Morgunblaðið - 09.01.1992, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 09.01.1992, Qupperneq 32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1992 32___ Minning: Jón S. Hermanns- £ son frá Sæbóli Fæddur 29. júní 1894 Dáinn 29. desember 1991 Okkur langar til að kveðja elsku afa okkar, Jón Sigfús Hermannsson, með örfáum orðum. Við höfum verið svo heppnar að eiga afa í öll þessi ár, en þegar hann lést var hann 97 ára. Hann var fæddur á Læk í Aðal- vík, 29. júní 1894. Hann bjó ásamt ,lemmu okkar, Elínóru Guðbjartsdótt- ur, (d. 4. ágúst 1971), ogníu börnum í Aðalvík þar til byggðin lagðist í eyði og þau fluttu til Reykjavíkur haustið 1947. Með afa er genginn einn af þeim alþýðumönnum sem lifðu tímana tvenna. Við erum stoltar af afa okk- ar. Bemskuminningar okkar tengdar honum eru frá Sogamýrinni í Reykja- vík. Af mörgu er að taka og minning- amar hrannast upp. Erfitt er að taka eitt fram yfir annað, en okkur langar þó að draga fram nokkur minninga- brot. Afí var mikill hagleiksmaður. Niðri í kjallara í litla húsinu hans var sann- kölluð leikfangasmiðja, þar sem hann -smíðaði margan hlutinn sem gladdi barnshjörtun. Annað sem sterkt er í minningu okkar er „afasykurinn“ sem hvergi var hægt að fá annars staðar. Við sjáum hann fyrir okkur gangandi út að hliði með hattinn á höfðinu, veifandi okkur þar til við fómm í hvarf. Þannig voru kveðju- stundirnar í Sogamýrinni. Afi var hár og myndarlegur og bar sig vel, léttlyndur og kíminn. Honum var annt um sitt fólk og lét sig varða um hagi þess og velfamað. Hann var fróðleiksfús, vel lesinn og Vylgdist vel með atburðum líðandi stundar. Þannig var hann fram und- ir það síðasta. Nú hin síðari ár dvaldi afi á Hrafn- istu í Hafnarfirði og lést þar að kvöldi 29. desember 1991. Dánardagur hans var einnig brúðkaupsdagur hans og ömmu. Við trúum því að þau hafi hist á ný í kyrrlátu himna- ríki. Við leiðarlok viljum við þakka elsku afa fyrir allt það sem hann var okkur. Guð geymi hann. Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, '' Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Björg, Signý og Sif Jóhannesdætur. Hann afi minn, Jón Sigfús Her- mannsson, er dáinn. Afi var fæddur og uppalinn í Aðalvík. Hann kvænt- ist ömmu, Elinóru Guðbjartsdóttur, þ. 29. desember 1918 og eignuðust þau 9 börn. Þau bjuggu í Aðalvík allt til ársins 1947 er þau fluttu til Reykjavíkur. Hugur afa var þó áfram í Aðalvík. Þann 29. maí 1954 fluttu þau í Jiúsið sitt á Sogavegi, sem afi byggði ásamt föður mínum. I þessu húsi er ég fædd og uppalin og bjuggu for- eldrar mínir í öðrum enda hússins en afi og amma í hinum. Fyrstu minningar mínar um afa eru tengdar smíðum hans í kjallaranum, þar sem hann hafði lítið smíðaverkstæði. Við systkinin nutum þeirra forréttinda að fá að alast upp með afa og ömmu. Sjálfsagt hefur oft fylgt okkur gauragangur og ólæti en aldrei fund- um við fyrir því að við værum óvel- komin eða fyrir. Afi og amma voru einstaklega bamgóð og hlý og var alltaf gott að vera í þeirra helming mússins. Árið 1967 fluttu foreldrar mínir af Sogaveginum vegna þrengsla enda voru bömin orðin mörg. Ég varð þó eftir hjá afa og ömmu. Afi var mjög trúaður maður. Ég minnist þess ætíð, þegar við afi og amma sátum þrjú við kertaljós á föstunni og afí las úr Passíusálmun- um á hverju kvöldi fram að páskum. Amma hélt í höndina á mér, svo hlý og góð. Síðan lásum við saman bæn- imar. Það ríkti svo mikil ró og friður í iitla húsinu þeirra á þessum stund- um