Morgunblaðið - 08.12.1991, Síða 2

Morgunblaðið - 08.12.1991, Síða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1991 EFNI Aurskríður loka veg- um á Vestfjörðum AURSKRIÐUR hafa lokað veg- I lokaðist vegna aurskriðu að- um á tveimur stöðum á Vest- faranótt laugardagsins en við- fjörðum um helgina. Vegurinn gerð hófst strax og tókst að milli ísafjarðar og Hnífsdals I opna veginn eftir skamma stund. Á laugardagsmorgun kom í ljós að aurskriður höfðu einnig lokað veginum í Mjóafírði, skammt frá bænum Hörgshlíð. Hafist var handa við að ryðja veginn fyrir hádegi á laugardag og samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni á Vestfjörðum var áætlað að því verki yrði lokið síðdegis þann dag. Jakob Þorsteinsson, starfsmað- ur Vegagerðarinnar, segir að þess- ar aurskriður séu til komnar vegna óhemjumikilla leysinga á þessum slóðum að undanfömu. „Hér hefur verið allt að 8-9 stiga hiti að degin- um og hafa leysingar orsakað þessar aurskriður. Þar að auki hefur gengið á með skúrum,” seg- ir Jakob. „Um tíma var útlit fyrir að mikill vatnsflaumur af völdum leysinga myndi loka Breiðdalsheið- inni en það tókst að bjarga því máli. Fyrir utan þessi tvö óhöpp er allt í besta lagi hjá okkur og allar heiðar færar.” Vakað og bakað í Fellahelli Þessir knáu unglingar úr diskótekaraklúbbi félagsmiðstöðvarinnar Fellahellis í Breiðholti hófu Maraþonbakstur um hádegisbil á föstu- dag og bökuðu piparkökur án afláts í heilan sólarhring. Tilgangurinn með bakstrinum var að safna gjöfum og áheitum til að bæta hljóm- tækjakost félagsmiðstöðvarinnar. Að loknum sólarhringsbakstri hafði diskótekaraklúbburinn bakað sex þúsund piparkökur og ætti því ekki að skorta góðgæti í Fellahelli á jólunum. Fiskvinnslufyrirtækin í Vestmannaeyjum: Nær öll fyrirgreiðsla banka verið stöðvuð - segir Arni Johnsen alþingismaður ÁRNI Johnsen, J)ingmaður Sunnlendinga, sagði í ræðu á Alþingi fyrir nokkru að Islandsbanki hefði stöðvað nær algjörlega alla fyrir- greiðslu til stærstu fiskvinnslufyrirtækja og útgerða í Vestmannaeyj- um. Tryggvi Pálsson, bankastjóri íslandsbanka, sagði í samtali við Morgunblaðið að af þessum orðum Árna mætti ætla að bankinn hefði gripið til einhverra afdrifaríkra aðgerða en svo væri ekki. meðvitund og var fluttur á sjúkrahús en er ekki talinn alvar- lega slasaður. Ökumaður hins bílsins ók af vettvangi. Lögreglan á Akureyri hóf þegar leit að honum og fann bílinn í gærmorgun við skemmu á Oddeyri. Eigandi hans var ekki fundinn þegar síðast fréttist en hann liggur undir grun um að hafa valdið árekstrinum í ölvunarástandi. Borgarkringlan: Opið í dag- Allar verzlanir í Borgarkringl- unni verða opnar í dag, sunnudag, frá klukkan 13-18. Lifandi tónlist verður flutt, höfundar árita bækur, boðið er upp á tízkusýningu og fyr- irtæki verða með vörukynningar. í baksíðufrétt í gær mátti skilja að lokað væri í dag í Borgarkringlunni og leiðréttist þetta hér með. í ræðu sinni sagði Árni Johnsen m.a. að í Vestmannaeyjum væri nú unnið að könnun á sameiningu á nokkrum af stærstu fyrstihúsum þar og útgerðum þeim tengdum en málin væru erfið vegna mikillar skuldsetn- ingar. „Skuldsetningin er svo mikil að það er stórkostlegt vandamál að skapa rekstrarhæfa einingu með all- ar skuldirnar á bakinu og staðan svo alvarleg að aðalbanki Eyjanna hefur stöðvað nær algjörlega alla fyrir- greiðslu sem að öllu jöfnu væri eðli- leg við heilbrigðar aðstæður,” sagði Ámi. Tryggvi Pálsson bankastjóri sagði að ástandið í