Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 21. FEBRUAR 1992 + JftrcgmiI'IiiMfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Áuglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Vaxtarbroddar í sjávarútveginum Svartsýni er ríkjandi meðal ís- lenzku þjóðarinnar. Þessarar svartsýni gætir í vaxandi mæli meðal manna innan sjávarútvegs- ins, en á hún við rök að styðjast? Vissulega stendur þorskstofninn verr en gott þykir og tímabundin afkoma^ er erfið, en aðrir físki- stofnargefa vel af sér. Hitt skipt- ir kannski mestu máli, að meira er stöðugt gert úr því sem fæst. Hið ljósa í tilveru sjávarútvegsins er, að þrátt fyrir að afli í fyrra yrði 450.000 tonnum minni en árið áður, drægist saman um þriðj- ung, jókst útflutningsverðmæti hans. Slíkur árangur er í raun undraverður og sýnír vel hvers megnugir þeir menn eru, sem að sjávarútveginum standa. Aðrir ljósir punktar eru umtalsverð nýt- ing úthafskarfa, en afli af honum varð í fyrra 9.000 tonn. Hann var fyrst nýttur af íslenzkum skipun 1989 og veiddust þá 3.000 tonn. í fyrra skilaði úthafskarfinn allt að 65 milljóna króna tekjum til einstakra fískiskipa. í hafinu um- hverfis landið eru margir vannýtt- ir fískistofnar og ýmsar tegundir skeldýra. Rússar hafa stundað árangursríkar veiðar á langhala hér um slóðir, búrfiskurinn fínnst innan fískveiðilögsögunnar og svo mætti lengi telja. Með sjávarútveginum hefur svo vaxið upp ómetanleg þekking á veiðum, vinnslu og markaðsmál- um, en ekki sízt þekking á sviði tækja og búnaðar fyrir fískvinnsl- una. Fyrirtæki eins og Marel er f fararbroddi tölvuvæðingar á þessu sviði í veröldinni og selur vogir til allra heimshorna. Fiskiskip um víða veröld nota toghlera frá Jósa- fat Hinrikssyni og veiðarfæri frá Hampiðjunni og fískiker fara frá Dalvík til Kína svo dæmi séu nefnd. Ráðgjafarfyrirtækið Icecon hefur getið sér gott orð víða um heim og svo mætti lengi telja. Þessi þekking hefur reynzt okkur drjúg auðlind ekki síður en fiskur- inn. Á sama hátt ber okkur að líta á umframgetu fískiskipaflota okk- ar og fískvinnslunnar í landi. Svo virðist sem íslenzkir útgerðarmenn hafi byggt múr utan um fiskveiði- lögsöguna og komist ekki út fyrir hann nema til að sigla með afla sinn óunninn úr landi. Ýmis tæki- færi eru fyrir hendi við samvinnu- verkefni víða um heim, til dæmis í Afríku og Suður-Ameríku. Þar getur þekking okkar nýtzt vel og þau skip, sem við þurfum ekki á að halda hér, geta verið framlag okkar til stofnunar sameiginlegra fyrirtækja. Á sama hátt gætum við lagt fram ýmsan búnað til físk- vinnslu. Til að árangur náist á þessu sviði, þurfa menn að vinna saman og opinberir sjóðir og bank- ar þurfa að móta stefnu hvað varð- ar veðbönd á skipum, sem hugsan- lega yrðu nýtt annars staðar. Sú staðreynd, að fískverkendur í Austurlöndum fjær, allt til Kína, skuli vera tilbúnir til að kaupa fískiker frá Dalvík og greiða fyrir þau verð, sem dugir framleiðand- um og að auki flutningskostnað langleiðina kring um hnöttinn, ætti að vekja okkur til umhugsun- ar um hvað er að gerast með okk- ur sjálfum. Okkur hefur tekizt að fínna lausnir á vel flestum vanda- málum, sem