Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 21
f ' •'MOÍtóÚtíÖLÁÐÍÐ FÖSTtJDÁGÚR 21. FEBRÚÁR 1992 fl 21 í Eistlandi: Srannsökuð fni í Tallinn 3ur samtaka gyðinga í Tallinn, segir nn hans að rannsaka sk jöl KGB í ríkis- ina gegn gyðingum í landinu í herná- sé almenn en sé eitthvað um Eðvald ni það koma fram. ut Gromberg minntist á bók Ervins ídi Martinssons sem út kom í Tallinn •g. 1962 þar sem Eðvald var borinn st- þungum sökum. Sagði Gromberg ið-y að vel gæti vérið að um KGB-áróður rg hefði verið að ræða en í bókinni m væri ljósrit af ýmsum skjölum, sum- að um með undirritun Eðvalds, og ns ganga yrði úr skugga um hvort þau ig- væru ekta. ídvalds Hinrikssonar: imhafa mnum -n- saklaus. „Síðan hvenær var utanríkis- lur ráðuneytið sérfræðingur í stríðsglæp- ild um nasista?" spurði Zuroff. Þegar fn- honum var bent á að eistneska utan- ríkisráðuneytið hefði nú aðgang að skjölum KGB um stríðsárin í Eist- landi, sagðiZuroff: „Gæti ekki verið að KGB hafi flutt 511 skjöl sem máli ,gð skiptu til Moskvu?" Zuroff bætti því idi við að taka yrði yfirlýsingu eistneska iar utanríkisráðuneytisins með fyrirvara: igð „Það er hluti af vanda okkar að sum- rar ir i ríkisstjórnum Eystrasaltsríkjanna ief hafa samúð með fólki sem framdi mb glæpina í seinni heimsstyrjöldinni. ut- Spurningin er hvort þessar ríkis- stjórnir ætli að fordæma þá glæpi." st- Talsmaður Simons Wiesenthals í ?irt Vínarborg vildi ekki tjá sig um mál jar Eðvalds að ððru leyti en að nú væri sé verið að leita að vitnum í Eistlandi. ia gestgjafa einsdæmi in utanríkisráðherra ur í samskiptum fslands við önnur ríki n íslands um að koma í opinbera heim- . verið afþakkað með þeim hætti sem uríkisráðherra afþakkaði boð ísraels í að- hitt, að framkoma gestgjafanna í ðið Israel gagnvart forsætisráðherra er að líka einsdæmi í sögu diplómatískra i, í samskipta íslands við önnur ríki," ids sagði Jón Baldvin. við Simon Wiesenthal-stofnunin: <i Starfsmenn vinna lofsvert starf en eru ekki óskeíkulír Orðum stofnunarinnaf er ekki unnt að vísa á bug, var mat viðmælenda Morgunblaðsins Frá Karli Blðndal, fréttaritara Morgunblaðsins. SIMON Wiesenthal-stofnunin, sem á þriðjudag lagði fram ásakanir um að Eðvald Hinriksson hefði verið stríðsglæpamaður í Eistlandi áður en hann fluttist til íslands, fæst ekki aðeins við nasistaveiðar. Þar er lögð stund á fræðimennsku, barist gegn gyðiugahatri hvar sem þess verður vart og reynt að halda á loftí minningu þeirra gyðinga, sem létu lífið í útrýmingarherferð nasista í heimsstyrjöldinni síðari. Það hefur þó ætíð verið ofarlega á stefnuskrá stofnunarínnar að reyna að hafa uppi á þeim, sem frðmdu ódæðisverk í þágu nasista, hvar sem þeir hafa verið niðurkomnir og færa sönnur á glæpi þeirra. Viðmælendur Morgunblaðsins voru á einu máli um það að þegar stofnun- in legði fram gögn um hlutdeild ein- staklinga í glæpum á hendur gyðing- um bæri að rannsaka þau og brjóta til mergjar. Starfsmenn stofnunarinn- ar væru vandir að virðingu sinni og fengjust ekki við uppspuna. Þó mátti einnig heyra að komið hefði fyrir að stofnunin hefði hegðað sér af meira kappi en forsjá, en hún hefði einnig lært af reynslunni. Sitt hvort Wiesenthal og Wiesenthal-stofnun? Andrei Markowitz, stjórnmála- fræðingur við Boston-háskóla (Bost- on University) hefur meðal annars sérhæft sig í málefnum gyðinga og öfgum þjóðernishyggju. Hann kvaðst í viðtali þekkja vel til starfsemi Wies- enthal-stofnunarinnar, hún „nyti mikillar virðingar