Vestmannaeyjum væri ekki verra en annars staðar í sjávar- útvegi á landinu en vissulega væru horfur í þessari atvinnugrein sem og öllum öðrum greinum mjög dökkar. „í afstöðu okkar til viðskiptavina í Vestmannaeyjum er ekkert til staðar sem ekki á við annars staðar og við í íslandsbanka reynum eins og hægt er að vinna að þessum málum á fag- legum grundvelii,” sagði Tryggvi. „Við teljum að slíkt þjóni okkar við- skiptavinum best og við höfum hing- að til talað milliliða- og tæpitungu- laust við þá um þetta ástand. Við vinnum með viðskiptavinum okkar að lausnum en ekki í gegnum yfirlýs- ingar í fjölmiðlum.” Stakkaf eftir að hafa vald- ið slysi UNGUR maður slasaðist í árekstri við Norðurgötu á Akureyri um áttaleytið á föstudagskvöld er bíl var ekið á annan kyrrstæðan. Slysið bar að með þeim hætti að ungi maðurinn stóð hjá kyrr- stæðum bíl sem hann hafði verið farþegi í og var að kveðja bíl- stjórann. Þá bar þar að bifreið sem var ekið á horn og opna framhurð farþegamegin á hinum kyrrstæða. Maðurinn klemmdist milli hurðar og bíls. Hann missti meðvitund og var fluttur á sjúkrahús en er ekki talinn alvar- lega slasaður. Ökumaður hins bílsins ók af vettvangi. Lögreglan á Akureyri hóf þegar leit að honum og fann bílinn í gærmorgun við skemmu á Oddeyri. Eigandi hans var ekki fundinn þegar síðast fréttist en hann liggur undir grun um að hafa valdið árekstrinum í ölvunarástandi. Mál ættingja Andy Warhols gegn læknum og hjúkrunarfólki: „Læknar hvorki ollu né flýttu dauða Warhols” - sögðu lögfræðingar sjúkrahússins í réttinum LÖGMENN New York Hospital og læknanna Denton S. Cox og Bjöms Þorbjarnarsonar sögðu fyrir rétti á Manhattan í fyrra- dag, að Andy Warhol hefði verið á góðum batavegi eftir vel heppn- aða skurðaðgerð þegar hann lést skyndilega af hjartaáfalli í svefni. Banamein hans hefði verið þjartaflökt, sjúkdómur sem árlega verður 400 þúsund Bandaríkjamönnum að aldurtila. „Læknar og hjúkrunarlið The New York Hospital hvorki ollu, áttu þátt í, né flýttu fyrir dauða hr. Warhols,” sagði Bruce G. Habian, lögmaður sjúkrahússins í rétti í fyrradag, að sögn banda- ríska dagblaðsins The New Yi Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu sl. föstudag hafa ættingj- ar Warhols höfðað skaðabótamál á hendur sjúkrahúsinu, fyrr- greindum læknum og öðrum úr starfsliðinu fyrir að hafa valdið dauða listamannsins með því van- rækja eftirlit með líðan hans og gefa honum meiri vökva í æð en líðan hans þoldi eftir að læknarn- ir Björn og Cox höfðu með skurð- aðgerð fjarlægt sýkta gallblöðru listamannsins. Fram kom í vitnisburði dr. Cox að meinsemd í gallblöðru lista- Times. mannsins hefði greinst 1973 en hann hefði aftekið að gangast undir aðgerð allt þar til það var orðið óumflýjanlegt. „[Warhol] var sannfærður um að hann mundi deyja ef hann yrði lagður inn á sjúkrahús,” sagði hann í vitnisburði sínum. Dr. Cox, sem var vinur og læknir listamannsins allt frá árinu 1960, rakti þennan ótta Warhols til þess er hann særðist hættulega í skotárás sem hann varð fyrir árið 1968. Lækn- irinn sagði að tii að bægja frá sér vanlíðan hefði Warhol tekið þátt í tilraunum með nýtt lyf og treyst á óhefðbundin meðul eins og að ganga með „lækningakristallá” í vasanum og notá heftivír fyrir eyrnalokka. Dr. Björn Þorbjörnsson hefur ekki enn borið vitni í málinu að því er fram kom í samtali Morgun- blaðsins við blaðamann The New York Times, Ronald Sullivan, og hefur ekki verið tilkynnt hvenær hann ber