Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1991 Rækjudeilan á Bíldudal: Auktu siyrk þinn með næmi og skynjun Sanaya Roman kleift að skyggnast inn í ókunn svið, njóta handleiðslu æðri afla alheimsins, glæða lífið birtu og kærleika. NÝALDARBÆKUR Laugavegi 66, sími 627700 og 627701 Auktu styrk þinn er sjálfstætt framhald metsölubókarinnar Lifðu í gleði. Hér lærir lesandinn að virkja innsæi sitt, næmi og alla skynjun á einfaldan en jafnframt áhrifaríkan hátt. Stig af stigi eru kenndar aðferðir til að auka skynjun og skilning, lyfta hugsunum og tilfinningum á æðra stig og takast á við hversdagslega hluti út frá nýjum gefandi sjonarhóli. Hér er fjallað um hin æðri gildi og markmið lífsins, hvernig við stuðlum að fyllra lífi okkar og þeirra, sem við erum samvistum við. Auktu styrk þinn er einnig einstök kennsla í því að nálgast vitneskju eftir leiðum fjarskynjunarinnar og fá upplýsingar um framtíðina. Lesandinn fær greinargóðar leiðbeiningar um hvernig hægt er að skynja tilfinningar og hugsanir annarra og hvernig hægt er að verjast neikvæðum orkus'traumum og áhrifum þeirra. Auktu styrk þinn býr yfir mögnuðum, einföldum æfingum, sem gera fólki Auktu styrk þinn er handhæg en óvenjuleg bók frá æðri sviðum, full af kærleiksríkri, umvefjandi leiðsögn frá Orin - fræðsluafli á öðru tilverustigi. Hreppsnefndin lýsir stuðn- ingi við tillögur ráðuneytisins Bíldudal. A FUNDI sem hreppsnefnd Bíldudalshrepps hélt þann 29. nóvember sl. skorar hreppsnefndin á sjávarútvegsráðuneytið að beita sér fyrir því að komið verði á fundi með Verðlagsráði, fulltrúum sjómanna og framkvæmdasfjórn Rækjuvers hf. til að ræða frambúðarlausn á rækjudeilunni sem nú stendur yfir á Bíldudal. Ráðúneytið hefur gefið rækjusjó- mönnum undanþágu frá 11. gr. veiðileyfa og mega þeir nú landa afla annars staðar en á Bíldudal fram til áramóta. En sjþmenn vilja fá leyfi til frambúðar. Á fundi sem sjómenn áttu með Þorsteini Páls- syni sjávarútvegsráðherra fyrir rúmri viku var ákveðið að ráðuneyt- ið leitaði eftir ályktun frá hrepps- nefnd Bíldudalshrepp um málið. Hreppsnefndin fundaði þann 29. nóvember sl. og var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: „Hreppsnefnd Bíldudalshrepps lýsir stuðningi við framkomna tillögur sjávarútvegsráðuneytisins varðandi 11. gr. um að landa afla annars staðar en á Bíldudal til áramóta og taka þannig eitt skref í einu til úrlausnar. Jafnframt skorar hreppsnefnd Bíldudals á ráðuneytið að beita sér fyrir því að komið verði á fundi með Verðlagsráði, fulltrúum Sveinn Björns- son forsetaritari SVEINN Björnsson sendiherra tók hinn 1. desember síðastliðinn við starfi forsetaritara. Kornelíus Sigmundsson sendi- fulltrúi, sem áður gengdi því starfi forsetaritara, hefur tekið við störf- um í utanríkisþjónustunni. sjómanna og framkvæmdarstjórn Rækjuvers hf. til að ræða frambúð- arlausn. Ef samkomulag næst ekki um áramót óskum við eftir að 11. gi'. úr veiðileyfum verði felld út til vors og auk þess veitt annað rækju- vinnsluleyfi á Bíldudal ef eftir því verði leitað.” Einar Matthíesen sveitastjóri sagði sagði í samtali að sjómenn hefðu brugðist illa við ályktun hreppsnefndarinnar. „Rækjusjó- menn lásu ályktunina og voru mjög óhressir yfir því að sala á rækju hafi ekki verið gefin frjáls til vors eða jafnvel til lengri tíma. Ef for- sendur brejtast eftir áramótin og Rækjuver hf. er tilbúið til að taka á móti innfjai'ðarrækju á því verði sem þá verður ríkjandi, þá er það hið besta mál. En ég tel fyrst og fremst að sveitarstjórnarmenn hafi reynt að vera sjálfum sér sam- kvæmir í þessu máli og hafi stigið hvert skref af yfirlögðu ráði og farið mjög varlega í sakirnar,” sagði Einar í samtali við Morgunblaðið. Rækjusjómenn á Bíldudal hafa INNLENT gert samning við Sölusamtök lag- metis hf. sem leigir Niðureuðuverk- smiðjuna hf. á Isafirði um kaup á rækju til áramóta, en Niðursuðu- verksmiðjan hf. er með greiðslu- stöðvun. Byrjað er að flytja rækju frá Bíldudal til ísafjarðar með Fagranesinu og verður svo til ára- móta tvisvar í viku. Verið er að vinna frysta rækju í Rækjuveri hf. og samkvæmt plaggi sem fram- kvæmdastjóri Rækjuvers hf. hefur sent starfsfólki verksmiðjunnar verður vinnsla stöðvuð 13. desem- ber um óákveðinn tíma vegna hrá- efnisskorts. Starfsfólk Rækjuvers hf. er því uggandi um sinn hag og hafa farið fram starfsmannafundir í fyrirtækinu um rétt þeirra í mál- inu. R. Schmidt Jóhanna Á. Steingrímsdóttir Hólmfríður Bjartmarsdóttir Verðlaunabók frá Björk BOKAUTGÁFAN Björk hefur gefið út barnasöguna Þytur eftir Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur með myndum eftir Hólmfríði Bjartmarsdóttur. Bókin var til verðlauna í sam- keppni sem Bókaútgáfan Björk efndi til á fimmtíu ára afmæli út- gáfunnar 1991. í kynningu útgefanda segir: „Þetta er sagan um síðborna hrein- kálfinn Þyt á heiðum uppi og telp- una Dögg niðri í bygðinni. Bókin lýsir samskiptum hreindýrsins og telpunnar á hugljúfan og skemmti- legan hátt, nútíma lifnaðarháttum í sveit og frelsi og harðrétti dýr- anna sem lifa villt á öræfum lands- ins. Þetta er einnig jólsaga og ævin- týri sem fær óvæntan og nýstárleg- an endi.” Bókin er 48 blaðsíður. Unglingabók eftir Elías Snæland Jónsson KOMIN ER út hjá Máli og menn- ingu unglingabókin Davíð og krókódílarnir eftir Elías Snæ- land Jónsson. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Sagan segir frá Davíð, 14 ára, sem leiðist heima hjá sér og í skólanum. Hann sækist eftir fé- lagsskap krókódílaklíkunnar sem fæst við ýmislegt sem Davíð hefur ekki kynnst áður. Hann tekur sér ýmislegt fyrir hendur sem hann veit að er ekki rétt en sér fram úr erfiðleikunum í lokin. í þessari fyrstu unglingabók sinni lýsir Elías Snæland Jónsson reykvískum unglingaheimi sem er harðari en margan grunar. Sagan einkennist af spennandi söguþræði og hlýju í garð unglinga.” Bókin, sem er 107 blaðsíður, var unnin í Prentsmiðjunni Odda. Elías Snæland Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.