Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1991 UKRAÍNA Á ÚTLEIÐ eftir Guðm. Halldórsson ÚRSLIT þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Úkraínu á dögunum kunna að hafa gert tilraunir Míkhaíls Gorbatsjov forseta til að bjarga sovézka ríkjasambandinu að engu og marka upphafið að endalokum stjórnar hans. Um 90% kjósenda annars stærsta sovétlýðveldisins hafa samþykkt yfirlýsingu um sjálfstæði og dregið er í efa að Sovétríkin séu lengur til. Úkraínumenn krefjast sjálfstæðis. Orvæntingarfull barátta Gorb- atsjov fyrir varðveizlu ríkja- sambandsins hefur leitt til þess að hann hefur oft hótað að segja af sér. Hann hefur glatað mestöllum völdum sínum síðan valdaránstilraunin var gerð í ágúst og staða hans virðist vonlaus. Gorbatsjov berst fyrir því að samn- ingur um nýtt „samband fullvalda ríkja” verði undirritaður fyrir ára- mót. Hann hefur sagt að slíkt ríkja- samband sé óhugsandi án Úkraínu og Borís Jeltsín Rússlandsforseti hef- ur tekið í sama streng. Báðir skoruðu á Úkraínumenn að styðja ekki sjálf- stæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni, en orð þeirra voru að engu höfð. Leoníd Kravtsjúk, sigurvegarinn í forsetakosningum sem fóru fram um leið, segir að tilraun- ir Gorbatsjovs til að koma á fót nýju ríkjasambandi„séu í raun og veru úr sögunni”. Síðan hefur Kravtsjúk rætt við Jeltsín og leiðtoga Hvíta Rússlands í Minsk, sem er enn eitt dæmi um þverrandi áhrif Gorbatsjovs. Þeir munu meðal annars reyna að ná samkomulagi nýtt efnahags- bandalag, líklega með bæki- stöð í annarri borg en Moskvu. Valdaráni spáð Úkraína er lítið eitt stærra en Frakkland og liggur að Svartahafi, Rúmeníu, Tékkóslóvakíu, Ungveija- landi og Póllandi. Úkraína yrði eitt fjölmennasta ríki Evrópu - aðeins Þýzkaland, Bretland, Italía og Frakk- land yrðu fjölmennari. Sigur Kravt- sjúks hefur gert hann að einum valda- mesta manni Austur-Evrópu. Rúmen- ía, Moldavía og Rússland kunna að bera fram landakröfur gegn Úkraínu, en Úkraínumenn ráða yfir kjarnorku- vopnum og gætu ógnað veikburða lýðræðisríkjum í Austur-Evrópu. Þeir gætu líka grafið undan samningum um takmörkun vígbúnaðar og haft ófyrirsjáanleg áhrif á upplausn Sovét- ríkjanna. Spár um valdarán eða borgarastyijöld í Sovétríkjunum hafa aftur skotið upp kollinum. Borgar- stjórinn í Pétursborg, Anatolíj Sobt- sjak, talar um hættu á að herinn hrifsi völdin til að koma á lögum og reglu og fái stuðning almennings. Varaforseti Rússlands, Alexander Rutskoj, hefur tekið undir gagnrýni harðlínumanna á fyrirhugaðar efna- hagsumbætur Jeltsíns og telur Rússa dæmda til að búa við fátækt ef verð- lag verði gefíð fijálst. Rutskoj segir að aga sé þörf til að tryggja stöðug- leika og staða Jeltsíns virðist hafa veikzt. Jeltsín hefur tekið við dag- legri stjórn til að tryggja að efnahags- umbótum verði komið í framkvæmd og þar með lagt heiður sinn að veði. Hingað til hefur hann hikað við að láta til skeika að sköpuðu af ótta við viðbrögð almennings. „Úrslitaskrefið” Gorbatsjov virðist vona að skiln- ingur á nauðsyn þess að leysa vax- andi efnahagskreppu í vetur aukist þegar „tilfinningauppnám” líði hjá eftir þjóðaratkvæðið