Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 4
4 FRETTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1991 ERLENT INNLENT Dagsbrún boðar verkfall Verkamannafélagið Dagsbrún hefur boðað tímabundin verkföll við olíu- og bensínafgreiðslu, flug- afgreiðslu innanlands, hjá skipa- félögunum og Mjólkurstöðinni í Reykjavík 11.-24. desember. Til- gangurinn er að knýja á um svör við kröfum í sérkjaraviðræðum. Ríkisstjórnin ræðir úrsögn úr Hvalveiðiráðinu Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, vill að ríkisstjórnin taki ákvörðun um úrsögn úr Alþjóða- hvalveiðiráðinu í samræmi við nið- urstöður hvalveiðinefndar um eða uppúr miðjum mánuðinum. Málið var rætt ítarlega á ríkisstjómar- fundi en engin ákvörðun tekin. Úrsögn er hvorki á dagskrá í Noregi eða Grænlandi á næstunni. 200 þúsund tonna aukning loðnukvóta Hafrannsóknastofnun telur að hægt verði að leyfa veiðar á 450 þúsund tonnum af loðnu það sem eftir er vertíðarinnar. Um er að ræða nálægt 200 þúsund tonna aukningu veiðiheimilda frá því í október þegar leyfð var veiði á 240 þúsund tonnum af loðnu. ERLENT 4 milljarða sparnaður frá fjárlagafrumvarpi Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir að draga úr útgjöldum ríkisins um 2 milljarða miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp í frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum á næsta ári. Lögð verða fram frumvörp um ýmsar lagabreytingar til að spara tæpa 2 milljarða til viðbótar á næstunni. Fyrirhugað er að fækka ríkisstarfsmönnum um 600, draga úr launakostnaði, ferðakostnaði og risnu, lækka dagpeninga ráð- herra, þingmanna og embættis- manna. Forsætisráðherra segir að Búnaðarbanka íslands verði breytt í hlutafélag í upphafi næsta árs. Hagnaður Flugleiða meiri en reiknað var með Flest bendir nú til að hagnaður Flugleiða verði 100-150 milljónir króna á þessu ári og er það mun betri afkoma en reiknað var með í sumar. Heildarhagnaður af allri starfsemi félagsins fyrstu níu mánuði ársins nam 478 milljónum króna en var á sama tímabili í fyrra um 721 milijón króna. Metdagur í loðnuveiði 9.000 tonn af loðnu veiddust norð- ur af Melrakkasléttu á föstudag. Ekki hefur veiðst meira af loðnu á einum degi það sem af er vertíð- inni. 14 skip voru á veiðum á svæðinu. * . Ukraína lýsir yfir sjálfstæði Yfirgnæf- andi meirihluti Úkraínumanna var því fylgj- andi í þjóðarat- kvæðagreiðslu, sem fram fór á sunndag fyrir viku, að landið yrði sjálfstætt og jafnframt var forseti þess kjörinn Leoníd Kravtsjúk. Er hugmynd Míkha- íls Gorbatsjovs, forseta Sovét- ríkjanna, um nýtt bandalag sovét- lýðveldanna úr sögunni þar með þótt hann hafi ekki gefið hana upp á bátinn. Er búist við, að í þess stað komi náið samstarf með slavnesku lýðveldunum, Úkraínu, Rússlandi og Hvíta Rússlandi, í líkingu við það,_sem er í Evrópu- bandalaginu. Úkraínska þingið hefur ógiltstofnsáttmála Sovét- ríkjanna frá 1922 og lýst yfir, að engar landakröfur verði gerðar á hendur nágrannaríkjum. Land- akröfur af þeirra hálfu verða held- ur ekki teknar til greina. Úkraína hefur verið undir Rússum frá því á 17. öld en nú hafa nokkur ríki viðurkennt sjálfstæði landsins og búist er við, að fleiri fylgi á eftir. Kravtsjúk forseti hefur lýst yfír, að Úkraína stefni að aðild að Evrópubandalaginu í fyllingu tímans. Slæmar horfur í Júgóslavíu Óttast er, að tilraunir Cyrusar Vance, sendimanns Sameinuðu þjóðanna, til að semja um komu friðargæsluliðs til Júgóslavíu fari út um þúfur. Er forsendan fyrir sendingu gæsluliðsins sú, að stað- ið verði við síðasta vopnahlés- samninginn en á föstudag hóf sambandsherinn miklar árásir á hafnarborgina Dubrovnik. Þá