Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 60
Bögglapóstur um ollt lund PÓSTUR OG SÍMI ittgtmfrliiifrft VZterkurog k J hagkvæmur auglýsingamióill! MORGUNBLADID, ADALSTRASTI 6. 101 REYKJAVlK SlMI 691100, FAX 601181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Annríki hjá lögreglunni: Glóðglað- ir ökumenn teknir víða ALLS voru 10 ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur víða um borgina aðfaranótt laugardagsins og einn áberandi ölvaður ökumaður varð valdur að umferðarslysi á mótum Snorrabrautar og Miklubrautar um nóttina. Einn af þeim sem teknir voru grunaðir um ölvun við akstur tók það sérstaklega fram að hann hafi verið að koma úr jólaglóðarveislu en lögreglan býst við að glóðin valdi svipuðum vandræðum í ár og í fyrra. Umferðarslysið var skömmu eftir klukkan 2 um nóttina. Hinn ölvaði ók aftan á kyrrstæðan bíl við gatnamótin. Við höggið hrökk einn farþega bflsins út úr honum og var fluttur á slysadeild. Meiðsli hans reyndust minniháttar. Eftir ákeyrsiuna reyndi hinn ölvaði að flýja af vettvangi en leigubílstjór- um, sem sáu til mannsins, tókst að stöðva hann á Grettisgötunni og var honum komið í hendur lög- reglunnar. Reykjavík: Svipaður fjöldi fæð- inga og undanfarin ár FÆÐINGAR á Landspítalanum voru 2.418 fyrstu ellefu mánuði ársins en reiknað er með um það bil 160 fæðingum í desember. Fyrir helgi höfðu 438 konur fætt börn sín á Fæðingarheimilinu. , 2.732 árið þar áður en árið 1988 var metár, 2.800 fæðingar. Fæðingar á Fæðingarheimilinu voru orðnar 438 fyrir helgi, allt einburafæðingar. Tölur um fæð- ingar annars staðar á landinu en í Reykjavík berast Hagstofunni í lok ársins. Af 2.418 fæðingum á Land- spítalanum átti 41 kona tvíbura. Börnin eru því samials 2.459 fyr- ir utan desembermánuð en þá er reiknað með 160 fæðingum. Flest- ar fæðingar voru í maí og mars, 243 hvom mánuð. 2.783 fæðingar voru á Landspítalanum í fyrra, Sjúkraþjálfun fyrir ellilífeyrisþega: Borgin hefur ákveðið að hætta greiðslum FÉLAG íslenskra sjúkraþjálfara hefur ritað heilbrigðisráðherra bréf þar sem félagið lýsir áhyggjum sínum vegna niðurfellingar á kostnaðar- hlutdeild Reykjavíkurborgar í sjúkraþjálfun ellilífeyrisþega um næstu áramót, sem samþykkt var í borgarráði 12. nóvember síðastliðinn. Markús Örn Antonsson borgarstjóri sagði að þetta væri gert á grund- velli laga frá 1989 um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Trygginga- stofnun hefur greitt 60% af kostnaði ellilífeyrisþega vegna sjúkraþjálf- unar og Reykjavíkurborg 40%. Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri í heil- brigðisráðuneytinu segir Ijóst að Reykjavíkurborg sé að skera niður þjónustu og að lög um verkaskiptingu séu fyrirsláttur. Hulda Ölafsdóttir, formaður Fé- lags íslenskra sjúkraþjálfara, sagði að félagið hefði farið fram á það við dómsmálaráðuneytið að þessi kostn- aðarhlutur yrði tekinn inn í lög um almannatryggingar, en verið væri að fjalla um breytingar á þeim lögum núna. „Það eru allir mjög áhyggju- fullir vegna þessa máls innan stjórn- arinnar. í raun er það ekki mikill kostnaður sem sveitarfélögin hafa borið af þessu. í Reykjavík eru þetta Sigurvon ÍS fékk á sig brot og þurfti í land: Faríð strax út aftur að ná í fisk til vinnslu í Freyjunni Suðureyri. SIGURVON IS 500, 200 tonna línubátur frá Suðureyri, fékk á sig brot út af Skálavík síðdegis á föstudag. Báturinn varð að fara inn til Bolungarvíkur til viðgerða en hélt til veiða að nýju skömmu fyrir miðnætti og kom á laugardagsmorgun inn til Suðureyrar með afla þann sem þá var unninn í frystihúsi Freyju. Brotið kom á síðu bátsins og fór sjór inn um lúguna þar sem línan er dregin. Spil fór úr sam- bandi og var afráðið að fara inn til Bolungarvíkur til viðgerða, sem tóku skamma stund og var þá haldið út að nýju til að draga lín- una og koma að landi afla svo vinnsla gæti hafist í Fiskiðjunni Freyju eftir hlé á „laugardegi til lukku” eins og að hafði verið stefnt. Sturla Páll á milli 10-11 milljónir kr. á þessu ári, sem er ekki há upphæð miðað við það sem þessi þjónusta sparar af annarri dýrari heilbrigðisþjón- ustu,” sagði Hulda. Gísli K. Péturs- son, yfirmaður fjármála- og rekstrar- deildar Reykjavíkurborgar, staðfesti þessa tölu. Hópur sjúkraþjálfara sem starfa við öldrunarþjónustu hefur einnig lagt drög að bréfí til dómsmálaráðu- neytisins vegna þessa máls. Hulda sagði að kæmi ríkið ekki til móts við þessa einstaklinga yrðu þeir að greiða 40% af þessari þjónustu eins og aðrir. „Iðulega þurfa þessir ein- staklingar að taka leigubíl á staðinn. Fyrir fólk sem hefur lítið umleikis yrði þetta töluverður baggi. Ég er sannfærð um að þetta leiddi til þess að fólk færi sjaldnar til sjúkraþjálf- ara og það gæti haft þær afleiðingar að það þyrfti á dýrari heilbrigðisþjón- ustu að halda,” sagði Hulda. „Við óttumst að þó svo vel verði í erindi okkar tekið í dómsmálaráðuneytinu myndist alltaf eitthvert gat þarna á milli eitthvert tímabil meðan málið gengi í gegnum þingið.” Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri sagði að ráðuneytinu hefði ekki bor- ist erindi um ákvörðun Reykjavíkur- borgar. Lagabreytingu þyrfti til þess að ríkið tæki á sig þennan umfram- kostnað. Hann sagði að Reykjavíkur- borg væri með þessu að minnka þá þjónustu sem hún hefði haft. Þetta væri ekki í samræmi við lög um verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga, því þarna hefði Reykjavíkur- borg tekið á sig meiri skyldur en henni bar samkvæmt lögum. „Lög um verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga hafa verið í gildi í tvö ár þann- ig að ég myndi líta svo á að Reykja- víkurborg sé bara að minnka þá þjón- ustu sem hún hefur veitt. Það er engin ástæða fyrir Reykjavíkurborg að breyta þessu núna, hún hefði þá átt að breyta þessu í ársbyrjun 1990.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.