Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 18
'Í8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. ^PJSi Við erum vongóð RÆTTVIÐ RAGIMAR RÚNAR ÞORGEIRSSON OG KOLBRÚNU PÁLSDÓTTUR UM TOURETTE-SJÚKDÓM OG GLASAFRJÓVGUN eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur VIÐ Túngötu í Grindavík búa hjónin Kolbrún Pálsdóttir og Ragnar Rúnar Þorgeirsson. Ragnar Rúnar er haldinn óvenjulegum sjúkdómi sem nefndur er eft- ir lækninum sem fyrstur greindi ein- kenni hans. Ge- orges Gilles de la Tourette hét hann og sjúk- dómurinn því Tourette Synd- rome, stundum stytt í TS-sjúk- dómur. Fyrstu tilfelli sem lýst er í læknaritum Ragnar og Kolbrún kona hans. eru frá 1825. Þar er m.a. sagt frá markgreifadóttur nokkurri sem hafði ýmiskonar hreyfi- og hljóðkæki, m.a. Ijótt orðbragð og lifði áratugum saman í einangrun vegna þessa. Tourette Synd- rome er taugafræðileg truflun sem lýsir sér m.a. með kækjum, ósjálfráðum hljóðum og snöggum hreyfingum sem endurtaka sig hvað eftir annað. Ragnar Rúnar hefur Ijáð sig þess albúinn að lýsa fyrir mér gangi nefnds sjúkdóms hjá honum: „Eg var sex ára þegar ég fann fyrst fyrir einkennum Tourette-sjúkdómsins,” segir Ragnar. „Eg var þá í Lauga- rási í Biskupstungum og stóð alltaf í þeirri meiningu að eitthvað hefði komið fyrir þar. Þetta byijaði með því að ég fór að ranghvolfa augunum, það gekk svo langt að ég fékk augnhimnu- og hvarmabólgu og átti í því í mörg ár. Svo byrjaði höfuðhristingur sem hefur fylgt mér fram á þennan dag. Stundum hristi ég höfuðið svo ákaft að mig svim- aði. Háls og höfuð eru ekki gerð fyrir þennan ákafa hristing, þetta var svo mikið að það skapaði hrikalegt á álag á hálsinn og höfuðið. Ég gat ekki hætt þessu, hvernig sem að var farið. Mamma reyndi frá upphafi allt sem hún gat til að hjálpa mér. Hún lét mig fara til fjögurra sálfræðinga fram að fjórtán ára aldri mínum, hún var alltaf viss um að ég væri haldinn einhveijum sjúkdómi. Sálfræðingarnir töldu að innan í mér væri tauga- hnútur sem myndi leysast þegar ég væri orðinn átján ára og ég hlakkaði óskaplega til að verða átján ára. Þegar ég var 14 ára var ég hjá taugasérfræðingi sem lét mig hafa einhveijar róandi töflur. Ég varð einungis slappur af þeim án þess að einkennin löguð- ust hið minnsta. Skömmu síðar gafst ég upp á þessu læknaveseni. Þegar ég var sextán ára bytjaði ég _að smakka. vín. Ég komst að því að einkennin hurfu þegar ég drakk. Venjulega versna svona einkenni við drýkkju. Hjá mér var þessu öfugt farið. Þótt ein- kennin hyrfu meðan ég var undir áhrifum áfengis, þá komu þau margföid til baka í „þynnkunni”. Ég varð oft að vera heima þegar þannig var ástatt fyrir mér, ég var svo slæmur. Á æsku- og unglingsá- rum mínum bjó ég í Hafnarfirði og gekk þar auðvitað í skóla. Ég var svo heppinn að sæta ekki aðkasti frá skólafélögunum þrátt fyrir kæki mína. Kannski af því að ég var sjálf- ur rosalega stríðinn og það gustaði af mér. Krakkar láta þá vera sem eru kátir og láta ekki neinn bilbug á sér finna. Ef fólk er hins vegar fýlugjarnt og rýkur upp þegar því er strítt þá sætir það miklu frekar aðkasti. Ég lét aldrei finna neinn höggstað á mér. Fyrir bragðið var ég mikið einn. Það voru stundum teknar myndir af bekknum sem ég