Morgunblaðið - 09.01.1992, Side 34

Morgunblaðið - 09.01.1992, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANUAR 1992 Petra María Hákans- son — Minning Fædd 6. október 1908 Dáin 30. desember 1991 Skammt er stórra högga milli, nú í skammdeginu. Þann 13. des- ember lést móðuramma mín, Stein- þóra, og nú er föðuramma mín, Petra, einnig farin yfir móðuna miklu. En nú tekur dag að lengja og með Guðs hjálp mun einnig birta aftur í hugum okkar sem eftir sitj- um og syrgjum. Petra María var fædd í Bergs- ' núsi á Þingeyri, dóttir hjónanna Ingibjargar Jónsdóttur og Sveins Bergssonar. Systkinin voru 10 og lífsbaráttan erfið og okkur nútíma- börnum sem allt höfum til alls, þrátt fyrir barlóm og kveinstafi, er í raun ókleift að setja okkur í fótspor for- feðra okkar og skilja aðstæður til fullnustu. Árið 1915 flytur Petra með foreldrum sínum til Akureyrar og bjuggu þau þar í Eyrarlands- stofu um árabil. 16 ára gömul fer amma til Kaupmannahafnar í vist og dvaldist þar nokkur ár. Æ síðan minntist hún Danmerkur og Dana með hlýhug og heimsótti oft. Hún giftist August Hákansson <*fnálarameistara, 25. október 1931. Þeim varð fjögurra barna auðið, Grétu, gift Sigurði Björnssyni, Sonju, gift Braga Óskarssyni, Frantz, kvæntur Málfríði G. Hák- ansson, og Ellen, gift Kristjáni - Kjartanssyni. Barnabörnin eru 9 og barnabarnabömin 7. Fyrstu 8 æviárin mín bjuggum við í kjallaranum hjá ömmu og afa. Þar með bundust traust og náin bönd milli mín og þeirra. Amma og afi stofnuðu og ráku jum áratugaskeið verslun og skilta- gerð undir heitinu Skiltagerðin. Þegar þau tóku að rifa seglin fyrir nokkmm árum, seldu þau verslun- ina og innréttuðu gallerí í kjallara hússins á Skólavörðustíg 15. Afi hafði tekið til við listmálun að nýju og var „Gallerí 15“ opnað með hans fyrstu og einu einkasýningu þann 28. nóvember 1987. Annar stór draumur ömmu og afa var Norður- kot á Eyrarbakka sem var athvarf þeirra utan borgarinnar til að njóta næðis og samveru. Húsið höfðu þau keypt í niðurníðslu en eftir viðgerð- ir og nostur er það perla sem ljúft er að koma í. Þarna lést afi að kvöldi dags 27. maí 1988. j Missir ömmu eftir tæpraj 58 ára hjónaband var mikill og sorg henn- ar og eftirsjá iíklega meiriien við gerðum okkur grein fyrir. Einnig féll ömmu þungt að sjá á bak elstu systur sinni í júlí á síðasta ári þeg- ar Svanfríður Sveinsdóttir, „Fríða frænka" lést á 92. aldursári. And- lega hélt Fríða öllu sínu til hinsta dags en líkamsþróttur var tekinn að þverra. Fríða og amma höfðu haft mikið samneyti og verið í nán- ast daglegu sambandi. Ömmu fannst hún hafa misst mikið að hafa ekki lengur Fríðu til skrafs og ráðagerða. Það fer vel á því að nú þegar amma verður lögð til hinstu hvílu verður afi henni á aðra hönd og Fríða á hina. Á síðustu árum hef ég verið svo lánsamur að hafa getað liðsinnt ömmu af og til og sinnt fyrir hana smáerindum eða aðstoðað hana við slíkt. Oft höfum við sest yfir kaffi- bolla og rætt málin að afloknu slíku. Einnig lá leið okkar Jónu oft með bömin í Mjóuhlíð 6 í stuttan kaffi- sopa og voru þær heimsóknir ekki síst vinsælar hjá smáfólkinu. En nú er þeim kafla lokið. Lífið heldur áfram og aftur