og legði stund á áreiðanlega fræðimennsku". „Það er ekki hægt annað en að hlusta á (stofnunina)," sagði Anthony Lewis, dálkahöfundur fyrir dagblaðið The New York Times , aðspurður. Lewis, sem hefur meðal annars skrif- að um málefni ísraels, þótt hann sé þekktari fyrir skrif um bandarísk þjóðmál, sagði að stofnunin væri „áhrifamikil" og „þegar þeir (hjá stofnuninni) segja eitthvað verður að kanna málið". Eins og ljóst má vera er stofnunin, sem hefur höfuðstöðvar í Los Angeles í Kaliforníu, kennd við Simon Wies- enthal, einhvern þekktasta nasista- veiðara okkar tíma. Það eru að minnsta kosti einhver tengsl milli Wiesenthals og stofnunarinnar og hann notar hana oft og tíðum til að sinna verkefnum fyrir sig. Þó virðast ýmsir líta svo á að sambandið milli Wiesenthals og stofnunarinnar sé loð- ið. Fræðimaður einn, sem Morgun- blaðið hafði tal af, sagði í skjóli nafn- leyndar að stofnunin virtist varla geta kallast útibú frá nasistaveiðar- anum og gaf í skyn að hún notaði nafn hans mikið til í auglýsinga- skyni. „Þetta er eins og þegar ham- borgarakeðjan McDonald's leyfir úti- búi í fjarlægu landi að nota nafn sitt," sagði hann. Wiesenthal-stofnunin kemur vi'ða við. Er Morgunblaðið kannaði hvað dagblaðið The New York Times hafði talið fréttnæmt af störfum stofnunar- innar undanfarin fimm ár kenndi ýmissa grasa. Greint er frá vandræðalegu atviki vegna veggmyndar í Mozambique þar sem einkennisklæddur maður sást leggja hendur "á svartan mann. Á derhúfu þess einkennisklædda sást sex arma stjarna, stjarna Davíðs. Hier hélt því fram að stjarnan bæri gyðingahatri vitni og krafðist þess að hún yrði fjarlægð. Stjórnvöld í Mozambique sögðu að stjarnan ætti að minna á nýlendulögreglu Portúg- ala, sem voru við völd í landinu til 1975. Þegar því var haldið fram að stjarnan á portúgalska einkennisbún- ingnum hefði verið fimm arma drógu stjórnvöld í Mozambique í land, báru við fáfræði listamannsins og sögðu að listaverkið yrði lagfært. Þessi yfir- lýsing hafði ekki fyrr verið gefin en rannsóknir leiddu í ljós að nýlendulög- reglan hefði borið sex arma stjörnu, en portúgalski herinn fimm arma stjörnu. Ekki var seinna væna fyrir Moz- ambique, því að viku seinna átti Bandaríkjaþing að ganga til atkvæða um aðstoð við Afríkuríkið. Við eftir- grennslan kom í ljós að hægri öfl í Bandaríkjunum, undir forystu þing- mannsins Jesse Helms, vöktu máls á listaverkinu og stjörnunni. Þessi sömu öfl voru á þessum tíma að reyna að koma í veg fyrir að bandarísk yfir- völd veittu marxískum stjórnvöldum í Mozambique aðstoð og vildu senda stuðning til skæruliðahreyfingarinnar Renamos. Voru þessi öfl að vonast til þess að ásakanir um gyðingahatur myndu telja þrýstihópa gyðinga á að leggjast á sveif með þeim í þeirri við- leitni að telja um fyrir Bandaríkja- þingi. Stríðsglæpir í Eystrasaltsrikjum En hæst ber leitina að stríðsglæpa- mönnum í starfsemi Wiesenthal- stofnunarinnar. Og oft virðast sjónir stofnunarinnar hafa beinst að stríðs^ glæpum í Eystrasaltsríkjunum. I febrúar árið 1987 lagði stofnunin fram lista með nöfnum 74 manna, sem höfðu flutt til Bandaríkjanna eftir heimsstyrjöldina síðari. Dóms- málaráðuneytið kvaðst myndu rann- saka málið og sagði talsmaður þess að rannsókn stæði yfir á málum sumra þessara manna. Flestir þeirra voru grunaðir um að hafa verið í SS-sveitum, sem drápu almenna borgara, einkum gyðinga, í Lettlandi og Litháen. Þetta sama ár lagði Wiesenthal- stofnunin einnig fram rúmlega þús- und