að vinnslu á fiski og flutningum á honum snúa. Við höfum náð svo góðum árangri hér heima fyrir að þjóðir um víða ver- öld keppast við að kaupa af okkur vandaðan og dýran búnað. Hjá erlendum kaupendum er ekki um neina greiðasemi að ræða. Þeir kaupa það, sem skilar þeim mest- um árangri á sem lægstu verði. Þeir draga þó ekki dul á það, að þjóð, sem er eins'háð sjávarútvegi og íslendingar, hljóti að gera betur en flestir aðrir við hönnun og smíði þess, sem þarf til veiða og vinnslu. Án þeirra hugvitsmanna, sem við sögu þessa hafa komið, hefði tæpast náðst sá mikli árang- ur í aukinni verðmætasköpun inn- an sjávarútvegsins, sem raun ber vitni. Hvers vegna er staðan í íslenzk- um sjávarútvegi þá ekki betri en hún er? Höfum við ekki getað nýtt okkur íslenzkt hugvit til að þess að bæta reksturinn, eða er orsakanna að leita annað og lengra? Sjávarútvegurinn er ekki kominn að endimörkum vaxtarins. Stöðugt er hægt að gera betur, bæta nýtingu, auka vinnsluvirði og sækja í vannýttar tegundir. Innan sjávarútvegsins sjálfs þyrftu menn kannski að hugsa eins og þeir, sem standa þar til hliðar og selja búnað sinn til fisk- vinnslu og útgerðar um víða ver- öld. Þeir verða að gera betur en aðrir, bjóða betri lausnir en aðrir á betra verði og betri þjónustu við viðhald og viðgerðir. Þeir geta ekki átt von á aðstoð .opínberra aðila, hugsanlega í skjóli byggða- stefnu eða atvinnumála. Þeir standa og falla með ákvorðunum sínum og aðgerðum. Þeir standa í landvinningum um allan heim og kannskí hefur íslenzkur'sjávarút- vegur rutt þeim braut að miklu leyti, en það hafa þeir endurgreitt. marg oft, Þeir eru köhinir lengra en útvegurinn sjálfur og iíklega ræður þar miklu hvernig menn taka á málunum. Innan sjávarút- vegsins sjálfs verða menn að hugsa fram á við og nýta sér vaxt- arbroddana sem þar er að fínna í stað þess að gleyma sér í barlómi og svartsýnisböli. Úr svartnættinu er lítilla Iandvinninga að vænta. ASAKANIR A EÐVALD HINRIKSSON Talsmaður utanríkisráðuneytis ísraels: Bréf Wiesenthal- stofnunarinnar ráðu- neytínu óviðkomandi - hefði afhent erindið með öðrum hætti TALSMAÐUR israelska utanríkisráðuneytisins segir að afhending bréfs Wiesenthal-stofnunarinnar til Daviðs Oddssonar forsætisráðherra á meðan á opinberri heimsókn hans stóð til fsraels sé utanríkisráðuneyt- inu óviðkomandi og að hefði ráðuneytið tekið ákvörðun um að koma þessu erindi á framfæri við islensk stjórnvöld hefði það verið gert með öðrum hætti og eftir öðrum leiðum. Peter G. Naschitz, ræðismaður Is- lands í Israel, segist ekki hafa afhent bréfíð heldur hafí Wiesénthal-stofn- unin sent bréfíð í gegnum ísraelska utanríkisráðuneytið. „Þetta fór ekki í gegnum utanríkis- ráðuneytið heldur beina leið frá Wies- enthal-stofnuninni með aðstoð heið- urskonsúls íslands hér. Ef utanrikis- ráðuneytið hefði tekið ákvörðun um þetta hefði það verið gert með öðrum hætti og á öðrum stigum," sagði Samash, talsmaður ráðuneytisins í samtali við Morgunblaðið. Hún sagði aðspurð að ráðuneytið hefði á engan hátt aðstoðað við að koma erindinu til Davíðs. „Þetta var gert að frumkvæði Sim- on Wiesenthal-stoínunarinnar hér í ísrael en það er stefna stjórnvalda í ísrael að draga eigi alla stríðsglæpa- menn fyrir rétt hvar sem þeir eru niðurkomnir," sagði hún. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að Yngvi Yngvason sendiherra hefði afhent sér bréfið við komuna á hótel King David. Sér skildist að Yngvi hefði fengið bréfið fyrirmeðal- göngu ísraelsku utanríkisþjónustunn- ar, þar sem fulltrúar Wiesenthal- stofnunarinnar höfðu beðið þá að færa honum það. Samash sagði að ísraelska utanrík- isráðuneytinu hefði ekki borist nein tilkynning frá íslenskum stjórnvöld- um um að utanríkisráðherra íslands hefði afþakkað heimboð ísraelsstjóm- ar í vor. Að sögn Harðar Bjarnasonar prót- ókollstjóra utanríkisráðuneytisins er sú ástæða gefm í tilkynningunni til ísraelskra stjórnvalda að það sé of- gert að tveir ráðherrar fari í opinbera heimsókn til sama lands með fárra mánaða millibili. Hörður sagði að nokkrum sinnum hefði komið fyrir að heimboð væru afþökkuð af ýmsum ástæðum en oftast væri það vegna óvæntra anna ráðherra. „Þessi heim- sókn var ekki komin á það stig að opinber ákvörðun hefði verið tekin en það var búið að leggja drög að henni," sagði Hörður. Tilkynningunni yar komið á framfæri við sendiherra ísraels í Osló á miðvikudag. Peter G. Naschitz sagði að lokinni heimsókn Davíðs Oddssonar að Wies- enthal-málið hefði ekki varpað skugga á heimsókn Davíðs Oddssonar í Israel og mikilvægi Islands sem vin- áttuþjóðar ísraels og sem forystu- þjóðar í EFTA hefði aukist verulega í hugum ísraelsmanna. Séð yl'ir miðborg Tallinn. Samtök gyðinga í I Skjöl KGB i í skjalasafr GENNADÍJ Gromberg, formaður s að nú séu hann og samstarfsmenn ha skjalasafni Eistlands um helförina g mstíð Þjóðveija. Sú rannsókn sé al Hinriksson í skjöluiuim þá muni þai „Það kom okkur mjög á óvart þetta svokallaða hneyksli varðandi Mikson [Eðvald]," sagði Gromberg. „í fyiTa kom viðtal við hann í eist- nesku blaði og það komu engin viðr^ brögð við því viðtali." Gromberg kvaðst telja að engir gyðingar væru á lffi í Eistlandi sem væru vitni að stríðsglæpum nasista í landinu. Hins vegar gæti verið að aðrir en gyðing- ar gætu greint frá einhverju. Yfirlýsing eistneska utanríkissráðuneytisins um sakleysi Eðv Sumir í rfldsstjórnurai: samúð með glæpamöi - segir Efraim Zuroff, forstöðumaður Simon Wiesenthalstofnu nar innar í Jerúsalem EFRAIM Zuroff, forstöðumaður Simon Wiesenthalstofnunarinnar í Jerú- salem, segir að taka verði yfirlýsingu eistneska utanríkisráðuneytisins um sakleysi Eðvalds Hinrikssonar með fyrirvara. Hann segist hafa rek- ið sig á að sumir í ríkisstjórnum Eystrasaltsríkjanna vilji þagga niður glæpi sem Eistlendingar frömdu í seinni heimsstyrjöldinni. Zuroff segir ennfremur að vitni sé að meintum glæpum Eðvalds í Pétursborg. Efraim Zuroff kvaðst í gær vera óánægður með að sú ranga fullyrðing hefði komið fram í íslenskum fjölmiðl- um að vitneskja um mál Eðvalds Hin- rikssonar hefði borist árið 1982 og að vitni.væri á lífi í Tel Aviv. Er honum var bent á að þessar upplýs- ingar kæmu frá Simon Wiesenthal í Vínarborg sagðist hann vel gera sér grein fyrir því og lagði áherslu á að stofnun sín