Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992 19 Skammlíft samveldi Galína Starovojtova, helsti ráð- gjafi Borísar Jeltsíns, forseta Rússlands, í málefnum þjóða og þjóðarbrota, sagði í gær, að með samveldinu væri í raun verið að tjalda til einnar nætur, það væri aðeins bráðabirgðar- áðstöfun meðan verið væri að skipta endanlega hinu gamla, sovéska heimsveldi. „Samveldið er aðeins heiðursmannasam- komulag milli fanga, sem eru sloppnir úr fangelsi en eru enn- þá hlekkjaðir saman,“ sagði Galína og hún kvaðst vona, að sambúðin endist nógu lengi til að skilnaðurinn gæti orðið með skikkanlegum hætti. Honecker á sjúkrahús Rússnesk stjórnvöld ætla að leyfa Erich Honec- ker, fyrrum leiðtoga aust- ur-þýskra kommúnista, að leggjast inn á sjúkra- Er*ch Honecker hús í Moskvu. Honecker hefur að undanförnu haldið til í sendiráði Chíle í borginni en Þjóðverjar hafa far- ið fram á, að hann verði fram- seldur þeim. Er hann sagður bera ábyrgð á dauða margra manna, sem voru skotnir þegar þeir reyndu að flýja til Vestur- Þýskalands. Talsmaður þýska sendiráðsins í Moskvu sagði í gær, að ákvörðun Rússa um að leyfa Honecker að leggjast inn á sjúkrahús yrði ekki mót- mælt en benti á, að Honecker gæti komið til Þýskalands, þar væru líka sjúkrahús. Efnavopnum Iraka eytt Sérfræðingar Sameinuðu þjóð- anna hefjast handa við það hættulega starf á morgun, laugardag, að sprengja upp efnavopnabirgðir Iraka. Er að þessu sinni um að ræða 400 122 mm flugskeyti með taugagasi en ekki er talið á það hættandi að flytja vopnin. Efnavopnageymslurnar eru víða um írak og eiga sérfræð- ingarnir því mikið verk fyrir höndum. Verð frá: 1.548.000,- Greiðslukjör við allra hæfi Til sýnis núna að Vatnagörðum 24 virka daga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00. Hánari upplýsingar í sfma 68 99 00 0 . j Reuter Bush ætlar nú að bretta upp ermarnar í slagnum við Buchanan, flokksbróður sinn, og gera meira af því að fara út á meðal fólks- ins. Þessi mynd var tekin af honum í fyrradag í Tennessee. Bandaríkin: Bush hafnar ein- vígi við Buchanan Washington. Reuter. GEORGHE Bush, forseti Bandaríkjanna, hafnaði í gær að eiga kappræður við Pat Buehanan, andstæðing sinn innan Repúblikana- flokksins, en næstu forkosningar verða í Suðurríkjunum í mars- byrjun. Forsetaefni flokkanna verða endanlega valin í sumar, í New York í júlí hjá demókrötum en í Houston í Texas í ágúst hjá repúblikönum. „Það er tilgangslaust fyrir okk- ur að vera að kljást sérstaklega við Buchanan," sagði Marlin Fitz- water, talsmaður Hvíta hússins. „Forsetinn mun sigra í öllum for- kosningunum og verður frambjóð- andi Repúblikanaflokksins í for- setakosningunum í haust.“ Bush sagði í gær, að vissulega endurspegluðu úrslitin í New Hampshire, 53% fýrir Bush og 37% fyrir Buchanan, óánægjuna með efnahagsástandið í landinu en hann kvaðst jafnframt viss um, að efnahagsmálatillögur stjórnar- innar gætu komið að góðu gagni hleyptu demókratar þeim í gegn- um þingið. Demókratar era í meiri- hluta í báðum þingdeildum en ekk- ert bendir til, að þeir ætli sér að greiða fyrir tillögum forsetans. Raunar hefur verið rætt um það innan Repúblikanaflokksins að breyta tillögunum með hliðsjón að úrslitunum í New Hampshire en frá því hefur verið horfið. Paul Tsongas, sem sigraði í for- kosningum demókrata í New Hampshire, hélt í gær til Mary- lands en þar og í Georgíu verður kosið 3. mars. Bill Clinton, ríkis- stjóri á Arkansas, þykir nú aftur líklegur til að láta að sér kveða í forkosningum demókrata en hon- um vegnaði betur en búist var við í New Hampshire. EK HVnUUPNN NNN HREINN WIIUUKUK ? KJARNAHVITLAUKUR -Geirlauknrinn hreini og góbi • 100% hreinn hvítlaukur • Enginaukefni • Engin fylliefni “ • Engin eftirlykt • Framleiddur í Bandaríkjunum HEILNÆM NÝJUNG í aldarabir hafa menn þekkt hollustu hvítlauksins. En lyktin af honum heáir verið jafn kunn. Meb siömenningu varb hvítlaukur minni þáttur í fæðu, en því meira notaður sem krydd. Ab góðu heilli, hefur hollustugildi hvítlauks verið uppgötvað með nýjum hætti. Neysla jókst með tilkomu lyktarlausra og lyktartemprabra hvítlauksafurða. Nauðsynlegt þótti að eyða lyktinni með því ab fjarlægja hluta virku efnanna eða nota fylliefni. Niðurstaban varð því blanda úr hvítlauk og fylliefnum. Nú hafa bandarískir matvælafræbingar fundið einstaka framleiðsluabferð sem frostþurrkar ferskan hvítlauk án þess ab hann tapi virkum efrium. Úr ferskum hvítlauknum er unnið hreint hvítlauksduft án allra íblöndunarefna. Þetta er Kjarnahvítlaukur, sem er svo hreinn að hann er vörumerktur 100% hreinn hvítlaukur, svo samanþjappabur ab lg jafngildir 2,5g af ferskum hvítlauk. Best af öllu er, að aðeins þú veist að þú notar hvítlauk, vegna þess að það er engin eftirlykt. KJARNAHVITLAUKUR -Geirlankarinn hreini og góbi EÐAIVÖRUR Framleitt af PURE - GAR Inc. USA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.