Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 4
4 ÍJÍH Qr-IvHiM-l K i..ii . i , , i . , 1.1 i. I / i. ,VK u/ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992 Útlit fyrir 15% fækkun afleysingastarfa í sumar •• Markús Orn Antonsson segir að borgin muni grípa til ráðstafana ÚTLIT er fyrir 15% fækkun sumarafleysingastarfa næsta sumar, 5% á höfuðborgarsvæðinu en 35% á landsbyggðinni, ef marka má niðurstöður könnunar sem Þjóðhagsstofnun gerði í janúar. Markús Örn Antonsson borgarstjóri segir að um leið og það liggi ljóst fyrir hver þörfin verði fyrir afleysingastörf í sumar muni borgin grípa til ráðstafana með aukafjárveitingu. í könnun Þjóðhagsstofnunar voru atvinnurekendur beðnir um að meta þörfina fyrir sumarafleysingar. Út- koman var um 10.800 afleysinga- störf en það eru 15% færri störf en mældist í atvinnukönnun sem gerð var í apríl í fyrra. Að sögn Markúsar Arnar Ant- onssonar er gert ráð fyrir að með vorinu þegar fyrir liggi hve mikill fjöldi skólafólks óski eftir störfum hjá borginni verði það tekið upp í borgarráði. „Undanfarin ár hafa aukafjárveitingar verið ætlaðar til þessa og svo verður einnig nú. Það er hins vegar erfitt að segja nokkuð til um þróunina þó að það líti út fyrir að framboð á vinnu verði tak- markaðra en verið hefur undanfarin sumur,“ sagði Markús Öm í sam- tali við Morgunblaðið. Að sögn Guðmundar Friðjóns- sonar, viðskiptafræðings hjá Þjóð- hagsstofnun, eru kannanir stofnun- arinnar gerðar þrisvar á ári, í jan- úar, apríl og september. Yfirleitt hefur verið spurt um sumarafieys- ingar í könnunum sem gerðar eru í apríl. Nú var hins vegar spurt að þessu í janúar að ósk félagsmála- ráðuneytisins. „Þetta kann að hafa haft áhrif á niðurstöðumar þar sem atvinnurek- endur em ef til vill ekki búnir að meta nákvæmlega þörfína fyrir sumarafleysingar," sagði Guð- mundur í samtali við Morgunblaðið. Á höfuðborgarsvæðinu mátu at- vinnurekendur að þörf væri fyrir um 8.150 sumarafleysingastörf, sem er um 5% minnkun frá því í fyrra. Á landsbyggðinni var mat atvinnurekenda að þörf væri fyrir um 2.660 sumarafleysingastörf, sem er um 35% minnkun frá því í fyrra. Aðallega fækkar í byggingar- starfsemi og á sjúkrahúsum. Guðmundur benti á að í því sam- bandi yrði að taka tillit til þess óvissuástands sem nú ríkti í sjúkra- húsrekstri. Þar virtist ekkert víst um hvað gerast myndi á morgun og því erfitt að meta þörfina fyrir starfsfólk næsta sumar. VEÐURHORFUR I DAG, 21. FEBRUAR YFIRLIT: Vfir Grænlandshafi er 970 mb djúp og víðáttumikil lægð, sem þokast norðaustur. UM 600 km norðaustur af Nýfundnalandi er vaxandi lægð, sem hreyfist allhratt austnorðaustur. Yfir Suður-Englandi er 1.034 mb. hæð. SPÁ: Fremur hæg sunnan og suðaustan átt um allt land. Smá él sunn- an- og vestanlands, en úrkomulaust norðan- og austanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Fremur hæg suðaustan átt um land allt. Snjókoma eða slydda sunnan- og austanlands en úrkomulaust að mestu annarstaðar. Frost 0 til 2 stig. HORFUR Á SUNNUDAG: Sunnan og suðvestan átt víðast hvar. All- hvöss um vestanvert landið en mun hægari annarsstaðar. Sunnan- og . vestanlands verða él en úrkomulaust annarsstaðar. Frost 3 til 5 stig. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt r r r r r r r r Rigning Léttskýjað Hálfskýjað * / * * * * * / * * / * / * * * Slydda Snjókoma Skýjað Alskýjað v ^ ý Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörín sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig^ 10° Hitastig v Súld = Þoka FÆRÐ A VEGUM: Sæmileg færð er á Suður- og Vesturlandi, en í dag hefur gengið þar á með hvössum éljum. Veðurstofa.n spáir áframhaldandi éljagangi i þess- um landshluta í kvöld og nótt. Á sunnanverðum Vestfjörðum er þung- fært milli Þingeyrar og Flateyrar. Ófært er um Botns- og Breiðadalsheið- ar, en fært milli Bolungarvíkur og Súðavíkur. Éljagangur og skafrenning- ur hefur verið á Hoitavörðuheiði í dag, en heiðin þó talin vel fær. Fært er til Hólmavíkur og Drangsness, en Steingrímsfjarðarheiði er ófær. Vegir á Norðurlandi eru greiðfærir, og er fært um Þingeyjarsýslur með strönd- inni til Vopnafjarðar. Á Austfjörðum er Breiðdalsheiði jeppafær, annars eru vegir þar greiðfærir. Vegagerftin VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Hltl veður Akureyri 0 úrkoma ígrennd Reykjavík +3 hagléiástö. klst. Bergen 4 skýjað Helsinki +4 léttskýjaö Kaupmannahöfn vantar Narssarssuaq vantar Nuuk vantar Ósló 1 skýjað Stokkhólmur 0 léttskýjað Pórshöfn vantar Algarve 11 hálfskýjað Amsterdam 5 Skýjað Barcelona 10 skýjað Berlín 2 skýjað Chicago 1 alskýjað Feneyjar 5 þokumóða Frankfurt 1 snjókoma Glasgow vantar Hamborg 6 hálfskýjað London 3 mlstur Los Angeles 14 alskýjað Luxemborg 2 skýjað Madríd 6 skýjað Malaga 11 súld Mallorca 11 suld á sfð.klst. Montreal +3 snjókoma NewYork 7 skýjað Orlando 17 alskýjað París 4 léttskýjað Madeira 16 skýjað Róm 8 léttskýjað Vín -f'1 snjóél Washington 8 alskýjað Winnipeg +11 snjókoma Morgunblaðið/Ámi Sæberg Gönguleið um Vallarstræti Búið er að rífa mannvirki í Vallarstræti, sem stóðu í sundinu milli Aust- urvallar og Ingólfstorgs. Sundið er eingöngu ætlað gangandi vegfarend- um og minnti Hjörleifur Kvaran framkvæmdastjóri lögfræði- og stjórn- sýsludeildar á, að borgarráð hefði samþykkt að Vallarstræti við Ausur- völl yrði göngugata á meðan umferð er leyfð um Austurstræti. Eins og sjá má er bifreiðum enn lagt við götuna þrátt fyrir að hún eigi að vera lokuð fyrir allri umferð. Ferðaskrifstofur: Auglýsingar eru ekki í samræmi við reglur MISBRESTUR er á því að fullt verð sé gefið upp í auglýsingum ferðaskrifstofa, en samkvæmt reglum, sem settar voru fyrir skömmu, er skylt að fram komi endanlegt verð sem viðskiptavin- irnir verða að greiða. Verðlags- stofnun ætlar að ítreka við ferða- skrifstofurnar að þær fari að sett- um reglum. I verð, sem gefið er upp í auglýs- ingum ferðaskrifstofa, vantar oft ýmis gjöld, sem við bætast, s.s. flug- vallarskatt heima og erlendis, for- fallagjald og leiguflugsgjald. Ferða- skrifstofum er nú í sjálfsvald sett hvort þessi gjöld eru reiknuð inn í ákveðin verðdæmi í auglýsingum, en ef svo er ekki ber að tíunda ná- kvæmlega hvaða gjöld er um að ræða og hversu há þau eru. Sigrún Kristmannsdóttir, lög- fræðingur Verðlagsstofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið að regl- urnar væru skýrar, en allmikil brögð væru að því að þær Væru virtar að vettugi. Verðlagsstofnun myndi á næstunni ítreka þessar reglur við ferðaskrifstofurnar. Karl Sigurhjartarson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra ferðaskrifstofa, sagði að reglurnar væru nýjar og það tæki ferðaskrif- stofurnar ef til vill einhvem tíma að átta sig á þeim. Kveikt í fjórum rusla- geymslum ELDUR var borinn að sorpi í sorpgeymslum fjögurra fjölbýlis- húsa við Kjarrhólma í Kópavogi síðdegis í gær. Slökkt var á skömmum tíma og án þess að verulegt tjón hlytist af, að sögn lögreglu í Kópavogi. Slökkviliðið var kallað að Kjarr- hólma fjögur vegna elds í rusla- geymslu en þegar að var komið log- aði einnig í ruslageymslum húsa númer 8 og 10 en íbúar í númer 2 höfðu þegar slökkt eld í sínu rusli. Slökkvistarf tók skamma stund. Ekki er vitað hveijir kveiktu eldinn, að sögn lögreglu. Útlánsvextir Lands- banka 2-2,25% hærri en hjá öðrum bönkum ÍSLANDSBANKI lækkar nafnvexti og raunvexti á morgun, 21. febrúar og sparisjóðirnir lækka óverðtryggða útlánsvexti um 0,75-1%. Lands- banki og Búnaðarbanki breyta ekki vöxtum. Búnaðarbanki er áfram með lægstu vextina en Landsbanki íslands með þá hæstu og munar 2-2,25% á óverðtryggðum útlánsvöxtum þeirra og hinna bankanna og sparisjóðanna. Lánskjaravístala hefur verið óbreytt síðustu þrjá mánuði. Raunvextir hjá íslandsbanka lækka um 0,25% á inn- og útlánum og verða útlánsvextir eftir lækkun 10% í b-flokki og innlánsvextir 6,75% á reikningum bundnum lengur en til 15-24 mánaða. Sparisjóðimir breyta ekki raunvöxtum og eru vextir þeirra á bundnum reikningum til langs tíma 7,75%, en útlánsvextir í b-flokki 10%. Þeir eru lægstir í Búnaðarbanka 9,75% og hæstir í Landsbanka Nafnvextir lækka um 1% á öllum flokkum útlána hjá íslandsbanka. Forvextir víxla Islandsbanka og sparisjóðanna verða 12,75% og skuldabréfavextir í b-flokki 13,25%, þeir sömu og hjá Búnaðarbanka ís- lands, en Landsbankinn er með skuldabréfavextina í 15,25%. Búnað- arbankinn er með lægstu víxilvextina 12,5% en Landsbankinn er með víxil- vextina í 14,75%. 10,25%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.