vitni. Lögmaður Bjöms og Dantons Cox sagði að því er fram kemur í frétt Reuters-fréttastofunnar í ávarpi til kviðdómsins að það væri álíka fjarstæðukennt að halda því fram að dauða Warhols mætti rekja til þess að honum hefði verið gefinn of mikill vökvi í æð og að segja að kýr hefðu vængi og flygju um. I New York Times segir að lögmaðurinn hafi vitnað í skýrslu réttarlæknis, sem framkvæmdi krufningu, og sagt að læknarnir, sem skildu sjúkling- inn eftir í umsjá hjúkrunarfræð- ings sem sinnti honum einum, og litu sjálfir á hann 8 og 12 stundum áður en ástandi hans fór að hraka, hefðu ekkert getað gert til að koma í veg fyrir hjartaáfallið. Ættingjar Warhols höfðuðu málið á þeim grundvelli að tveir aldraðir bræður listamannsins, sem hann hefði ætlað að sjá fyrir til dauðadags, hefðu orðið fyrir tjóni við dauða listamannsins, en þeirra var að engu getið í erfða- skrá hans. Bandarísk skattayfir- völd telja að eigur Warhols á dán- ardægri hafi verið um 6 milljarðar króna, um 100 milljóna dala, virði en að sögn Reuíers-fréttastofunn- ar telja aðrir sem til hefur verið leitað að dánarbú hans hafi verið allt að þrefalt verðmætara. Skaðabótakröfum stefnendanna mun ekki hafa verið nákvæmar lýst í gærkvöldi en svo að tjón bræðra Warhols væri metið á tugi milljóna Bandailkjadala. Fríathafnasvæði ►Mikil umræða hefur skapast um það hvernig auka megi tengsl ís- lands við erlenda markaði og aðild útlendinga að atvinnurekstri hér- lendis./lO Við erum vongóð ►Rætt við Ragnar Þorgeirsson og Kolbrúnu Pálsdóttur um Tour- ette-sjúkdóm og glasafrjóvgun./18 Þriggja daga klúður ►Margt er enn á huldu um mis- heppnað valdarán sovéskra harð- línukommúnista í Sovétríkjunum í ágúst síðastliðnum./22 Úkraína á útleið ►Úrslitjijóðaratkvæðagreiðsl- unnar í Úkraínu kunna að hafa gert tilraunir Míkhaíls Gorbatsjov forseta til að bjarga sovéska ríkja- sambandinu að engu./24 í sviptivindum ►Sigurður Helgason var í fylking- arbijósti í íslenskum flugmálum í nærfelltþijátíu ár./26 Staðið í ströngu ►Erlendur Einarsson var um langt árabil í framvarðasveit ís- lenskra samvinnumanna og for- stjóri Sambands íslenskra sam- vinnumanna í rúma þijá ára- tugi./34 BHEIMILI7 FASTEIGNIR ► 1-28 Þjónustusvæði aldr- aðra ►Uppbygging þjónustusvæðis aldraðra að hefjast við Sólvang./14 Sálin verður svo * íturhrein ► Stefán H. Magnússon hrein- dýrafræðingur býr á frumbýli við rætur Grænlandsjökuls, ásamt grænlenskri eiginkonu oghrein- dýrahjörð./lÞ og6-7 Heiðar ►Út er komin bók um Heiðar Jónsson, þar sem hann ræðir opin- skátt um sjálfan sig, líf sitt og störf./4 Forríku Floridadverg- arnir ►Rice-bræður fundust nýfæddir í pappakassa fyrir utan munaðar- leysingjahæli, en eru nú í hópi rík- ustu manna Bandaríkjanna./lO Heitirðu Ómar ►Ómar Ragnarsson kemur víða við í æskuminningum sínum og hér segir frá dvöl Ómars í sumar- búðum KFUM í Kaldárseli./12 25 ára umhugsun ►Savannatríóið tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið - eftir 25 ára hlé./16 Hver dagur er tilraun ►Reykjavík með augum Ragnars Axelssonar Ijósmyndara./18 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Dagbók 8 Hugvekja 9 Leiðari 30 Helgispjall 30 Reykjavíkurbréf 30 Fólk í fréttum 54 Útvarp/sjónvarp 56 Gárur 59 Mannlífsstr.. 8c Fj'ölmiðlar 20c Dægurtónlist 22c-3c Kvikmyndir 25c Minningar 24c Myndasögur 28c Grids 28c Stjömuspá 28c Skák 28c Bíó/dans 30c Á förnum vegi 32c Velvakandi 32c Samsafnið 34c INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.