Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 28
2» MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992 t JÓHANN JÓNSSON frá Seglbúðum, lést í Heiðarbae, Kirkjubæjarklaustri, 19. febrúar. Fyrir hönd vandamanna, Jón Helgason. t Eiginmaður minn, PÁLMI PÁLSSON bóndi, Hjálmsstöðum, Laugardal, lést ó heimili sínu 19. þessa mánaðar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GYÐA ÞÓRDÍS ÞÓRARINSDÓTTIR, Norðurbrún 24, Reykjavík, lést í Landspítalanum 18. febrúar sl. Kristinn Guðbrandsson, Þórarinn Kristinsson, Guðrún Sveinsdóttir, Kristinn Kristinsson, Sigríður Gunnarsdóttir, Sigurður Kristjánsson, Ágústa Lárusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞÓRÐUR HELGI HANNESSON, Háagerði 11, er lést í Landspítalanum 16. þ.m., verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju mánudaginn 24. febrúar. Sigurjóna Gísladóttir, Ása Þórðardóttir, Eiríkur Sigurgeirsson, Helga Jóna Eiríksdóttir, Valgerður Kr. Eiríksdóttir. t MARTA KJARTANSDÓTTIR, Setbergi, Stokkseyri, sem lést 13. febrúar, verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju laug- ardaginn 22. febrúar kl. 13.30. Aðstandendur. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ANTON INGIBJARTSSON, ísafirði, sem andaðist laugardaginn 15. febrúar, verður jarðsunginn frá ísafjarðarkapellu laugardaginn 22. febrúar kl. 10.30. Guðmundina Vilhjálmsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Útför eiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföður og afa, INGIMARS RAFNS GUÐNASONAR slökkviliðs- og sjúkraflutningamanns, Vörðubrún 2, verður gerð frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 22. febrúar kl. 14.00. Erla Sylvía Jóhannsdóttir, Þórhildur Sölvadóttir, Inga Jóna Ingimarsdóttir, Hallgrímur Arthúrsson, Ómar Ingimarsson, íris B. Hilmarsdóttir, Haukur Ingimarsson, Kristín S. Sigurðardóttir, Víðir Ingimarsson og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA EMILSDÓTTIR frá Innri-Njarðvík, verður jarðsungin frá Innri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 22. febrúar kl. 13.30. Einar Magnússon, Margrét H. Marvinsdóttir, Kristinn Magnússon, Kristín Finnbogadóttir, Ásgeir Magnússon, Stefán Magnússon, Hjördís Aðalsteinsdóttir, Skúli Magnússon, Helga Hauksdóttir Gigja, Helgi Magnússon, Sigriður G. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Minning: Hólmfríður S. Guðmundsdóttir Þann 9. þessa mánaðar lést á sjúkrahúsi Akureyrar elskuleg vin- kona mín og mágkona, Hólmfríður Guðmundsdóttir, Strandagötu 6, Ólafsfirði. Hún var fædd á Hvammstanga 15. apríl 1938. Foreldrar hennar voru Guðmundur Þorsteinsson og Þórunn Agnarsdóttir. Ung fluttist hún suður á land með móður sinni og ólst að mestu upp í Höfnum á Reykjanesi. Árið 1956 giftist hún bróður mínum, Birni Þorvaldssyni, málara frá Útibleiksstöðum í Mið- fírði. Þau eignuðust 4. böm og bamabömin em orðin 6. Elstur barna þeirra er Þorvaldur Þór, gift- ur Emu HaraldsdQttur, börn þeirra em Halldóra og Valur Om. Þá koma Guðmundur Þorbjörn, giftur Elínu Ósk Halldórsdóttur, börn þeirra, Hólmfríður og Bjarki Már, Elín Amdís, fædd 1960 dáin 1962, og Elín Ámdís Þórunn, gift