Morgunblaðið - 09.01.1992, Page 24

Morgunblaðið - 09.01.1992, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANUAR 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Oleyst verkefni egar litið er yfir svið þjóð- lífsins í upphafi nýs árs blasa við tvö óleyst verkefni, sem skipta hag þjóðarinnar miklu. Annað verður aðeins leyst á erlendum vettvangi, en lausn hins er í okkar eigin hönd- um. Enn er óljóst, hvað verður um hið fyrra, samninginn um Evrópskt efnahagssvæði, í kjölfar niðurstöðu EB-dóm- stólsins. EFTA-ríkin gerðu samninginn í góðri trú af sinni hálfu og það er rétt hjá ríkis- stjórninni, að Evrópubandalag- ið verður að leysa hnútinn, sem EB-dómstóllinn hefur bundið. Samningurinn um EES er hins vegar svo mikilvægur íslenzku efnahagslífi, að ríkisstjórnin má einskis láta ófreistað til að liðka fyrir staðfestingu hans. Málið mun hvíla með sérstökum þunga á Jóni Baldvin Hanni- balssyni, utanríkisráðherra, sem um áramótin tók við for- mennsku í ráðherranefnd EFTA. Síðara verkefnið er endurnýj- un þjóðarsáttar á vinnumark- aði. Þar mun ráðast, hvort ís- lendingar búi áfram við stöðug- leika í efnahagslífinu, geti mætt þeim áföllum, sem þjóðar- búið hefur orðið fyrir, og hafi möguleika á bættum hag til framtíðar. Að öðrum kosti held- ur verðbólgan innreið sína á ný með atvinnuleysi og rýrnandi kaupmætti. Foiystumenn launþegasam- takanna og vinnuveitenda eiga við ramman reip að draga. Þjóð- hagsstofnun spáir því, að þjóð- artekjur á þessu ári muni minnka um 6,1%. Það er því ekkert til skiptanna í nýjum kjarasamningum og þeir hljóta að snúast um það að veija kaupmáttinn af beztu getu og treysta atvinnu. Ymis jákvæð teikn eru á lofti, sem eiga að geta stuðlað að hófsömum og raunsæjum kjarasamningum. Verðbólgan hefur verið á hraðri niðurleið að undanförnu og síðustu mán- uði fyrra árs gerðust þau stór- merki, að lánskjaravísitalan lækkaði um 0,3%. Það hlýtur að hafa verið gleðilegt fyrir þá sem skulda, heimili og fyrir- tæki, að sjá skuldaupphæðina lækka, aldrei þessu vant. Þarna er um raunverulega bót að ræða fyrir skuldsett heimili og fyrir- tæki. Þetta er Ijóslifandi dæmi um það, að kjarabætur geta náðst með öðrum hætti en krónutöluhækkunum. Lækkun vöruverðs er annað dæmi og lækkun vaxta það þriðja. Verkalýðsforustan og vinnu- veitendur eru sammála um, að helzta forsenda kjarasamninga við núverandi aðstæður í efna- hags- og atvinnulífinu er lækk- un vaxta. Til að það geti orðið er nauðsynlegt að draga úr gíf- urlegri lánsfjárþörf ríkisins og íjárlagahalla. Ríkisstjórnin hef- ur unnið að því hörðum höndum að undanförnu og er ekki annað að sjá nú, en að hún hafi stigið fyrstu skrefin til þess . Það er pólitískt afrek og almenningur á ekki að láta upphrópanir stjórnarandstöðu og áróður þrýstihópa villa sér sýn í þeim efnum. Fjárlögin, sem afgreidd voru rétt fyrir jól, gera ráð fyrir rúm- lega fjögurra milljarða halla á þessu ári og þótt það sé of mikið þá er hallinn aðeins þriðj- ungur af því sem var á liðnu ári. Horfur eru á, að stórfelldur samdráttur verði í lántökum ríkisins. Frumvarp til lánsfjár- laga, sem nú er til umíjöllunar á Alþingi, gerir ráð fyrir rúm- lega 13 milljarða lántökum rík- isins, en þær námu 27,5 millj- örðum króna á síðasta ári. Heildarlántökur opinberra aðila á síðasta ári námu 36 milljörð- um króna en verða 24 milljarð- ar i ár. Ríkisstjórnin virðist staðráðin í því að láta þessar tölur standast, þrátt fyrir póli- tískt moldviðri og óþægindi, sem að stjórnarflokkunum stafa vegna þess. Svo mikið er í húfi fyrir íslenzkt efnahagslíf, að ríkisstjórnin verður að fylgja stefnu sinni fast eftir. Lands- menn allir munu njóta þess í bættum hag þótt síðar verði. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum munu stuðla að verulegri raunvaxtalækkun og skapa þar með skilyrði fyrir endurnýjun þjóðarsáttar, draga verulega úr útgjöldum heimila og rekstrarkostnaði atvinnufyr- irtækjanna. Það mun treysta atvinnu í landinu, en fátt er launþegum mikilvægara í efna- hagssamdrætti. Þjóðhagsstofn- un spáir því, að verðbólga verði komin niður í 2—2,5% síðari hluta ársins, ef kjarasamningar verði á lágu nótunum. Hver hefði trúað slíkum verðbólgu- tölum fyrir örfáum misserum? Gangi þetta eftir eru þær fórnir, sem landsmenn þurfa að taka á sig á næstunni, svo sannarlega þess virði. Auk þess er aldrei að vita nema þjóðar- búið fái bónus í auknum afla- heimildum í vor og sterkum loðnustofni næsta haust. Um óljós tilfinn- ingasj ónarmið eftir Þorstein Siglaugsson Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra lýsti því yfir á þingi út- vegsmanna um daginn, að rök þeirra, er andmælt hafa núverandi kvótakerfi og þeirri eignatilfærslu sem það hefur leitt af sér, byggi mál sitt á „óljósum tilfinningasjón- armiðum“. Hann sagði líka, að hagfræðilegu rökin fyrir veiði- Ieyfagjaldi væru ómerk. Þannig er um hagfræði, að sam- bandið milli forsenda og niður- stöðu er sjaldan skiljanlegt ólærð- um í þeirri grein. Ég hneigist því til að taka varlega öllum hagfræði- legum rökum, hvort sem er með eða á móti veiðileyfagjaldi eða kvótakerfi. Ég hef líka aðra ástæðu til þess en eigin vanþekk- ingu. Ég held nefnilega að spurn- ingin sé ekki fyrst og fremst um hagkvæmni, heldur um rétt. Hver eftir getu... „Hver eftir getu! Hverjum eftir þörfum!“ Þannig hljómar eitt af frægustu slagorðum kommúnista. Þetta slagorð lýsir þeirri kenningu mjög vel; það hefur nefnilega ekk- ert siðferðilegt inntak. Sé það þýtt yfir á mál sem hefur siðferðilegt inntak verður það: „Hver eftir skyldu! Hveijum eftir rétti!“ En kommúnistum kemur réttur og skylda ekkert við. „Hver eftir getu! Hveijum eftir þörfum!“ Engin „óljós tilfinningasjónarmið“ þar. Munurinn á Sovétríkjunum sál- ugu og lýðræðisríkjum Vestur- landa er sá, að í hinum fyrmefndu átti allt að ráðst af þörfum og getu, en í þeim síðarnefndu er byggt á rétti og skyldu. Réttur manns til lífs, frelsis og eigna er forsendan; fyrst kemur rétturinn, svo hagkvæmnin, þarfirnar og getan. Fyrir skömmu flutti dómsmála- ráðherra ávarp í tilefni af nýskipan í íslensku réttarkerfi, sem komið er á vegna kröfu Mannréttinda- dómstóls Evrópu. Hann sagði þá, að þótt breytingin kostaði töluvert fé, mættu sparnaðarsjónarmið ekki standa réttlætissjónarmiðum ofar. Ég held að þetta sé alveg rétt. Dómsmálaráðherra er trúr þeim grundvallarhugsjónum sem vestræn lýðræðisríki eru byggð á, og þekkir mikilvægi þeirra. Kannski hann reyni nú að útskýra þetta fyrir kollega sínum. Rök kvótanna Stuðningsmenn kvótakerfis hafa haldið því fram, að þeir út- gerðarmenn, sem ríkið hefur af- hent kvóta á grundvelli þriggja ára aflareynslu, eigi þennan kvóta með réttu. Rökin fyrir þessu hljóma nokkurn veginn svona: Þeir sem veiða fiskinn eiga fiski- stofnana, rétt eins og bóndinn á landið sem hann ræktar.. I fyrsta lagi: Það er rétt, að sá sem veiðir fisk, á þann fisk sem hann veiðir. En af því leiðir ekki að hann eigi þann fisk sem hann hefur ekki veitt. Til þess að hægt sé að segja útgerðarmenn eiga fiskistofnana kringum landið þarf hefð að hafa myndast fyrir því. Hún myndast ekki á þremur árum. I öðru lagi: Ef þessi rök stæð- ust, hvað þá með sjómennina? Þeir veiða jú fiskinn, en ekki út- gerðarmennirnir. I þriðja lagi: Bóndinn eignast Þorsteinn Siglaugsson „Og þegar sjávarút- vegsráðherra og for- maður útgerðarmanna standa upp og nefna réttlætiskennd almenn- ings „óljós tilfinniriga- sjónarmið“, sem ekkert mark sé á takandi, lít- ilsvirða þeir eignarrétt- inn, eina mikilvægustu undirstöðu réttarríkis- ins.