heldur hann enn uppi árásum á borgina Osijek og barist er um fleiri bæi. Utanríkisráðherrar Evr- ópubandalagsins ætla að ræða ástandið í Júgóslavíu á sérstökum fundi 16. desember nk. og munu þá Þjóðverjar leggja áherslu á, að Slóvenía og Króatía verði við- urkennd sem sjálfstæði ríki fyrir jól. Maxwell-veldið hrunið Fjármála- og fyrirtækja- veldi Roberts heitins Maxw- ells er hrunið til grunna og í ljós hefur kom- ið margs konar misferli og jafnvel fjár- dráttur. Fer dómskipaður sýslunarmaður með málefni einkafyrirtækja Maxw- ell-fjölskyldunnar og vinnur nú að því að selja hluti hennar í öðr- um fyrirtækjum. Eru skuldir hennar áætlaðar um 150 milljarð- ar ÍSK. Sum bresku blaðanna segja hreint út, að Maxwell hafi verið „glæpamaður” en skömmu fyrir andlátið flutti hann meira en 50 milljarða ÍSK. úr lífeyris- sjóðum starfsmanna sinna. Er enn ekki vitað hvar féð er niðurkomið. Terry Anderson laus Bandaríski biaðamaðurinn Terry Anderson, sem verið hafði gísi líbanskra mannræningja í meira en hálft sjöunda ár og leng- ur en nokkur annar, var látinn laus á miðvikudag. Hafa þá allir bandarísku gíslamir verið látnir lausir en enn eru í haldi hjá mann- ræningjum tveir Þjóðveijar. Ekki er vitað hvort eða hvenær þeir fá að fara ftjálsir ferða sinna. Robert Maxwell Ákafir stuðningsmenn nánari samruna aðildarríkja Evrópubandalagsins koma sjónarmiðum sínum á framfæri í miðborg Rómar. Á spjaldinu fyrir miðri mynd er þess krafist að komið verði á sam- eiginlegum evrópskum gjaldmiðli og að mynduð verði „lýðræðisleg evrópsk ríkisstjórn.” Fundur leiðtoga Evrópubandalagsins í Maastricht: Verður grettistökum lyft á elleftu stundu? LEIÐTOGAR aðildarríkja Evrópubandalagsins koma saman til fundar í hollenska bænum Maastricht i kvöld, sunnudagskvöld. Á morgun og þriðjudag freista leiðtogarnir þess að greiða úr þeirri flækju sem margir þættir endurskoðunar sáttmála bandalagsins hafa farið í síðustu misseri. Innan bandalagsins er bærileg sam- staða um að stefnt skuli að enn nánari samvinnu aðildarríkjanna á sem flestum sviðum í framtíðinni. Harðar deilur hafa hins veg- ar verið um hvað nöfn eigi að gefa ýmsum þáttum samvinnunnar og þá helst stjórnmálasamvinnunni. Þversum í Bretum stendur orðið „federal” sem í þeirra hugum þýðir svipað og í íslenskum orðabókum, þ.e. sambandsríki með miðstjórnarvaldi. Skilningur annarra Evrópumanna á orðinu kémur ágætlega fram í baráttu belgísku þjóðanna fyrir sambandsríki en markmið hennar er að auka sjálfstjórn málsamfélaganna, draga úr miðstýringu eða a.m.k. dreifa henni. Ollum markmiðum EB er ætl- að að þjóna því háleita markmiði sem „Evrópufeðumir” settu handa þeim í lok seinni heimsstyijaldarinnar, þ.e. að tryggja að aldrei aftur komi til blóðugra átaka milli Evrópuþjóða. Bent er á að þær þjóðir sem aldr- ei hafa þurft að þola þá niðurlæg- ingu sem fylgir innrás og hemámi s.s. Bretar, eigi oftar en ekki í erfiðleikum með að skilja ótta og áhyggiur þeirra sem búið hafa við slíkt. Slíkum þjóðum sé hent að líta á sam- starf sem tom- bólu þar sem hinir eigi að fá öll núllin. Markmið efna- hags- og stjóm- málasamvinnu ionan EB er að tryggja frið í álfunni með því að stuðla-að aukinni velmegun, lífs- kjarajöfnun, mannlegri reisn og auknum pólitískum áhrifum EB- þjóðanna saman í veröldinni. Ef ekki er litið á leiðtogafundinn í Maastricht í þessu samhengi blas- ir við að markmið fundarins sé að leggja, eina ferðina enn, grunn að einhvers konar heilögu róm- versku ríki þýsk/franskrar þjóðar. Pólitísk refskák Fáum.er betur lagið en Evrópu- mönnum að gera úlfalda úr mý- fiugu og öfugt. Samningaviðræð- ur eru ekki einungis skemmtileg- ar, þær