í Úkraínu. Tals- maður hans segir að hann telji ekki úrslitin stuðning við aðskilnað frá ríkjasambandinu og að vonir um póli- tískt og efnahagslegt samband séu brostnar. Sovézkir sérfræðingar eru honum ósammála. „Úrslitaskrefíð hefur verið stigið,” segir einn þeirra, Hann telur að hugm-yndir Gorbatsjovs um ríkjasamband komi ekki lengur til greina og segir að „þótt hann hverfi ekki með öllu af sjónarsviðinu verði pólitísk áhrif hans hverfandi”. Niðurstaðan kunni að verða „tvíhliða” bandalög, þar sem áhrif rússneska sambandslýðveldisins verði yfirgnæf- andi. Gorbatsjov hefur þó ekki gef- ið upp alla von og væntir þess að þing Ökraínu fallist á aðild að sam- eiginlegu efnahagssvæði, sem níu lýðveldi hafa samþykkt. Að hans dómi kynni aðild Úkraínu að efna- hagsbandalagi stuðla að pólitísku samkomulagi síðar meir, en nýr yfir- maður bandarísku leyniþjónustunnar CIA spáir því að hann hrökklist frá völdum fyrir áramót. Gorbatsjov virðist einnig binda enn vonir við stuðning vestrænna ríkis- stjórna, sem kunna að telja ríkjasam- band tryggingxi fyrir samningum um skuldir og fjárfestingar _og eftirlit með kjarnorkuflaugum í Úkraínu og þremur öðrum lýðveldum - Rúss- landi, Hvíta Rússlandi og Kazakstan. Kjarnorkuveldi Þótt Úkraína sé kjamorkuveldi hafa leiðtogar landsins lýst því yfír að umráð yfír kjarnorkuvopnum sé þeim ekkert metnaðarmál. Þeir segj- ast vilja að sovézk kjamorkuvopn verði fjarlægð, eða sett undir sameig- inlega stjórn yfirvalda í Úkraínu og Moskvu. Um 2.000 kjarnaoddar munu vera í Úkraínu og af 176 lang- drægum kjarnaflaugum þar á að eyða 130 samkvæmt Start-samningnum. í aðalstöðvum NATO er óttazt að spenna í Rússlandi gæti valdið hug- arfarsbreytingu í Úkraínu í kjarnork- umálum. Á það er bent að úkraínsk þjóðernishyggja eigi til að fara út í öfgar og aukin pólitísk og efnahags- leg kreppa kunni að auka þá hættu. Þingið í Kiev - Kænugarði - hefur samþykkt að Úkraínumenn komi á fót 420,000 manna eigin herafla, þótt vafi leiki á því að þeir hafi til þess fjárhagslegt bolmagn. Auk þess munu 500.000 sovézkir hermenn verða um kyrrt í Úkraínu og herimir mundu heyra undir sameiginlega stjórn. Samkvæmt tölum frá Pentagon eru 20 af 145 herfylkjum Spvétríkj- anna í Úkraínu (en 71 í Rússlandi). Um 70% yfírmanna í Rauða hernum hafa verið úkraínskir og í Úkraínu eru ómissandi bækistöðvar landhers, sjóhers og flughers. Þar á á meðal er aðalbækistöð Svartahafsflotans í Sevastopol, þar sem Úkraínumenn virðast vilja taka við stjórninni. Úkraína er auðugt land og lands- menn eru vissir um að geta staðið á eigin fótum. Landið hefur verið korn- forðabúr Sovétríkjanna og fimmtung- ur iðnaðarframleiðslunnar hefur komið þaðan, en Úkraína er ekki samkeppnisfær við Vesturlönnd og háð olíu frá öðrum hlutum Sovétríkjanna. Áratuga miðstýring hefur gert tijtölu- lega traustan efnahag Úkra- ínu nátengdan efnahagskerfí Rússlands. Náin tengsl tveggja öflugustu sovétlýð- veldanna eru aldagömul og Úkraína hefur löngum verið kölluð „Litla Rússland”. íbú- ar Rússlands eru 150 milljón- ir, en Úkraínu 53 milljónir og þar af eru 70% Úkraínu- menn og 20% Rússar. Fimm milljónir Úkraínumanna