Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 10
rib MÖRíMMM^FbMMM WmSR 199S Mið-norskir vefir Myndlist Mette N. Handberg. Reitir á stóru taflborði. 1991. Bragi Ásgeirsson í kjallarasölum Norræna hússins hefur undanfarnar vikur staðið yfir sýning á vefjalist frá Mið-Nor- egi. Förum við nánar út í stað- setninguna, þá eru listamennirnir búsettir í Suður-Þrændalögum, Norður-Þrændalögum, Mæri^ og Romsdal. En haldi einhverjir að þetta sé sýnishorn á norrænni útkjálkalist, skjátlast þeim hrapalega, því að hér er um að ræða einhverja þá fallegustu og hugþekkustu sýn- ingu sem lengi hefur verið sett upp í sýningarsölunum. Hún er hug- þekk fyrir það hver mikil alúð er að baki vinnubragðanna og falleg fyrir fegurð vefjanna og þann inni- leika sem einkennir vinnubrögðin. Er hér bæði um að ræða hefð- bundinn vefnað á hlutlægu og óhlutlægu sviði svo og þann leik með efni og áferð sem hefur verið svo áberandi í vefjalist á undan- förnum áratugum og hafa næstum rutt hinum hefðbundnu vinnu- brögðum úr vegi. Verk úr hand- gerðum pappír, körfufléttuvefnað- ur, trefjalist og hvers konar til- SYND VERÐUR GAMANMYNDIN „STEPPING OUT" MEÐ AÐALHLUTVERK FARA: LIZA MINNELLI, SHELLEY WINTERS OG JULIE WALTERS. STYRKTARLÍNUR Júilabúð, Bergvík hf., Skipavarahlutir hf., Veitingaskálinn Vestmannaeyjum, T. Pétursson & Co, Ólafur Þorsteinsson & Co, Heimilistæki hf., Völusteinn, Andrés fataverslun, Verkfræðistofan Vista, AVS Hagtæki, Glitnirhf., Lögfræðistofa Suðurnesja, Rafvörur hf., Miðnes hf., Farvís-Áfangar, Osta- og smjörsalan, Verslunin Brynja, Ráðgarður hf., Kjötsalurinn hf. Harðviðarval hf., Véla & skipaþjónustan, Framtak hf., Ó:M: búðin, Blikk og stál. JÖFUR 0 Nýbýlavegi 2 D H Gudrun Skeie Stokstad. Fugl. 1991. raunir í tilbúnum efnum flæddu yfir sviðið og réðu ríkjum á sýning- um vefjariistafólks og hér komu fram hugtökin „Fiber Art" og „Art Fabric". En eins og í öðrum greinum myndlistar og listiðnar komu hefð- bundnu vinnubrögðin aftur og á það jafnt við um málaralist, grafík, teikningu textíl, eða vefjalist. Ein- kennandi fyrir þesa þróun var að margir voru hættir að kenna list- greinina við vefi og nefndu hana textíl, svona líkt og að menn nefna gjarnan höggmyndir skúlptúra, þótt upprunalega merkingin á orð- inu skúlptúr sé einmitt höggmynd. Og á sviði grafíklistarinnar voru listamenn komnir í hvers konar tilraunir með gerviefni, en nú eru þeir á kafi í gömlu aðferðunum aftur og hinu sanna upprunalega handverki. Mest áberandi var þetta kannski í málverkinu, en þar var hlaupið um alla veggi með misstór- ar einingar og alls konar efnum blandað saman með misgóðum árangri. Hér höfum við séð textílsýning- ar, sem höfðu meiri svip af „skúlpt- úrsýningum", en að þær ættu eitt- hvað skylt við vefi. Þótt þessar tilraunir höfðu margt til síns ágætis kom að því að menn uppgötvuðu að heimurinn var að kafna í gerviefnum, og sum þeirra voru lífshættuleg og þeir voru ófáir listamenninrir sem hlutu varanlegan skaða af notkun þeirra og létu jafnvel lífið. Farið var að vara listamenn við notkun gervi&fna nema undir handleiðslu fagmanna og á sér- hönnuðum verkstæðum. Og að sjálfsögðu er notkun gerviefna enginn vitnisburður um hugmyndaauðgi og frumleika, frekar en að notkun hefðbundinna