Morgunblaðið - 09.01.1992, Side 29

Morgunblaðið - 09.01.1992, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANUAR 1992 29 Frumvarp um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins: Deilt um leigugjöld eða auðlindaskatt Pólitísk leikfimi segir Össur Skarphéðinsson FRUMVARP til laga um breytingu á lögum um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins var til annarrar umræðu í gær. Frumvarpið gerir m.a. ráð fyrir því að tekjum sjóðsins af framsali aflaheimilda, sem nema 12.000 þorskígildum í lestum talið, skuli varið til styrktar hafrannsóknum. Minnihluti sjávarútvegsnefndar telur að verið sé að stíga skref í átt að auðlindaskatti. Ossur Skarphéðinsson formað- ur nefndar segir suma þingmenn minnihlutans stunda pólitíska leik- fimi. Össur Skarphéðinsson (A-Rv), formaður sjávarútvegsnefndar, mælti fyrir áliti meirihluta nefndar- innar. Framsögumaður kom strax að þeim atriðum frumvarpsins sem hann hugði að hvað mestur ágrein- ingur væri um, þ.e. að tekjum af sölu veiðiheimilda hagræðingar- sjóðs skyldi varið til að standa undir kostnaði af rannsóknum Haf- rannsóknarstofnunar. Össur taldi að þarna væri farið inn á mjög jákvæða braut; að atvinnuvegunum væri gert í ríkara mæli að standa undir kostnaði við rannsóknir í þeirra þágu. Taldi framsögumaður að „myndi af þessu timbrast nokk- ur gifta í framtíðinni". Frumvarpið gerir m.a. ráð fyrir því, að heimildir hagræðingarsjóðs til að veita úreltingarstyrki, hækki úr 10% í 30%, og taldi Össur það vera mjög til bóta nú á þessum síðustu tímum, þegar fiskistofnarn- ir rýrnuðu og kvótarnir með og umfram afkastageta flotans ykist að sama marki. Hugði Össur að um þetta atriði væri enginn ágrein- ingur. Framsögumaður meirihluta sjávarútvegsnefndar greindi nokk- uð frá þeim breytingum sem frum- varpið hefur tekið í meðförum nefndarinnar. Upphaflega hafði verið áformað að fella með öllu út þær heimildir sem eru í núgildandi lögum, til að veita forkaupsrétt til þeirra byggðalaga, sem höfðu tap- að kvóta vegna sölu fiskiskipa. Nú hefði meirihluti nefndarinnar beitt sér fyrir því að fjórðungi heimilda sjóðsins mæti ráðstafa með for- leigurétti til bágstaddra byggðar- laga. Ræðumaður lofaði það hve rösklega og vel Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra veitti sitt fylgi þessari tillögu. Össur taldi rétt að fram kæmi, að nú væri búið að fella burt ákvæði sem hefði heimilað að gefa kvóta. Pólitísk leikfimi Össur Skarphéðinsson gat ekki undan því vikist að svara nokkuð þeirri gagnrýni að verið væri að setja á, „auðlindaskatt" með lög- festingu þessa frumvarps. Össur benti á að þau ákvæði sem væru í frumvarpinu, og vörðuðu sölu veiðiheimilda, væru að meginstofni þau sömu og væru í núgildandi lögum. Hér væri ekki um neitt nýmæli að ræða. Nýmælið fælist í því að tekjunum væri varið til þess að standa straum af hafrannsókn- um. Ræðumaður taldi sig því til- knúinn að mótmæla því sem væri prentað í áliti minnihluta sjávarút- vegsnefndar: „Hér er því stigið fyrsta skrefið til að afla tekna í ríkissjóð af sölu veiðiheimilda og að koma á