og er ég sérstaklega þakklát fyrir að hafa notið þessara samvem- stunda með þeim. Það er ómetanlegt. Þegar amma veiktist og þurfti að leggjast inn á spítala, þá bjó ég aft- ur hjá afa. Hann heimsótti ömmu á hvetjum degi í þau tæp tvö ár, sem hún lá á sjúkrahúsinu og þar til hún lést. Svo vænt þótti þeim hvoru um annað. Hún andaðist þ. 4. ágúst 1971 og saknaði afi hennar ætíð mjög sárt síðan. Það er kannski tákn- rænt, að hann lést á brúðkaupsdag- inn þeirra þ. 29. desember. Eftir andlát ömmu, sneri afi sér af fullum krafti að smíðum. Hann smíðaði dúkkuvagna, dúkkurúm og vefstóla, sem fóru til leikskólanna í Reykjavík. Margir kannast við rauðu dúkkuvagnana og rúmin, sem enn í dag eru börnum til gleði á mörgum leikskólanna hér í borginni. Afi var orðinn rúmlega níræður, þegar hann hætti að fara í smíða- kjallarann enda var heilsan þá farin að gefa sig. Hann lét sér þó ekki allt fyrir brjósti brenna. Á hveiju sumri eftir að sumarbústaðurinn „Jónshús" var reistur að Sæbóli í Aðalvík fór afi þangað og dvaldi mislengi allt eftir aðstæðum. í þess- um ferðum yngdist hann allur upp. Ég, eiginmaður minn og eldri dóttir fórum með afa til Aðalvíkur árið 1977. Þá sáum við glöggt, hvar ræt- ur hans lágu. Hugur hans var ávallt í Aðalvík og síðustu mánuðina sem hann lifði var hann ætíð á leiðinni þangað. Þegar afi varð níræður bauð Ás- geir sonur hans honum með sér til Spánar. Þar dvaldist hann í góðu yfirlæti í eina viku og líkaði mjög vel ferðin. Sérstaklega naut hann þess að vakna upp eldsnemma á morgnana og setjast í hlýja sólina. Ég spurði afa eitt sinn að því af hveiju hann hefði ekki farið fyrr til útlanda. Hann svaraði að bragði: „Ja, það hefur enginn boðið mér með sér fyrr!“ Þetta var fyrsta og síðasta utanlandsferð hans. Afi var mjög músíkalskur maður. Hann spilaði vel á harmonikku og söng með. Hann var mjög félagslynd- ur og naut þess að fá fólk i heim- sókn og fá fréttir. Hann vildi fá að vita hvernig gengi. Það var sérstak- lega gaman að koma í heimsókn til afa. Hann átti fjölmarga afkomendur og var miðpunktur ættarinnar. Hann fylgdist vel með sínu fólki og því sem það var að gera hveiju sinni. Ég minnist þess vel, þegar ég var að flytjast búferlum til Svíþjóðar, hvað mér þótti erfitt að kveðja afa. Við grétum bæði í faðmlögum. Afi hughreysti mig þó og sagði að við myndum áreiðanlega hittast aftur. Hann ætlaði að bíða eft.ir mér, sem hann og gerði. Dóttur minni kenndi hann lítið kvæði: „Tíminn líður tniðu mér, taktu maður vara á þér. Heimurinn er sem hála gler, hugsaðu um það, sem á eftir fer.“ Þannig var afi, stuðningur okkar og vinur. Við eigum öll eftir að sakna hans mikið. Sigurður litli Jón á eflaust lengi eftir að biðja um að fara til hans langafa. Ellinga. Helfregnin er sár. Hann afi á Sogaveginum er dáinn. Löng var ævin orðin, hann smáfjarlægðist okkur á sl. sumri og hvarf heim í sveitina sína, Aðalvíkina. Þangað var hugur hans kominn. Aðalvík er sældar sveit sómi lands og þjóðar. Nú dvelst enginn í þeim reit utan vættir góðar. Hallar nú að húmi bráðum, hreysti og þrekið dvínar ótt. vildi ég hjá þér vera í náðum, vegleg fóstra hinstu nótt. (Olafur H. Hjálmareson.) Nú þegar afí er horfinn yfir móð- una miklu, eftir langa og farsæla ævi langar okkur að minnast hans með þessu ljóði um sveitina hans. Afi og amma gengu í hjónaband í Staðarkirkju í Aðalvík, 29. desemb- er árið 1918. Þau eignuðust 9 mann- vænleg börn. Oft áttu afi og amma við heilsuleysi að stríða, en með hjálp