Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992 9 Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu mér hlýhug og vináttu meÖ heimsóknum, kveðj- um og gjöfum á 90 ára afmœli mínu. Guð blessi ykkur öll. Sigurjón Hansson. Síðustu dagar útsölunnar! Góðir skór ó góðu verði. Stórlækkað verð ó kuldaskóm. Skósalan Laugavegi 1, sími 16584, mót Skólavörðustíg. Styrkur til norrænar rannsóknarmenntunar NorFA - Nordisk Forsker- utdanningsakademi _ býður norrænum rannsóknamönnum að sækja um styrki til: ★ Rannsóknanámskeið ★ Umræðna um rannsóknir ásamt málstofum (workshops) ★ Ferðastyrki ★ Stuttra dvala ★ Tölvunet ★ Norrænnar þátttöku í alþjóðlegum rannsóknanámskeiðum ★ Norænna eða ekki-norrænna gistikennara/leiðbeinanda ★ Áætlanafundi Umsóknarfrestur: 15. mars 1992 (um rannsóknanámskeið 1993 gildir sérstakur frestur til 1. september 1992). Kynningabæklinga með umsóknareyðublöðum má fá í háskólum, rann- sóknastofnunum og rannsóknaráðum á Norðurlöndum eða hjá skrifstofu NorFA. Nordisk Forskerutdanningsakademi (NorFA), Sandakerveien 99, N-0483 Oslo. Sími +47 2 15 70 12 Telefax +47 2 22 11 58 sem einnig veitir upplýsingar. NorFA var stofnað 1. janúar 1991 af norrænu ráð- herranefndinni. NorFA hefur 1992 um 28 millj. NKR. til styrktar rannsóknarmenntunar og rannsóknaleið- angra á Norðurlöndum._____________________ Meira en þú geturímyndad þér! Samdráttur i sparnaði heimila Sparifé heimilanna minnkaði að raunvirði um 1% á síðasta ári og hefur það ekki gerzt síðan árið 1982. Miðað við sparifjáreign heimilanna í lok síðasta árs nam það um 600 þúsund krónum á mann, en skuldir hins vegar um 850 þúsund krónum á mann. Þetta kemur fram í febrúarfréttum verðbréfamarkaðar VÍB. 250 þúsund í mínus í fréttabréfínu er birt grein eftir Sigurð B. Stefánsson, _ fram- kvæmdasljóra VÍB, og nefnist hún „Óvarkár unu-æða um íslenskt sparifé". Fer hún hér á eftir: „A árinu 1991 minnk- aði sparifé heimilanna um 1% frá fyrra ári, ef miðað er vð raunvirði á mann. Sparifé þannig mælt hafði þá ekki minnkað síðan árið 1982 og ekki síðan frjálsræði í fjármálaviðskiptum tók að aukast tíl muna rétt fyrir miðjan síðasta ára- tug. Sparifé heimilanna er metíð hér sem 75% af innlánum banka og spari- sjóða, helmingur af verð- mætí spariskírteina ríkis- sjóðs, hclmingur af markaðsverðmæti hluta- bréfa og allar eignir inn- lendra verðbréfasjóða. Nam sparifé heimilanna um 600 þúsund kr. á mami í Iok ársins 1991 en skuldir heimilanna námu þá um 850 þúsund kr. á mann. f upphafi síð- asta áratugar nam spari- fé um 212 þúsund kr. á mann en skuldir á mann um 176 þúsund kr. Spari- fé að frádregnum skuld- um hefur þannig lækkað úr því að vera um 50 þúsund kr. á maim í plús í um 250 þúsund kr. í mínus á síðustu tiu ánim. Hvað þarf til að vextir hald- ist lágir og stöðugir? Opinbera umræðu um íslenskt sparifé, hvort sem er af hálfu stjóm- málamaima, forustu- manna vcrkalýðsfélaga eða fjölmiðla, má oft skilja á þaim veg, að þar sé um að ræða eignir sem ráðskast megi með til hagsbóta fyrir aðra hópa í þjóðfélaginu en spari- fjáreigendur sjálfa. Sjaldan gætir virðingar í garð þeirra sem spara og leggja fyrir af launum sínum til að eignast sparifé. Sannleikurinn er sá að enginn eignast sparifé nema sá sem eyð- ir minnu en hann aflar. Um margra áratuga skeið færðist þetta fé yfir til skuldara vegna verðbólgu og neikvæðra raunvaxta. Umhyggja forráðamanna er engu að siður öll fyrir þeim sem taka þetta fé að láni og ráðstafa því, með mis- munandi skynsamlegum hætti en þó jafnan sam- kvæmt eigin ákvörðun. Nægjanlegt sparifé I Ijósi þessa er ekki að furða að dragi úr mynd- mi sparifjár. í opinberri uniræðu leggjast allir á eitt, stjórnmálamenn, verkalýðsleiðtogar, for- ráðamenn í atvinnulifinu, um að mæla fyrir lækkun vaxta, skattlagningu spariíjár, og (hér áður) afnámi verðtryggingar. En vextir geta ekki lækk- að varanlega nema tíl sé nægjanlegt sparifé til að fullnægja þörfinni fyrir lánsfé hveiju sinni. Að- eins með því að söðla um og lyfta spönm og spari- fjáreigendum til virðing- ar er unnt að stuðla að lægri og stöðugri vöxtum tíl frambúðar.“ Efling sparn- aðar Grein Sigurðar B. Stefánssonar sýnir (jós- lega nauðsyn þess að efla sparnað landsmanna. Það er ekki aðeins háttur góðra búmanna heldur er það forsenda þess, að vextir lækki og þar með útgjöld opinberra aðila, atvinnufyrirtækja og heimila. Lágir vextir eru líka hváti til aukinna at- hafna og fjárfestinga í atvinnulífinu, en án þess er ekki unnt að halda uppi fullri atvinnu. Mestu varðar þó við núverandi áðstæður í efnahagslífinu, að aukinn sparaaður dregur úr er- lendum lántökum. Þær eru orðnar svo miklar að segja má að þjóðin sé bundinn á skuldaklafa hjá erlendum lánar- drottnum. Skuldasúpan Erlendar skuldir landsmanna voru um síð- ustu áramót nær 200 þúsund milljónir króna og afborganir og vextir nema um 25 þúsund milljónum króna á ári, að þvi er kom fram í grein fjármálaráðherra í Morgunblaðinu fyrr í vik- unni. Allt þetta gífurlega fé rennur úr þjóðarbúinu til útlendra fjármagns- eigenda. Aukinn innlend- ur sparnaður dregur úr þörfinni á þessum lántök- um og eykur ráðstöfun- arfé þjóðarinnar. SlMINN er 689400 BYGGT & BÚIÐ KRINGLUNNI í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.