var í. Á þeim stend ég alltaf einn fyrir utan og horfi á félagana. Þannig var það líka, ég horfði alltaf á hina leika sér. Minnimáttarkennd- in vegna kækja minna hijáði mig mjög mikið þó ég bæri mig karl- mannlega. Mér fannst ég vera öðru- vísi en hinir, einskonar B-mann- eskja,. eða annars flokks mann- eskja. Ég þorði ekki að trana mér fram í einu eða neinu tilliti. Ég átti mér þá einu vörn að vera sjálf- ur nógu stríðinn, kátur og óragur að fíflast. Ég sat yfirleitt aftast í bekknum, menn tóku minna eftir kækjunum þegar ég sat aftast. Ég sá vel, var með arnaraugu, eins og augnlækn- irinn sagði, en ég átti erfitt með að taka eftir því sem kennarinn sagði. Ég lærði því lítið í skólanum. Það er ekki fyrr en löngu seinna sem ég fór að læra. Þegar ég var orðinn 34 ára fór ég í Vélskólann og fór svo í rafeindavirkjun. Ég tók þar þijár annir og einn vetur var ég í Stýrimannaskólanum og sóttist námið vel. Meðan ég var í skyldun- áminu háði það mér hins vegar hve ég átti erfitt með að fylgjast með því sem kennarinn sagði. Þegar ég kom heim sat ég svo yfir bókunum langtímum saman. Það er algengt meðal okkar TS-sjúklinga að stærð- fræðin er okkur Þrándur í Götu og þannig var það áður fyrr. Ég snéri því á annan veg þegar ég fór í Iðn- skólann, þá varð stærðfræðin mitt besta fag. Seinni árin hef ég reynt að snúa vörn í sókn, í öllu tilliti.” Var alltaf feiminn við kvenfólk Meðan á frásögninni stendur hefur Ragnar af og til gert léttar en sérkennilegar höfuðhreyfingar. — „Eru kækirnir þínir svona,” sgyr ég. „Ég geri yfirleitt mikið meira en þetta, maður reynir að stilla sig,” svarar hann. „Ég er mjög góður núna, enda er ég kominn með ágæt meðul. Kækirnir hverfa líka við ein- beitingu og nú einbeiti ég mér við frásögnina. Þegar ég er t.d. að keyra fara kækirnir. Þeir eru hins vegar slæmir rétt áður en ég legg af stað.” Ég spyr hvort þetta hafi háð honum í umgengni við fólk eftir að hann varð fullorðinn. „Ég var alltaf mjög feiminn við kvenfólk,” svarar Ragnar. „Öfugt við ýmsa aðra var ég enn feimnari við kvenfólk þegar ég drakk. Ég var svo óöruggur vegna kækja minna. Það var mér líka til vandræða í ýmsu tilliti hve ég var háður heimili mínu og mömmu. Hún hafði alltaf hjálpað mér svo mikið. Þó hafði hún í mörg horn að líta því við vorum átta systkinin og ég var þriðji í systkina- röðinni. Ekkert systkina minna hafði Tourette-sjúkdóm nema ég. Hins vegar var frænka mín ein með svipuð einkenni. Mamma og móðir hennar báru mikið saman bækur sínar um þessi einkenni okkar frændsystkinanna. Kækirnir eru mestir hjá mér þeg- ar ég er þreyttur. Ég þarf að forð- ast spennu og þreytu. En það er oft erfitt um vik, sérstaklega í vinnu, þá hef ég yfirleitt verið einna verstur. Mér fannst það mikill léttir Þegar ég bytjaði að smakka vín. Kækirnir hurfu alveg á meðan ég drakk og það var ný reynsla fyrir mig. Mér fannst ég hafa höndlað hamingjuna, Mér fannst þetta alveg bjarga félagslegu hliðinni. Allt mitt líf breyttist. Skyndilega var ég kom- inn inn í hóp sem ég hefði ekki þorað að fara inn í ódrukkinn með alla mína kæki. Ég var orðinn eins og hinir. En í „þynnkunni” dró ég mig í hlé, þegar aðrir fóru út að labba sat ég heima, ég var svo slæmur að ég gat ekki hugsað mér