góðra manna létu þau ekki bugast. Við vitum að hann og margir aðrir urðu að flytjast burtu nauðugir á miklum breytingatímum þjóðarinnar eftir seinni heimsstyijöldina. Alltaf minntust þau Aðalvíkur með miklum söknuði. Hús fjölskyldunnar sem þar stendur, var byggt árið 1972 og ber nafnið Jónshús. Það á eftir að minna okkur á þau um ókomin ár. Á meðan heilsan leyfði, reyndi afi að dveljast þar á hveiju sumri í lengri eða skemmri tíma. Alltaf kom hann endurnærður og að okkur fannst mörgum árum yngri til baka. Það voru yndislegar stundir að fá að vera með afa í Aðalvík. Bernskuminningarnar hrannast upp, nú þegar komið er að kveðju- stund. Samveran við afa og ömmu á Sogaveginum á árunum 1953-1967, þar sem foreldrar okkar bjuggu með barnahópinn sinn. Mamma og pabbi urðu bæði að vinna úti til að sjá heimili sínu farborða. Afi og pabbi unnu lengst af í Trésmiðjunni Víði við Laugaveg. Amma var heima, hún var oft kjölfestan þegar komið var inn úr leikjunum. Alltaf var eitthvað gott til í litla eldhúsinu hennar. „Brúni molinn" var alltaf til í eldhús- skápnum hennar ömmu, honum var stungið upp í litla munna og hlý hönd strauk oft tár af litlum vöngum. Hæst f bernskuminningunni ber sunnudagsmorgna; útvarpsmessan að byija í útvarpinu. Sálmarnir sem átti að syngja skrifaðir með blýants- stubb á Lesbók Morgunblaðsins. Hljóð stund, afi söng með útarpinu, við krakkarnir, eitt eða fleiri, sátum hjá honum í litla herberginu, full lotn- ingar. Afi hafði fallega söngrödd. Skemmtilegustu stundirnar voru þegar hann dró fram litlu harmónik- una sína og spilaði og söng með okkur. Jólavindillinn hans afa, góða lyktin sem fyllti húsið á aðfangadag. Áfi var bókhneigður maður og las mikið. Amma og afi voru trúhneigð, þau kenndu okkur ásamt foreldrum okkar mörg sálmavers og bænir. Fyrir þetta blessa ég ykkur. Þið gáfuð mikið og vissuð ekki að þið gæfuð neitt. (Spámaðurinn) Eftir að við flytjum upp í Hraunbæ árið 1967, var alltaf reynt að koma við á Sogaveginum að loknum vinnu- degi foreldra okkar. Amma lést árið 1971. Eftir það var afi oft einmana, en hann hélt áfram heimili fyrir sig á Sogaveginum til ársins 1986. Eftir að afi hætti vinnu, stytti hann sér daginn við smíðar í kjallaranum á Sogaveginum. Þar bjó hann til litla vefstóla, dúkkuvagna, -rúm o.fl. Hann var laghentur og allt sem hann tók sér fyrir hendur var gert af mik- illi nákvæmni. Á sólríkum sumardög- um sat afi úti og naut sólarinnar, eða hann sló garðinn sinn með orfi og ljá. Ymsir léttu undir með honum, hann átti marga afkomendur. Við erum þakklát forsjóninni að bömin okkar skyldu fá tækifæri til að kynn- ast langafa sínum, á Sogaveginum, í Aðalvík og á Hrafnistu í Hafnar- firði, þar sem hann dvaldi frá árinu 1987. Afi kvaddi þetta jarðneska líf og fór til fundar við ömmu á brúðkaups- daginn þeirra, 29. desember sl. Við trúum að nú hafi hann hitt ömmu aftur, það ríkir friður yfir ásjónu hans. Blessuð veri minning afa og ömmu. Ekkert okkar hefur misst eins mikið og systir okkar hún Ella Inga, sem ber nafn ömmu, Elinóra. Milli afa og hennar ríkti mikill skilningur og kærleikur. Hún vitjaði hans dag- lega allt til hinstu stundar og afi mat það mikils. Við biðjum góðan Guð að styrkja hana og alla sem syrgja. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vor grætir, þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisi af minningum hlýjum. (Hallgrimur I. Hallgrímsson) Elínborg, Elinóra, Magnús, Þórey, Sigríður Helga, Jón Helgi og Sigrún Sigurðarbörn. Með þessum línum vil ég minnast föðurafa míns er lést í hárri elli á Hrafnistu í Hafnarfirði 29. desember síðastliðinn en hann verður jarðsung- inn í dag. Jón Sigfús Hermannsson var fæddur að Læk í Sléttuhreppi 29. júní 1894. Foreldrar hans voru Her- mann Sigurðsson bóndi og kona hans Guðrún Finnbjörnsdóttir. 29. september 1918 kvæntist hann ömmu minni Elinóru Guðbjartsdóttur sem fædd var 1. september 1898. Hún lést 4. ágúst 1971. Hófu þau búskap á Sæbóli í Aðal- vík þar sem afi var útvegsbóndi um árabil, en síðustu fimm ár búskapar síns í Aðalvík bjuggu þau á Læk. Þeim ömmu og afa varð 9 barna auðið. Hermann var elstur en er nú látinn. Hann var kvæntur Þórunni Finnbjömsdóttur úr Miðvík í Sléttu- hreppi, Ásgeir, kvæntur Guðríði Jónsdóttur frá Patreksfirði, Ásta, gift Sigurði Svanbergssyni frá Akur- eyri, Bæring kvæntur Guðrúnu Hasl- er frá ísafirði, Guðrún, gift Héðni Jónssyni frá Patreksfirði, Sigurður, kvæntur Dýrfinnu Siguijónsdóttur úr Reykjavík, Sólveig, gift Ingva Rafni Jóhannssyni frá Akureyri, Jó- hannes, kvæntur Sólveigu Björgvins- dóttur úr Hafnarfirði, og Inga Jó- hanna, gift Jóni Álfssyni úr Reykja- vík. Ekki get ég minnst afa mfns nema geta elskulegrar ömmu minnar um leið, svo samofin er minningin um þau. Mínar fyrstu minningar tengjast allar ömmu og afa. Því miður man ég ekki er ég fór ungur í heimsókn til þeirra að Læk, ásamt móður minni, en ég man vel er þau fluttust til Reykjavíkur. Þau lifðu mesta þjóðfélagsumrót sem yfir þessa þjóð hefur gengið. Á miðjum aldri neyddust þau til þess að fylgja straumnum suður, bregða búi og skilja eftir lífsstarf sitt vestra. Afi var mikill verkmaður og kröfu- harður við sjálfan sig og aðra. Ég fyllist ávallt aðdáun og undrun er ég skoða jarðarbæturnar sem afi kom í verk að Læk ásamt fjölskyldu sinni á þeim árum sem hún bjó. Jafn- framt skil ég vel hversu erfið en nauðsynleg ákvörðunin um að flytja suður hefur verið. Skömmu eftir komuna til Reykja- víkur ræðst afi sem húsvörður og lagermaður í Trésmiðjuna Víði sem þá var stórfyrirtæki á íslenskan mælikvarða. Ámma og afi bjuggu fyrstu árin í íbúð á efstu hæð verk- smiðjuhússins en fluttu síðar að Sogavegi 194, þar sem þau byggði sér_ hús. Ég sótti mjög til afa á þessum árum. Þeir voru ófáir dagarnir sem ég „hjálpaði“ honum í vinnunni í Trésmiðjunni Víði. Enn þann dag í dag, röskum 40 árum síðar, hitti ég stundum menn á förnum vegi sem minnast þessara tíma og spyija um afa. Mjög gestkvæmt var hjá ömmu og afa. Fjölskyldan var stór eins og áður hefur komið fram en miklu réð þó að umrótið sem flutningur íbúa heils byggðarlags í annan landshluta og margvíslegir erfiðleikar því tengd- ir efldu samkennd fólks og þörfin fyrir að hittast var rík. Blómlegt og ræktarlegt starf Átthagafélags Sléttuhrepps _ um árabil er ljósasti vottur þess. Ég og mínir líkir drukk- um í okkur sögurnar og Aðalvíkin og allt henni tengt baðaðist róman- tískum ævintýraljóma. Vissulega er okkur kunnugt um harðræðið og erfiðið sem forfeður okakr á þessum sumarfagra en annars nær óbyggi- lega stað hafa mátt þola. Aðstæðum- ar innrættu fólki þrautseigju og vinnusemi. Mér er minnisstætt er við afi vor- um saman í Aðalvík er hann fór þangað í síðasta sinn þegar hann var 93 ára gamall. Hann horfði yfir leg- una og sagði síðan: „Þarna lá hún Fríða þegar hún dró legufærin um haustið.