blaðsíður um litháískan mann, sem fengið hafði hæli á fölskum for- sendum í Bretlandi eftir seinna stríð, og tóku bresk yfirvöld til athugunar hvort svipta ætti manninn ríkisborg- ararétti. í september á síðasta ári létu sam- tökin til sín taka þegar stjórnvöld í Litháen ákváðu að veita þeim mönn- um uppreisn æru, sem sovésk stjórn- völd höfðu dæmt fyrir stríðsglæpi. Tilgangur þessa var fyrst og fremst að sýna Litháum fram á að nýfengið sjálfstæði veitti þeim rétt til að ógilda niðurstöður hins sovéska dómskerfis og ögra valdi sovéskra yfirvalda til að leggja dóm á framferði Litháa í heimsstyrjöldinni síðari þegar Eystra- saltsríkin voru hérnumin af Rússum í tvígang og einu sinni af Þjóðverjum. Það þótti hins vegar bera fljót- færni vitni að Litháar skyldu aftur- kalla þessa dóma yfir meintum stríðs- glæpamönnum án þess einu sinni að skoða mál þeirra. Marvin Hier, yfir- maður Wiesenthal-stofnunarinnar, skoraði á Vytautas Landsbergis, for- seta Litháens, að stöðva þessar náð- anir því að margir „verstu samverka- manna Hitlers" væru meðal þeirra, sem hefðu fengið uppreisn æru. Ef niðurstöður sovéskra dómstóla þættu lögleysa mætti taka þessi mál upp á nýjan leik og láta dómstóla hreinsa nöfn umræddra manna. Stofnunin lagði jafnframt fram gögn, þar sem sýnt var fram á að mál ýmissa þeirra, sem verið hefðu náðaðir, þyrftu end- urskoðunar við. Landsbergis svaraði með því að gefa í skyn að sovéska leyniþjónustan KGB hefði sennilega séð til þess að gögnin kæmust í hendur stofnunar- innar. Hæstiréttur Litháens sá hins vegar ástæðu til þess að taka mark á gögnum stofnunarinnar og ákvað að fresta frekari náðunum þar til nið- urstaða fengist. Genadijus Slauta hæstaréttardómari sagði að það væri greinilegt að ýmsir hefðu verið náðað- ir án þess að eiga það skilið og rann- saka þyrfti málið betur. Vafasöm vinnubrögð? Benno Weiser Varon, prófessor í gyðingdómi við Boston-háskóla, sagði Simon Wiesenthal nasistaveiðar- inn kunni. í samtali við Morgunblaðið í gær að sér virtist sem vinnubrögð Wiesent- hal-stofnunarinnar væru nú vandaðri þau hefðu verið áður. Varon kvaðst ekki sérlega hrifmn af stofnuninni, en bætti við að hún ynni verk sitt af alvöru. Varon hefur verið búsettur í rómönsku Ameríku og var meðal annars ræðismaður ísraels í Paragvæ þegar Wiesenthal var að reyna að hafa uppi á nasistalækninum Josef Mengele. Varon sagði að Wiesenthal tæki hlutverk sitt of persónulega. Auk þess þyrfti hann að afla sér fjár til þess að reka starfsemi sína og Meng- ele hefði verið gott mál til fjáröflun- ar. „Wiesenthal hélt því til dæmis fram að Mengele hefði búið í Paragvæ, skammt frá landamærum Brasiliu, árið 1967. Hins vegar hafði Mengele ekki búið þar frá árinu 1961, og því verndaði Wiesenthal þennan glæpamann með óbeinum hætti með þvf að beina athyglinni frá hinum raunverulega dvalarstað hans," sagði Varon. „Það verður að skilja á milli þessara tveggja hluta, fjáröflunar og athygli annars vegar og leitar að sfiríðsglæpamönnum og helfarar gyð- inga hins vegar." „Ein af hinum sönnu hetjum tuttugustu aldar" Wiesenthal rekur eigin stofnun í Vín, höfuðborg AuBturríkis, undir nafninu Gyðinglega gagnamiðstöðin. I alfræðiorðabók Britannicu er leitt að því getum að hann hafí haft upp á að minnsta kosti þúsund stríðs- glæpamönnum í samvinnu við stjórn- völd í Vestur-Þýskalandi, ísrael og • víðar. Hans stærsti fengur var án efa Adolf Eichmann, sem Israelar námu brott frá Argentínu 1959 og héldu