Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROl I fflf FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992 39 4 I 4 I i i BADMINTON / HM Islenska karlalið- ið vann sinn ríðil - en tapaði svo fyrir Samveldisríkjunum í gær ISLENSKA karlalandsliðið í badminton vann sinn riðil í heimsmeistaramóti landsliða. ísland vann Mexíkó 5:0 ísíð- asta leik í riðlakeppninni á mið- vikudagskvöid. Liðið tapaði svo fyrir liði Samveldis sjálfstæðra ríkja, fyrrum Sovétríkja, 0:5, í fyrsta leik undanúrslitariðilsins ígærkvöldi. Broddi Kristjánsson, Þorsteinn Páll Hængsson og Árni Þór Hallgrímsson unnu allir í einliðaleik gegn Mexíkó. Og sömuleiðis Broddi og Þorsteinn Páll og Árni Þór og Óli Zimsen í tvíliðaleik. íslenska liðið vann riðilinn, var jafnt franska liðinu að stigum en með betra vinningshlutfall. ísland leikur nú í undanúrslitum, sem fyrr segir og mætir þá mun sterkari þjóðum en áður — þjóðum sem sátu hjá í fyrstu umferð. Broddi tapaði fyrir ANdrej Antropov 1:15, 1:15. Jón Zimsen tapaði fyrir Mik- haíl Korshínk 2:15, 2:15 og Óli Zimsen tapaði fyrir Igor Dmítríev 3:15, 2:15. í tvfliðaleik töpuðu svo Broddi og Árni Þór 14:18 og 3:15 fyrir Antropov og Níkolaí Znev og Þorsteinn Páll og Óli Zimsen töpuðu fyrir Míkhaíl Korshink og Igor Dmítríev 1:15, 14:18. I dag, föstudag, mæta íslending- ar Svíum og sigurliði b-riðils, sem er líklega írland. íslenska kvennaliðið tapaði síð- asta leik sínum í riðlinum gegn Ungverjum, l:4j og er úr leik. Þór- dís Edwald og Asa Pálsdóttir unnu í tvíliðaleik og var það eini sigurleik- urinn gegn Ungverjum. HANDKNATTLEIKUR J6n Kristjánsson Jón Kristjánsson með Val í bikar- úrslitaleiknumE JÓN Kristjánsson, sem leikið hef ur með þýska Itðinu Suhl í vetur, leikur með Val í bikarúr- slitaleiknum gegn FH á morg- un, laugardag. Hann er laus allra mála frá þýska félaginu, sem þegar er fallið í 2. deild. Jón kemurtil landsins ídag. Jón gekk til liðs við Suhl sl. haust, en áður var hann í hlutverki leikstjórnanda hjá Val. Engum blöð- um er um það að fletta, að Jón er mikill liðsstyrkur fyrir Val, sem hefur verið með fjóra til fimm leik- menn á sjúkralista undanfarið. Skeyti barst frá þýska félaginu í gær til handknattleiksdeildar Vals KORFUKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ Enn sigruðu IMjarð- víkingar í Keflavík NJARÐVÍKINGARgerðu sér lítið fyrir og sigruðu nágranna sína Kef Ivíkinga í Kef lavík öðru sinni á f imm dögum, nú með 3ja stiga mun, 84:81, eftir æsi- spennandi lokamínútur. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Njarðvíkinga með tilliti til úrsli- takeppn innar því þar f ær það lið oddaleikinn sem fæstum stigum tapar. Leikurinn var hnífjafn frá upphafi til , enda. Njarðvíkingar at- kvæðameiri í upphafi en síðan kom HBBBHHI góður sprettur ÍBK Björn sem náðu frumkvæð- Blöndal jnu en í hálfleik var sfcrrfarfrá munurinn aðeins 3 Ketiavik ^tJg_ Njarðvíkingar náðu 7 stiga forskoti, 74:67, þegar um 4 m voru til leiksloka. ÍBK tókst með mikilli baráttu að komast yfir, 80:79, þegar.innan við mínútu var eftir. Njarðvíkingar