auðlindaskatti." Ef nú væri skref stigið í átt að auðlinda- skatti þá væri það ekki fyrsta skrefið. Það hlyti að hafa verið stig- ið í tíð fyrri ríkisstjórnar þegar ákveðið var að selja veiðiheimildir á gangverði. Ræðumaður gat ekki betur greint en að Halldór Ásgrímsson (F-Al), fyrrum sjávarútvegsráð- herra og framsögumaður minni- hluta sjávarútvegsnefndar, hlyti að hafa tekið sinnaskiptum fyrst hann teldi skref stigin að auðlindaskatti. Hann hefði ekki kveðið svo að orði við fyrstu umræðu um þetta mál. Annar nefndarmaður í minnihlut- anum, Stefán Guðmundsson (F- Nv), hefði talið að hér væri alfarið auðlindaskattur. Viðhorf þessa þingmanns hefðu verið önnur 2. maí 1990, þá hefði hann lagt áherslu á að ekki væri verið að stíga skref í átt að auðlindaskatti. Framsögumaður meirihluta sjávarútvegsnefndar lagði að lok- um til að frumvarpið yrði sam- þykkt. Steingrímur J. Sigfússon (Ab- Nv) varð að veita andsvar við mál- flutningi Össurar sem hann sagði vera með þeim aumkunarverðari sem hann hefði kynnst í nokkru máli. Össur Skarphéðinsson (A-Rv) sagðist ekki hafa annað gert en rakið „pólitískar leikfimiæf- ingar“ sumra nefndarmanna í minnihlutanum. Samráð eða borgarastyrjöld Halldór Ásgrímsson (F- Al) var Meðal nýmæla í þessum síðustu breytingartillögum er að gert er ráð fyrir því að ráðherrum verði heim- ilt að setja mann eða nefnd manna, um tiltekinn tíma til að vera íjár- haldsmenn stofnana. Starfssvið fjárhaldsmannanna á að .vera að skipuleggja og hafa eftirlit með reikningshaldi og áætlanagerð stofnana og taka ákvarðanir um fjárskuldbindingar, þar á meðal um starfsmannahald. Kostnaður við framsögumaður minnihluta sjávar- útvegsnefndar. í upphafi sinnar ræðu gerði hann að umtalsefni þá spurningu hvort auðlindaskattur væri til umræðu. Halldór vildi taka það skýrt fram að hann hefði ekki skipt'um skoðun; í maí 1990 hefði hann skilgreint það svo: „Auðlinda- skattur gengur út á það að skatt- leggja greinina og taka til annarra þarfa samfélagsins." Við fyrstu umræðu þessa frumvarps hefði hann ekki viljað nota „hið stóra orð auðlindaskattur" en bent á það að hér væri á lagður skattur í ríkis- sjóð. Halldór taldi að hafrannsókn- ir væru ekki einkamál sjávarút- vegsins; þær þjónuðu samfélaginu í heild. Halldór kvaðst hallast að því að þetta væri auðlindaskattur og sínir meðnefndarmenn í minni- hluta væru mjög eindregið þessarar skoðunar. m MIHÍMSI Halldór Ásgrímsson kvaðst hafa skilið það svo að Alþýðuflokkurinn berðist fyrir auðlindaskatti. (Það heyrðist úr salnum að Alþýðuflokk- urinn vildi leigugjald fyrir nýtingu aflaheimilda. Innsk. blm.) Halldór Ásgrímsson, fyrrum sjávarútvegs- ráðherra, greindi þá frá því að Al- þýðuflokkurinn hefði gengið hart fram í fyrri ríkisstjórn fyrir aukn- um álögum á sjávarútveginn. Hall- dór taldi að á þessa atvinnugrein væri ekki byrðum bætandi. Talsmaður minnihluta benti einnig á að lög um hagræðingar- sjóð væru nátengd lögum um stjórn fiskveiða og væri í báðum lögum kveðið á um að þau skildu endur- skoðuð fyrir árslok 1992. Ríkis- stjórnin hefði tekið þann kost að Halldór Ásgrímsson