Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRUAR 1992 Háskólinn: 88% fall á fyrsta ári í almennri lögfræði AF 123 laganemum á 1. ári sem þreyttu próf í almennri lögfræði í desember á síðasta ári náðu 15 nemar tilskildum árangri, lágmarks- einkunhinni 7. Fallið í almennri lögfræði var með öðrum orðum um 88 af hundraði. Davíð Þór Björgvinsson, dósent í lagadeild HÍ, sagði að þessar nið- urstöður væru ekki ósvipaðar niður- stöðum fyrri ára. Gera mætti ráð fyrir að einhver hluti þeirra er féllu á prófinu þreyttu það að nýju næsta haust og miðað við reynsluna mætti gera ráð fyrir að 10-20 manns stæðust það þá. Á bilinu 30-40 manns næðu þannig tilskildum ár- angri á fyrsta ári í lögfræði. Um 50 manns stunda nú nám á öðru ári. Davíð sagði að athuga bæri það að gerðar væru nokkuð strangar kröfur í lagadeild. Almenn lögfræði væri eins og nokkurs konar inn- tökupróf. Lágmarkseinkunn í al- mennri lögfræði er sjö en lágmarks- einkunn í námskeiðum í verkfræði- og raunvísindadeild og félagsvís- indadeild væri á hinn bóginn fjórir. íslenzka átti það að vera í blaðauka Morgunblaðsins í gær um gæðastjórnun urðu þau mistök, að auglýsing frá Verksmiðjunni Vífilfelli hf. birtist með erlendum texta, þar sem íslenzka átti að sjálfsögðu að vera. Mörgunblaðið biðst afsökunar á þessum mistök- um Enn lægra hlutfall nemenda í nám- skeiðum þessara deilda næðu ein- kunninni sjö. Davíð sagði að það kæmi sér ekki á óvart ef innan við 10% nemenda þar næðu einkunn- inni sjö. I verkfræði- og raunvís- indadeild væri hátt í 50% fall þótt lágmarkseinkunn sé fjórir. ? ? ? Góð loðnuveiði: Sólarhrings- aflinn nam 18.500 tonnum MJÖG góð veiði var á loðnumið- ummi út af Suðurlandi 19. til 20. febrúar og nam sólarhringsaflinn um 18.500 tonnum. Að sögn Jóns Ólafssonar hjá Félagi fiskimjöls- framleiðenda dreifðist þessi afli á allar loðnulöndunarstöðvar lands- ins. Heildaraflinn af loðnu er nú orð* inn 330.000 tonn á þessari vertíð en kvótinn er kominn í rúm 700.000 tonn eftir að kvótahlutdeild Norð- manna og Grænlendinga var færð yfir á íslendinga. Jón Ólafsson segir að ef sömu ógæftir haldi áfram eins og verið hefur í vetur muni þessi kvóti vart nást í hús. Morgunblaðið/Árni Sæberg 15-20 manns vinna á hverjum degi við að búa til páskaegg hjá Nóa og Síríusi. 350 þúsund páskaegg borðuð EKKI er ráð nema í tíma sé tekið og því var byrjað að steypa páskaegg fyrsta vinnudaginn í janúar þó enn séu tveir mánuðir í sjálfa páskahátíðina. Örn Ottesen, skrifstofustjóri hjá Nóa og Síríusi, segist reikna með að íslendingar sporðrenni um 350.000 páskaeggjum á hverju ári. Af því framleiðir fyrirtækið 200.000- 250.000 egg. Á bilinu 15-20 manns vinnur við framleiðsluna á hverjum degi. Örn sagði að eggin væru með svipuðum hætti á hverju ári. „Svo eru málshættirnir helmingurinn af óllu saman. Þegar svo óheppi- lega hefur vilja til að gleymst hefur að sitja málshætti í einhver egg höfum við fengið upphring- ingar strax eftir hátíðina. Fólk er gjörsamlega eyðlagt ef það fær ekki málshátt. Við höfum þá boð- ist til að senda því málshætti í pósti. Farið er í málsháttaboxið, dregin málsháttur af handahófi og sendur í bréfi. Töluvert er um að fólk taki þessu boði," sagði Örn. Ennfremur sagði hann að mikilvægt væri að reyna að koma í veg fyrir að sami málshátturinn kæmi í tveimur eggjum á sama heimilinu. Valið er úr 200 máls- háttum og á hverju ári ér einhverj- um bætt við og aðrir teknir úr umferð. MINGARSALA ! HJA cjKS HEIMILISHÚSGÖGN GKS HESTHÁLSI 2-4 SÍMI : 672110 SKRIFSTOFUHÚSGÖGN BÍLDSHÖFÐA 18 SÍMI : 676500 SOFASETT SÓFABORÐ STÓLAR HORNBORÐ SMÁBORÐ STAKIR SÓFAR OG STÓLAR SKÁPAR HILLUR RUMGAFLAR DÝNUR RÚMTEPPI NÁTTBORÐ PÚÐAR FATAHENGI OG MARGT FLEIRA... SKRIFBORÐ FUNDARBORÐ HILLUR SKÁPAR STÓLAR ELDHÚSBORÐ OG MARGT r L/JbiIKA... 30 - 60 % AFSLÁTTUR ! < z _J e w _i >< £

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.