Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992 5 Háskólinn: 88% fall á fyrsta ári 1 almennri lögfræði AF 123 laganemum á 1. ári sem þreyttu próf í almennri lögfræði í desember á síðasta ári náðu 15 nemar tilskildum árangri, lágmarks- einkunninni 7. Fallið í almennri lögfræði var með öðrum orðum um 88 af hundraði. Davíð Þór Björgvinsson, dósent í lagadeild HÍ, sagði að þessar nið- urstöður væru ekki ósvipaðar niður- stöðum fyrri ára. Gera mætti ráð fyrir að einhver hluti þeirra er féllu á prófinu þreyttu það að nýju næsta haust og miðað við reynsluna mætti gera ráð fyrir að 10-20 manns stæðust það þá. Á bilinu 30-40 manns næðu þannig tilskildum ár- angri á fyrsta ári í lögfræði. Um 50 manns stunda nú nám á öðru ári. Davíð sagði að athuga bæri það að gerðar væru nokkuð strangar kröfur í lagadeild. Almenn lögfræði væri eins og nokkurs konar inn- tökupróf. Lágmarkseinkunn í al- mennri lögfræði er sjö en lágmarks- einkunn í námskeiðum í verkfræði- og raunvísindadeild og félagsvís- indadeild væri á hinn bóginn fjórir. A Islenzka átti það að vera í blaðauka Morgunblaðsins í gær um gæðastjórnun urðu þau mistök, að auglýsing frá Verksmiðjunni Vífilfelli hf. birtist með erlendum texta, þar sem íslenzka átti að sjálfsögðu að vera. Morgunblaðið biðst afsökunar á þessum mistök- um Enn lægra hlutfall nemenda í nám- skeiðum þessara deilda næðu ein- kunninni sjö. Davíð sagði að það kæmi sér ekki á óvart ef innan við 10% nemenda þar næðu einkunn- inni sjö. í verkfræði- og raunvís- indadeild væri hátt í 50% fall þótt lágmarkseinkunn sé fjórir. ------»■ 4 -4-- Góð loðnuveiði: Sólarhrings- aflinn nam 18.500 tonnum MJÖG góð veiði var á loðnumið- unum út af Suðurlandi 19. til 20. febrúar og nam sólarhringsaflinn um 18.500 tonnum. Að scgn Jóns Olafssonar hjá Félagi fiskimjöls- framleiðenda dreifðist þessi afli á allar loðnulöndunarstöðvar lands- ins. Heildaraflinn af loðnu er nú orð- inn 330.000 tonn á þessari vertíð en kvótinn er kominn í rúm 700.000 tonn eftir að kvótahlutdeild Norð- manna og Grænlendinga var færð yfir á íslendinga. Jón Ólafsson segir að ef sömu ógæftir haldi áfram eins og verið hefur í vetur muni þessi kvóti vart nást í hús. Morgunblaðið/Ámi Sæberg 15-20 manns vinna á hverjum degi við að búa til páskaegg hjá Nóa og Síríusi. 350 þúsund páskaegg borðuð EKKI er ráð nenia í tíma sé tekið og því var byrjað að steypa páskaegg fyrsta vinnudaginn í janúar þó enn séu tveir mánuðir í sjálfa páskahátíðina. Örn Ottesen, skrifstofustjóri hjá Nóa og Síríusi, segist reikna með að Islendingar sporðrenni um 350.000 páskaeggjum á hverju ári. Af því framleiðir fyrirtækið 200.000- 250.000 egg. Á bilinu 15-20 manns vinnur við framleiðsluna á hverjum degi. Örn sagði að eggin væru með svipuðum hætti á hveiju ári. „Svo eru málshættirnir helmingurinn af öllu saman. Þegar svo óheppi- lega hefur vilja til að gleymst hefur að sitja málshætti í einhver egg höfum við fengið upphring- ingar strax eftir hátíðina. Fólk er gjörsamlega eyðlagt ef það fær ekki málshátt. Við höfum þá boð- ist til að senda því málshætti í pósti. Farið er í málsháttaboxið, dregin málsháttur af handahófi og sendur í bréfi. Töluvert er um að fólk taki þessu boði,“ sagði Örn. Ennfremur sagði hann að mikilvægt væri að reyna að koma í veg fyrir að sami málshátturinn kæmi í tveimur eggjum á sama heimilinu. Valið er úr 200 máls- háttum og á hveiju ári er einhveij- um bætt við og aðrir teknir úr umferð. RÝMII H NGAI IA n RSALA ij KS HEIMILISHÚSGÖGN GKS SKRIFSTOFUHÚSGÖGN HESTHALSI 2 - 4 BÍLDSHÖFÐA 18 SÍMI : 672110 SÍMI : 676500 SÓFASETT RÚMGAFLAR SKRIFBORÐ SOFABORÐ DYNUR FUNDARBORÐ STÓLAR RÚMTEPPI HILLUR HORNBORÐ NÁTTBORÐ SKÁPAR SMÁBORÐ PÚÐAR STÓLAR STAKIR SOFAR FATAHENGI ELDHÚSBORÐ OG STOLAR OG MARGT OG MARGT SKÁPAR FLEIRA.. FLEIRA... HILLUR ca 2 <0 (tJ D) *> C w 30 - 6C D) n % AFSLÁTTUR ! í '< “3 oc LL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.