“ land upphaflega með því að rækta það, bæta vinnu sína við það. En sjá sem veiðir fisk bætir engu við fiskistofnana. Að auki eru land og kvóti algerlega ósambærilegir hlutir, því kvótinn er ekki ákveðið svæði á hafinu, heldur réttur til veiða. En útgerðin aflar meirihluta þjóðartekna. Er þá ekki eðlilegt að hún fái kvótann ókeypis? Nei. Hugsum okkur að á íslandi væri ein stór verksmiðja, sem afl- aði állra útflutningstekna þjóðar- innar, með því að framleiða til dæmis ál. Bæri þá íslensku þjóð- inni að greiða fyrir og afhenda verksmiðjunni, ókeypis, allt hrá- efni sem hún notar? Hreint ekki. En einmitt þannig hefur ríkið af- hent sumum útgerðarmönnum þjóðarauðinn. En fyrr á öldum, raunar langt fram á þessa, veiddu útlendingar fisk hér við land. Ef hefðarréttur hefur myndast við langvarandi veiðar, eiga þeir þá ekki slíkan rétt enn? Nei. Samkvæmt hafréttarsátt- mála hefur ísland tvö hundruð mílna landhelgi. Þannig hafa aðil- ar sáttmálans afsalað sér þessum rétti. Því hafa þeir hann ekki leng- ur. Sameign íslendinga Fiskimiðin við ísland eru sam- eign þjóðarinnar, ekki af því að það stendur í lögum, heldur vegna þess að íyrir því er hefð: Hver sem vildi og hafði til þess skip og veið- arfæri hefur, allar götur frá landn- ámi og þar til hið gæfulausa kvóta- kerfi varð til, getað siglt á haf út og komið að landi með það sem hann aflaði. Þegar ljóst varð, að takmarka þurfti sóknina, var fyrst reynt að gera það þannig, að þessi réttur allra Islendinga yrði ekki brotinn. Svo var ákveðið, fyrir nokkrum árum, að afhenda þeim, sem veitt höfðu fisk síðustu þijú ár áður, réttinn til veiða meðan lögin giltu. Og þegar efasemdarraddir um réttmæti þessa heyrast, er talað um ríkisafskipti og forsjárhyggju þeirra, sem krefjast þess, að þjóð- inni verði afhentur á ný sá réttur sem henni ber. En var það ekki einmitt ríkið sem afhenti sumum útvegsmönnum kvótann? Og hvað er slíkt annað en ríkisafskipti af versta tagi? Eftir að kvótakerfið var komið á hefur andmælum við því ekki linnt. Það er eðilegt, vegna þess að það er réttarbrot og ekkert annað. Og þegar sjávarútvegsráð- herra og formaður útgerðarmanna standa upp og nefna réttlætis- kennd almennings „óljós tilfinn- ingasjónarmið", sem ekkert mark sé á takandi, lítilsvirða þeir eignar- réttinn, eina mikilvægustu undir- stöðu réttarríkisins. Rökin fyrir eignarrétti sumra útvegsmanna á fiskistofnunum standast ekki. Og þá grípa menn til hagkvæmisröksemda og tala um „óljós tilfinningasjónarmið“. Menn segja, að óhagkvæmt sé að virða eignarréttinn. Þeir segja, að útgerðin hafi ekki efni á að borga fyrir hráefni sitt. Andstæðingar þeirra telja hagkvæmara að út- gerðin greiði hráefnið. En það kemur málinu bara ekkert við hvort er hagkvæmara. Minnumst þeirra orða dómsmálaráðherra, að réttur verði að standa hagkvæmni ofar. Minnumst orða þeirra manna, sem lögðu grundvöllinn að fijálsu þjóðfélagi, með hugsjón réttlætis að vopni. Oljós tilfinningasjónarmið Kominn er tími til að menn hvíli sig á umræðu um hag- kvæmni við fiskveiðistjórnun, en hugi fyrst að því hvernig tryggja megi rétt almennings til fiskimið- aijna, sem Alþingi hefur sjálft staðfest með lögum? Hvernig verð- ur tryggt að allir íslendingar, bæði þeir sem nú lifa og þeir sem ófæddir eru, fái notið þessa rétt- ar? Um þetta ber fyrst að ræða. Ég held að einnig verði að athuga vel, hvort ríkisvaldið þurfi endilega að úthluta veiðiréttinum. Kann ekki að reynast betra, að hann sé undir beinni stjórn almennings, í höndum sjálfstæðs félags? Full- yrða má, að ríkið hefur til þessa ekki staðið sig sem skyldi. Stjórn- málamenn eru á góðri leið með að glutra niður eigum lands- manna. Hvernig má koma í veg fyrir það? Vitur maður hefur sagt, að hugsunin sé daufar, ósýnilegar rákir, dregnar í tungumálið: Án þeirra eru orð okkar merkingar- laus. Réttur og skylda kunna að vera óljós hugtök og byggja vissu- lega á tilfinningum. En þjóðfélag, þar sem enginn réttur er og engar skyldur, verður aldrei nema ómannlegur óskapnaður. Við höf- um séð slíkt ríki fæðast og deyja á okkar öld. Við skulum varast vofu þess, og muna, að án hinna „óljósu tilfinningasjónarmiða“ er engu samfélagi líft. Höfiuuhir er heimspekinemi við HÍ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.