Morgunblaðið - 08.12.1991, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 08.12.1991, Qupperneq 39
1 Gísla. Barnabörnin eru fjögur. Hjónaband þeirra Ágústar og Júl- íönu var farsælt og ekki var nafn annars þeirra nefnt í fjölskyldunni án þess að hitt fylgdi með. Þau voru miklir áhugamenn um skíða- og skautaíþróttir og munu margir eldri Reykvíkingar minnast þeirra hjóna er þau svifu um Reykjavíkur- tjörn í skautadansi samtaka eins og ævinlega. Það eru ekki svo mörg ár síðan að mynd birtist af þeim svífandi á svelli þá komin á efri ár. Frændi minn var mikill fjöl- skyldumaður, góður faðir og afi. Hann var mér og systkinum mínum góður móðurbróðir og minnumst við öll rausnarlegra gjafa og skemmti- legra jólaboða hjá þeim hjónum. Þau bjuggu um árabil í sama húsi og afi okkar og amma, Una og Guðlaugur, og var mikill samgang- ur og gagnkvæm hjálpsemi á báða bóga í því húsi. Og nú er komið að leiðarlokum. Góður maður er genginn. Maður sem vann þjóðfélagi sínu mikið og gott starf af einstakri samviskusemi og trúmennsku. ■ Við hjónin og börn okkar sendum Júlíönu og sonunum og þeirra skylduliði innilegar samúðarkveðj- ur. Megi minningin um bjartan æviferil góðs manns létta þeim söknuðinn. Blessuð sé minning Ágústar Guð- laugssonar. Victor Ágústsson MORGUNBLAÐIÐ MINNINGARsunnudáöM 8 DESEMBER W9Í t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR ÓFEIGSSON, Gnoðarvogi 34, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langhöltskirkju mánudaginn 9. desember kl. 13.30. Aðalheiður Þóroddsdóttir, Hólmfríður Daviðsdóttir, Fritz Bjarnason, Ófeigur Sigurðsson, Jónfna M. Þórðardóttir, Þórey Sigurðardóttir, Hafliði Sævaldsson, Sigríður Sigurðardóttir, Grétar Óskarsson, Svanhildur Sigurðardóttir, Borgþór Yngvason, Auður Margrét Sigurðardóttir, Magnús Magnússon, og barnabörn. Njóttu jólanna í faémi vina og vandamanna á Norðurlöndum. Pex -fargjöíd* Helgatfargjöld** Kaupmannahöfn Stokkhólmur Ósló Gautaborg 33.750 kr. 39-630 kr. 32.380 kr. 33.750 kr. 26.690 kr. 30.630 kr. 24.980 kr. 26.690 kr. Hafðu samband við þína ferðaskrifstofu, söluskrif- stofur okkar og umboðsmenn um allt land eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar). FLUGLEIDIR ol á Norðuriöndum sLágmarksdvöl - aðfaranón sunnudags. Hámarksdvöl - cinn mánuður. Barnaafsláttur 50%. ,:tLágmarksdvöl - aðfaranótt sunnudags. Hámarksdvöl - fjórir dagar. Flugvallarskattur ekki innifalinn. IJfcJ mmmm t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓNAS HÖGNI INGIMUNDARSON, Hjarðarholti 13, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðjudaginn 10. desember kl. 11. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Sjúkrahús Akraness og Hjartavernd. Ebba Magnúsdóttir, Lilja Högnadóttir, Haraldur Friðriksson, Magnús Högnason og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.