Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1991 55 Bergþór Pálsson óperusöngvari tók nokkur lög við undirleik Jónasar Þóris. MJÖÐUR Enn bætist í bjórflóruna Gosan og Viking brugg blésu til hófs fyrir stuttu og kynntu þar það nýjasta frá sér í bjórmálum: Löwenbrau premium sem bruggaður er hérlendis eins og sá Löwen- brau sem fyrir er á markaðin- um. „Þessi er firnagóður, bruggaranum Alfred Teufeí hefur tekist vel upp, enda sprenglærður maður á sínu sviði,” sagði Gísli Blöndal markaðsfulltrúi Gosans/Vik- ing brugg í samtali við Morg- unblaðið. Gísli sagði enn fremur, að hófið hefði tekist hið besta og flestir eða allir á einu máli um ágæti þess sem allt snerist um, hins nýja Löwenbrau. „Þetta er ólikur drykkur þeim sem fyrir er. Hann er veikari og ljúfari á bragðið, minnir nokk- uð á Becksbjórinn og er af sama styrkleika, eða um 5 prósent,” sagði Gísli Blöndal. MorgunblaOið/KUA F.v.Alfred Teufel bruggmeistari, Werner Rasmussen stjórnarform- aður Gosans/Viking bruggs og Björgólfur Guðmundsson fram- kvæmdastjóri. VERSLUNARFERÐIRNAR Lága verðið stafar af magnafslætti ÓHÆTT ER að segja að svokallaðar innkaupaferðir íslendinga til Edinborgar, Dyflinnar og Glasgow, jafn vel víðar, hafi verið óvenju- Iega mikið til umræðu þetta árið. Þetta er ekki nýtt fyrirbæri, en ástandið í þjóðfélaginu er nú slíkt, að kaupmenn hér heima sprikl- uðu ákafar en áður og voru nefndar háar prósentutölur um hlut- fallslega minni verslun innanlands. Mitt í hringiðunni hefur verið maður að nafni Guðni Þórðarson, kenndur við ferðaskrifstofuna Sunnu á árum áður, en nú forstjóri Flugferða - Sólarflugs sem hef- ur flutt bróðurpart hinna verslandi Islendinga yfir Atlantsálana og þá einkum til Edinborgar. Verðin er boðin hafa verið eru ótrúlega lág, sérstaklega þegar tekið er mið af gæðum hótelanna sem gist er á. Morgunblaðið spurði Guðna hvernig á þessu stæði, hvort að svona lagað væri ekki dæmt til að fara á höfuðið. Guðni svaraði því af og frá, „Það er rétt, þetta eru hótel í háum gæðaflokki og fólk er ákaflega ánægt með dvölina. Ástæðan fyrir því að við getum boðið svona lágt verð, er að við kaupum 5.000 gisti- nætur á einu bretti. Það er sem sagt magnafslátt- urinn. Fólk skilur þetta ekki þegar það sér þess- ar lágu tölur, enda eru þær ótrúlegar þegar'að er gáð að það kostar á fimmtánda þúsund að fljúga til Egilsstaða og er þá flugvallarskattur ekki meðtalinn,” segir Guðni. En er þetta þá ef til vill tími árs að hót- elin ytra eru í vandræð- um að nýta rými sitt? „Nei, alls ekki,” svarar Guðni, þetta er þvert á móti mikill annatími. Öll hótel eru full á þessum tíma og mikið um að vera.” Hefur það komið niður á að- sókn í ferðirnar að farið var að tala um hámarkseyðslu einstakl- inga í slíkum ferðum, 24.000 krónur á mann, er þær stóðu sem hæst. „Nei og aftur nei. Þessar tölur eru ekki ný bóla. Þetta er standard- regla sem hefur lengi verið við lýði og breytir engu. Það eru að fyllast síðustu ferðirn- ar okkar þrátt fyrir að farið sé að viðra þessar reglur á nýjan leik og eftirspurnin er slík að við verðum trúlega með nokkrar Guðni Þórðarson ferðir í janúar,” svarar Guðni. Ekki verslar fólk til jólanna í jan- úar? „Nei, en þá eru útsölur og það lága verð sem menn kynnast fyr- ir jólin er þá skorið niður um allt að helming! Við höfum hreinlega verið beðin um að koma á janúar- ferðum, því vinnustaðir og fé- lagasamtök hafa áhuga á að komast á þessar útsölur og slá svo tvær flugur í einu höggi, að halda árshátíðina úti í leiðinni,” segir Guðni að lokum. Verslanir við Garðatorg verða opnar á sunnudögum frá hádegi til jóla. Garðatorg, Garðabæ VINNUSTOFA Rúnu Gisladóttur listmálara Selbraut 11, Seltjarnarnesi verður opin alla daga kl. 13-19 til 16. desember. Sýndar verða litlar myndir sem fást með eða án ramma. Sími611525. Glugginn auglýsir Pils, peysur, peysujakkar, blússur og toppar. Munið gjafakortin. Glugginn, Laugavegi 40. Suomi borðbúnaður Porzellan-Stírvice ‘ Suomi' Design: Tir.io Sarpaneva ,,Lifslistin“ í postulíni frá Ros- enthal. Fagur borð- búnaóuráyðareigið borð. " f, ý'x . /\l u //■ a\\v\\ Nýborg c§3 Ármúla 23, s. 813636
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.