kemur vor en samt erum við svo miklu fátækari, en þó rík af hlýjum minningum. Mitt verk er, þá ég fell og fer, eitt fræ, mitt land, í duft þitt grafið; mín söngvabrot, sem býð ég þér, eitt blað í Ijóðasveig þinn vafið. En innsta hræring hugar míns, hún hverfa skal til upphafs síns, sem báran - endurheimt í hafið. (Einar Benediktsson) Nú þegar elsku amma mín er kvödd með þökk og virðingu bið ég góðan Guð að taka við henni og styrkja okkur sem eftir stöndum. August. í dag kveðjum við Petru, tengda- móður mína. Hún verður borin til hinstu hvílu í Fossvogskirkjugarði, við hlið eiginmanns síns, Augustar Hákansson, en hann andaðist fyrir tæpum fjórum árum. Petra varð bráðkvödd á heimili sínu, Mjóuhlíð 6 í Reykjavík, 30. desember sl. Petra María Sveinsdóttir var fædd á Þingeyri við Dýrafjörð, 8. október 1908. Foreldrar hennar voru hjónin Sveinn Bergsson frá Pálshúsum í Reykjavík og Ingibjörg Jónsdóttir frá Skálmardal í Múla- sveit. Börn þeirra urðu 10 og náðu öll fullorðinsaldri, 9 þeirra voru fædd á Þingeyri. Eftir lifa nú tvær yngstu systurnar, Camilla Dagmar, fædd á Þingeyri 1914 og Björg, fædd á Akureyri 1916. Önnur systkini voru: Svanfríður, fædd 1898, Fanný, fædd 1900, Þórunn Elísabet, fædd 1901, Lára, fædd 1903, Sigurður, fæddur 1904, dó 22 ára í Danmörku, Bergur Páll, fæddur 1910 og Pála, fædd 1912. Vorið 1915, þegar Petra var sex ára gömul, flytur fjölskyldan búferl- um til Akureyrar og mun bágt at- vinnuástand á Þingeyri hafa ráðið þar mestu um. Faðir hennar var farinn norður nokkru áður og hafði hafið störf sem sjómaður, svo bú- ferlaflutningurinn kom í hlut móður hennar. Nútímafólk skilur vart þá örðugleika sem fylgt gátu slíkum flutningum í þann tíð. Ingibjörg tók sig upp með börn og aldraða móður og tekur sé far með flutningaskipi, sem sigla átti skemmstu leið frá Þingeyri til Akureyrar. Ekki var um annan aðbúnað að ræða en hálmdýnur, sem lagðar voru ofan á olíutunnur frammi í lest. Þegar komið var norður undir Hornbjarg lokaði hafís leiðinni svo brugðið var á það ráð að sigla suður fyrir land, austur um og norður og tók ferðin tæpar þijár vikur í stað þriggja daga. Geta má nærri hvfiík þolraun það hefur verið fátækri móður með barnahóp að lenda í slíku. Þegar komið var á Seyðisfjörð var fjöl- skyldan orðin matarlítil, eins og að Vísitala jöfnunarhlutabréfa Samkvæmt ákvæðum 5. og 6. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt hefur ríkisskattstjóri reiknað út vísitölu almennrar verðhækkunar í sambandi við útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1992 og er þá miðað við að vísitala 1. janúar 1979 sé 100. 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1980vísitala 156 1981 vísitala 247 1982 vísitala 351 1983 vísitala 557 1984vísitala 953 1985 vísitala 1.109 1986 vísitala 1.527 1987 vísitala 1.761 1988 vísitala 2.192 1989 vísitala 2.629 1990 vísitala 3.277 1991 vísitala 3.586 1992 vísitala 3.835 Við útgáfu jöfnunarhlutabréfa skal annars vegar miða við vísitölu frá 1. janúar 1979 eða frá 1. janúar næsta árs eftir stofnun hlutafélags eða innborgunar hlutafjár eftir þann tíma, en hins vegar skal miða við vísitölu 1. janúar þess árs sem útgáfa