Áma Sveinbjömssyni, böm þeirra Hall- dór Andri og Bima Guðrún. Þau hjónin bjuggu í Reykjavík fyrstu 20 árin. Á þeim ámm vann Fríða lengi á sjúkradeild í Hátúninu. Þar eignaðist hún marga vini meðal sjúklinganna og starfsfólks, því hvar sem hún fór þótti samferða- mönnum hennar vænt um hana og mátu hana mikils, enda var hún einstök kona. Árið 1978 fluttu þau hjónin til Ólafsfjarðar og þar áttu þau sitt heimili upp frá því. Það var yndis- legt að koma til þeirra, þar mætti manni einstök gestrisni og glað- værð. Fríða mín var sérstök hús- móðir í þess orðs bestu merkingu. Hún hafði mjög létt og gott skap. Hún var mjög listfeng og sýnir heimili þeirra það best því þar eru margir fagrir hlutir sem hún hefur gert til að fegra og prýða litlu yndis- legu íbúðina þeirra. Fríðu féll aldrei verk úr hendi þó hún ætti við van- heilsu að stríða nokkur seinni árin. Þau hjónin vom mjög samrýnd og hjónaband þeirra gott og farsælt. í fyrra um áramótin dvaldi ég hjá þeim, þá var Fríða mín orðin fjársjúk, þó með hennar dugnaði og hjálp mjög góðra lækna á Akur- eyrarsjúkrahúsi fengi hún frest þetta ár, aldrei kvartaði hún en var allan tímann sú sterka og hug- hreysti fjölskylduna fram til þess síðasta. Eftir að þau hjónin fluttu til Ólafsíjarðar eignuðust þau bæði jeppa og tjaldvagn og ferðuðust mikið um landið, enda höfðu þau bæði yndi af ferðalögum. Móðir Fríðu dvelur háöldrað á dvalarheimilinu Kornbrekku á Ólafsfírði, hún sér nú á eftir góðri dóttur, og bið Guð að styrkja hana. Bjössi minn, algóður Guð styrki þig og börnin ykkar í ykkar miklu sorg. Ég kveð elsku Fríðu með söknuði og þakka Guði fyrir að hafa átt hana að vini. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V.Br.) Guðrún Þorvaldsdóttir. í dag kveðjum við elskulega vin- konu okkar, Hólmfríði Sigþóm Guð- mundsdóttur, Strandgötu 6. Ólafs- fírði, sem lést 9. febrúar sl. eftir hetjulega baráttu við krabbamein, á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri. Fríða, eins og hún var ætíð köll- uð, fæddist á Hvammstanga 15. apríl 1938. Foreldrar hennar vom Þómnn Agnarsdóttir sem nú dvelur á Hombrekku Ólafsfírði og Guð- t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORVALDUR GUÐMUNDSSON vélvirkjameistari, Seljalandsvegi 26, isafirði, verður jarðsunginn frá ísafjarðarkapellu laugardaginn 22. febrúar kl. 14.00. Þóra Þorvaldsdóttir, Guðmundur Þorvaldsson, Rannveig Þorvaldsdóttir, Ingunn Þorvaldsdóttir, Jóhannes Sigursveinsson, Brynhildur Halldórsdóttir, Eyþór Eiriksson, Sigurður Þorsteinsson og barnabörn. t Ástkær sonur okkar, fóstursonur, dóttursonur, sonarsonur og bróðir, ÞORVALDUR SIGURÐSSON, Eyrarvegi 9, Selfossi, sem lést 11. febrúar st., verður jarðsettur frá Selfosskirkju laugar- daginn 22. febrúar kl. 13.30. Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, Sigurður Þorvaldsson, Reynir Valgeirsson, Guðriður Guðmundsdóttir, Sigurgeir Ingvarsson, Aðalheiður Björnsdóttir, Björn Júliusson, og systkini hins látna. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GESTUR JÓHANNESSON, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, áðurtil heimilis á Reynivöllum 2, Akureyri, sem andaðist fimmtudaginn 13. febrúar, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 25. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á dvalarheimilið Hlíð, Akureyri. Bára Gestsdóttir, Ragna Gestsdóttir, Davíð Kristjánsson, Tryggvi Gestsson, Guðbjörg Þórisdóttir, Sigurður Gestsson, Kristín Halldórsdóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra. mundur Þorsteinsson, sem nú er látinn. Þau áttu fímm börn og em nú þrjú þeirra á lífí. Fríða fluttist með foreldrum sín- um suður í Hafnir, þá um ferming- araldur, og þar hófst sú vinátta sem aldrei féll skuggi á. Fríða giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Birni Þorvaldssyni málarameistara, 24. sept. 1956, miklum ágætismanni, sem reyndist henni hinn trausti og góði lífsföm- nautur til hinstu stundar. Þau eign- uðust fjögur börn: Þorvald Þór og Guðmund Þorbjörn, sem báðir em búsettir í Reykjavík, Elínu Arndísi, sem lést á öðru ári og varð foreldr- um sínum mikill harmdauði. Fjórða bamið er Elín Arndís Þómnn og er hún gift Árna Sveinbjörnssyni, búsett á Ólafsfírði. Eftir tuttugu og þriggja ára bú- setu í Reykjavík, árið 1978, fluttu þau Fríða og Bjöm norður í Ólafs- fjörð með Elínu dóttur sína en syn- imir höfðu þá stofnað heimili sín í Reykjavík. Nú lauk eðlilega tíðum heimsókn- um okkar til þessara vina okkar í Reykjavík, og þeirra til okkar suður í Hafnir, sem höfðu verið gagn- kvæmar um margra ára skeið. En okkur Rósu þótti líka gott að eiga þessa vini að þegar við árið 1980 fluttum til Ólafsfjarðar og höfum við búið þar við gagnkvæma vináttu þeirra í tólf ár. Ekki verður skilið svo við þessi minniiígabrot um kæra vinkonu að þess sé eigi getið hversu Elín dóttir þeirra og Árni tengdasonur reynd- ust traust og hjálpleg á erfíðum tímum. Við þökkum Fríðu allar samveru- stundirnar og vottum fjölskyldu hennar innilega samúð, en vonum að minningin um góða eiginkonu, móður, ömmu, dóttur og systur, verði ykkur öllum huggun harmi gegn. Lúlla, Jósef, Rósa og Jói. Mig langar með nokkmm orðum að minnast mágkonu minnar, Hólmfríðar Guðmundsdóttur, sem lést á sjúkrahúsi Akureyrár hinn 9. þessa mánaðar, eftir stutta legu en erfíð veikindi. Síðan okkar kynni hófust fyrir meira en þijátíu ámm hefur ekki á þau borið skugga. Hún var alltaf boðin og búin að rétta okkur hjálp- arhönd þegar við þurftum einhveija aðstoð. Til dæmis þegar ég veiktist og þurfti á sjúkrahús, þá voru mín böm ung. Þá létu bróðir minn og hún sig ekki muna um að flytja á mitt heimili og taka að sér að ann- ast mín börn með sínum svo mánuð- um skipti. Svona var Fríða blessuð í öllu. Hún var hetja í sínum veikindum. Fram að hinstu stund hughreysti hún sína fjölskyidu. Ég mun lengi minnast síðastliðins sumars, hvað við nutum þess að vera með þeim Fríðu og Bjössa þótt ekki væri nema í nokkra daga. Hvað hún var -lík sjálfri sér, hress og glöð þótt fjár- sjúk væri. Börnin mín og ég þökkum henni allt sem hún var þeim. Við söknum hennar öll, en mestur er þó missir eiginmanns, barna og þeirra fjöl- skyldna. Þeim vottum við innilega samúð. Guð blessi minningu góðrar konu. Stína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.