Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992 Múslimir frá Burma fiýja ofsóknir stjórnvalda: „Þetta er meira en ofsóknir, þetta er að verða þjóðarmorð“ Dhaka. Frá Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanni Morgunbladsins. „ÞETTA er meira en ofsóknir. Þetta er að verða þjóðarmorð á búrmískum Rohingum. Og öllum virðist svo sem sama,“ sagði flóttamaður frá Arakan-héraði þar sem hann var að bíða eftir að geta skráð sig á sérstakri stöð í bangladeska landamærabæn- um Teknaf, á miðvikudag. „Hermennirnir eru vondir, þeir eru djöflar. Tveir nauðguðu mér og létu manninn minn horfa á. Hann var skotinn þegar sá seinni byrjaði af því hann öskraði stöðugt," sagði ung kona með társtokkið andlit. Síðan komu frændur hennar og drösluðu henni um borð í bát og þau komust yfir fljótið. „Nú hef ég beðið í tíu daga og maðurinn minn hefur ekki skráð sig,“ sagði önnur. „Þeir hafa drepið hann.“ Hún hefur ekki fengist til að fara í búðirnar og túlkurinn minn sagði að hún ráfaði um og skoðaði í hvern bát sem kæmi að iandi. Flóttafólk, burmískir Rohingar, á landamærum Burma og Bangla- desh. Hryllingssögur af þessu tagi virðast allir hafa að segja. Fyrrum starfsmaður utann'kisráðuneytis- ins sem ég hitti í Cox’s Bazar í suðurhluta Bangladesh sagði að engum blandaðist hugur um að harka hermanna Burmastjórnar væri langtum meiri nú en þegar atburður af svipuðu tagi var í uppsiglingu árið 1958. Stjómin í Vestur-Pakistan neitaði þá að taka við flóttamönnunum og rak þá til síns heima. Samningavið- ræður hófust við stjórnina í Rangoon og skildu svo alllir sáttir að kalla. „Nú hefur stjómin í Dhaka sýnt ófyrirgefanlega linku og trúlega er nú of seint í rassinn gripið að senda fólkið til baka. Burmíska stjómin hefur notfært sér undirlægjuhátt okkar til hins ítrasta," sagði fyrrnefndur við- mælandi Morgunblaðsins. Flestir fara yfír Naaffljótið á nóttunni, þá er minni hætta á að byssubátar Burmahers, sem eru á ferðinni nótt sem nýtan dag, hitti fólkið. Flóttamennimir segja að bátamir séu ekki á ferðinni til að stöðva einn né neinn heldur skjóta í þeim tilgangi að hræða flóttafólkið enn frekar. Á leiðinni frá Cox’s Bazar til Teknaf, sem er um 80 kílómetrar, em þijár flóttamannabúðir áber- andi þéttast setnar. Ástandið í þeim er misjafnlega slæmt og í þeim búðum sem em næstar Cox’s Bazar er ástandið einna skást. Matarskortur hefur verið rhikill en nú hafa Sameinuðu þjóðimar loks ákveðið að senda aðstoð. Þrátt fyrir skráningarstöðina virð- ist enginn hafa sömu töluna um hversu margir flóttamennimir era, menn segja að það geti verið á bilinu 100 til 300 þúsund en líklega enn fleiri. í fréttum héðan eru tölur um sjúkdómstilfelli og mannslát í búð- unum við Teknaf Iíklega ýktar. En þær gætu orðið sannar og meira en það efækki verður tekið til óspilltra málanna að senda meiri aðstoð. „Það sem hefur komið er ekki upp í nös á ketti,” sagði starfskona í einum búðanna. Finna má ótvíræða og vaxandi gremju meðal Bangla vegna að- gerðarleysis Dhaka-stjórnarinnar. Menn sem muna atburðina 1958 segja að þrátt fyrir nokkrar hlið- stæður sé áberandi nú að Rango- on-stjómin kæri sig öldungis koll- ótta um máttleysisleg mótmæli frá Dhaka. Meiningin sé án efa sú að ganga milli bols og höfuðs á múslimum í Arakan. Nú er sagt að 85 þúsund burmískir hermenn séu á svæðinu og fjölgi stöðugt. Þó fleiri bangladeskir hermenn séu komnir til Teknaf er mér ekki alveg ljóst hvert hlutverk þeirra er. Þeir hafa að sönnu nokkra byssubáta og einn gamlan togara og sigla út á fljótið að því er virð- ist svona aðallega til að drepa tím- ann. Mér skilst að Burmum annars staðar í landinu, Rangoon, Mand- alay og Pagan, fínnist þetta ekki alvont þar með séu færri til að kljást við andstæðinga herstjóm- arinnar. Fjöldafundir hafa verið í þessum borgum þó það hafí ekki farið hátt. Tilgangurinn með þess- um fundum hefur ekki verið sá að láta í ljós andúð á aðgerðum hersins í Arakan heldur hefur afsagnar herstjórnarinnar og af- töku Ne Wins verið krafist auk frelsunar leiðtoga stjómarand- stöðunnar, Aung San Suu Kyi. Það er til marks um hvað Rangoon-stjómin hirðir lítt um