Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FOSTUDAGUR 21. FEBRUAR 1992 ÓLYMPIULEIKARNIR I FRAKKLANDI ALBERTVILLE92 ¦ BAER Veldkamp, skautahlaup- ari frá Hollandi, hefur í hyggju að keppa í hjólreiðum á Ólympíuleikun- um i Barcleona. Hann er ólympíu- meistari í 10.000 m skautahiaupi og varð fyrstur Hollendinga til að vrnna gullverðlaun á ÓL síðan 1976. „Ég vonast til að komast í hollenska landsliðið í hjólreiðum. Ég hef ákveð- ið að leggja skautana á hilluna í apríl og þá ætla ég að snúa mér að r>reiðhjólinu," sagði Veldkamp. ¦ HRAÐAKEPPNI er í fyrsta sinn sýningargrein á ólympíuléikum. Hvað er það sem fær menn til fara í gúmmíbúning og bruna á meira en 200 km hraða niður snarbratta brekku? „Við erum allir hálf skrítn- ir," sagði Perter Schaupp, þjálfari þýsku keppendanna. „Þetta er sama tilfinning og að sitja framan á húdd- inu á Ferrari," sagði Galica, sem er 47 ára og er einn keppenda. Mic- hael Pruefer, sem er 33 ára fransk- ur læknir, á hraðametið - 223,714 km á klukkustund. Hann ætlar að reyna að bæta metið í Albertville á morgun. ¦ DEBORAH Compagnoni, ít- ¦alski ólympíumeistarinn í risasvigi, verður frá í minnst sex mánuði vegna hnémeiðsla sem hún hlaut í stórsvigskeppninni. „Þegar ég sá atvikið í endursýningu í sjónvarpi slökkti ég strax á tækinu. Ég fer í uppskurð á sunnudag og verð í 10 daga á sjúkrahúsi áður en ég fer heim. En ég er ákveðin í að halda áfram að keppa," sagði Compagn- oni. ¦ STJÓRNENDVR Ólympíuleik- anna í Albertville skildu ekkert í því af hverju keppendur í skíðaskot- fimi og göngu notuðu miklu meiri klósettpappír en allir aðrir. Enginn þeirra hafði kvartað um magakveisu og samt þurftu þeir hundrað sinnum meiri pappír en annað fólk. Málið var rannsakað og það kom í ljós að kapparnir notuðu pappírinn til að pússa gönguskíðin og hreinsa byss- urnar. ¦ L'Equipe, eitt útbreiddasta íþróttadagblað Evrópu, hefur verið með sárafáar fréttir af Ólympíuleik- unum á forsíðu. Aðalritstjóri blaðs- ins í París segir að það sé svo tak- markaður áhugi á leikunum að frétt- ir af þeim myndu ekki selja blaðið. Aðeins 15% efnis þess hefur verið helgað Ólympíuleikunum í Albert- ville. ¦ PETRA Kronberger grét af gleði og austurríski sjónvarpsþulur- inn átti varla orð til að lýsa ánægju sinni þegar hún vann gullverðlaunin í svigkeppni kvenna í gær. Aust- urríki hefur aldrei fyrr hotið gull- verðlaunin í þessari keppnisgrein á ólympíuleikura. En þulurinn jafnaði sig áður en tárin þornuðu framan í Kronberger og gat ekki á sér setið að taka enn einu sinni fram að Sviss hefði ekki hlotið verðlaun frekar en fyrri daginn heldur hefðu Nýja Sjá- land og Spánn fengið silfrið og bronsið. Reuter Petra Kronberger, fyrir miðju, á verðlaunapalli eftir sigurinn í gær. Til vinstri er Annelise Coberger frá Nýja-Sjá- landi sem varð annar og hægra megin á myndinni er spænska stúlkan Blanca Fernandez Ochoa sem varð þriðja. Kronberger nældi í önnur gullverðlaun AUSTURRÍSKA skíðakonan Petra Kronberger vann önnur gullverðlaun sín á Ólympíuleik- unum í Albertville í gær er hún sigraði í svigi kvenna eftir frá- bæra síðari umferð. „Ég á aldr- ei eftir að keyra eins vel í síð- ari umferð," sagði Kronberger, sem grét af gleði er annar ólympíutitill hennar var í höf n. Hún hafði áður fagnað sigri í alpatvíkeppni. Kronberger var aðeins einum hundraðasta hluta úr sekúndu frá verðlaunasæti í risasviginu á þriðjudag. Hún getur því vel við unað þó svo að hún hafi fallið úr keppni í stórsviginu. Því hún fer heim tvenn gullverðlaun í farangr- inum eftir svigið í gær. Síðan hún varð heimsmeistari í bruni í fyrra hefur hún verið ólán- söm, meiddist og síðan lést þjálfar- inn hennar, Alois Kahr, í umferðar- slysi. Þetta hefur tekið sinn tqll. „Allt gekk upp hjá mér í dag. Ég hugsaði um Alois milli umferða. Ég vona að hann hafi orðið vitni að