Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1991 6 FRÉTTIR/INNLENT Fuglarannsóknir við Tjörnina: Andarvarpið ekki verið betra í áratug ANDAVARPIÐ við Tjömina í Reykjavík gekk vel á liðnu sumri og fijósemi var ágæt, segir í skýrslu um fuglarann- sóknir við Tjörnina árið 1991 og lögð hefur verið fram í borg- arráði. Fram kemur, að afkoman hafi sjaldan verið betri og komust 279 ungar á legg. Þarf að leita aftur Erindi um næringu og andlega þroskaleit Annað kvöld, mánudag, held- ur Hallgrímur Þ. Magnússon læknir erindi á vegum Nýaldar- samtakanna sem hann nefnir: „Um áhrif næringar á andlega þroskaleit.” Hann mun einnig svara spurn- ingum um hina ýmsu þætti sem varða líkamann sem „musteri” sál- arinnar og áhrif mararæðis á hann. Fyrirlesturinn verður haldinn kl. 20,30 í sal Nýaldarsamtakanna, Laugavegi 66, 3. hæð. ----» ♦ -♦--- Spaugstof- an á skjáinn 11. janúar SPAUGSTOFAN hefur aftur göngu sína í Sjónvarpinu 11. janúar næstkomandi. Þættirnir verða með svipuðu sniði og áð- ur og skipa fréttaskýringarnar áfram stærstan sess. Að sögn Karls Ágústs Úlfssonar verður einhveijum nýjum persón- um bætt við og verður reynt að hafa þættina með sem fjölbreytt- ustum hætti eins og verið hefur. Tage Ammendrup hefur stjóm- að upptöku þáttanna en nú tekur Kristín Ema Arnardóttir við því starfí. Þeir sem era í Spaugstof- unni era auk Karls Ágústs þeir Öm Amarson, Sigurður Sigur- jónsson, Pálmi Gestsson og Rand- ver Þorláksson. til 1977 og 1980 til að finna hag- stæðari ár. „Minna rykmý var við Tjörnina en árið 1988-90 þó var afkoma unga miklu betri en þau ár. Annað hvort eru flugnagildrur ekki góður mælikvarði á fæðu- framboð unganna eða aðrir þættir (t.d. veður, aðrar fæðugerðir o.fl.) skipta líka höfuðmáli.” Vitað var um 38 tegundir fugla sem sáust á tímabilinu október til september. Margæs er ný tegund á svæðinu og hafa nú sést 96 teg- undir fugla við Tjörnina. Fimm tegundir anda era varpfuglar, stokkönd, gargönd, duggönd, skúf- önd og æður. Varppör voru 145 og er það heldur minna en verið hefur undanfarin fjögur ár. Munar mest um fækkun stokkanda og æðarfugls. Fimm andategundir voru gestir, grafönd, rauðönd, hús- önd, hvinönd og toppönd. Þá segir, að í Vatnsmýrinni hafi gæsahreiður verið yfir 20 og hafa þau ekki áður verið fleiri. Afkoma unga var góð og komust 52 ungar upp. Hettumáfsvarpið gekk illa enda er hólminn, þar sem varpið var jafnan mest, illa rofínn af vatni. Kríunni vegnaði betur og fundust 106 hreiður og 35 ungar komust upp. „Blómlegt fuglalíf var við Tjömina síðastliðinn vetur. Aldrei áður hafa jafnmargar álftir (150) og gæsir (525) dvalið þar. Þetta eru einu grágæsimar sem hafa vetursetu á íslandi og 17% afjieim álftum sem dvelja í landinu. Á bil- inu 300-400 stokkendur vora að jafnaði á vökinni en það er fækkun frá því sem var 1974-81 (þá 500-600 fuglar).” Morgunblaðið/Árni Sæberg Færeysku þáttakendurnir á björgunarnámskeiði Slysavarnafélagsins. Ingimar Tór Thomsen, Jorg- in Olaf Hognesen, Niels Eysturtún, Oyvildur Haldansen, Remi Nicolajsen og Torfinn Hentze. Færeyingar á björg- unamámskeiði SVFÍ MEÐAL þátttakenda í sjóslysavörnum sem björgunarskóli