jöfnunarhlutabréfa er ákveðin. RSK RÍKISSKATTSTJ ÓRI líkum lætur. Ingibjörg ákvað þá að freista þess að fá keyptan mat handa öllum hópnum. Hún gekk að því húsi í bænum, sem henni þótti reisulegast og ber upp erindið. Ekki er að orðlengja það, að hópurinn var drifinn inn í stofu og elduð kjöt- súpa. Tengdamóðir mín gleymdi aldrei þessu atviki. Ekki skorti hina margrómuðu gestrisni hjá því góða fólki, sem þau höfðu leitað til, því ekki var tekið við borgun fyrir greiðann. Á Akureyri bjó fjölskyldan í tíu ár og átti heima uppi á brekkunni á Eyrarlandi í húsi því, sem nú hefur verið flutt til varðveislu í Lystigarðinum. Þá var Sveinn orð- inn bátsmaður á skipum, sem sigldu með fisk til Spánar, og var hann því langdvölum að heiman. Árið 1925 flytja foreldrar Petru til Reykjavíkur ásamt þeim börnum, sem enn voru í heimahúsum. Sama ár hleypir Petra heimdraganum og fer til Kaupmannahafnar í hannyrð- askóla og ræðst jafnframt í vist hjá aldraðri hefðardömu, fröken Kail. Á henni hafði hún miklar mætur. í Kaupmannahöfn dvaldist hún í 4 ár. Þar kynntist hún tilvonandi eiginmanni, Augusti Hákansson, sem þá stundaði nám við Kunst- hándværkerskolen, sem síðar varð Skolen for brugskunst. Petra og August gengu í hjóna- band 25. október 1931. Þau eignuð- ust fjögur börn. Þau eru: Greta gift þeim er þetta ritar, búsett í Garðabæ, Sonja gift Braga Óskars- syni raftæknifræðingi, búsett í Reykjavík, Frantz flugstjóri hjá Flugleiðum, kvæntur Málfríði Guð- jónsdóttur, búsett í Garðabæ og Ellen íþróttakennari gift Kristjáni Kjartanssyni, þau búa á Einhóli á Svalbarðsströnd. Barnabörnin eru 9 og barnabarnabörn 7. Þau hjón, Petra og August, voru mjög sam- hent og hjónaband þeirra farsælt. Til marks um það má nefna að Petra fylgdi manni sínum til Kaup- mannahafnar á ný með tvær ungar dætur þeirra til ársdvalar 1937- 1938, en þá lærði August skiltamál- un. Er heim var komið stofnuðu þau fyrirtækið Skiltagerðina, sem þau ráku í rúm fjörtíu ár við Skóla- vörðustíg í Reykjavík, fyrst á nr. 8 síðan nr. 21 og síðast í eigin hús- næði á Skólavörðustíg 15. Eftir að bömin uxu úr grasi varð Petra hægri hönd manns síns við rekstur fyrirtækisins, einkum eftir að það hafði þróast í að verða heildsala og verslun með listmálara- og föndur- vörur. Oft var vinnudagurinn lang- ur og má segja að þau Petra og August hafi unnið fulla vinnu, og rúmlega það, fram undir áttræðis- aldur. Bæði urðu þau þeirrar gæfu Minning: Ólöf J. Jónsdóttir í dag verður jarðsungin frá Akra- neskirkju tengdamóðir mín, Ólöf Jóna Jónsdóttir. Hún fæddist í Bæjum á Snæfjallaströnd 11. júní 1907. Foreldrar hennar voru hjónin Steindóra Rebekka Steindórsdóttir og Jón Elías Ólafsson, sem þar bjuggu. Hún var fyrsta bam for- eldra sinna, sem þá höfðu nýhafið búskap þar. Jóna ólst upp í Bæjum og var þar til tuttugu og eins árs aldurs. Þá fluttu foreldrar hennar búferlum til Hnífsdals. Barnahópur- inn hafði stækkað og jarðnæði lítið á Bæjum. Alls urðu systkini Jónu tíu talsins og fæddust átta þeirra í Bæjum. Í Hnífsdal þóttu möguleik- ar heldur betri til að framfleyta stórri íjölskyldu. En eftir sem áður, kostaði það vinnu allra, sem vettl- ingi gátu valdið. Vinnu