þessu því hann ætlaði sér að mæta á þessa ólympíuleika," sagði Kronberger, sem heldur upp á 23 ára afmælið sitt í dag. Kronberger var með þriðja besta tímann í fyrri umferð. Hún keyrði síðari umferðina mjög ákveðið og eftir að hún sá tímann koma upp á töfluna í markinu reif hún af sér skíðahjálminn og hoppaði um og gleðitárin runnu niður. Annelise Coberger frá Nýja-Sjá- landi varð önnur, 0,41 sek. á eftir Kronberger og var fyrst Ný-Sjá- lendinga til að komast á verðlauna- pall í alpagreinum á ólympíuleikum. ,jí fyrri umferð var ég hálf sofandi. I síðari umferð hafði ég engu að tapa og tók því áhættu og það gekk upp," sagði Coberger. Blanca Fernandez Ochoa varð þriðja og vann þar með fyrstu ólympíuverð- laun spænskra kvenna í alpagrein- um. Aðeins einn Spánverji hefur náð á verðpall á ólympíuleikum, en það er einmitt eldri bróðir hennar, Francisco Fernandez Ochoa, sem varð ólympíumeistari í svigi í Sapp- oro 1972. „Loks hefur öll mín vinna skilað árangri. Þetta er toppurinn," sagði spænska stúlkan. Ásta Halldórsdóttir í 27. sæti ísviginu: Ánægð með árangurinn „ÉG er nokkuð ánægð með þetta — hefði þó helst viljað gera betur," sagði Ásta S. Halldórsdóttirvið Morgun- blaðið, eftir að hún varð í 27. sæti ísviginu. Asta sagðist ekki hafa verið nógu ákveðin í fyrri ferðinni. „Hún var ekki nógu góðu hjá mér. En í þeirri seinni hafði ég hins vegar engu að tapa. Ég var ákveð- in í að keyra betur þá og það tókst. Ég var 17 sekúndur á eftir sigur- vegaranum í gær [í stórsviginu í fyrradag] en tíu sekúndum í dag, þannig að þetta var betra," sagði Ásta, sem var nærri fimmoghálfri sekúndu á eftir fyrsta manni eftir fyrri ferð, þannig að seinni ferðin var mun betri hjá henni, eins og hún sagði. „Ég sýndi í seinni ferð- inni hvað ég get, og eftir á að hyggja er ég ánægð með árangur minn á leikunum. Þetta er fyrsta stórmótið sem ég tek þátt í, þann- ig að ég bjóst ekki við miklu." VIKINGUR - HAUKAR í Víkinni í kvöld kl. 20.00. Víkingar athugið: Þetta er kveðjuleikur Karls Þráinssonar. Fjölmennum og kveðjum okkar ágæta félaga áíram, Skeljungurhf. VíkÍnölIff Skeljungur hf. Að leik loknum verður hóf í Víkinni til heiðurs Karli Þróinssyni og bikarmeisturum meistaraflokks kvenna. 20 km skíðaskotfimi: Varamaðurinn stöðvaði sigurgöngu Þjóðverja Rússinn Evguení Redkíne, sem var varamaður í rússneska ólympíuliðinu, batt enda á sigur- göngu Þjóðverja í skíðaskotfimi er hann varð óvænt ólympíumeistari í 20 km göngu í gær. Heimsmeistar- inn þýski Mark Kirchner, sem von- aðist til að verða fyrstur til að vinna þrenn gullverðlaun í skíðaskotfimi á sömu ólympíuleikum, varð annar. Hann var 6,4 sekúndum á eftir Redkíne. Mikael Lofgren frá Sví- þjóð varð þriðji, 25 sekúndum á eftir sigurvegaranum. ítalinn Andreas Zingerle átti góða möguleika á sigri allt þar til hann kom að síðustu skotstöð, en þar hitti hann ekki úr fjórum skot- um af fimm. „Ég hef enga skýr- ingu, ekki einu sinni fyrir sjálfan mig. Ég verð að gleyma þessum degi annars get ég hætt strax," sagði ítalinn. Redkine, sem var heimsmeistari unglinga 1990, hitti mjög vel á sama tíma og stórskyttumar misstu marks. Hann átti ekki von á því að vera valinn í ólympíulið Samveld- isins og því kom sigur hans mjög á óvart. „Ég var ekki inní myndinni vegna þess að ég er svo ungur. Ég var aðeins varamaður og fékk að vita það fyrir tveimur dögum að ég ætti að vera með," sagði ólymp- íumeistarinn. Idag Dagskrá Ólympíuleikanna í Albert- ville ! dag: 08.00 - Bobsleðakeppni, fyrsta og önnur umferð af fjórum 09.00 - 30 km skíðaganga kvenna 18.30 - Listhlaup kvenna á skautum, frjálsar æfingar íshokkí: 12.00 - Noregur - Sviss, leikur um 9. sætið 16.00 - Bandaríkin - SSL, undanúrslit 20.00 - Kanada - Tékkóslóvakía, und- anúrslit Veðurspá: Logn og sólskin, en tölu- vert frost. URSLIT Svig kvenna: Fyrri umferð var 58 hlið, síðari 56 hlið og fallhæð 750 metrar. 