Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 40
MORGUNBLADIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI COllOO, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKVREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Varðskipið Ægir tók niðri í Jökulfjörðum VARÐSKIPIÐ Æg-ir tók niðri þegar skipið var statt í Jökul- fjörðum laust fyrir kl. 18 í fyrr- akvöld. Að sögn Gunnars Berg- stéinssonar, forstjóra Land- helgisgæslunnar, er ekki ljóst hve miklar skemmdir urðu á skipinu, en til stóð að taka það í slipp í Reykjavík í gærkvöldi. Gunnar sagði að óhappið hefði átt sér stað þegar varðskipsmenn voru að athuga veiðarfæri í rækju- bát sem var í Jökulfjörðum. Varð- skipið var látið reka á meðan varð- skipsmenn voru um borð í rækju- bátnum, en þegar það var sett á ferð á nýjan leik tók skipið niðri. Hann sagði að sennilega hefði opnast rifa inn í tvo olíutanka, en sjór komst inn í tankana, og var olíunni dælt úr þeim þegar skipið kom til hafnar í Reykjavík. Til stóð að taka Ægi í slipp í Kafarar og varðskipsmenn könnuðu skemmdirnar á Ægi í Reykjavíkurhöfn í gær. Flot- girðing var sett við skipið vegna sjóblandaðrar olíu sem var í tönkum skipsins. Á inn- felldu myndinni sést er varð- skipsmenn sjósettu gúmbát með köfurunum. sumar að sögn Gunnars, og sagði hann að tækifærið yrði nú notað til að botnhreinsa skipið og ann- ast á því viðgerðir. Morgunblaðið/Sverrir Starfsmenn Simon Wiesenthal-stofnananna: Leitað er að vitniim að stríðsglæpum í Eistlandi EFRAIM Zuroff, forstöðumaður Simon Wiesenthal-stofnunarinnar í Jerúsalem, segist búast við að vitni að meintum stríðsglæpum Eðvalds Hinrikssonar séu á lífi í Eistlandi og í Pétursborg. „Það virðist vera gyðingur sem lifði af atburðina í Eistlandi sem býr í Pétursborg," segir hann en vill ekki nafngreina manninn. Að hans sögn virðast hins vegar eng- in vitni finnast í Israel. Talsmaður Simons Wiesenthals í Vínarborg vildi ekki tjá sig um málið í gær að öðru Ieyti en að nú væri verið .ð leita að vitnum í Eistlandi. Formaður samtaka gyðinga í Tallinn segir að samstarfsmenn hans séu að rannsaka skjöl KGB í rikisskjalasafni Eistlands um helförina gegn gyðingum. Gennadíj Gromberg, formaður gyðingasamtakanna í Tallinn, segist telja að engir gyðingar sem voru vitni að stríðsglæpum nasista í Eist- landi séu á lífi í dag. „Það kom okkur mjög á óvart þetta svokallaða hneyksli varðandi ^Mikson fEðvald],“ sagði Gromberg. ^íann sagði ennfremur að rannsókn- in í ríkisskjalasafni Eistlands væri almenn. Efraim Zuroff sagði í samtali við Morgunblaðið að taka verði yfirlýs- ingu eistneska utanríkisráðuneytis- ins um sakleysi Eðvalds Hinriksson- ar með fyrirvara. Segist hann hafa rekið sig á að sumir í ríkisstjórnum 'Eystrasaltsríkjanna vilji þagga niður glæpi sem Eistlendingar frömdu í seinni heimsstyrjöldinni. Zuroff kvaðst einnig telja að við- brögð Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra við erindi Simon Wiesen- thal-stofnunarinnar hefðu verið af- bragðsgóð. Viðbrögð Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra hefðu hins vegar verið skelfileg. „í sannleika sagt hef ég ekki áhuga á að verða fórnarlamb átaka milli for- sætisráðherrans og utanríkisráð- herrans," sagði Zuroff. Jón Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra, sagði í gær að fram- koma ísraelsmanna við Davíð Odds- son forsætisráðherra hefði verið einsdæmi í sögu diplómatískra sam- skipta íslands við önnur' ríki. Sjá nánar á miðopnu. Reykjavík; Eld- og þjófavarn- arkerfi í alla grunnskóla ELD- og þjófavarnakerfi verða sett upp í öllum grunnskólum Reykjavíkurborgar á næstu mánuðum. Á undanförnum árum hafa innbrot, íkveikjur og önnur skemmdarverk verið viðvarandi vandamál í skólum höfuðborgarinnar. Sem dæmi má nefna að samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins var kostnaður vegna rúðubrota í skólum á síðasta ári um tíu