Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 17
rSSsL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRUAR 1992 17 Henson áfram til þjónustu fyrir félög og fyrirtæki Rætt við Halldór Einarsson íþróttavöruframleiðanda HALLDÓR Einarsson, eigandi Henson sportfatnaðar hf., mun halda áfram að bjóða sömu þjónustu og fyrirtækið hefur veitt í gegnum árin. Henson hf. var tekið til gjaldþrotaskipta á dögunum, en gert var samkomulag um að Halldór Einarsson keypti búið, skrifstofuvél- ar og lager, af þrotabúinu. Henson var stærsta fyrirtæki landsins í framleiðslu á íþrótta- og útifatnaði fyrir nokkrum árum, en síðan fór að halla undan fæti. „Við tókum ranga ákvörðun í tengslum við frekari útvíkkun fyrirtækisins hér á landi. Fyrirtækið hefur því miður staðið í erfiðri og nánast von- lausri baráttu við að rétta sig af í of langan tíma," sagði Halldór Ein- arsson. „Ástæðan fyrir því að það dróst að skera á þann hnút og viðurkenna þá stöðu sem fyrirtækið var í, var að ég var um langan tíma búinn að vinna að ákveðnum verkefnum er- lendis, sem upphaflega lofuðu mjög góðu, en því miður gengu ekki upp. Það var fyrst og fremst ótrúlegri óheppni úti í Bandaríkjunum um að kenna, þar sem þrjú fyrirtæki sem ég var í sambandi við, fóru hvert á fætur öðru á hausinn. Ég ætlaði að nota árangurinn af þessari viðleitni til að hafa áhrif á okkar vöruframleiðslu í Tævan og Asíu í Bandaríkjunum. Árangurinn af því ætlaði ég að nota til að rétta af dæmið hér heima. Ofan á þetta bættist svo að sala á húseign fyrir- tækisins mistókst, en til stóð að skera á hnútinn með sölu húseign- arinnar." Húsnæði fyrirtækisins við Skipholt var slegið Landsbankanum á uppboði í haust og framleiðsluvél- arnar höfðu einnig verið seldar á uppboði. „Síðastliðið eitt og hálft ár var tíminn notaður til að reyna að hreinsa upp allar lausaskuldir og það tókst ótrúlega vel. Aldrei stóð annað til en að ég myndi halda áfram í þessari starfsemi, sem ég hef öðlast mikla reynslu í." Það varð samkomulag um að Halldór keypti búið, skrifstofuvélar og lager, af bústjóra þrotabúsins. „Við höldum áfram að bjóða ná- kvæmlega sömu þjónustu og áður, það er sportfataframleiðsla og þjón- usta við fyrirtæki og félög — bæði Hópur fólks var mættur um leið og hann opnaði í gærmorgun. Bókamarkaður í Kringlunni: Þúsundir bókatitla BÓKAMARKAÐUR Félags ís- lenskra bókaútgefenda var opnað- ur á 3. hæð Kringlunnar í gær. Markaðurinn verður opinn til 5. mars nk. á afgreiðslutíma Kringl- unnar og á sunnudögum frá kl. 13 til 18. Á markaðinum eru seld- ar bækur sem gefnar voru út árið 1990 og fyrir þann tíma. Bókatitl- arnir skipta þúsundum. Að sögn Heimis Pálssonar, fram- kvæmdastjóra Félags íslenskra bóka- útgefenda, var metsala á bókamark- aðinum i fyrra þrátt fyrir að fleiri bókamarkaðir hefðu þá verið haldnir en nokkru sinni fyrr. „Það lítur út fyrir að fólk bíði eft- ir þessum bókamarkaði en í fyrra seldust um 100.000 bækur sem var það mesta sem selst hefur hingað til," segir Heimir. Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda var fyrst haldinn árið 1961 í Listamannaskálanum við Austurvöll. Undanfarin fimm ár hef- ur Penninn staðið fyrir markaðinum og hefur hann þá verið í Kringlunni. Gunnar Dungal, forstjóri Pennans, segist telja að vinsældir þessa bóka- markaðar ráðist af því að hann sé haldinn seinna en hinir markaðarnir, fólk sé búið að gera upp jólaskuldirn- ar , nýtt kortatímabil sé hafið, mark- aðurinn sé opinn yfir mánaðamót auk þess sem þetta sé eini markaðurinn sem öll bókaforlög taka þátt í. með fatnaðinn sjálfan og merkingar á honum. Við höfum gefið út fram- leiðslubækling fyrir 1992. í honum má sjá ýmsar gerðir af úti- og íþótta- fatnaði og þá eru margar skemmti- legar nýjungar að koma fram í út- færslu á keppnisbúningum íþrótta- fólks. Vinna á þessum fatnaði er komin í gang og það liggur ekkert fyrir hér nema að bæta við starfsfólki. Við höfum' verið með fámennt starfslið að undanförnu. Framundan er að bæta við fólki og stefna að því að ná upp þeim dampi sem við höfðum. Við erum samkeppnisfær í verði og gæðum í þessari fram- leiðslu. Við bjóðum einnig upp á vörur sem eru framleiddar í Asíu. Þar hefur fyrirtækið góð sambönd Halldór Einarsson iðnrekandi. og ég er með mann í Kína sem hef- ur sett þar upp litla skrifstofu. Þann- ig er staðan í dag. Henson er og verður áfram til þjónustu fyrir félög og fyrirtæki," sagði Halldór Einars- son, eigandi Henson. Athugasemd frá Davíð Scheving MORGUNBLAÐINU barst í gær svohljóðandi athugasemd frá Dav- íð Scheying Thorsteinssyni for- stjóra íslensks Bergvatns hf. vegna viðtals við Pál Kr. Pálsson forstjóra Vífilfells hf. í viðskipta- blaði Morgunblaðsins í gær:' „í viðtali við Pál Kr. Pálsson, for- stjóra Vífilfells h/f í Viðskiptablaði Morgunblaðsins, bls. 8-9, 20. febrúar 1992, segir: .....því eru fullyrðingar Davíðs Sch. Thorsteinssonar um að við séum að selja á lægra verði og hafa neikvæð áhrif á hans sölu algörlega út í hött". Séu tölurnar um útflutning vatns, sem birtast á forsíðu sama Viðskiptablaðs, hins vegar skoðaðar, kemur í ljós að verð af Svala-vatni frá íslensku Bergvatni var að meðal- tali 50,30 lítrinn, en á Thor-vatni frá fyrirtæki Páls og þeirra félaga, Þórs- brunni, að meðaltali 21,44 lítrinn. Að mínu áliti verður þessi mikli verðmunur ekki réttlættur með „mis- munandi umbúðum og/eða kolsýrðu eða ókolsýrðu vatni"." MÝTTi IIÝTTI SERUTGAFA TAKMARKAÐUR FJÖLDI Mffff EFTHtFARAHDI SÉRBÚHABI: ¦ Stuðarar, vatnskassahlíf, hliöarlistar. hurðahandföng og útispeglar, allt í sama lit og yfirbyggingin Heilir hjólkoppar ¦ Rafstýrðir og rafhitaðlr útispeglar Hl Vindkljúfur á framstuðara Sætaáklæði/gólfteppi - ný gerð ¦ Vindkljúfur að aftan (Lancer stallbakur og Colt) ? Sportstýrishjól MITSUBISHI MOTORS A MITSUBISHI MOTORS MITSUBISHI C0LT-EXE MITSUBISHI LANCER stallbakur-EXE MITSUBISHI LANCER hlaðbakur-EXE ALLIR MEÐ 12 VENTLA HREYFIL MEÐ FJOLINNSPRAUTUN ALLIR MEÐ AFLSTÝRI - ALLIR MEB HVARFAKÚT ÞRIGCJA ÁRA ÁBYRGÐ HVARFAKÚTUR MINNI MENGUN El HEKLA LAUGAVEGI 174 SI'MI 695500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.