búa í Rúss- landi, en 11 milljónir Rússa í Úkraínu. Ríki Væringjanna Fyrir 1000 árum var Úkraína vagga rússneskrar kristni og menn- ingar þegar Kænugarðsríki norrænna Væringja var og hét. Borgríki Rus- þjóðarinnar náði yfir stóran hluta svæðisins milli Eystrasalts og Svarta- hafs og Kænugarður varð ein auðug- asta borg Evrópu og meginmiðstöð trúar, menningar og mennta í myrk- viði miðalda. Mongólar lögðu Kænugarð í rúst og eftir yfírráð Litháa og Pólveija var Úkraína innlimuð í rússneska rík- ið 1654. Þá höfðu Kósakkar - land- nemar og ribbaldar frá Úkraínu handan Dnjepr-fljóts - leitað ásjár Rússakeisara eftir vígaferli gegn Rússum, Tyrkjum og Tatörum frá Krím. Pétur mikli takmarkaði sjálf- stjórn Úkraínu 1709 og tugþúsundir Kósakka létu lífið þegar þeir og fleiri voru neyddir til að reisa St. Péturs- borg. Katrín mikla svipti Úkraínu öllum réttindum og á síðustp öld jafngilti úkraínsk þjóðemisbarátta landráð- um. Árið 1876 fyrirskipaði stjórn keisarans að öll kennsla skyldi fara fram á rússnesku og bannaði útgáfu bóka á úkraínsku, þar sem „úraínsk tunga væri ekki til, hefði aldrei verið til og yrði aldrei til”. Svipaður munur er á rússnesku og úkraínsku og á dönsku og sænsku, en milljónir Úkr- aínumanna hafa glutrað niður tung- unni. Fjögurra ára fallvölt sjálf- stæði Úkraínumanna leið undir lok þegar bolsévíkar tóku stjórnina í sín- ar hendur 1922 og komu á sovétlýð- veldi. Barátta gegn sjálfeignarbænd- um, kúlökkum, hófst þegar komið var á samyrkjubúskap og hungursneyð varð sjö milljónum að bana. Iðnvæð- ingu var hraðað sem mest og Stalín útnefndi Úkraínumanninn Alexei Stakhanov „fyrirmyndarverkamann” sovétkerfísins. Milljónir biðu bana í síðari heims- styijöldinni þegar skæruliðar börðust af jafnmikilli heift gegn nazistum og sovétmönnum. Margir Úkraínumenn tók-u þátt í morðum nazista á gyðing- um, sem lengi hafa verið hataðir í Úkraínu. Úkraínumenn fengu aftur yfírráð yfir vesturhéruðum sínum í Galizíu, Rútheníu og Búkóvínu, sem Austurríkismenn höfðu eitt sinn ráð- ið, en þjóðernishyggja virtist lognast út eftir stríðið. Slysið í Tsjernobyl Úkraínumenn voru seinir að taka við sér þegar Gorbatsjov innleiddi glasnost 1985. Kjamorkuslysið í Tsjernobyl ári síðar vakti þá af vær- um blundi, en athyglin beindist fyrst að verndun umhverfísins og tungunn- ar. Harðlínuleiðtoginn Vladimír Stsjerbitskij var rekinn í september 1988 eftir 17 ára harðstjóm og dygg- ir skósveinar Kremlveija fóru með stjórnina þar til fyrir tveimur árum. Þjóðernissamtökin Rukh fengu þingmenn kjörna í kosningum í marz 1990, en Kravtsjúk hefur tekizt að halda völdunum með því að gera stefnumál þeirra að sínum. Hann gagnrýndi ekki valdaránstilraunina í Moskvu í ágúst, en sá sig um hönd og fékk þingið til að samþykkja álykt- un þá um sjálfstæði, sem var borin undir þjóðaratkvæðið á dögunum. Kravtsjúk hefur hvað eftir annað gagnrýnt hugmyndir Gorbatsjovs um nýtt ríkjasamband. Hann hefur sagt að sambandsríki með forseta og ríkis- stjórn „mundi tákna afturhvarf til gamla kerfisins”. Þó er hann sjálfur skilgetið afkvæmi gamla kerfisins og jafnvel stuðningsmenn hans kalla hann „bragðaref’. Hánn