Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 2
ií :: MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992 Listahátíð: Tveir heimsþekktir tónlistarmenn koma fram á tónleikum ÍRSKI þverflautuleikarinn James Galway og rússneski píanóleikar- inn Sjúra Tsjerkasskij koma báðir til íslands í júní og halda tónleik- ana á Listahátíð í Reykjavík, sem stendur frá 30. maí til 18. júní. Með James Galway kemur með- leikari hans, Phillip Moll píanóleik- ari, og halda þeir tónleika 2. júní í Háskólabíói. Að sögn Rutar Magn- ússon, framkvæmdastjóra Listahá- tíðar, hefur James Galway verið kallaður maðurinn með gullflautuna þar sem hann var með þeim fyrstu að spila á slíka flautu auk þess sem L Olfushreppur: Helmingur gegn rétt- argeðdeild SVEITARSTJÓRN Ölfus- hrepps samþykkti á fundi um málefni réttargeðdeildar að Sogni í gærkvöldi að fresta afgreiðslu málsins til næstu viku. Að sögn Guðmundar Hermannssonar, sveitar- stjór;» hreppsins, er ástæða frestunarinnar sú að lagður var fyrir fundinn listi með undirskriftum tæplega helm- ings íbúa sveitarinnar þar sem skorað er á sveitarstjór- ina að beita öllum, tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir að stofnunin verði starfrækt í hreppnum. Sveitarstjórinn sagði að menn hefðu talið rétt að skoða málið nánar í ljósi þessa inn- leggs í það þótt ekki blasti við hvaða úrræði sveitarstjórnin hefði til að verða við þessum óskum. Fjórir ósakhæfir ís- lenskir afbrotamenn eru nú í vistun í Svíþjóð og tveir ósak- hæfir afbrotamenn bíða vistun- ar á viðeigandi stofnun hér á landi. Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra gerði ríkis- stjórninni grein fyrir stöðu mála varðandi réttargeðdeildina á ríkisstjórnarfundi sl. þriðjudag. Hann sagði við Morgunblaðið að ekki mætti draga öllu lengur að koma þessu máli frá. Byggingarnefnd Ölfushrepps hefur samþykkt stofnun réttar- geðdeildar að Sogni. hann er með fremstu þverflautu- leikurum heims. Hann hefur náð til stórs hóps tónlistarunnenda og hef- ur átt mikinn þátt í því að vekja áhuga fólks á þessu hljóðfæri. Þetta er í fyrsta skipti sem hann kemur hingað til lands en að sögn Rutar var áætlað að hann kæmi hingað fyrir nokkrum árum á Listahátíð en þá komst hann ekki þar sem hann hafði orðið fyrir slysi. Sjúra Tsjerkasskíj er rúmlega áttræður og fæddist í Rússlandi. Hann hefur áður komið hingað til lands í tónleikaferð. „Það er mjög gaman að fá hann á Listahátíð nú því að hann er af þeirri kynslóð tónlistarmanna sem eru af gamla rússneska skólanum. Hann kemur til með að spila hér mjög stórt og viðamikið prógram," segir Rut. Tónleikar Sjúras Tsjerkasskíjs verða í Háskólabíói 6. júní. Rut segir að báðir þessir tónlistarmenn séu í fremstu röð í sínum greinum og því sé það mikill heiður að fá þá hingað til lands. Morgunblaðið/Rúnar Þór Rennt fyrir fisk Fremur kalthefur verið í veðri síðustu daga þannig að ís lagði á Leirutjörn. Áhugasamir dorgveiðimenn nýttu sér það óspart og renndu fyrir fisk í tjörninni og árangurinn var þokkalegur; menn fengu í soðið. Borgarstjórn: Þorvaldur Lúðvíksson kjörinn gjald- heimtustjóri SAMÞYKKT var með tíu at- kvæðum gegn fímm á fundi borgarsljórnar í gær að skipa Þorvald Lúðvíksson, lögfræð- ing, gjaldheimtustjóra í Reykja- vík og mun hann taka við starf- inu 1. mars nk. Fjórir aðrir umsækjendur voru um stöðuna og lagði minnihlutinn í borgar- stjórn til að Sólveig Guðmunds- dóttir, lögfræðingur, yrði