Slysa- varnafélags íslands gekkst fyrir í þessari viku voru sex Færeying- ar. Þeir komu hingað í boði Slysavarnafélagsins og hafa dvalist hér við nám í eina viku. Þeir létu vel af námskeiðinu. Torfinn Hentze, yfirmaður hjá sambærileg námskeið í Færeyjum slökkviliðsskóla skammt frá Þórs- höfn, sagði að sér litist vel á björg- unarskólann. „Við höfum hlýtt á erindi um öryggismál og fengið verklega þjálfun um borð í gúmmíbátum og í sjónum. Þetta er góður skóli,” sagði Torfínn. Hann sagði að boðið væri upp á fyrir nemendur í stýrimannaskól- um og vélskólum. „Við komum til að sjá hvernig íslendingar færu að þessu. Við höfum svipað skip til umráða, varðskip, og verkleg kennsla fer fram þar um borð en bóklegt nám fer fram í landi.” Þá hefðu þeir aðgang að þyrlu landsstjórnarinnar, sem einnig væri notuð til áætlunarflugs á milli eyjanna. „Háseti í Færeyjum hefur ekki aðgang að svona námskeiði heima. Sjómenn á trillum kunna ekkert til björgunarstarfa,” sagði Ingimar Tomsen, 22 ára sjómaður frá Skopon. „Við lærum mikið um eldvarnir og reykköfun og allt sem tengist björgun úr sjó. Ég hef aldrei lent í neinu sjálfu en allur er varinn góður,” sagði Ingimar. Skiptar skoðanir um gagnsemi bólu- setningar gegn lwignabólgubakteríum í GREIN, sem nýlega birtist í Læknablaðinu, gagnrýnir Steinn Jóns- son læknir ráðleggingar landlæknis um bólusetningar gegn lungna- bólgubakteríum. Landlæknir hefur mælt með því að hafin verði hér á landi skipuleg bólusetning fullorðinna gegn lungnabólgubakter- íum, og styðst hann við ráðleggingar farsóttanefndar í þessu sam- bandi. Steinn telur að ekki gæti hlutlausrar túlkunar á upplýsingum um viðkomandi bóluefni í greinargerð með ráðleggingum nefndar- innar, og segir efasemdir um bóluefnið hafa aukist á síðustu árum. í svargrein í sama blaði segir Haraldur Briem læknir hins vegar að rannsóknir bendi til gagnsemi bóluefnisins. Steinn Jónsson segir í grein sinni I íum hafi aukist á síðustu árum eft- að efasemdir um gagnsemi bólu- ir að fjöldi greina hafí birst, sem setninga gegn lungnabólgubakter- | hafí staðfest alvarlegar sýkingar og dauðsföll meðal bólusettra. Hann segir að skynsamlegt virðist að bíða um sinn eftir betra bólu- efni, áður en fjöldabólusetning verði ráðlögð. í svargrein sinni segir Haraldur Briem hins vegar að ekki verði ráðið af alþjóðlegum greinaskrifum að efasemdir manna um bóluefnið fari vaxandi, og á undanförnum áram hafi fjöldi greina birst um notagildi bóluefnisins. Með hliðsjón af upplýsingum byggðum á rann- Paul Zukofsky ráðinn yfírmað- ur Amold Schönberg-stofn- unarinnar í Bandaríkjunum PAUL Zukofsky hefur verið ráðinn yfirmaður Arnold Schönberg- stofnunarinnar við University of Southern Califomia í Los Angel- es. Hann er einn af stofnendum Sinfóníuhljómsveitar æskunnar og hefur jafnframt sljórnað Sinfóníuhljómsveit íslands og Kamm- ersveit Reykjavíkur. Hann hefur verið leiðbeinandi við Julliard- tónlistarskólann í New York, en segist þó líklega ekki segja al- veg skilið við skólann, þrátt fyrir þessa nýju stöðu. Amold Schönberg-stofnunin sjálfsögðu peninga. Það væri ' hefur aðallega verið rannsóknar- stofnun en Zukofsky ætlar að leggja meiri áherslu á flutning verka eftir tónskáldið. