEMA að gerast áskrifandi að bókar- skruddu eða skrautlegu íþróttatímariti og borga áskriftina fyrir- fram fyrir árið allt. „Látið nú ekki happ úr hendi sleppa til að auðgast fyrirhafnarlaust . . . Flestum er vafalaust farið líkt og. þeim er þetta ritar, að megnið af ruslpótinum fer beina leið, og ólesið, í körfuna þar sem hann á heima. Þangað til dag nokkurn fyrir skömmu að ég rakst á fnyndskreyttan verðlista eða „prískúrant” eins og þess háttar bókmenntir voru kallaðar á reyk- vískri dönsku í mínu ungdæmi. Úr þessum verðlistum getur fólk pantað, fengið varninginn sendan heim með pósti og vitanlega greitt fyrir með greiðslukorti sem má teljast algengasti gjaldmiðillinn hér um slóðir. Hér fara á eftir lýs- ingar á nokkrum þessara nýju uppfyndinga, galdratækjum ýms- um og sem ég hef í huganum kall- að „perlurnar í ruslpóstinum.” leiki úr sögu spilamennskunnar á þessari tölvu. Hér eru sýndir og kenndir bridsleikir en gefnir eru þeir ekki. Tölvan kostar nærri 400 dollara eða 24.000 íslenskar krón- Dugir tæpast gegn KGB og CIA en tæki þetta gefur til kynna ef einhver er á hleri. ur. Margs konar sjálfvirkni atriðið birtist á skjánum. Verð á þessu tæki er 60 dollarar eða sem svarar 3.600 íslenskum krónum. Brids-tölvan Brids-tölvan er sögð vera nýj- asta nýtt. Þetta er. keltutölva (128K) sem er sögð hentugt þarfa- þing fyrir brids-fólk, bæði byijend- ur sem og sérfræðinga í greininni. Tölvuna geta menn tekið með sér í ferðalög í léttri tösku. í tölvunni má finna fræg brids-spil sérfræð- inga og brids-meistara. Þarna er og saga bridsins í stórum dráttum og hægt er spila nafnkunna brids- Margs konar tæki sem taka sjálfvirkt upp sjónvarpssendingar eru nú á boðstólum í Bandaríkjun- um. Þessi tæki eru m.a. auglýst á eftirfarandi hátt: „Loksins þarf ekki lengur tvöfalda doktorsnafn- bót til að taka upp sjónvarpsþætti á myndband. Nú getur þú tekið upp sjónvarpsþátt, sem þú hefir áhuga á, eða hvað annað sem er úr sjónvarpinu þótt það séu gestir heima hjá þér sem þú þarft að annast. Engu skiptir hvort þú ert heima eður ei þegar sjónvarpsþátt- urinn sem þú hefur beðið eftir kemur á skjáinn.” Þetta tæki sem orðið hefur ein- staklega vinsælt hér vestra er mesta þarfaþing ekki síst fyrir það að nú hafa dagblöðin, sem birta sjónvarpsdagskrárnar, bætt við fimm stafa númeri fyrir hvern dagskrárþátt sem birtur er.'Þetta númer er sett inn á sjálfvirka upp- tökutækið sem fer í gang þegar Einkasamtöi tryggð Þá er komið á markaðinn tæki sem tryggir að óviðkomandi getur ekki hlustað á símtöl án þess að sá er símar fái vitneskju þar um. Þegar þetta tæki er sett í samband við símtólið kviknar rautt ljós á tækinu ef samtalið er hlerað. Grænt ljós þýðir hins vegar að menn geti masað áfram áhyggju- laust. Hugsanlegir kaupendur eru varaðir við að tækið sé ekki ör- uggt séu útsendarar njósnastofn- ana á borð Við CIA, bandarísku leyniþjónustuna og KGB, þá so- vésku, á línunni. Tækið kostar um 3.000 íslenskar krónur en þeir sem sérlega varir um sig og kaupa tvö fá afslátt. Þessu skylt er annað tæki sem bætir úr vandræðum er notendur símsvara og faxtækja reka sig á. Tækið kemur í veg fyrir að sam- bandið rofni ef t.d. svarað er í síma Tali börnin í gegnum þetta tæki þekkir móðir þeirra ekki mál- róm þeirra, segir í auglýsingu framleiðandans. á öðrum stað í húsinu þegar fax eða sjálfvirkur símsvari er í gangi. Þessi tæki kosta um 3.000 krónur hvort. Sími við hverja rafstungu Málróm breytt í símtölum rödd barna sinna er þau tala í gegnum tæki þetta,” segir í aug- lýsingunni. Þeir sem hafa þörf fyr- ir tæki þetta þurfa að vera tilbún- ir til að sjá á bak 90 dollurum, 5.400 íslenskum krónum. Rafhlöðuvinurinn Flestir bifreiðaeigendur hafa orðið fyrir því að koma að bílum sínum þegar mest reið á' með óvirka rafhlöðu. Nú er hægt