komust yfir 80:81, en Keflvíkingar jöfnuðu 81:81 þegar 28 sekúndur voru til leiksloka. Robinson gerði 2 stig og fékk víta- skot að auki, sem hann nýtti. Þá voru eftir 5 sekúndur sem Keflvík- ingum tókst ekki að nýta. „Þetta voru mikilvæg stig fyrir okkur varðandi úrslitakeppnina. Þessi lið eru ákaflega jöfn og lítill munur á þeim en við náðum að skora fleiri stig núna," sagði Friðrik Rún- arsson þjálfari Njarðvíkinga. Jón Kr. var besti maður IBK ásamt Jonathan Bow. Albert tók stöðu Sig- urður Ingimundarsonar og stóð sig vel og Hjörtur gerði laglega hluti. Rondey Robinson var bestur í liði Njaðrvíkur ásamt bræðrunum Sturlu og Teiti og ísaki Tómassyni. Stórsigur Tindastóls Tindastóll vann Val örugglega á Sauðárkróki, 103:78. Aður en leikurinn hófst fékk Valur Ingimund- arson blóm og ágraf- inn stein frá körfu- knattleiksdeild Tindastóls, því hann varð þrítugur í gær. Leikmenn og áhorfendur hylltu hann innilega í upphafi leiks, en það virt- ist ekki fara vel í heimaliðið því Valsmenn byrjuðu mun betur. í seinni hálfleik komu heimamenn grimmir til leiks og tóku nánast öll völd. Vörnin góð sem fyrr og Harald- ur Leifsson átti stórleik, gerði sjö þriggja stiga körfur, þar af fimm í seinni hálfleik. Haraldur var bestur í liði Tinda- stóls, Ivan Jónas hélt Magnúsi Matt- híassyni niðri og Valur og Pétur voru ágætir. Þá var Björn Sigtryggsson mjög sterkur í vörn. Hjá Val var Booker bestur og Símon góðuv, sér- staklega f seinni hálfleik. Stefán Stefánsson skrifar Frá Birni Björnssyni á Sauðárkróki Dýrmæt stig Snæf ells eð 122:125 sigri á Haukum í tvíframlengdum leik í Hafn- arfirði tókst Snæfellingum að nánast að tryggja áfram- haldandi veru sína í deildinni. Henning Henn- ingsson náði forystu fyrir Hauka úr tveimur vítaskotum 8 sekúndum fyrir leikslok en Tim Harvey jafnaði á lokasekúndunni. Harvey tróð með tilþrifum undir lok fyrri framlengingar og kom Snæ- felli í 110:112. Fékk vítaskot að auki en hitti ekki og ívar nældi sér í þrjú vítaskot og hitti úr fyrsta og þriðja. Snæfellingum tókst með góðri vörn, ákveðnum leik og örlítilli heppni að ná tökum á seinni fram- lengingunni og unnu verðskuldað. Ivar Ásgrímsson, Jón Örn Guð- mundsson, Henning Henningsson ásamt John Rhodes voru einna best- ir hjá Haukum en sá síðastnefndi átti í mesta basli með Harvey, sem komst mjög vel frá þessum leik. Bárður Eyþórsson var einnig góður. Botnbaráttan í Borgarnesi Þetta var sigur liðsheildarinnar og áhorfenda sem voru okkar sjötti leikmaður, sagði Birgir Miká- elsson þjálfari og leikmaður Skalla- gríms eftir nauman sigur gegn Þór. Þórsarar höfðu yf- irhöndina lengst af og slógu Skalla- grím út af laginu í fyrri hálfleik. Heimamenn gerðu þá aðeins 22 stig gegn 35 stigum Akureyringa. í seinni hálfleik komu Skallgrímsmenn mjög ákveðnir til leiks og á lokamínútun- um komust þeir yfir og náðu að tryggja sér mikilvægan sigur. Þjálfari Þórs, Brad Casey, var óánægður með frammistöðu dómar- anna, sérstaklega á lokamínútunum. „Þeir dæmdu greinilega ítrekað Skallagrími í vil og það réði miklu um úrslitin. Við