þekkti því Jóna frá því hún mundi eftir sér. Það vill oft verða svo í barnmörgum ijölskyldum að umönnun og gæsla yngri barnanna lendir á þeim eldri, svo að móðirin geti einbeitt sér að því, sem gera þarf og annars væri starf húsbóndans ef hann væri heima. Faðir Jónu þurfti oft að sækja annað í ver, eins og tíðkaðist á þeim tíma hjá bændum við Djúp, sem þurftu að sækja meirihluta tekna sinna til sjávarins. Jóna var því vön öllum útiverkum til sveita því hún aðstoðaði móður sína á því sviði þegar faðir hennar var fjarver- andi, auk þess að líta eftir yngri systkinum sínum. Henni lét það betur en það sem að innistörfum laut. Eftir að fjölskylda hennar flutti í Hnífsdal, tók við vinna í físki og annað sem til féll í slíku sjávar- þorpi. Öll aðstaða til slíkra verka var þá frumstæðari en nú þykir hæfa og fór því mikið af þeirri vinnu fram undir beru lofti, eða í köldu húsnæði. Á þeim árum var það al- gengt að konur gengju í hús og þvægju þvotta fyrir þá, sem höfðu efni á að kaupa slíka þjónustu, og þeir voru margir því hún var ekki seld dýru verði. Þessu sinnti Jóna þegar hlé var í annarri vinnu. í lífi okkar allra skiptast á skin og skúrir. Árið 19.31 kom sólargeisli í líf Jónu. Hún eignaðist dóttur, Erlu, með Guðmundi Zakaríassyni, sem þá var henni samtíða þar. Það er með þessa sólargeisla að þeir eru ekki sterkastir við sólris en styrkj- ast er líður á. Á þessum árum var afkoma einstæðrar móður ekki eins tryggð og hún er í dag. Erla ólst upp hjá móður sinni á heimili afa síns og ömmu, með yngstu móður- systkinum sínum. Árið 1934 lést faðir Jónu og bjuggu þær mæðgur áfram saman með börn sín og hjálp- uðust að við fyrirvinnu heimilisins. Þannig var það fram til ársins 1946 að hún giftist Bjarna Bjarnasyni frá Bolungarvík og fór að búa með honum í Hnífsdal. Þau eignuðust sama ár dóttur, Friðgerði Elínu. Bjarni var ekkjumaður og átti upp- komin börn af fyrra hjónabandi. Á þessum árum hafði afkoma versnað á Vestfjörðum hjá þeim er sóttu sjó eða unnu við afla í landi. Margt kom þar til, minnkandi afla- brögð og ekki nógu ör endurnýjun skipa til að sækja á dýpri mið. Þá var það mjög algengt að Vestfírð- ingar sæktu á vertíðir hér syðra og vildu þá oft ílendast. Þau Jóna og Bjarni fluttu hingað suður árið 1953. Þau bjuggu lengst af við Háteiginn. Fyrst á Litla-Teig, en næst á Laufási en það var lítið hús við sömu götu, sem Jóna tók miklu ástfóstri við. Síðustu þijú árin, sem Bjarni lifði, dvaldi hann á Sjúkrahúsi Akraness en hann hafði verið blindur síðustu tuttugu ár ævi sinnar. Þegar Bjarni hætti að geta unnið vegna sjónleysis, tók Jóna við að vinna fyrir heimilinu. Hún hafði unnið í frystihúsinu Heimaskaga í meira en tuttugu ár þegar hún hætti störfum fyrir aldurs sakir. Árið 1978 keypti hún sér íbúð á Vallarbraut 1 og bjó þar ein, þar til fyrir einu ári að hún veiktist og var eftir það hér á sjúkrahúsinu, þar sem hún lést þann 1. janúar. Jóna eignaðist tuttugu afkom- endur á lífsleið sinni. Erla giftist undirrituðum 1954. Við höfum eignast sex börn, fjóra syni og tvær dætur, sem öll hafa komist upp nema elsti sonurinn, sem dó í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.