milljónir króna. Að sögn Ólafs Guðgeirssonar hjá Skólaskrifstofu Reykjavíkur hefur eldvarnaeftirlitið farið fram á að sett verði upp brunavarnakerfi í grunnskólunum. Að gefnu tilefni hafi verið ákveðið að setja einnig upp þjófavarnakerfi, þar sem inn- brot hafi verið mikið vandamál. „Þau kerfi, sem eru fyrir hendi, hafa gefið góða reynslu og til dæm- is í Austurbæjarskóla féllu innbrot alveg niður eftir að þjófavamakerfi var sett upp,“ sagði Ólafur í sam- tali við Morgunblaðið. Hann sagði að öryggisgæzlufyr- irtækið Vari, sem séð hefur um að vakta borgarstofnanir, hefði tekið saman skýrslu um athugasemdir öryggisvarða við öryggisatriði í skólum borgarinnar á síðastliðinni haustönn, september til desember. Á þeim tíma hefðu verið gerðar 316 athugasemdir, þar af 138 vegna þess að gluggar hefðu verið skildir eftir opnir og 34 athugasemdir vegna opinna dyra. Skólaskrifstofa Reykjavíkur hefur sent skólastjórn- endum í borginni bréf, þar sem minnt er á að betur þurfi að gæta að því að dyrum og gluggum sé tryggilega lokað eftir að skólatíma lýkur. „Þetta er gegnumgangandi vandamál hjá öllum borgarstofnun- um. Á þessu máli ætti hins vegar að vera auðvelt að taka, því að það snýr fyrst og fremst að umgengni starfsmanna," sagði Ólafur. Möguleikar Barna náttúrunnar á Óskarsverðlaunum taldir allgóðir: Tilnefning’in hefur tífald- að verð kvikmyndarmnar Berlín, frá Árna Þórarinssyni. MOGULEIKAR Barna náttúrunnar, kvikmyndar Friðriks Þórs Frið- rikssonar, til að hreppa Óskarsverðlaunin sem besta erlenda mynd- in við úthlutunina 30. mars næstkomandi teljast allgóðir, eftir því sem Morgunblaðið kemst næst í samtölum við ýmsa aðila úr kvik- myndaheiminum á kvikmyndahátiðinni hér í Berlín. Tilboðum um dreifingu á myndinni Börn náttúrunnar hefur rignt yfir hina þýsku samstarfsaðila Friðriks Þórs Friðrikssonar í Berlín eftir fréttirnar um tilnefninguna. Friðrik Þór segir að lauslega áætlað hafi tilnefn- ingin tífaldað verð myndarinnar en dreifingartilboðin eru frá aðil- um beggja vegna Atlantshafsins. Flestir þeir sem Morgunblaðð ræddi við telja að af þeim fimm myndum sem tilnefndar eru, sé staða Barna náttúrunnar og Rauða lampans frá Hong Kong sterkust. Sigutjón Sighvatsson, kvik- myndaframleiðandi í Los Angeles, hefur tekið að sér að kynna mynd- ina þar, meðal annars með auglýs- ingum og fjölmiðlatengslum sínum og með því að halda sýningu á myndinni fyrir nefndarmennina sem standa að hinu endanlega vali og fleiri. „Eg tel það einfaldlega skyldu mína sem Islendings að gera þetta," sagði Siguijón í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég held að myndin hafi góða möguleika. Orð- spor hennar er mjög gott og ef maður skoðar þessar úthlutanir í gegnum tíðina þá falla Börn nátt- úrunnar mjög vel í kramið. Yfir- leitt eru það einmitt svona mann- eskjulegar sögur sem eru valdar. Eftir því sem ég hef getað hlerað í dag úr innsta hring hér eru Börn náttúrunnar og tékkneska myndin Barnaskólinn sterkastar en mynd- in frá Hong Kong á einnig mögu- leika. Þetta er því mjög spennandi staða sem við eigum að reyna að vinna úr.“ Friðrik Þór Friðriksson sagði í samtali við Morgunblaðið í Berlín í gær að viðbrögðin við útnefning- unni væru mun meiri en hann hafi átt von á. Nú hafa borist átta kauptilboð frá Bandaríkjunum, auk þess sem von var á tilboði frá stórfyrirtækinu Warner Brothers í nótt. Þá hafa borist tilboð frá ítal- íu, Grikklandi, Spáni, Þýskalandi, Finnlandi og Ástralíu og aðilar í Japan og Bretlandi hafa lýst áhuga sínum. Heillaóskir hafa borist víða að til Friðriks Þórs Friðrikssonar og meðal annars barst skeyti frá Ól- afi G. Einarssyni menntamálaráð- herra þar sem hann óskar leikstjór- anum til hamingju með tilnefning- una. „Þetta er frábær árangur og merkur áfangi í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar,“ segir í skeyt- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.