Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 34
MORGU^BLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. ipESjEMBER lg91 STAÐIÐ ÍSTRÖNGU Æviminningar Erlendar Einarssonar Erlendur Einarsson var um langt árabil í fylkingarbrjósti íslenskra samvinnumanna og forstjóri Sambands íslenskra samvinnumanna var hann í rúma þrjá áratugi. Undir hans stjórn reis veldi samvinnuhreyf- ingarinnar á íslandi hátt og Sambandið varð stærsta og um- fangsmesta fyrirtæki landsins, sannkallað stórveldi sem kom víða við sögu í íslensku samfé- lagi. Erlendur komst ungur til mik- illa metorða. Hann var aðeins 25 ára er hann varð fyrsti fram- kvæmdastjóri Samvinnutrygg- inga og árið 1955, þá 34 ára að aldri, tók hann við forstjóra- starfi hjá Sambandinu af Vil- hjálmi Þór. Æviminningar Er- lendar eru komnar út og nefn- ast þær „Staðið í ströngu”. Ut- gefandi er Fróði hf. en höfundur er Kjartan Stefánsson. I bókinni fjallar Erlendur um afskipti sín af málum samvinnu- hreyfingarinnar sem hófust þegar hann var innanbúðarmað- ur í Kaupfélagi Skaftfellinga í Vík í Mýrdal. Hann rekur feril sinn hjá Sambandinu og fyrir- tækjum þess og segir meðal annars frá átökum sem urðu við lok starfsferils hans þar. Við grípum hér niður í hluta úr kaf- lanum „Blikur á lofti” sem segir frá síðustu árum Erlendar sem forstjóri Sambandsins. r Aárinu 1983 var farið að huga að skipulagsmálum hjá Sanjbandinu og menn töldu að róttækra breyt- inga væri þörf. Sérstök nefnd, sem skipuð var þremur stjóm- armönnum Sambandsins, vann að tillögum um breytt skipulag og sér- fræðingar frá norska fyrirtækinu Asbjörn Habberstad A/S voru ráðnir henni til aðstoðar. Skipulagsbreytingarnar tóku gildi í júlí 1984. Helstu breytingar frá eldra skipulagi voru þær að ráðinn var aðstoðarforstjóri til þess að ann- ast daglega yfírstjórn ásamt for- stjóra. Verksvið allra deilda vom skilgreind upp á nýtt og verkefni flutt á milli nokkurra deilda. Meginá- hersla var lögð á að skilgreina markmið Sambandsins í hinum ýmsu starfsgreinum og laga skipulagið að þeim. Einnig var gert ráð fyrir því í til- lögum skipulagsnefndar að forstjóri ætti að ráða framkvæmdastjóra fyrir aðaldeildir Sambandsins en ekki stjórnin, eins og áður hafði verið. Þetta var róttæk tillaga sem gerði ráð fyrir auknum völdum forstjór- ans. Eg var henni eindregið fylgjandi af þeirri ástæðu að forstjórinn einn ber ábyrgð á rekstri fyrirtækisins gagnvart stjórninni. Auðvitað er það eðlilegt stórnskipulag að fram- kvæmdastjórar séu ábyrgir gagnvart forstjóra en geti ekki skotið sér á bak við stjómina. Forstjórinn þarf að hafa völd í samræmi við ábyrgð. Þessi tillaga var samþykkt í stjórn Sambandsins ásamt öðmm tillögum að hleypa inn nýju blóði og ungu mennirnir skynja betur breytta tíma en þeir eldri sem fyrir em. Þessir ungu menn settu svip sinn á Sam- bandið síðustu ár mín þar. Að minnsta kosti var eftir því tekið, þegar ég hætti og þessir ungu menn voru komnir í önnur störf, að þá vantaði. Utlendur bankastjóri, kunn- ingi minn, sagði við Margréti eftir að hann hafði komið í heimsókn í Sambandið: „Hvar eru allir þessir ungu menn sem Erlendur hafði í kringum sig?” Þrír ungir menn komu mjög við sögu hjá Sambandinu á þessum árum. Það voru þeir Axel Gíslason, Eggert A. Sverrisson og Þorsteinn Ólafsson. Axel var verkfræðingur að mennt og vann fyrst hjá iðnaðar- deildinni norður á Akureyri. Hann var eitt ár hjá Iceland Seafood, 1974. Hann tók síðan við skipulags- og fræðsludeild Sambandsins 