Morgunblaðið - 14.02.1992, Side 3
3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1992
Felagsmalaraðherra:
Mikil úlg’áfa bankabréfa
heldur vöxtunum uppi
Kemur til greina að grípa inn í
Félagsmálaráðherra segir að bankarnir haldi uppi vaxtastiginu í
landinu og þar með afföllum húsbréfa með mikilli útgáfu bankabréfa
með 8,5-8,6% ávöxtun. Hún segir ekki hægt að líða það að bankarnir
haldi vöxtunum svona uppi og að það hljóti að koma til greina að ríkis-
stjórnin grípi þarna inn í, með því
Ávöxtunarkrafa húsbréfa lækkaði
fyrr í vikunni úr 8,3 í 8,2%. Þá sagði
Sigurbjörn Gunnarsson deildarstjóri
hjá Landsbréfum að vextir spariskír-
teina héldu ávöxtunarkröfu húsbréfa
Sykurmolarnir:
Spáð sjötta
sæti breið-
skífulistans
ÞRIÐJU breiðskífu Sykurmol-
anna, Stick Around for Joy, sem
kom út í Bretlandi á mánudag, er
spáð sjötta sæti breska breiðskífu-
listans. Af plötunni hafa selst á
fjórða tug þúsunda eintaka í Bret-
landi.
Að sögn heimildarmanna á veg-
um hljómsveitarinnar hafa þegar
selst af plötunni á fjórða tug þús-
unda eintaka og verslanir hafa
margar verið að panta meira af
plötunni. Það er Gallup-stofnunin
breska sem tekur saman breiðskífu-
listann og ef spá stofnunarinnar
um sjötta sætið gengur eftir, verður
það í fyrsta sinn sem íslenskri
hljómsveit lánast að eiga breiðskífu
meðal tíu best seldu hljómplatna í
Bretlandi.
að beita ákvæðum Seðlabankalaga.
uppi. Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra sagði hins vegar í gær
þegar hennar álits var leitað að bank-
arnir héldu vöxtunum miklu frekar
uppi en ríkið.
„Staðan er nú þannig að eftir-
spurn eftir húsbréfum er miklu meiri
en framboðið og lítið gefið út af
húsbréfum miðað við það sem áður
var. Það ættu því að vera allar for-
sendur til að lækka enn afföllin,"
sagði Jóhanna. „Það eru að stórum
hluta sömu kaupendur á spariskír-
teinum ríkissjóðs og húsbréfum og
því erfitt að fara neðar með ávöxtun
húsbréfa, því ávöxtun þessara sparn-
aðarforma er nú svipuð. Ávöxtun
húsbréfanna ætti raunar að vera
heldur hærri vegna lengri lánstíma.
Ef farið yrði neðar með ávöxtun
húsbréfanna myndu þau hætta að
seljast.
Ég held hins vegar að það séu
frekar bankarnir sem halda uppi
vöxtunum með því að hafa ávöxtun
bankabréfa og bankavíxla 8,5 til
8,6%. Erfitt er fyrir ríkið að lækka
vexti spariskírteina á sama tíma og
bankarnir halda uppi þessu vaxta-
stigi. Útgáfa bankabréfa, aðallega
hjá Landsbankanum og íslands-
banka, jókst um 2,8 milljarða kr. í
janúar miðað við desember. Á meðan
hefur sala spariskírteina dregist sam-
an.
Forsenda fyrir vaxtalækkun er að
vextir bankabréfa lækki. Þá fylgja
vextir spariskírteina og síðan afföll
húsbréfa," sagði félagsmálaráðherra.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sinfóníuhljómsveitin í álverinu
Sinfóníuhljómsveit íslands hélt tónleika í aðalsal mötuneytis ísal í hádeginu í gær. Á efniskránni var létt
tónlist og er ekki að sjá annað en starfsmenn hlusti á hana af athygli.
Starfsmannafundur á Landakotsspítala:
Aformum mótmælt um að gera
spítalann að öldrunarheimili
Á starfsmannafundi sem haldinn var á Landakotsspítala í gær
var samþykkt ályktun þar sem lýst var yfir eindregnum stuðningi
við afstöðu St. Jósefssystra til sameiningar Landakotsspítala og
Borgarspítala og þess krafist að sljórnvöld hverfi frá áformum
um að gera spítalann að öldrunarheimili.
Fundurinn var, að því er kemur
fram í fréttatilkynningu, fjölsóttur,
en hann var lokaður öðrum en
starfsmönnum spítalans. Eftirfar-
andi ályktun var samþykkt:
„Starfsfólk St. Jósefsspítala
Landakoti harmar það vanþakk-
læti og lítilsvirðingu sem stjórnvöld
hafa sýnt starfi St. Jósefssystra.
Tæplega 40% niðurskurður á fjár-
veitingu til spítalans og margum-
ræddar breytingar spítalans í öldr-
unarheimili eru skýlaust brot á
þeim samningi sem gerður var við
þær árið 1976.
Um leið og við lýsum yfír ein-
dregnum stuðningi við afstöðu St.
Jósefssystra krefjumst við þess að
stjórnvöld virði uppbyggingarstarf
þeirra með því að hverfa frá áform-
um um að gera Landakotsspítala
að öldrunarheimili og tryggja að
hann verði áfram rekinn sem al-
mennt sjúkrahús."
.en samt með ósviknu smiörbragði.
KLÍPAer ný tegund af viðbiti sem ætlað er öfan á brauð.
KLÍPA er tvímaelalaust tímamótavara. Fitan í henni er
aðeins 27% eða þriðjungi minni en í öðru léttu viðbiti.
KLIPA hefur einnig þann frábæra eiginleika að fitan,
sem notuð er við framleiðsluna, er 4/5 smjör og 1/5 olía.
Þess vegna er KLÍPA ekki aðeins afar fitusnauð heldur er
af henni lii'iffnnnt sminrhranð