var aðalhugmyndafræðingur kommúnista í Úkraínu og þjónaði Kremlveijum af trúmennsku sem og aðrir samstarfsmenn áður en hann varð leiðtogi landsins sem þingforseti fyrir 18 mánuðum. Gorbatsjov og Jeltsín höfðu getað sætt sig við að- skilnað Eystrasaltsríkjanna og jafn- vel Georgíu, en þeir hafa streitzt gegn því að Úkraína fari að dæmi þeirra. Þeir sendu þinginu í Kiev áskorun um að endurskoða afstöðu sína og Jeltsín kvaðst áskilja sér sér rétt til að vefengja landamæri hvers þess lýðveldis sem segði sig úr ríkja- sambandinu. Yfirlýsing hans vakti reiði í Úkraínu þar sem hann var uppnefndur „Borís keisari”. Bandarísk vinsemd Kravtsjúk færði sér deiluna í nyt til að sýna fram á að _ hann einn gæti tryggt sjálfstæði Úkraínu og fékk þingið til að samþykkja stofnun hers og sameiginleg yfirráð yfír sovézkum kjamavopnum á úkraínskri grund. Sykursendingar voru stöðvað- ar og það hefur valdið alvarlegu ástandi í rússneskum borgum. Úkr- aínumenn eru farnir að kalla Rússa „óvini” og „andstæðinga”, en meina það ekki í alvöru. Nýr gjaldmiðill, hrivnina, verður tekinn upp 1992 og komið verður á landamæravörzlu. í þjóðaratkvæðagreiðslunni var til- lagan um sjálfstæði jafnvel samþykkt í héruðum, þar sem Rússar eru fjöl- mennir. Stuðningsmenn sjálfstæðis fengu jafnvel nokkurn meirihluta á Krím, þar sem haldið hefur verið uppi baráttu fyrir sjálfstjórn eða sam- einingu við Rússland. í forsetakosn- ingunum hlaut Kravtsjúk rúmlega 60% atkvæða, en helzti keppinautur hans, andófsmaðurinn Vjatsjeslav Tsjornovíl, um 25%. Eftir þjóðarat- kvæðagreiðsluna kvaðst Kravtsjúk viss um að Rússland mundi viður- kenna Úkraínu. Síðan sagði talsmað- ur sovézka utanríkisráðuneytisins að ekkert yrði gert til að koma í veg fyrir að Úkraína fengi óskorað sjálf- stæði, en hann skoraði á vestrænar ríkisstjórnir að „hugsa sig um tvi- svar” áður en þær viðurkenndu það. Gömul aðild Úkraínumanna að Sameinuðu þjóðunum hefur auðveld- að baráttu þeirra fyrir alþjóðlegri við- urkenningu á sjálfstæðisyfirlýsing- unni. Pólveijar riðu á vaðið og fast á eftir kom stjórn Kanada, þar sem ein milljón Úkraínumanna býr. Bandaríkjastjórn kvað sig reiðubúna að undirbúa viðurkenningu á sjálfstæði Úkraínu áður en þjóð- aratkvæðagreiðslan fór fram, en hef- ur sett ströng skilyrði. fyrir fullu stjórnmálasambandi. Hún vill að landamæri verði virt, réttindi rússn- eska minnihlutans höfð í heiðri, fijálst markaðskerfí eflt og eftirlit með kjarnorkuvopnum tryggt. Þrátt fyrir þessa varfærni hefur Bush-stjórnin greinilega breytt stefnu sinni og ákveðið að sniðganga Gorbatsjov með því að snúa sér beint til lýðveldanna. Thomas Niles aðstoðarutanríkis- ráðherra fer bráðlega til Kiev að ræða skilyrði fyrir viðrkennirigu og síðan fer James Baker utanríkisráð- herra til Moskvu. Þess verður vænzt að þau fjögur sovétlýðveldi, sem ráða yfr langdrægum eldflaugum, geri með sér einhvers konar bindandi sam- komulag. Valdhafarnir í Kiev verða beðnir um tryggingar fyrir því að þeir muni standa við loforð um að virða alþjóðlega samninga, sem Sov- étríkin hafa undirritað, einkum um afvopnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.