í Jerúsalem væri ekki hluti af Wiesenthal-samtökunum. Zuroff sagði að maður að nafni Jakov Kaplan væri í Tel Aviv sem hefði áhuga á heimsstyrjaldarárunum í Eistlandi. Hann væri eistneskur gyð- ingur og hefði bent sér á grein um Eðvald í eistnesku dagblaði. Kaplan hefði einnig að því er virtist haft sam- band við Simon Wiesenthal árið 1982. Kaplan hefðj hins vegar ekki verið í Eistlandi á stríðsárunum, „sem er lík- lega ástæðan fyrir því að hann er enn á lífi," sagði Zuroff. „Það voru ekki tíu gyðingar í Eistlandi sem lifðu helförina af," sagði Zuroff. „Ég get sagt að eftir því sem við komumst næst eru engin vitni í ísra- el. Við erum i miðjum klíðum að rann- saka málið og við vitum ekki hversu miklar upplýsingar við höfum að lok- um. Við krefjumst opinberrar rann- sóknar því best er að stjórnvöld fram- kvæmi slíkar rannsóknir í samstarfi við önnur stjórnvöld." Zuroff kvaðst búast við að það væru vitni á lífi í Eistlandi, „en ekki einungis í Eist- landi heldur einnig í Pétursborg. Það virðist vera gyðingur sem lifði af at- burðina í Eistlandi sem býr í Péturs- borg." Zuroff vildi ekki nafngreina þann mann. Zuroff var spurður hvort hann teldi að bækur sem gefnar voru út í Eist- landi snemma á sjöunda áratugnum um ofsóknir á hendur gyðingum væru áreiðanlegar heimildir. „Almennt tal- að, já," svaraði Zuroff. „Andkom- múnískir þjóðernissinnar hafa alltaf haldið því fram að upplýsingar frá Sovétríkjunum séu óáreiðanlegar. En sannleikurinn er sá að hliðstæðar heimildir hafa reynst vel við opinber- ar rannsókn á glæpaverkum nasista. Einstaklingar sem nefndir voru í slík- um bókum hafa verið sakfelldir, t.d. í Bandaríkjunum og víðar. Rétt er að þessir menn voru hugmyndafræði- legir andstæðingar kommúnista og þess vegna gátu hinir síðarnefndu haft ástæður til að sverta þá. Það breytir ekki þeirri staðreynd að í þess- um tilvikum voru það eistneskir þjóð- ernissinnar sem höfðu mikilvægu hlutverki að gegna í morðunum. I þessum bókum eru myndir af skjölum og þar er vitnað til skjala. Ásakanirn- ar eru það alvarlegar að þær verður að kanna. Og ég ítreka að stjórnvöld eru betur til þess fallin en einkastofn- anir." Viðbrögð forsætisráðherra afbragðsgóð Zuröff kvaðst telja að viðbrögð forsætisráðherra íslands við erindi Simon Wiesenthal-stofnunarinnar hefðu verið afbragsgóð. Viðbrögð utanríkisráðherra hefðu hins vegar verið skelfileg. „í sannleika sagt hef ég ekki áhuga á að verða fórnarlamb átaka milli forsætisráðherrans og ut- anríkisráðherrans," sagði Zuroff. Undir Zuroff var borið bréf eist- neska utanríkisráðuneytisins sem birt var í Morgunblaðinu í gær en þar segir m.a. að Eðvald Hinriksson sé Framkoma > í Israel er e - segir Jón Baldvin í ÞAÐ mun aldrei hafa gerst áður í s að boð til ráðherra í ríkisstjórn ísla sókn til viðkomahdi ríkis hafi veri Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis fyrradag. „Er það?" spurði utanríkisráð- herra á móti, þegar Morgunblaðið bar undir hann þá staðhæfingu að hér væri um einsdæmi að ræða, í diplómatískum samskiptum íslands við önnur ríki. „Það rímar þá við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.