vorum raunar mjög slakir í síðari hálfleik en þáttur dóm- aranna vóg þungt," sagði hann. Stórleíkur Hurst dugði ekki Glæsilegur leikur Joe Hurst fyrir Grindavík dugði ekki gegn KR. Þetta var annar leikur liðanna á fimm HHBMMi dögum og í annað Skúli Unnar sinn vann KR. Bikar- Sveinsson leikinn vann KR skrífar 78:73 en í gær léku liðin í deildinni og nú vann KR 77:74. Lokamínúturnar voru æsispenn- andi. Liðin skiptust á að leiða og þegar tvær mínútur voru eftir var Grindavík 74:71 yfir. Margar sóknir fóru forgörðum hjá gestunum og TheódórKr. Þórðarson skrifarfrá Borgarnesi Einar Falur Joe Hurst átti stórleik í liði Grindvíkinga. Hér smeygir hann sér framhjá Hermanni Haukssyni og Guðni Ólafur Guðnason fylgist ráðvilltur með. hinum megin misnotuðu KR-ingar mörg bónusskot. Það var ekki fyrr en tvær sekúndur voru eftir að Guðni skoraði úr tveimur bónusskotum og tryggði sigurinn. Joe Hurst átti stórgóðan leik, skor- aði mikið, tók 12 fráköst og varði nokkur skot meistaralega. Guðmund- ur og Pálmar áttu báðir ágæta spretti. Hjá KR voru Guðni og Baer drjúg- ir, sérstaklega í síðari hálfleik. Axel var að vanda duglegur og Lárus átti góða kafla. A-RIÐILL R. leikja U T Stig Stlg UMFN 22 19 3 2091: 1780 38 KR 22 15 7 1992: 1816 30 UMFT 22 14 8 2040: 1957 28 SNÆFEU 22 5 17 1761:2075 10 SKALLAGRÍM- 4 18 1779:2156 8 UR 22 Idag Handknattleikur 1. deild karla: Vestm.: ÍBV - Grótta......... .......kl. 20 Víkin: Víkingur-Haukar.. .......kl. 20 1. deild kvenna: Höllin: Ármann-ÍBV........ .......kl. 20 Valsheimili: Valur-ÍBK.... ..kl. 19.15 2. deild karla: Húsavík: Völsungur-tH... .......kl. 20 Körfuknattleikur 1. deild karla: Akranes: ÍA-KFR............ .......kl. 20 Digranes: UBK-Víkverji.. , kl.20 B-RIÐILL Fj. leikja U T Stig Stig ÍBK 22 19 3 2130: 1835 38 VALUR 22 13 9 2046: 1956 26 UMFG 22 9 13 1916: 1817 18 HAUKAR 21 9 12 1957:2042 18 ÞÓR 21 2 19 1757:2035 4 HANDBOLTI Sýndi hnefann Guðjón Guðmundsson, aðstoðar- maður Guðmundar Guðmundssonar þjálfara Víkings, hafði samband við blaðið og vildi koma á framfæri hvað hann sagði þegar hann sýndi þjálfara Störnunnar hnefa í leik liðanna á miðvikudaginn. „Ég sagði við Eyjólf [Bragason] að ef þeir vildu slást þá gætu þeir fengið slagsmál. Um leið sýndi ég honum hnefann. Mér fannst Stjörnu- menn mjög grófir og dómararnir höfðu engin tök á leiknum. Auðvitað á maður ekki að gera svona, allra sist þegar maður hefur verið þetta lengi í handboltanum," sagði Guðjón. þess efnis að Jón væri laus allra mála og gætið því leikið með Val. Þær reglur eru í gildi hjá HSÍ að leikmenn sem koma heim úr at- vinnumennsku séu löglegir sarff dægurs, þ.e.a.s. ef viðkomandi félag gefur grænt ljós. Suhl lék gegn Grosswalstadt á miðvikudagskvöld og tapaði með 10 marka mun og þá var liðið endanlega fallið þó svo að fjórar umferðir séu enn eftir. „Endurkoma Jóns er geysilegur styrkur fyrir okkur. Hann hleypir lífi í ungu strákana. Hann er leik- maður sem getur tekið af skarið," sagði Jóhann Birgisson, stjórnar- maður handknattleiksdeildar Vals í gær. URSLIT Tindastóll - Valur 