að koma í veg fyrir slík óþægindi með tæki sem framleiðendur nefna „rafhlöðuvininn”. Bílaraflilöður missa um eitt prósent af hleðslu sinni á éinum sójarhring í eðlileg- um herbergishita én meira í köldu veðri. „Rafhlöðuvinurinn” sér um að nægur straumur sé fyrir hendi hversu lengi sem bíllinn stendur ónotaður. Séð er fýrir því að engin hætta er á ofhleðslu sem gæti skemlht raflilöðuna. Hér vestra er tæki þetta gert. fyrir 110 volta straum. Verðið ér um 1.800 krón- ur. Hákarlstennur Þá er komið á markaðinn enn eitt tækið hér vestra sem gerir auðveldara en áður að flytja sím- tæki úr einu hérbergi í annað án þess að leggja nýja símalínu innan húss. Það er gert á þann einfalda hátt að tækið er sett rafstungu hvar sem er í húsinu og símaþráð- urinn settur í þetta tæki. Áhuga- sömum skal bent á að rafstraumur er annar hér vestra en á Islandi. Til að eignast þetta tæki þurfa menn að reiða fram um 7.500 ISK. Enn er ótalin ein nýjung í sam- bandi við símtöl, sem auglýst er í verðlistum, en það er sérlega at- hyglisvert og vafalaust nytsamt tæki sem gjörbreytir málróm þess er í símann talar. Þetta tæki breyt- ir málróm manna í kven- eða karl- rödd, æpandi skræka eða bassa og vilji notandinn ganga í bamdóm getur hann valið rödd við hæfí. Alls eru 16 mismunandi raddir fyrir hendi í þessu tæki og nota- gildið er að mati auglýsandans ótvírætt. „Móðir getur ekki þekkt Annað til þæginda fyrir bíleig- endur er nýkomið á markaðinn hér í Bandafíkjunum en það eru „há- karlstennur” sem koma að góðu gagni í snjó eða aurfestu. „Tönn- unum” er smeygt undir annað hjól- ið'til að losa ökutækið úr snjó eða aurfestu. Þær eru léttar og sagðar spara fé, fyrirhöfn og tíma sem annars færi í að bíða eftir dráttar- vagni. Einar tennur kosta sem svarar 1.200 krónum. „Stöðvar- inn” er annað apparat sem kemur sér vel í bílskúrnum þegar menn vilja bakka inn án þess að skemma ökutækið. Og svo mætti lengi telja. . . „Æ góði, lokaðu fyrir þetta sjón- varpskjaftæði!” Þegar heimilis- friðnum er ógnað með þessum hætti er gott að hafa við hendina hlustunartæki sem boðið er fyrir 2.400 krónur. Með slíkt tæki á höfði getur maður setið og notið dásemda sjónvarpsins án þess að aðrir í herberginu heyri og jafnvel athugað hvort einhveijar periur leynist í ruslpóstinn sem barst þann daginn. F a I NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ áZZS BARBARA ^ Cartland Ást að Iðni Barbara Cartland ÁSTAÐ LÁNI Gilda neyðist til að leika hlutverk hinnar vinsœlu systur sinnar, Heloise, í samkvœmislíti Lundúna. En fljótlega dregst hún inn í njósnamdl og fleiri atburðir gerast, sem hún hafði ekki fyrirséð. Eva Steen í LEITAÐ ÖRYGGI Flestar ungarstúlkur líta björtum augum fram ó veginn, en það gerir húnekki. Húnhorfirtil baka — til hinnar glötuðu bernsku sinnar, þegar hún ótti félaga, sem hún hafði samskipti við, og þegar foreldrar hennar höfðu tíma fyrir hana. Erik Nerlöe SIRKUSBLÓÐ Hún elskaði líf sitt sem listamaður og var dóð sem sirkusprinsessa. En dag einn dróst hún inn í annars konar heim og varð að velja á milli þess að vera sirkus- stjarna áfram eða gerast barónessa á stóru herrasetri. Theresa Charles ÖNNUR ' BRÚÐKA UPSFERÐ Maura hafði þráð þennan dag, þegar ungi maður- inn, sem hún hafði gifst með svo litlum fyrirvara,kœmi heim eftir sex ára fangavist í erlendu fangelsi. En sá Aubrey, sem nú vildi endi- lega fara með hana í „aðra brúðkaupsferð" til fiskiþorps, þar sem þau höfðu fyrst hitst, virtist gersamlega breyttur maður. Else-Marie Nohr AÐEINSSÁSEM ELSKAR ER RÍKUR Þegar Anita var fimmtán ára gömul samdi Lennart Ijóð handa henni, sem hann nefndi „Aðeins sá semelskar erríkur’. Mörgum árum seinna fékkLennarttœkifœri til að minna Anitu á þessi orð. Bókabúð Olivers Steins sf NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.