eru ýmist spennandi fjár- hættuspil eða brask þegar samið er um mögulega skiptimynt. Um grundvallaratriði er ekki samið af Iéttúð, viðurkennt er að þeir hiutir eru til sem ekki verða verð- lagðir hvorki við samningaborðið né annars staðar. Þetta hefur orð- ið tilefni mjög alvarlegs ágrein- ings á milli Breta annars vegar og hinna ellefu aðildarríkja EB hins vegar vegna hinnar svoköll- uðu velferðaryfírlýsingar EB. Yf- irlýsingunni er ætlað að tryggja öllum þegnum EB lágmarks fé- lagsleg réttindi með sérstakri áherslu á samskipti launþega og vinnuveitenda. Plaggið er stund- um kallað „kommúnistaávarpið” í Brussel sem gefur vísbendingu um innihaldið. Gagnstætt frétt- um þá eru félagsleg réttindi senni- lega erfiðasta mál leiðtoga- fundarins í Ma- astricht. Um önnur atriði s.s. sameiginlegan gjaldmiðil og seðlabanka er auð- veldara að semja vegna þess að í flestum tilfelíum er til nothæf skiptimynt. Sá munur virðist vera á afstöðu bréskra stjórnvalda og annarra EB-ríkja að Bretar telja að reikna megi velferð til fjár. Félagsmálapakki EB kostar ákveðna upphæð að mati Breta, þessa afstöðu eiga jafnaðarmenn á meginlandinu erfítt með að skilja, þeir telja að verið sé að fjalla um grunnréttindi fólks en ekki efnahagslegar einingar. Bretar gjalda öflugra fjölmiðla Sennilega er það svo að meiri- hluti heimsbyggðarinnar byggir upplýsingar um EB almennt og fundinn í Maastricht á breskum fjölmiðlum, hvort heldur er um útvarp eða dagblöð að ræða. Skilj- anlega leggja þessir fjölmiðlar megináherslu á það sem gerist í kringum Breta„ í því sambandi skiptir engu að aðildarríki EB eru tólf. Sú ályktun er þess vegna dregin að Bretar einir valdi böli öllu í Brussel eða séu ella verðug- ir varðhundar fullveldis og grunn- hugmynda vestrænnar samvinnu. Þetta er hin enska mynd af Evr- ópu, Spánveijar eiga sér allt aðra mynd og sama gildir um aðrar aðildarþjóðir bandalagsins. í frétt- um hefur lítið farið fyrir meintum skæruhernaði Spánveija á hinum svokölluðu ríkisstjómarráðstefn- um EB sem boðaðar voru til að gera tilllögur um breytingar á sáttmálum bandalagsins. Spán- veijar munu hvað eftir annað hafa staðið þversum gegn alskon- ar þrifamálum og jafnvel hótað að beita neitunarvaldi gegn breyt- ingunum í heild, þ.e. niðurstöðum leiðtogafundarins, ef ekki verði tryggt að þeir fái meiri peninga úr sjóðum EB. Sú leiða staðreynd blasir við Spánveijum að þeir greiða nú orðið meira til EB en þeir fá úr sjóðum þess. Tekst að tryggja árangurinn Að mati margra Evrópumanna mun fundurinn í Maastricht skipta sköpum fyrir framtíð álfunnar og EB. Sú skoðun nýtur töluverðs fylgis að árangur fundarins verði mun víðtækari og viðameiri en þær tillögur sem liggja fyrir hon- um gefa tilefni til. Leiðtogamir muni á lokasprettinum lyfta grett- istökum og ryðja alls konar hindr- unum úr vegi á elleftu stund í Maastricht. Út af fyrir sig sé nóg að kjarni þeirra tillagna sem fyrir liggja verði samþykktur vegna þess að hann feli í sér afdrifarík- ari ákvæði en nokkurn óri fyrir. Aðrir telja að fundurinn verði „fastir liðir eins og venjulega”. Leiðtogarnir afgreiði þau atriði sem teljast sjálfsagðir hlutir, um aðra og mikilvægari þætti verði þrasað um tíma og ákveðið að lokum að halda annan fund. Þar með sé vindurinn úr seglum „sam- bandsríkis-sinnanna” í Brussel og menn geti farið að snúa sér að viðskiptum. Hvernig svo sem kaupin gerast í Maastricht óttast margir að yfir fundinum sveimi „óheillavofa Evrópu”, sýnin um Þýskaland, einþykkt og fram- gjarnt horfandi til austurs. BAKSVID Kristófer M. Kristinsson skrifarfrá Brussel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.