að láta sjá mig. Að tilvísun taugasérfræðings fór ég til Gylfa Ásmundssonar. Hann lét mig gera æfingar fyrir framan spegil og það var til bóta. Ég spurði Gylfa oft hvað að mér væri. Ég veit það í dag að hann gat ekki svarað því frekar en ég. í samtölun- um við hann fann ég hins vegar út að mig skorti sjálfstraust. Hann taldi heppilegt. fyrir mig að komast burt úr því umhverfi sem ég var í. Ég drakk þá orðið meira en góðu hófi gegndi. Hann spurði mig hvort ég vildi fara norður í land til fólks sem hann þekkti þar, til þess að vinna. Ég stundaði þá landvinnu, en hafði verið mikið á sjónum, þó ég væri alltaf verstur af kækjunum þar. Bæði er ég sjóveikur og það spennir mig mikið upp og svo verð ég einnig fljótt þreyttur. Hins vegar lá beint við að stunda sjómennsku, hún er það sem ég þekki best. Pabbi var sjómaður og bræður mínir allir. Fyrir milligöngu Gylfa var ég norður í Vatnsdal í eitt og hálft ár og það var einn besti tími sem ég hef lifað. Ég vann sveitastörf og hljóp mikið í tengslum við það, sótti t.d. rollurnar á hvetjum degi langt upp í fjall. Öll þessi hreyfing og hið heilbrigða líf sem ég lifði þar róaði mig niður og varð tii þess að ég drakk mjög lítið þennan tíma. Ég lenti hjá góðu fólki og finn oft til saknaðar þegar ég hugsa um þetta tímabil ævi minnar. Þarna bjuggu hjón, aðeins eldri en ég, með tvö börn sín. Ég myndað sterk tengsl við þetta fólk. Af því ég var rólegur og mér leið vel voru kækirnir mjög litlir þennan tíma.” Fékk nóg af sukkinu „Þegar ég kom aftur í bæinn tók ég rispu í óreglunni. Ég fór í þetta aftur þótt ég fyndi hvað ég spennt- ist fljótt upp þegar ég kom inn í þann félagsskap sem ég hafði áður verið í. Eg var þó ekki ánægður með þetta líf. Að því kom að ég fékk nóg af þessu sukki. Kækirnir versnuðu meira og meira eftir því sem árunum fjölgaði í drykkjunni, og líðanin orðin æ verri í „þynn- kunni”. Þar kom að ég fór að verða slæmur af kækjunum þó ég væri fullur. Ég var búinn að drekka í fjórtán ár þegar ég fór í meðferð. Ég fór sjálfviljugur á Silungapoll og upplifaði þar dásamlegan tíma. Lílega mun ég aldrei upplifa annan eins tíma og ég átti þar og fyrir norðan nema kannski ef okkur hjón- unum tekst að eignast barn. Nú er ég búinn að vera edrú hátt í tólf ár. Þegar ég hætti drykkjunni hóf ég aftur leit að einhveijum sem gæti sagt mér hvað væri að mér. Ég var í mörg ár í nálastungum og einnig stundaði ég líkamsrækt og var lengi í nuddi. Einnig talaði ég við marga miðla. Ég spurði þá alltaf hvað væri að mér. Mér fannst að ég myndi sætta mig við þessi einkenni, bara ef ég vissi af hveiju þau spryttu. Ég hef alltaf miðað líf mitt talsvert við kækina. Smám saman hef ég komist upp á lag með að stilla kækina ef ég þarf, en þá verða þeir bara þess harkalegri á eftir. Ég fór að æfa mig í bílnum að reyna að stilla mig. Svo varð það að vana. Kækirnir fara við ein- beitingu eins og fyrr sagði. Eftir því sem ég ek hraðar því minni verða kækirnir. Það kemur skrítin tilfinning yfir mig, og kækirnir hverfa loks. Það sama gerist ef ég er að vinna mjög hratt, t.d. í akk- orði. Þessi tilfinning er mjög góð. Þegar ég fer á mannamót, t.d. í veislur, þá get ég stillt mig en á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.