Morgunblaðið - 14.02.1992, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1992
Sr. Árelíus Níels-
son - Minning
Veturna 1930-1931 og 1931-
1932 átti ég flesta morgna leið
suður Laufásveginn í átt að Kenna-
raskólanum ásamt Árelíusi Níels-
syni, síðar presti, og Gunnan Ólafs-
syni, er varð skólastjóri í Neskaup-
stað. Laugardagskvöldið 4. janúar
síðastliðinn vorum við Árelíus í góð-
um fagnaði hjá Gunnari og Ingi-
björgu konu hans, en með okkur
skólabræðrunum tókst snemma vin-
átta, sem án brotalama hefur hald-
ist í 60 ár. Tveimur dögum síðar
var Árelíus kominn í Borgarspítal-
ann til þess að heyja sitt síðasta
stríð. Við Gunnar máttum aðeins
kveðja hann berandi kennsl á okkur.
Við Alli, eins og við skólasystkin-
in nefndum hann tíðast, skiptumst
iengi á bréfum, og það eru aðeins
örfáir smámunir úr bréfum hans,
sem ég kýs að votti kveðju mína
þá hann er floginn.
Borð í Súðinni 2. maí 1931: „Ég
er búinn að sjá blessuð fjöllin mín.
— Ég sakna Reykjavíkur ekki mik-
ið, en skólasystkina minna dálítið,
sérstaklega þú skilur. Gaman væri
að hún væri komin einstöku sinnum
sunnudag í sumar.“
Kvígindisfirði 3. júní 1931: „Síð-
an ég kom heim hef ég stöðugt
leitast við að læra eitt. Það er að
gleyma. En það gengur verst af
öllu, sem ég hef byijað á að læra
hingað til. Lífið er tilfínningalaust
og grimmt með allan sinn stétta-
mun og misrétti. Það varpar sumum
inn í heiminn, aðeins til þess að
verða fóttroðnir saklausir, en öðrum
til að heijast hátt, án þess að neitt
sjáist til þess unnið. Þó er Eros
verstur, og hann opnar sjálfsagt
augu margra fyrir því með skeyti
sínu, hvernig lífíð fyrirlítur helgustu
þrár og vonir þessarar veikbyggðu
veru, sem heitir hjarta.“
Kvígindisfirði 18. júlí 1931: „Ég
álít nýfædd börn alls ekki misjafn-
lega rétthá. Það er venjan, ástæð-
umar og heimshátturinn, sem gjör-
ir þau það, eftir því hve foreldram-
ir standa nálægt kóngi eða þræl.
Þetta misrétti viðurkenni ég ekki í
raun og veru, því að ég er jafnaðar-
maður. En það er annað, það er
göfgi sálarinnar og hvernig hver
ver sínu pundi eða gáfum, sem al-
faðir veitir, sem gerir muninn. —
Öðrum blöðum er að fletta með
ánægjuna. Sá sem er ánægður með
lítið og sættir sig við skarðan hlut
við matborð lífsins er flestum sælli.
En ánægja með sjálfan sig veldur
kyrrstöðu á öllum sviðum og hindr-
ar framvindu og þroska lífsins. Það
er sjálfsagt ein hin versta synd og
illt að uppræta hana. Það er að
segja ef framför er betri en aftur-
för. Til hvers er þetta allt eigin-
lega: vonir, vonleysi, sorg, gleði,
líf, dauði, hrollur, unaður, auðæfí,
fátækt, allt þetta sem mennimir
þreyta sitt blóðuga kapphlaup um?
Allt lendir við það sama, allt kemur
frá hinu óendanlega hulda, og allt
hverfur til hins óendnanlega hulda.
Við horfum á, undramst og hræð-
umst, gleðjumst og söknum, störam
út á djúp hins hulda, þangað til
augun eru full af táram, hárið grátt
af hrolli, hendur titra, hnén bogna,
svo hverfum við sjálfír, gleymumst
og sökkvum."
Firði 25. ágúst 1931: „Mennirnir
venjast. Vaninn skapar viðhorf ein-
staklinganna gagnvart umhverfínu.
Vaninn drepur þrár, langanir og
jafnvel tilfínningar, fyrir áhrif hans
þykir það gott, sem áður þótti lam-
andi og leiðindi. Stundum er vaninn
friðarengill, sem gefur hið eilífa
algleymi. Stundum er hann grimm-
asti morðingi, sem drepur og kæfír
helgustu kenndir mannsins.“
Stykkishólmi 5. des. 1933: „Sé
lífíð búið að vera sem sjálfstæð til-
vera, þegar yfir lýkur, máttu þá
ekki vera ánægðari en ella, ef þú
hefur varið stundunum til þess, sem
þitt innsta eðli sagði að hæfði þér
best? Þér hlotnast framhaldsnám í
þeirri grein, sem þú dáir. Þú ættir
að sjá eða finna glampa hamingj-
unnar í því, sé hann annars að finna.
En ef til vill er engin hamingja til
nema í hillingum, en það er þá sú
blekking, sem gefur þrek til að lifa.