almenningsálitið eða ummæli Dhaka-stjórnarinnar að utanríkis- ráðherra Burma sem átti að koma til viðræðna við starfsbróður sinn í Dhaka lét ekki sjá sig og láðist að gefa skýringu á fjarveru sinni. -------------------1 EF ÞÚ KEMUR MEÐ ÞESSA AUGLÝSINGU | í KRINGLUSPORT FYRIR 1. MARS FÆRÐU I 30% AFSLÁTT i AF SKÍÐAVÖRUM OG SKÍÐAFATNAÐI MARGIR AF BESTU SKÍÐAMEISTURUNUM NOTA SKÍÐABÚNAÐ SEM FÆST í KRINGLUSPORTI NORSKU SKÍÐAGÖNGUMENNIRNIR NOTAALLIR SWIX SKÍÐAÁBURÐ PATRICK ORTLIEB GULLVERÐLAUNAHAFI í BRUNI Á ÓLIMPÍULEIKUNUMIALBERTVILLE 1992 NOTAR: 'aichle mm SKÍÐI SKÍÐAÁBURBUR KRINGLU Borgarkringlan, sími 67 99 55 Verkamannaflokkurinn í ísrael: Rabín steypti Peres af stóli í formannskjörinu Þykir líklegri til að sigra Shamir í kosningunum í sumar Tel Aviv. Reuter. YITZHAK Rabin bar sigurorð af Shimon Peres í formanns- kosningu innan Verkamanna- flokksins í Israel og þykja sigur- likur flokksins í þingkosningun- um í júní hafa aukist nokkuð við það. Fékk Rabin rúm 40% at- kvæða en Peres, sem gegnt hef- ur formennskunni í 15 ár, rúm 34%. Verkamannaflokkurinn rekur þann áróður, að sigri hann í þing- kosningunum 23. júní næstkom- andi muni ganga betur í friðar- samningunum við Palestínumenn og arabaríkin en flokkurinn vill láta að minnsta kosti eitthvað af herteknu svæðunum af hendi gegn friðarsamningum. Rabin er þó ekki jafn sveigjanlegur hvað þetta varð- ar og Peres og einmitt þess vegna er hann talinn líklegri til að geta sigrað Yitzhak Shamir, forsætis- ráðherra og leiðtoga Likudflokks- ins. Rabin, sem verður sjötugur á næstu dögum, var áður yfirmaður ísraelska hersins og þykir harður í hom að taka. Hann var varnar- málaráðherra á ámnum 1984-86 og tók þá engum vettlingatökum á Palestínumönnum á hemumdu svæðunum en forsætisráðherra var hann á ámnum 1974-77. Þá neydd- ist hann til að segja af sér þegar upp komst, að kona hans átti fé á bankareikningi erlendis en það var bannað. Frægastur er þó Rabin fyrir að hafa stýrt hernum í Sex- daga-stríðinu þegar ísraelar lögðu undir sig sýrlenskt, jórdanskt og egypskt land. Shimon Peres hefur eins og fyrr segir verið formaður Verkamanna- flokksins í 15 ár en vegna þess, að flokkurinn hefur beðið lægri hlut í fernum kosningum í röð, Yitzhak Rabin voru flestir famir að trúa því, að hann gæti ekki leitt flokkinn til sigurs. Rabin dró heldur enga dul á, að það væru menn en ekki mál- efni, sem réðu úrslitum í kosning- um. „Stefna mín er ekki að sigra Shimon Peres, heldur Yitzhak Shamir,“ sagði Rabin á frétta- mannafundi í gærmorgun þegar niðurstaðan í formannskjörinu lá fyrir og hann skoraði á Peres að leggja sér lið við það verkefni. I Likudflokknum voru einnig formannskosningar í gær en Sham- ir, forsætisráðherra og leiðtogi flokksins, virtist öraggur með að halda embættinu. Mótframbjóðend- ur hans vom þeir Ariel Sharon húsnæðismálaráðherra, sem er enn ósveigjanlegri í afstöðu sinni til Palestínumanna en Shamir, og David Levy utanríkisráðherra en hann þykir hófsamur. Bandarískir bankar: Bindiskylda lækkuð Florída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SEÐLABANKI Bandaríkjanna hefur lækkað úr 12% í 10% þá upphæð sem bandarískir bankar verða að eiga til reiðu í varasjóði tíl að mæta úttektum og tekur ákvörðunin gildi frá 2. apríl n.k. Ákvæðið um 12% bindiskyldu var sett 1980 og hefur aldrei verið breytt fyrr en nú. Við þessa ákvörðun eykst ráðstöf- unarfé bandarískra banka um allt að átta milljarða dollara (tæpa 500 milljarða ÍSK). Geta þeir ýmist lánað það fé eða varið því til fjárfestinga. Fyrstu viðbrögð fjármagnsmark- aðanna við ákvörðuninni vom slæm. Vextir ríkisskuldabréfa hækkuðu úr 7,91% í 7,98% (sem þykir mikið) og vísitala Dow Jones lækkaði um 21,24 stig í 3224,73. Skuldabréf féllu í verði því fjár- festar óttast að ákvörðun Seðla- bankans muni auka þrýstinginn í efnahagskerfínu og leiða til verð- bólgu. Verðbólga grefur undan ör- yggi skuldabréfanna en fjárfestar á skulabréfamörkuðum höfðu fyrir miklar áhyggjur af of miklum af- skiptum Bandaríkjaþings af þróun efnahagsmála í því skyni að örva efnahagslífið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.