síðan yfir fræg réttarhöld í Jerúsalem. Wiesenthal var sjálfur í fangabúð- um nasista og var oft hætt kominn. Hann segir að það sé því köllun sín að tryggja að aðrir muni það sem hinir íátnu geta ekki miðlað komandi *t kynslóðum. En hann ákvað einnig að koma fram hefndum fyrir fórnarlömb helfarar nasista gegn gyðingum, þótt ekki orði hann það svo sjálfur. Þegar eftir stríð fór hann að aðstoða banda- menn við að hafa hendur í hári stríðs- glæpamanna. Framtíð hans réðst eft- ir að Eichmann náðist. Árið 1961 stofnaði hann gagnamiðstöð sína í Vín og þá var ljóst að verkfræðingur- inn myndi ekki aftur taka upp þráð- inn þar sem frá var horfið þegar hann þurfti að loka teiknistofu sinni í Lvov í Póllandi þegar Sovétmenn náðu borginni á sitt vald árið 1941. Wiesenthal hefur hlotið viðurkenn- ingar um heim allan og ber fímm heiðursdoktorsnafnbætur. Þegar Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkja- forseti, ávarpaði Wiesenthal áttræðan sagði hann að afmælisbarnið væri „ein af hinum sðnnu hetjum tuttug- ustu aldarinnar" og óhætt er að segja að hann njóti svipaðrar virðingar um heim allan. Það er að segja utan Austurríkis þar sem Wiesenthal hefur búið frá stríðslokum. Þar hefur Wiesenthal verið fremur illa liðinn og deilur hans við Bruno Krelsky, þegar hann var kanslari, og aðra ráðamenn vegna fortíðar austurríska stjórnmála- mannsins Friedrichs Peter bættu ekki úr skák. Krelsky lét meira að segja að því liggja að Wiesenthal hefði framið stríðsglæpi, en gerði aldrei tilraun til að færa sönnur á mál sitt. Eins og Wiesenthal orðar það í bók sinni „Réttlæti en ekki hefnd" töldu Austurríkismenn hann vera hefni- gjarnan mann, sem „daglega fengi sér lítið, saklaust nasistagrey í morg- unverð", eftir þetta mál. En Wiesenthal hefur einnig verið legið á hálsi að hafa varið austurrísk- an stjórnmálamann með vafasama fortíð. Þegar Alheimsþing gyðinga (World Jewish Congress) bar fram áskanir á hendur Kurt Waldheim, sem þá sóttist eftir að verða forseti Aust- urríkis, um að hafa verið nasisti og stríðsglæpamaður reyndi Wiesenthal að draga úr. Hann benti á að ekki væri hægt að bendla Waldheim beint við stríðsglæpi og sagði að ekki mætti leggja það að jöfnu að hafa gegnt herþjónustu og að hafa starfað í fangabúðum. Waldheim hefði ef til vill haft vitneskju um stríðsglæpi, en helsti glæpur þessa fyrrumaðalritara Sameinuðu þjóðanna hefði verið að greina ekki satt og rétt frá fortíð sinni. Alheimsþing gyðinga birti ásakanir sínar að órannsökuðu máli. Wiesent- hal heldur því fram að samtökin (sem séu lítil en beri stórt nafn) hafi ákveð- ið að halda frekar áfram að reka áróður gegn Waldheim en að þola þá niðurlægingu að játa mistök sín. Hluti af áróðrinum var að halda því fram að austurrísk vegabréf yrðu litinn hornauga um heim allan ef Waldheim yrði kjörinn forseti. Almenningsálitið í Austurríki sner- ist á sveif með Waldheim og gyðing- ar þar í landi óttuðust að herferð Alheimsþings gyðinga myndi kynda undir gyðingahatri. Þingið fordæmdi einnig viðbrögð Wiesenthals og skrif- aði Elan Steinberg, framkvæmda- stjóri þess, harðorðar greinar um -.- nasistaveiðimanninn og starfsemi hans. Því verður að teljast skiljanlegt að Steinberg skyldi segja í viðtali, sem birtist í Morgunblaðinu í fyrradag, að sér þættu „undarleg" þau vinnu- brögð að afhenda Davíð Oddssyni gögn um meinta glæpi Eðvalds Hin- rikssonar í opinberri heimsókn hans í ísrael.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.