breyta strax lögum um hagræðing- arsjóð á undan endurskoðun á kvótalögunum. Stjórnarflokkarnir héldu þeirri endurskoðun í sínum höndum án samráðs við stjórn- arandstöðu. Um þetta mál þyrfti að eiga sér stað víðtæk umræða. Ræðumaður sagði að hér væri um að ræða mál sem hefði verið í mótun í samfélaginu. Átt hefði sér stað feiknarleg umræða og hún ætti sér enn stað. Það hefði verið almenn skoðun að að um þetta mál þyrfti að hafa mjög víðtækt samráð í þjóðfélaginu öllu til þess að stofna ekki til ófriðar um það. Halldór vildi ekki halda því fram að um kvótalögin væri sérstakur friður en a.m.k. hefði ekki orðið neinn ófriður í í líkingu við þá borg- arasty.rjöld sem Morgunblaðið boð- aði; að barist yrði til síðasta manns, eins og ritsjóri þess hefði haldið fram. Þetta blað teldi það hlutverk sitt að koma fram stefnubreytingu í þessu máli. Ræðumaður spurði hvort þeir í ríkisstjórnarliðinu væru„famir að hlýða Mogganum". Sumir sem hefðu staðið í pólitík hefðu litið á Moggann og kallað hann mömmu og’gjarnan haft við orð að rétt væri að hringja í mömmu áður en lengra yrði haldið. Gæti það verið að það hefði verið hringt í mömmu og niðurstaðan orðið sú að það skyldi tekið upp nýtt vinnulag. Morgunblaðið héldi mjög fram stefnu Alþýðuflokksins í þessu máli og teldi hana hina einu, réttu og sönnu. Halldór Ásgrímsson varaði við því að taka alltof mikið tillit til skoðana Morgunblaðsins og Alþýðuflokksins þótt hann Össur Skarphéðinsson kvæðist viðurkenna að þeir aðilar væru nokkuð sterkir þegar þeir legðu saman. Halldór ræddi nokkuð um að nú væri byggðahlutverk sjóðsins Iagt niður. Þótt flutt væri vanburðug breytingartilllaga. Halldór taldi að í þessu sambandi væru mörg álita- málin og hefðu margvísleg sjón- armið nokkuð til síns máls. En framsögumaður minnihluta spurði eftir því hver ætti að sinna þessu byggðahlutverki, honum var stór- um til efs að Byggðastofnun væri sá stakkur sniðinn af ríkistjórninni að stofnunin væri til þess búin að aðstoða þau byggðalög sem hefðu orðið fyrir áföllum vegna sölu skipa og veiðiheimilda. Halldór lagði til fyrir hönd minni- hluta sjávarútvegsnefndar að þessu máli yrði vísað frá. Halldór Ásgrímsson varð að fresta sinni ræðu vegna þess að fundi varð að slíta um kl. 15 vegna nefndarstarfa en eftir að hann hvarf af vettvangi ræddu þingmenn stundarkorn um gæslu þingskapa; u.þ.b. hálftíma. Nokkur ágreining- ur var um hvernig skyldi óska eft- ir því að veita andsvör við ræðum. Stuttar þingfréttir Breyttur fundartími Vegna nefndarfunda hefst þing- hald Alþingis ekki fyrr en kl. 13 í dag en venjulega er fyrirspurnar- tími kl. 10.30 á fimmtudagsmorgn- um. Ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1992: Ríkisstofnanir fái fj árhaldsmenn BREYTINGARTILLÖGUR við frumvarp um ráðstafanir í efnahags- málum á árinu 1992, hinn svonefnda „bandorm", eru til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd. Nú er m.a. gert ráð fyrir að ráð- herra geti skipað ríkisstofnunum fjárhaldsmenn. starf fjárhaldsmanna greiðist af viðkomandi stofnun. Einnig -er gert ráð fyrir því í þessum tillögum að tekjutengja grunnlífeyri elli- og örorkulífeyris- þega. Þá er nú gerð tillaga um sérs- takt afgreiðslugjald sem útlendum skipum er ætlað að greiða. Gjaldið verður 30 kr. fyrir hvetja nettórúm- lest skipsins. Undanþegin þessu gjaldi verða herskip, spítalaskip og skip sem leita hafnar í neyð. Þrjátíu og þrír menn til- nefndir til trunaðarstarfa ALÞINGI hefur tilnefnt þijátíu og þijá menn til trúnaðarstarfa við nokkrar þær stofnanir sem liið íslenska ríkisvald á hlutdeild að. Þjóðþingið kaus inenn til að sitja í bankaráði Landsbankans, stjórnarnefnd ríkisspítala, Síldarútvegsnefnd, stjórn Síldarverk- smiðja ríkisins, flugráði, og Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurð- sonar. Einnig voru valdir yfirskoðunarmenn ríksreikninga ársins 1991. Á 58. fundi Alþingis þrem dög- um fyrir jól voru menn valdir í ofangreind stjórnar- og nefnda- sæti. Kosið var eftir listum, ekki voru tilnefndir fleiri menn en svo að allir sem á listana voru skráð- ir hlutu kosningu. Umboð þeirra sem valdir voru gildir frá 1. jan- úar 1992. í verðlaunanefnd Gjafar Jóns-Sigurðssonar, til tveggja ára voru valin: Sigurður Líndal prófessor, Guðrún Ólafs- dóttir dósent og Valgerður Gunn- arsdóttir sjúkraþjálfari. í stjórn- arnefnd ríkisspítalanna voru valdir til fjögurra ára: Stefán Frið- bjarnarson blaðamaður, Gunnar Ingi Gunnarsson læknir og alþing- ismennirnir Guðmundur _ Bjarna- son og Svavat' Gestsson. I Síldar- útvegsnefnd voru valdir- þrír menn og jafnmargir varamenn. Aðalmenn eru: Gunnar Flóvenz fyrrverandi framkvæmdastjóri, Guðmundur J. Guðmundsson for- maður verkamannafélagsins Dagsbrúnar, Kristmann Jónsson útgerðarmaður. Varamenn eru: Guðmundur Karlsson fram- kvæmdastjóri, Egill Guðlaugsson framkvæmdastjóri og Þorleifur Björgvinsson framkvæmdastjóri. í Síldarútvegsnefndina var valið til þriggja ára, en einnig voru valdir til þriggja ára fimm menn og jafnmargir varamenn í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins, aðal- menn eru: Þorsteinn Gíslason fiskimálastjóri, Magnús Guð- mundsson kennari, Einar Ingvars- son fyrrverandi bankafulltrúi, Bogi Sigurbjörnsson skattstjóri og Jóhann Ársælsson alþingis- maður. Varamenn eru: Halldór Árnason stjórnmálafræðingur, Kristján Möller iþróttafulltrúi, Ari Edwald lögfræðingur, Einar Bald- vinsson framkvæmdastjóri og Hjálmar Níelsson tryggingafull- trúi. í flugráð voru kosnir aðal- menn: Alþingismennirnir Árni Johnsen og Sigbjörn Gunnarsson og einnig Skúli Alexandersson fyrrverandi alþingismaður. Vara- menn eru: Viktor Aðalsteinsson fyrrverandi flugstjóri, Jörundur Guðmundsson skrifstofustjóri og Málmfríður Sigurðardóttir fyrr- verandi alþingismaður. Kosningin í flugráðið er til ársloka 1995. Yfirskoðunarmenn ríkisreikn- inga 1991 eru: Pálmi Jónsson alþingismaður, Svavar Gestsson alþingismaður og Sveinn G. Hálf- dánarson innheimtustjóri. Einn maður var kosinn í bankaráð Landsbanka Islands til ársloka 1993. Steingrímur Hermannsson alþingismaður var kjörinn í stað Kristins Finnbogasonar fram- kvæmdastjóra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.