1. Petra Kronberger (Austurríki)....1:32.68 (fyrri umferð 48.28/síðari umferð 44,40) 2.AnneliseCoberger(N-Sjálandi)..l:33.10 (49.02/44.08) 3. Blanca Fernanz Ochoa (Spánn) ..1:33.35 (48.25/45.10) 4. Julie M.J. Parisien (Bandar.)......1:33.40 (48.22/45.18) 5.KarinBuder(Austurriki)............1:33.68 (49.10/44.58) 6.PatriciaChauvet(Frakkl.)..........1:33.72 (48.98/44.74) 7. Vreni Schneider (Sviss)..............1:33.96 (48.66/45.30) 8. Anne Berge (Noregi)..................1:34.22 (49.39/44.83) 9. Katrin Neuenschwander (Sviss)l:34.28 ...............................................(49.20/45.08) 10. Urska Hrovat (Slóveníu).............1:34.50 (49.04/45.46) ll.KristinaAndersson(Svíþjóð)......1:34.95 (48.76/46.19) 12.LaraMagoni(ítalíu)...................1:35.00 (49.73/45.27) 13. Christine Von Grunigen (Sviss) ..1:35.73 (49.84/45.89) 14. Christelle Guignard (Frakkl.).....1:36.31 (50.20/46.11) 15.MartinaErtl(Þýskal.)................1:36.41 (50.29/46.12) 16. LuciaMedzihradska (Tékkósl.)... 1:36.45 (50.08/46.37) 16. KatjusaPusnik(Slóveníu)..........1:36.45 (50.06/46.39) 18.MoniquePelletier(Bandar.)........1:36.63 (50.38/46.25) 19. Emma Anderson (Bretlandi).......1:37.58 (50.91/46.67) 20. Heidi Voelker (Bandar.).............1:37.69 .(50.92/46.77) 21. Ylva Nowen (Sviþjóð).................1:37.84 (50.92/46.92) 22. Merete Fjeldavli (Noregi)...........1:38.67 (51.65/47.02) 23. SilviaRinconLopez(Spánn).......1:39.22 (51.02/48.20) 24. LudmilaMuanova(Tékkósl.)......1:39.78 (51.95/47.83) 25. Annie Laurendeau (Kanada)......1:40.03 (52:01/48.02) 26. Ainhoa Ibarra Astellara (Spánn)l:41.19 ...............................................(51.35/49.84) 27. Ásta Halldórsdóttir (íslandi) ...1:42.74 (53.56/49.18) 20 km skíðaskotfimi karla: ...........................................................mín. 1. Evgueni Redkine (SSR)..............57:34.4 2. Mark Kirchner (Þýskal.).............57:40.8 3. Mikael Lofgren (Svíþjóð)............57:59.4 4. Alexander Popov (SSR)..............58:02.9 5. Harri Eloranta (Finnlandi)..........58:15.7 6. Vesa Hietalahti (Finnlandi)........58:24.6 7. Johann Passler (Italíu)................58:25.9 8.FrodeLoberg(Noregij................58:32.4 10.000 m skautahlaup karla l.BartVeldkamp(Hollandi)........14:12.12 2. Johann Koss (Noregi)...............14:14.58 3.GeirKarlstad(Noregi)..............14:18.13 4. Robert Vunderink (Hollandi) ....14:22.92 5. Kazuhiro Sato (Japan)..............14:28.30 6. Michael Hadschieff (Austurr.) ..14:28.80 7.PerBengtsson(Svíþj6ð)...........14:35.58 íshokki: Leikir um 4.-8. sæti: Þýskaland - Frakkland.........................5:4 Gerd Truntschka 2, Dieter Hegen 2, Georg Holzmann 1 - Benoit Laporte 1, Christophe Ville 3. Svíþjóð - Finland...................................3:2 Lars Edström, Borje Salming, Thomas Rundqvist - Mika Nieminen, Teemu Sel- anne. Leikur um 11. sætið: ítalía - Pólland.........................................1:4 Giuseppe Foglietta - Janusz Adamiec 2, Miroslaw Tomasik, Mariusz Puzio. 1000 m skautahlaup karla: l.KimKi-hoon(SuðurKóreu)..........1:30.76 ¦Tími Ki-hoon í úrslitahlaupinu er nýtt heimsmet. 2. Frederic Blackburn (Kanada).......1:31.11 3.LeeJoon-Ho(SuðurK6reu)..........1:31.16 4.MikeMcmillen(N-Sjalandi)..........1:31.32 B-ÚRSLIT: 5.WilfO'Reilly(Bretlandi)...............1:36.24 6. Geert Blanehart (Belgíu)..............1:36.28 7. Mark Lackie (Kanada)..................1:36.28 8. Michel Daignault (Kanada)..........1:37.10 3.000 m skauta-boðhlaup kvenna: l.Kanada.........................................4:36.62 2. Bandaríkin...................................4:37.85 3. Samveldisrikin..............................4:42.69 4. Japan............................................4:44.50 í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.