103:78 Iþróttahúsið á Sauðárkróki. Gangur leiksins: 2:5, 4:13, 12:24, 20:24, 26:28, 38:30, 46:33, 52:40, 60:49, 70:57, 86:67, 96:71, 103:78. Stíg Tindastóls: Haraldur Leifsson 35, Valur Ingimundarson 22, Ivan Jonas 22, Pétur Guðmundsson 14, Einar Einarsson 6, Björn Sigtryggsson 4. Stíg Vals: Franc Booker 25, Símon Ólafs- son 16, Magnús Matthíasson 10, Tómas Holton 7, Svali Björgvinsson 7, Ari Gunn- arsson 5, Ragnar Jðnsson 4, Gunnar Þor- steinsson 2, Lárus Pálsson 2. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Leifur Garðarsson. Dæmdu ágætlega. Áhorfendur: Um 550. KR-Grindavík 77:74 íþróttahúsið Seltjarnarnesi. Gangur leiksihs: 0:2, 3:6, 19:17, 31:24, 31:32, 40:38, 49:40, 53:43, 61:52, 66:66, 71:74, 77:75. Stíg KR: Guðni Ó. Guðnason 19, Jon Baer 14, Lárus Árnason 13, Axel Nikulásson 10, Hermann Hauksson 9, Óskar Kristjánsson 5, Páll Kolbeinsson 5, Sigurður Jónsson 2. Stíg UMFG: Joe Hurst 31, Guðmundur Bragason 16, Pálmar Sigurðsson 11, Marel Guðlaugsson 4, Rúnar Árnason 4, Pétur Guðmundsson 4, Ingi K. Ingason 2, Hjálm- ar Hallgrimsson 2. Áhorfendur: Um 150. Dómarar: Kristinn Albertsson og Kristján Möller. Ágætir en sá síðarnefndi dálítið smámunasamur á köflum. ÍBK-UMFN 81:84 íþróttahúsið S Keflavík. Gangur leiksins: 0:5, 2:7, 11:7, 11:15, 20:22, 37:30,42:39, 48:45, 56:56, 61:58, 63:71j 72:76, 78:79, 80:79, 81:81,81:84. Stíg ÍBK: Jón Kr. Gíslason 21, Jonathan Bow 16, Aibert Óskarsson 14, Kristinn Friðriksson 9, Hjörtur Harðarson 8, Nökkvi M. Jðnsson 7, Guðjón Skúlason 6. Stíg UMFN: Rondey Robinson 21, Sturla Örlygsson 21, Teitur Örlygsson 16, ísak Tómasson 13, Friðrik Ragnarsson 8, Krist- inn Einarsson 8. Áhorfendur: Um 900. . Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Helgi Bragasori. Skallagr. - Þór 73:71 íþróttamiðstöðin Borgarnesi. Gangur leiksins: 2:0, 8:14, 16:20, 18:30, 22:35, 28:37, 36:47, 50:51, 69:69, 73:71. Stíg Skallagrims: Maxim Kropatsjev 17, Hafsteinn Þórisson 17, Birgir Mikaelssfll*'* 14, Þórður Helgason 10, Skúli Skúlason 7, Elvar Þórólfsson 3, Þórður Jónsson 3, Bjarki Þorsteinsson 2. Stíg Þórsí Guðmundur Björnsson 21, Joe Harge 18, Konráð Óskarsson 12, Björn Sveinsson 10, Jóhann Sigurðsson 6, Högni Friðriksson 4. Áhorfendui-. 428. Dómarar: Brynjar Þór Þorsteinsson og Einar Þór Skarphéðinsson. Sæmilegir Haukar-Snæfell 122:125 íþróttahúsið Strandgötu, Gangur leiksins: 2:0, 15:12, 15:22, 29:34, 42:44, 56:58, 64:60, 69:69, 83:83, 98:91, 98:98,100:100,107:104,112:112,117:121, 122:125. ^. Stig Hauka: John Rhodes 31, ívar Ásgrims- son 26, Henning Henningsson 23, Jón Örn Guðmundsson 11, Jón Arnar Ingvarsson 10, Tryggvi Jónsson 8, Pétur Ingvarsson 7, Reynir Kristjánsson 4, Bragi Magnússon 2. Stíg Snæfells: Bárður Eyþðrsson 35, Tim Harvey 32, Sæþór Þorbergsson 15, Rúnar Guðjónsson 14, Jón Bjarni Jónatansson 10, Hreinn Þorkelsson 9, Hjörleifur Sigurþórs- son 6, Alexander Helgason 4. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Víg- lundur Sverrisson höfðu sáralítil tök á leikn- um. Áhorfendur: 70.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.