1975 og skipadeild Sambandsins 1977. Hann varð svo aðstoðarmaður minn 1985 eftir skipulagsbreytingarnar. Ey- steinn Jónsson sagði um Axel að hann væri svo miklum hæfileikum gæddur að hann gæti gegnt hvaða stöðu sem væri innan Sambandsins. Ég veit að þar var forstjórastaðan ekki undanskilin. Eggert Á. Sverrisson starfaði fyrst í hagdeild Sambandsins og varð síðan framkvæmdastjóri fjárhagsdeildar. Hann byggði upp tölvukerfi fyrir Sambandið og kom á góðu bókhalds- skipulagsnefndar. Skipulagsbreyt- ingamar gátu öðlast gildi þá þegar en breytingar á starfssviði forstjór- ans þurfti að bera undir aðaifund þar sem þær fólu í sér breytingar á samþykktum Sambandsins. Einnig þurfti að bera undir aðalfund hug- myndir sem uppi voru um að gera starf stjórnarformanns að fullu starfi. Allmiklar umræður urðu um skip- ulagstillögu stjórnarinnar á aðal- fundinum 1984. Fulltrúar frá KRON voru á móti því að forstjóri réði fram- kvæmdastjóra. Nokkrir starfsmenn Sambandsins, þar á meðal fram- kvæmdastjórar, unnu einnig mark- visst að því að þessar tillögur yrðu ekki samþykktar. Valur Arnþórsson fann hvernig vindarnir blésu á fund- inum því þegar hann átti að mæla fyrir þessari tillögu stjórnarinnar sló hann bæði úr og í. Ég bjóst samt við því að tillaga stjómarinnar yrði samþykkt á aðalfundinum en það fór á annan veg. Málamiðlun var síðan gerð með sérstakri ályktun þar sem málinu var frestað svo aðalfundar- fulltrúum gæfist kostur á að kynna sér tillögurnar betur. Var samþykkt að fresta afgreiðslu þeirra um eitt ár. Árið eftir voru þær bomar upp og samþykktar. Nokkm áður en aðalfundurinn 1984 var haldinn hafði skipulags- nefrfd komist að þeirri niðurstöðu í samráði við mig að æskilegt væri að færa nokkra framkvæmdastjóra á milli aðaldeilda Sambandsins. Ékki varð samt neitt úr því þegar til átti að taka þar sem viðkomandi fram- kvæmdastjórar voru því mjög mót- fallnir að færa sig um set og stjórn- in lét það gott heita. Þetta endurspe- glaði hins vegar greinilega veikan hlekk í stjómskipulagi Sambandsins og því var nauðsynlegt að breyta samþykktunum á þann veg sem gert var að lokum. Umræðan um þennan þátt skipu- lagsmálanna olli því að andrúmsloft- ið í framkvæmdastjórninni varð ekki eins gott og áður. Kaffimálið var einnig í uppsiglingu á þessum árum og óvissan í kringum það skapaði ákveðna spennu og jafnvel tor- tryggni. Seinni hluta árs 1985 kom svo enn eitt ágreiningsefnið upp. Þá var tekist á um það hvort skipadeild Sambandsins ætti að fara í samstarf við einkaaðila. Skömmu fyrir gjald- þrot Hafskips vildu nokkrir úr hópi Hafskipsmanna stofna skipafélag með Sambandinu. Skipadeild Sam- bandsins átti að verða grunnurinn að hinu nýja félagi og Sambandið átti að eiga meirihluta í því. Axel Gíslason hafði veg og vanda af undirbúningi þessa máls og hafði hann stuðning minn, Vals Arnþórs- sonar og nokkurra stjórnarmanna. Axel lagði fram áætlanir sem sýndu fram á að þetta var vænlegur kost- ur. Hugmyndir hans voru lagðar fyr- ir stjórn Sambandsins í nóvember 1985 en því miður voru þær felldar með fimm atkvæðum gegn fjórum. Það voru ekki aðeins skiptar skoðan- ir um þetta mál í Sambandsstjórn- inni heldur voru nokkrir fram- kvæmdastjórar innan Sambandsins einnig mjög á móti þessu samstarfi og þeir réru í stjórnarmönnum. I ljósi þess, sem síðar gerðist, má sjá að tillögur Axels voru skynsam- legar. Eimskip keypti nokkur skip Hafskips af þrotabúinu á hagstæðu verði og náði að festa sig enn frekar í sessi á