“ Fríða var bátur afa, sem hann átti í félagi við Guðmund bróð- ur sinn og þeir gerðu út árum sam- an. Atvikið sem afi vísaði til var að þeir misstu bát sinn á land í óveðri og hann brotnaði. Ekki hvarflaði að þeim bræðrum að leggja árar í bát, þeir endursmíðuðu bát sinn og héldu ótrauðir áfram. Frá unga aldri hefur frásögnin af þessu atviki og mörgum öðrum viðlíka meitlast inn í vitund mína þannig að við liggur að mér finnist að ég hafi upplifað þau sjálfur. í minningunni stendur amma mér fyrir hugskotssjónum á peysufötum, afi og við öll hin prúðbúin á leið til kirkju. Þar söng afi við raust enda söngmaður góður. Allt var hátíðlegt. Þegar heim var komið aftur voru bornar fram góðgerðir. Eitt var ófrá- víkjanlegt: Þrátt fyrir að afa þætti gaman að spila mátti aldrei viðhafa slíka „léttúð" á hátíðisdögum. Og aldrei skar afi jörðina á sunnudegi alla sína búskapartíð. Ekki er hægt að minnast afa án þess að nefna harmónikkuna. Var hann eftirsóttur undirleikari á dans- leikjum í Aðalvík og nálægum byggð- arlögum. Síðast sá ég hann handleika harmónikku er hann var kominn á tíræðisaldur. Eftir því sem árin liðu og afkom- endum fjölgaði þurfti ég að deila ömmu og afa með fleirum. Ekki reyndist það erfitt. Það var til næg ást og umhyggja fyrir alla. Á meðan ömmu naut við og heilsa afa leyfði voru þau sérlega dugleg við að ferð- ast milli afkomenda sinna. Dvöldust þau oft nokkrar vikur í senn ýmist á Patreksfirði, ísafirði eða Akureyri í faðmi fjölskyldunnar. Nú nokkur síðustu ár ævi sinnar dvaldist afí á Hrafnistu og naut þar bestu aðhlynn- ingar. Sú ræktarsemi og umönnun sem börn hans og aðrir afkomendur sýndu honum til hinstu stundar er fagurt vitni um að svo uppsker sem sáir. Blessuð sé minning afa og ömmu, hvílið í guðs friði. Erling Ásgeirsson Óðum fer fækkandi þeim íslend- ingum, sem fæddir eru fyrir alda- mót. Þær aðstæður, sem þetta fólk ólst upp við, eru okkur yngra fólki óskiljanlegar. Hvað þá að alast upp á útkjálka, ljærri heimsins glaumi. Það er góð lexía að fá að kynnast fólki frá þessum tíma. Því þetta er nánast annar heimur, sem við búum við í dag og ekki endilega að öllu leyti betri. Báðir afar mínir voru að vestan. Annar frá Isafjarðardjúpi, hinn frá Arnarfirði. Annar dó ungur, hinn er ég var unglingur. Það var því eins og að eignast sinn þriðja afa, er ég kynntist Jóni S. Hermannssyni. Við skildum strax hvor annan. Hann var þá á besta aldri, „aðeins" rétt tæp- lega áttræður. Hann tók vel á móti mér sem tilvonandi tengdatengda- syni og við urðum góðir vinir. Honum fannst það dálítið skondið að ég skyldi vera að eltast við sonardóttur hans, sem hafði alist upp að hluta til hjá þeim hjónum. Heimsóknirnar mínar til hans á Sogaveginn urðu sífellt fleiri og fleiri og það var nota- legt að sitja þar í ró og kyrrð í litla húsinu hans, þar sem tíminn hljóp ekki frá manni. Húsið hafði hann byggt ásamt Sigurði syni sínum, að mestu úr rekaviði, sem þeir höfðu með sér frá Aðalvík. Þar var allt á sínum stað, einfalt og hreint og fullt af bókum. Ekki ósjaldan fórum við til hans til að fá fréttir, ekki bara af ættingjunum, heldur einnig af þjóðmálunum, ekki síst á’meðan við vorum í námi og þóttumst ekki hafa tíma til þess að lesa blöðin eða fylgj- ast með fréttum. Oft var glatt á hjalla á Sogaveg- inum, ekki síst um áramót og við önnur hátíðleg tækifæri. Þá var dreg- in fram sherrýflaska og Jón spilaði á nikkuna. Ekki ósjaldan var tekið í spil og stundum fórum við þijú nið- ur á Hótel Borg og fengum okkur kaffi með vöfflum. Það fannst Jóni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.