Við mennimir getum í sumum til-
fellum allt og sumum tilfellum ekk-
ert. Það er sannieikurinn að því er
mér virðist. — Plebeiisminn dregur
úr hugsjónum okkar, en við verðum
að þekkja hann, til þess að skapa
úr honum hugsjónir. Hann er efnið,
sem verður að breyta. Eins og
moldin svört, rotin og ljót, breytist
í fegurstu blóm, eins verðum við
að breyta því, sem lægst er, áleiðis
til fullkomnunar. Það veit eða ætti
hver kennari áð vita. Ef til vill nálg-
ast ég meira og meira hið lága
(plebeiism), en óskandi að ég gleymi
þá ekki alstirndum himni.“
Stykkishólmi 2. jan. 1934: „Það
er svo gaman að vita til þess, að
til eru menn, sem muna mann í fjar-
lægðinni. Ljúfar minningar,
þrangnar angurblíðu liðinna daga,
svífa á engilvængjum gegnum vit-
undina. Og minningarbjarminn fær-
ir frið og unað eftir hversdagsleik-
ann og dægurstritið."
Stykkishólmi 13. jan. 1935:
„Vont þykir mér að verða að hætta
við að lesa. Þó sé ég reyndar að
svona nám er hvorki hálft né heilt.
Ég verð að slá af kröfum til sjálfs
mín bæði við nám og starf. Æskan
hverfur og ég verð gráhærður áður
en varir. Ég vil, ég ætla að verða
skólastjóri við lýðskóla. Kannske
get ég siglt eftir eitt eða tvö ár.
Þá er gott að kunna talsvert í ensku,
dönsku og þýsku, í þessu hef ég
lært talsvert í vetur. En hvað um
það, sennilega verð ég aldrei stúd-
ent, en að hætta að læra væri rot-
högg, sem ég ekki fengi afborið.
Það væri í mínum augum dauði,
því að sá maður, sem er hættur að
vaxa, hann er byijaður að minnka.
Kannske er lífið tilgangslaust fálm
út í bláinn, sem enginn getur feng-
ið botn í, en úr því manni er af
örlaganornunum gefíð afl til að þrá
og starfa, hvers vegna þá ekki að
lifa fyrir augnablikið, láta fortíðina
eiga sig og kasta framtíðardraum-
um, sem sennilega aldrei rætast,
og gera það sem mann langar til.
Ef lífíð hefur tilgang, þá er stefnt
að marki, sé það tilgangslaust hefur
maður nautnina af unnu óska-
starfí."
Reykjavík 9. des. 1968: „Megi
framtíðin eiga sem mest af birtu
vorsins 1932. Svo geng ég með þér
suður Laufásveginn í anda oft og
mörgum sinnum og einhvers staðar
á ég öll þín bréf líka. En ætli við
hverfum ekki saman einmitt suður
Laufásveg eilífðarvonanna. Það
vildi ég helst, þegar þar að kernur."
Úr bréfum frá Árelíusi ±il mín.
Lúðvík Kristjánsson.
Það er sunnudagsmorgunn. Börn
úr öllum áttum streyma að gömlum
hermannabragga sem þjónaði
Langholts- og Vogahverfi sem
íþróttahús. Börnin sem lögðu leið
sína í braggann á sunnudagsmorgni
vora ekki með íþróttir efst í huga,
heldur var ætlunin að taka þátt í
barnaguðsþjónustu. Á einu auga-
bragði fylltist hið hrörlega íþrótta-
hús er nefndist Hálogaland af gleði-
söng nærri þúsund barna. íþrótta-
húsið þar sem börnin höfðu iðkað
íþróttir sínar og hvatt félagslið sín
með hrópum og köllum, breyttist í
einni andrá í helgidóm, kirkju þar
sem ríkti algjör kyrrð og ró, gleði
og friður.
Sá sem hafði kallað á börnin til
guðsþjónustuhalds var fyrsti prest-
ur Langholtssafnaðar, séra Árelíus
Níelsson. Það var einmitt á Háloga-
landi sem ég sá hann fyrst. Það
geislaði af honum. Tal hans og all-
ur flutningur á hinu helga orði náði
til okkar barnanna. Þessar sam-
verastundir, helgistundir á Háloga-
landi mörkuðu sín spor, höfðu sín
áhrif á ómótaðar bamssálir. Margir
muna eftir því að hafa fengið af-
mælismyndir úr hendi hans. Hand-
takið hans, sem og maðurinn allur,
varð einhvers konar tákn um kær-
leika, umhyggju og elsku. Þegar
barnakórinn stóri sameinaðist síðan
í því að syngja sálminn: „Ástarfað-
ir himinhæða“ varð gamli bragginn
að helgidómi og afmælismyndirnar
sem börnin fóru með heim, að helgi-
myndum, sem enn í dag tala sínu
máli. Benda okkur á orð úr einum
af uppáhaldssálmum séra Árelíus-
ar: „Guð vill að ég sé honum sól-
skinsbarn ...
Það voru þó ekki aðeins börnin
sem skynjuðu að séra Árelíus var
um margt einstakur maður. Hinn
ungi söfnuður komst fljótt að því
að presturinn þeirra var eldhugi,
hugsjónamaður, baráttumaður sem
var reiðubúinn að feta ótroðnar
slóðir, jafnvel þó að það kostaði
andstöðu um stundar sakir. Hann
hélt messur undir beram himni, og
I
I
I
*
>
l
i
>
Levi's-búðin, Laugavegi 37, og Strandgötu 6, Akureyri, eru
löggildar Levi's-búðir á íslandi, (AUTHORIZED LEVI'S DEALER)
og eru því einu verslanirnar þar sem þú getur verið viss um að
þú fáir ekta Levi's
Nokkuð hefur borið á fölsuðum vörum merktum Levi's á
markaðnum. Ef þú kaupir föt merkt Levi's í öðrum búðum en í
Levi's-búðinni áttu á hættu að þau séu svikin og gæðin alls ekki
þau sömu.