flutningamarkaðinum. Sjálf- stætt skipafélag í meirihlutaeign Sambandsins hefði án efa náð miklu betri árangri við þessar aðstæður en skipadeild Sambandsins gat gert. Einnig fannst mér á þeim tíma að umsvif Sambandsins væru orðin það mikil að eðlilegt hefði verið að draga úr miðstýringu innan þess með því að gera skipadeildina að sjálfstæðu félagi. Á undanförnum árum og áratug- um hafði mikil samheldni einkennt framkvæmdastjórn Sambandsins. Þegar þessi þijú mál komu upp, skip- ulagsbreytingarnar, átökin um skip- afélagið og kaffimálið, sem ég fjalla nánar um hér á eftir, fannst mér eins og þessi mikla eining og ein- drægni, sem lengst af hafði ríkt í framkvæmdastjórninni, væri ekki lengur fyrir hendi. Á níunda áratugnum vann ég markvisst að því að yngja Samband- ið upp, ef svo má að orði komast. Öllum fyrirtækjum er nauðsynlegt Ungt fynrtæki — ungir stjórnendur: F.v.: Hermann Þorsteinsson, Björn Vilmundarson, Erlendur Einars- son framkvæmdasíjóri, Olafur Kristjánsson og Jón Rafn Guðmundsson. Myndin er tekin kringum 1950. Margrét Helgadóttir og Erlendur 1986. Myndir/Erlendur Einarsson Einarsson. Myndin er tekin árið og áætlanakerfi. Eftir það fengum við mánaðarlega upplýsingar um stöðu mála. Það var ómetanlegt stjómtæki á tímum mikilla breyt- inga. Því miður var þessu tölvu- og áætlanakerfi kastað fyrir róða eftir að ég hætti og Sambandið var án rekstrar- og fjárhagsáætiana í of langan tíma. Éggert Á. Sverrisson var ómissandi starfsmaður. Með hon- um starfaði Sigurður Gils Björgvins- son, góður fagmaður í áætlanagerð og rekstrarútreikningi. Þorsteinn Ólafsson var fram- kvæmdastjóri þróunar- og nýsköpun- ardeildar. Hann hafði það hlutverk að finna nýjar starfsgreinar fyrir Sambandið. Mér fannst hann standa sig vel þótt ekki hafi allt, sem brydd- aðar upp á, tekist jafn vel enda ekki hægt að ætlast til þess. Sambandið hafði mörg jám í eldinum á þessum árum og ég held að sjaldan hafi ver- ið stefnt jafn markvisst að nýsköpun hjá okkur og 'á fyrstu árum níunda áratugarins. Meðal nýrra fyrirtækja, sem Sambandið hafði stofnað eða var þátttakandi í, má nefna Marel, Islandslax, Lind og Icecon. Þessi fyrirtæki voru þörf nýbreytni fyrir íslenskt atvinnulíf og flest þeirra ganga vel í dag. Ég varð hins vegar fyrir miklum vonbrigðum með það hvernig fór fyrir íslandslaxi. Við höfðum undirbúið stofnun fyrirtæk- isins mjög vel og töldum að við hefð- um einmitt girt fyrir byijunarörðug- leika með því að efna til samstarfs við þekkt, norskt laxeldisfyrirtæki. Með því fengum við erlent fjármagn inn í fyrirtækið og reynslu og þekk- ingu Norðmanna sem höfðu fengist við þessa atvinnugrein lengi. Við urðum fyrir því óhappi að norska fyrirtækið lenti í miklum fjárhagserf- iðleikum heimafyrir. Það var selt og kaupendur þess virtust ekki hafa áhuga á laxeldi á íslandi. Mér er sagt að kaupendurnir hafi haft meiri áhuga á því að nýta sér tap sam- starfsaðila okkar til skattafrádráttar heldur en að endurreisa fyrirtækið. Sú regla er í gildi, og hefur verið í nokkur ár, að forstjórar og fram- kvæmdastjórar hjá Sambandinu láti af störfum á því ári sem þeir verða sextíu og fímm ára. Það lá því ljóst fyrir að ég myndi hætta einhvern tímann á árinu 1986 og nýr forstjóri tæki þá við en ég varð sextíu og fimm ára 30. mars það ár. Umræða um val á eftirmanni mín- um hófst þegar á árinu 1984. Fyrst í stað var rætt um að Valur Arnþórs- son tæki við af mér en seinna komu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.