efna þurfi að merkja það að við- komandi sé íhaldssamur og ófrum- legur, enda hefur þetta verið ræki- lega afsannað af frábærum lista- mönnum á undanförnum árum. Það að vera „meðvitaður" í list samtímans er þannig miklu oftar vottur þess að viðkomandi sé leiði- tamur og ósjálfstæður — hafi ekki kjark til að rísa upp gegn ríkjandi gildismati um skilgreiningu á list dagsins. —Það sem einnig er áberandi á þessari sýningu er að hér er ekki verið að miðstýra hugmyndunum að sýningargestunum, hvorki með róttækri forsjárhyggju né þema- sýningu, en slíkar eru nú komnar úr tízku nema hjá íhaldssömustu og hörðustu forsprökkum núlista. Þvert á móti er lögð áhersla á fjöl- breytni þannig að skoðandanum er gefið svigrúm til eigin rann- sókna á eðli vefjarlista. Svo litið sé yfir syiðið og sögu vefjarlistar í Mið-Noregi þá var það enginn annar en listsögufræð- ingurinn Jens Thiis (1874-1942) sem stóð fyrir stofnun vefnaðar- skóla og vinnustofu fyrir vefjarlist í Þrándheimi árið 1898. Thiis var eldhugi um framgang lista- og listiðnaðar í Noregi og var for- stjóri þjóðlistasafnsins í Ósló frá 1908-1941. Umdeild voru kaup hans á röð öndvegisverka Edvards Munch í upphafí feriis síns við safnið, sem í dag teljast dýrustu og fágætustu perlur þess. Ég gerði mér tvær ferðir á þessa sýningu og er ljúft að viðurkenna að ég naut hennar mun betur í seinna skiptið. I fyrra skiptið kom hún mér það mikið á óvart að önn- ur heimsókn var nauðsynleg til að melta áhrifin. Það kom líka í ljós að í seinna skiptið voru það allt önnur myndverk sem tóku helst athygli mína en í fyrra skiptið og það gerir mér erfitt að gera upp á milli verkanna á sýningunni því að ég er nær viss um að í þriðja skipti myndi það fara á sama veg. í fyrra skipti voru það hin ábúð- armiklu, litsterku eða sérstæðu verk sem vöktu helst athygli mína, en í seinna skiptið hin fíngerðari, enda þurfa slík myndverk lengri aðlögunartíma. Auðséð er að hér er um há- menntaða listamenn að ræða, enda eru allir vel skólaðir í heimalandi sínu og víðs vegar í Evrópu. En það sem hrífur kannski mest er að hér er um mjög fjölbreytilega skólun að ræða en enga samhæf- ingu né einstefnu. Mættu fleiri norrænar sýningar rata hingað í framtíðinni, þar sem fjölbreytni go fordómaleysi ríkir, því að slíkar sýningar kynna list þjóðanna mest og best. ZDF sjónvarpsstöðin styrk- ir enn íslenska kvikmynd ÁSDÍSI Thoroddsen hefur verið boðið af þýsku sjónvarpsstöðinni ZDF, að leikstýra kvikmynd eftir eigin handriti. Stöðin býðst til að fjármagna myndinaen fer fram á að hún verði aðeins minni í sniðum en kvikmynd Ásdísar, „Ingaló", sem ZDF sjónvarpsstöð- in styrkti einnig með því að kaupa sjónvapsrétt hennar í Þýsku- mælandi löndum. Að sögn Ásdísar, er gert ráð fyrir að nýja kvikmyndin verði ekki viðamikil en að hún verði tekin hér á landi með þátttöku íslenskra leikara. „Þetta verður ekki alveg strax, þar sem ég er með verkefni næsta sumar við gerð styttri myndbanda fyrir sjón- varp ogjiað gengur fyrir," sagði Ásdís. „Eg er með ákveðnar hug- myndir í kollinum að nýju handriti en það liggur ekki fyrir ennþá en þeir vildu halda samstarfinu áfram. Þetta verður íslenskt efni með íslenskum leikurum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.