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að Arnold Schönberg-stofnunin væri eina stofnunin í heiminum, sem tileinkuð væri Schönberg og jafn- framt sú eina, sem tileinkuð væri einstöku tónskáldi tuttugustu ald- arinnar. Þetta væri því mikilvægt starf við merka stofnun. „Það era engir nemendur við stofnunina sem slíka og ég myndi gjaman vilja breyta því, en það kostar að gaman að geta haft nemendur, sem væra að einbeita sér sérstak- lega að Schönberg og geta þá jafnvel veitt þeim einhveija styrki,” sagði Paul Zukofsky. Hann sagði þó gott samstarf vera á milli stofnunarinnar og tónlistarskóla háskólans. Að- spurður sagðist hann ekki vita um neina íslendinga, sem væru við nám í tónlistarskóla háskólans. „Tónlistarskólinn er vel þekktur og er mjög góður með mjög góða sinfóníuhljómsveit. En þetta er einkaskóli og er því mjög dýr. Með þá óvissu, sem nú ríkir í sam- bandi við íslenska námslánakerfíð um þessar mundir, er ég því ekki viss um hvort íslendingar gætu staðið undir þeim kostnaði, sem skólanum fylgir.” Paul sagðist vona að þessi stöðuveiting kæmi ekki niður á Sinfóníuhljómsveit æskunnar eða á áhuga hans á íslandi. „Ég var einn af stofnendum Sinfóníu- hljómsveitar æskunnar og mér er því mjög annt um hana. Það stendur til að ég komi til íslands í apríl og svo aftur í júní í sam- bandi við Listahátíð, en þar leikur Sinfóníuhljómsveit æskunnar,” sagði Paul Zukofsky. Á næstunni kemur út geisla- diskur í Bandaríkjunum með upp- töku Sinfóníuhljómsveitar æsk- unnar undir stjórn Paul Zukofsky á verkinu Pelleas og Melisande Paul Zukofsky eftir Schönberg. Paul sagðist von- ast til þess að fljótlega yrði haegt að fá diskinn hér á íslandi. „Eg held mikið upp á Schönberg og finnst hann vera mikilvægt tón- skáld tuttugustu aldarinnar. Á íslandi hefur ekki mikið verið flutt eftir hann en það er þó að aukast smám saman,” sagði Paul Zukof- sky að lokum. sóknum, sem gerðar hafi verið, hafí farsóttanefnd mælt með því, að auk einstaklinga í sérstökum áhættuhópum verði öllum einstakl- ingum, sem náð hafa 60 ára aldri, boðin bólusetning gegn sýkingum af völdum lungnabólgubaktería. Farsóttanefnd telji að ekki sé ástæða til að draga á langinn að hefja bólusetningar gegn lungna- bólgubakteríum, þótt vonast megi til að betra bóluefni fínnist í fram- tíðinni. Samtök um kvennaat- hvarf hlutu ÍSAL-styrk SAMTÖK um kvennaathvarf hlutu að þessu sinni svonefndan ÍSAL-styrk, en það er styrkur, sem Iskenzka álfélagið veitir jafnan í desembermánuði ein- hveijum þeim í þjóðfélaginu, sem aðstoðar er þurfi. Þessi styrkur hefur verið veittur um nokkurra ára skeið. Samkvæmt upplýsingum Rann- veigar Rist hjá Islenzka álfélaginu í Straumsvík er styrkur þessi veitt- ur í ár, þrátt fyrir slæmt ástand á álmörkuðum og fyrirsjáanlegt mik- ið tap á rekstri ÍSALs. „Hvort sem okkur líkar það betur eða verr, er brýn þörf á starfsemi sem kvenna- athvarfí í þjóðfélaginu. Aðsókn að kvennaathvarfínú hefur aldrei verið meiri en á þessu ári, en nú hafa 200 konur og 114 böm dvalist í athvarfinu.” ____
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.