ráðin. Fulltrúar minnihlutans lögðu fram sameiginlega tillögu á fundinum að Sólveig Guðmunds- dóttir yrði skipuð gjaldheimtustjóri með þeim rökum að hún hefði víð- tækustu starfsreynsluna. Um væri að ræða mjög hæfa konu til stjórnunarstarfa, en sem kunnugt væri væru ekki margar konur í slíkum störfum hjá borginni. Meirihlutinn benti á að Þorvald- ur Lúðvíksson hefði gegnt veiga- miklu stjórnunarhlutverki sem for- stöðumaður Sjúkrasamlags Reykjavíkur og hefði auk þess hæstaréttarlögmannsréttindi sem væri mikilvægt í starfi gjald- heimtustjóra. Davíð Oddsson fundar með Douglas Hurd utanríkisráðherra Breta: Viðræður sérfræðinga beggja þjóða um Dounreay-stöðina DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og Douglas Hurd, utanríkisráð- herra Bretlands, ákváðu á fundi í gær að beita sér fyrir því að sérfræðingar frá báðum löndunum hittust i'ljótleg;i til að ræða starfsemi kjarnorkustöðvarinnar í Dounreay í Skotlandi. Davíð hitti Hurd og fleiri breska ráðamenn í London í gær en hann kemur þar við á heimleið úr opinberri heimsókn til ísraels. Davíð sagðist í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi hafa átt 45 mínútna fund með Hurd í gær- dag^ fljótlega eftir að hann kom frá ísrael. Að sögn Davíðs ræddu þeir aðallega um Evrópumálin, það er Evrópskt efnahagssvæði og Vestur-Evrópubandalagið. Einnig með hvaða hættr varnar- og ör- yggismálum Evrópu verði skipað í framtíðinni. Þeir hefðu verið mjög sammála um að viðhalda tengslun- um inn'an NATO. Rætt var um hvað fælist í Maastricht-samkom- ulaginu um aukaaðild að Vestur- Evrópubandalaginu. „Við lýstum áhuga á að vita hið fyrsta ná- kvæmlega hvað fælist í aukaaðild þannig að við gætum tekið afstöðu til málsins. Ég lýsti miklum áhuga mínum á að kanna það mál til þrautar og fékk á tilfinninguna að Hurd sæi ávinning í því að ís- lendingar væru þarna með," sagði forsætisráðherra. Ráðherrarnir ræddu stöðuna í samningunum um Evrópska efna- hagssvæðið, en framkvæmda- nefnd Evrópubandalagsins hefur nú óskað eftir áliti Evrópudóm- stólsins á dómsmálakafla samningsdraganna eftir breyting- ar sem hafa verið gerðar á honum. „Við lögðum á það mikla áherslu að ekki mætti spilla málinu úr því sem komið væri á þessari löngu leið. Við vorum jafn sammála um að dæmið yrði að ganga upp," sagði Davíð. Hann sagði að Hurd hefði metið það svo að ekki ætti að vera hætta á ferðum þótt mál- inu hefði verið vísað til dómstóls- Stjórnendur Sementsverksmiðjunnar ræða við samgönguráðherra: Bjóðast til að útvega lán til að flýta vegaframkvæmdum Áhugi á tilraunaverkefni í gatnasteypu í Reykjavík STJÓRNENDUR Sementsverksmiðju ríkisins eru þessa dagana að athuga möguleikana á sementssölu til vega- og gatnagerðar til að mæta minni sölu vegna samdráttar í byggingaframkvæmdum. Hafa þeir nefnt þann möguleika við samgönguráðherra að stofna hlutafé- lag til að annast framkvæmdir sem síðar yrðu greiddar með fé á vegaáætlun. Telja þeir að það geti verið hagstætt fyrir verksmiðj- una að útvega lán til að flýta framkvæmdum. Þá hafa þeir boðið gatnamálastjóranum í Reykjavík að standa fyrir tilraunaverkefni í lagningu steinsteyptra gatna. Undanfarin tvö ár hefur verið mikill samdráttur í sementssölu. Salan var 109 þúsund tonn á síð- asta ári og vegna samdráttar í byggingaiðnaði er búist við að salan verði 95 þúsund tonn f ár. Árleg sala fyrir fjórum á.-um var 130 þúsund tonn. Vegna samdráttarins var gjallbrennslu hætt í byrjun desember og hefst ekki fyrr en fyrsta mars næstkomandi. í erindi Sementsverksmiðjunnar til Halldórs Blöndals samgönguráð- herra varpa þeir fram þeirri spurn- ingu hvort mögulegt sé að flýta einhverjum verkum í samgöngu- málum þar sem þörf er á stein- steypu. Leitað er viðbragða ráð- herra við stofnun hlutafélags um framkvæmdir sem síðar yrðu greiddar með fé af vegaáætlun. Halldór Blöndal samgönguráð- herra sagðist hafa kynnt Vegagerð ríkisins erindi Sementsverksmiðj- unnar og það væri nú í athugun þar. Sagði hann ekki tímabært að tjá sig frekar um það á þessu stigi. Gylfí Þórðarson framkvæmda- stjóri Sémentsverksmiðjunnar sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að fyrirtækið vildi mikið leggja á sig til að reyna að halda í horf- inu. „Við viljum helst ekki reka fyrirtækið á erlendum lánum eins og nú stefnir í vegna þess hvað dauft er yfir byggingaiðnaði. Við erum því reiðubúnir að skoða þá möguleika að útvega lán til fram- kvæmda þar sem sement er not- að," sagði Gylfi. Hann sagði þetta hliðstætt því er verksmiðjan lánaði sveitarfélögum peninga til að steypa götur hér fyrr á árum. Það væri betri kostur fyrir fyrirtækið en að láta gjallbrennsluofinn, aðal framleiðslutæki verksmiðjunnar stöðvast. Sementsverksmiðjumenn nefna ekki ákveðnar framkvæmdir í erindi sínu til ráðherra en hug- myndir hafa verið um flýtingu á tengingu Suður- og Vesturlands- vegar við Rauðavatn, nýja akbraut frá Reykjavík til Hafnafjarðar og Mojfellsbæjar. Á fundi með gatnamálastjóran- um í Reykjavík í gær buðust fram- kvæmdastjórar Sementsverksmiðj- unnar til að standa að tilraunaverk- efni í gatnasteypu. Sagði Gylfi að þeir hefðu fengið góð viðbrögð gatnamálastjóra við því. ins. Það hefði fyrst og fremst ver- ið gert vegna þess að menn hefðu talið að ef þeir yrðu ekki við ósk Evrópuþingsins um að vísa málinu aftur til dómstólsins væri verið að ögra þinginu. Með því að láta málið fara þessa leið yrði örugg- ari stuðningur við það í þinginu. Sagði Davíð að Hurd gerði sér vonir um að meðferð dómstólsins tæki ekki langan tíma. Davíð sagði að þeir hefðu rætt lítillega um starfsemi kjarnorku- stöðvarinnar í Dounreay. „Ég tók málið upp, sagði að þó að stöðin væri langt undan hefðum við áhyggjur af henni. Við vildum gjarnan að sérfræðingahópar frá báðum aðilum hittist fljótlega og færu rækilega yfir málið. Hann var því sammála og við ætlum að beita okkur fyrir því að það verði gert," sagði Davíð. Forsætisráð- herra hitti ýmsa fleiri breska for- ystumenn í London í gær. Hann ræddi til dæmis við Francis Maute aðstoðarfjármálaráðherra um fyr- irkomulag einkavæðingar. Hann hittir fleiri menn í dag og síðdegis hittir hann Margaret Thatcher heima hjá henni. Á laugardag fundar hann með mönnum sem tengjast íslensku viðskiptalífi og flýgur heim á sunnudag. ----------» » »--------- Færri með hálsbólgu TILFELLUM hálsbólgu af völdum sýkla fækkaði í janúar í Reykjavík miðað við sama mánuð í fyrra. Nú voru tilfellin 50, jafn mörg og í desember, en í janúar 1991 voru 75 tilfelli og 43 í desember 1990. Heimir Bjarnason, aðstoðarhér- aðslæknir í Reykjavík, sagði að þó embætti hans fengi ekki upplýsingar um öll tilfelli, sem upp kæmu, þá væri samanburður milli ára þó raun- hæfur, þar sem sömu læknar og heilsugæslustöðvar skiluðu ávallt inn upplýsingum á hverju ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.